Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anton SigurgeirGunnlaugsson
fæddist á Bratta-
völlum á Árskógs-
strönd 25. septem-
ber 1943. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. október síðast-
liðinn. Faðir hans
var Gunnlaugur
Sigurðsson útvegs-
bóndi frá Bratta-
völlum, f. 21. ágúst
1902, d. 24. júní
1986. Móðir hans
var Freygerður Guðbrandsdóttir
ljósmóðir frá Litla-Árskógi, f. 4.
ágúst 1902, d. 3. september 1953.
Þau bjuggu á Brattavöllum á Ár-
skógsströnd. Systkini Antons eru:
Sigurður Flóvent, f. 1928, d. 1996,
maki Soffía Heiðveig Friðriksdótt-
ir, f. 1931, þau eiga fjögur börn;
Guðbjörg Kristín, f. 1930, fyrri
maki Jóhann Þórisson, f. 1927, d.
1971, þau eiga þrjú börn, síðari
maki Björn Baldvinsson, f. 1907, d.
1986; Anna Soffía Sigurlaug, f.
1934, maki Snorri Eldjárn Krist-
og Elísa Rún, f. 1997. 3) Sigurður
Sveinn, f. 1967, maki Helga Valtýs-
dóttir, f. 1972. Dóttir þeirra er
Auður Lára Mei, f. 2003. 4) Freyr,
f. 1976, maki Silja Pálsdóttir, f.
1971. Sonur þeirra er Lárus Ant-
on, f. 2005. Sonur Silju er Aron
Freyr Heimisson, f. 1990. 5) Lárus
Ingi, f. 1979.
Anton starfaði alla sína ævi við
sjávarútveginn. Fór hann snemma
til sjós með föður sínum á Pálma
frá Litla-Árskógssandi. Anton fór í
Vélstjóraskóla 1964–1965. Reri
hann á ýmsum bátum til ársins
1970. Þá stofnaði hann útgerðina
Harald ásamt Jóni Finnssyni og ár-
ið 1974 komu Gunnar Friðriksson
og Jóhannes Markússon inn í þá út-
gerð sem starfrækt var til ársins
1994. Árið 1985 fór Anton í Stýri-
mannaskóla Dalvíkur og náði sér í
skipstjórnarréttindi. Frá 1994 var
hann vélstjóri á Otri frá Dalvík.
Árin 1998 til 2004 var Anton hafn-
arvörður við Dalvíkurhöfn. Hann
hafði nýhafið störf hjá O. Jakobs-
syni þegar hann veiktist haustið
2004.
Anton var einn af stofnendum
golfklúbbsins Hamars á Dalvík.
Hann söng einnig með Karlakór
Dalvíkur.
Útför Antons verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
jánsson, f. 1917, d.
1987, þau eiga sjö
börn; Sveinn Krist-
inn, f. 1940, maki Val-
gerður Sólveig Sig-
fúsdóttir, f. 1946, þau
eiga þrjú börn, en
fyrir átti Sveinn eina
dóttur; Anna Sigríð-
ur, f. 1946, maki Ólaf-
ur Njáll Guðmunds-
son, f. 1945, d. 1989,
þau eiga fjögur börn.
Hinn 1. janúar
1966 kvæntist Anton
Jóhönnu Fanneyju
Jóhannesdóttur, f. 17. júní 1942,
frá Dalvík. Foreldrar hennar voru
Jóhannes Jóhannesson, f. 13. júní
1896, d. 12. október 1977, og Lára
Sigurhjartardóttir, f. 9. júní 1906,
d. 17. júní 1956. Þau bjuggu á Dal-
vík. Synir Antons og Jóhönnu eru:
1) Jóhannes, f. 1965, maki Svandís
Hulda Þorláksdóttir, f. 1958. Synir
þeirra eru Anton Bjarki, f. 1994,
og Atli Björn, f. 1996. 2) Gunnlaug-
ur, f. 1966, maki Guðbjörg Stefáns-
dóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Ey-
þór Ingi, f. 1989, Ellen Ýr, f. 1993,
Elsku pabbi, þá er þrautum þínum
lokið og þú kominn yfir á önnur mið.
Við höfum misst mikið, þó minningin
um þig sé ljóslifandi og muni hlýja
okkur og styrkja í sorg okkar. Við
metum það mikils að þú og mamma
skulið vera foreldrar okkar og þökk-
um Guði fyrir það. Fjölskyldan þín er
ótrúlega sterk enda var það þér og
mömmu kappsmál að halda fjölskyld-
unni saman og væri hægt að tíunda
margar góðar stundir sem ylja okkur
nú. Þú varst góður faðir, sá langbesti
og alltaf hægt um vik að fá þig til að
hjálpa enda laghentur maður með
eindæmum.
Við munum mest sakna þín þegar
við horfum á börnin okkar enda
varstu frábær afi. Það var alltaf stutt
í leik hjá þér og þegar við horfðum á
þig með barnabörnin rifjuðust upp
minningar frá okkar uppvaxtarárum
þar sem þú gafst þér tíma í leik eða
spil.
Það er gaman að rifja upp veiði-
ferðirnar í Mýrarkvísl þar sem var
alltaf mikið fjör. Þá komu þið systk-
inin saman og börnin fengu að koma
með. Þetta er ógleymanlegt í minn-
ingunni hvernig fjölskyldan samein-
aðist í kringum svona veiðiferð sem
var farin árlega. Ferð þín nú í haust
með mömmu, Jóa og Gulla Stínu
vakti sterkt upp þessar minningar og
um það rætt að vekja aftur upp þessa
hefð sem þú og við höfðum svo gaman
af.
Áhugi þinn á sjómennsku og afla-
brögðum var alltaf mjög mikill. Þú
fylgdist mjög vel með útgerðinni hjá
Gulla og hafðir alltaf góð ráð handa
honum í sambandi við veiðiskapinn,
enda þekktir þú allar veiðislóðir hér
við Eyjafjörð. Veiðiferðir koma oft
upp í hugann þessa daga þegar við
leitum í minningar okkar um þig
enda verður þér best lýst sem veiði-
manni. Margar ferðir höfum við farið
með þér til veiða og nú verður tóm-
legt að hafa þig ekki við öxlina til að
leiðbeina okkur.
Við þökkum guði að við fengum
tíma til að kveðja þig þó svo að fráfall
þitt hafi verið fyrr en búist var við.
Við þökkum fyrir að þú gast farið í
kórferðalagið til Norðurlandanna nú
í sumar sem þú og mamma nutuð
mjög vel. Við þökkum fyrir að þú gast
farið í Mýrarkvísl aftur. Við þökkum
fyrir að þú komst í golf í sumar. Við
þökkum fyrir það að þið hjónin kom-
ust suður nú fyrir stuttu í heimsókn
til Sigga Sveins og Helgu, lékst við
Auði Láru og hittir Svenna bróður
þinn. Við þökkum fyrir það að þú gast
verið með Gulla við að skoða nýja
báta. Við þökkum fyrir að þú skulir
hafa fengið að sjá yngsta barnabarn
þitt og upplifa skírnina hans.
Elsku pabbi, við munum halda þétt
utan um mömmu sem við vitum að þú
elskaðir mjög heitt og við munum
hugsa um Lárus Inga sem hefur
misst uppáhaldið sitt en þú varst svo
natinn og góður við hann.
Góður guð, geymdu föður okkar
hjá þér og megi minning okkar um
hann aldrei frá okkur víkja.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
(Guðrún Jóh. frá Brautarholti.)
Þínir elskandi synir,
Jóhannes, Gunnlaugur,
Sigurður Sveinn, Freyr
og Lárus Ingi.
Ástkær tengdafaðir okkar, Anton
S. Gunnlaugsson, er látinn langt um
aldur fram. Þegar við látum hugann
reika á þessum erfiðu tímum birtast
okkur margar fallegar minningar.
Það hafa sennilega verið mikil við-
brigði fyrir Tona þegar fjórar bruss-
ur ruddust inn í líf hans þar sem hann
átti fimm stráka og þekkti ekki þessi
skessulæti, en lúmskt hafði hann nú
gaman af. Börnin okkar voru honum,
og hann þeim, mikils virði. Oft var
tuskast og þrefað, til dæmis um hvað
þau borðuðu eða borðuðu ekki og
hvaða liði þau héldu með í fótbolta.
Var það honum mikils virði að geta
verið viðstaddur skírn yngsta nafna
síns fyrr í þessum mánuði.
Minningarnar um matarboðin og
spilamennskuna eru okkur ofarlega í
huga. Toni og Jóhanna vildu hafa
okkur í kringum sig og ávallt svignaði
eldhúsborðið undan kræsingum,
enda Toni og strákarnir miklir mat-
menn. Toni stóð oft með svuntuna við
gasgrillið og töfraði fram dýrindis
steikur, má þar nefna hrefnu- og
höfrungakjöt, svartfugl og ýmsar
fisktegundir. Oft var tekið í spil þeg-
ar búið var að borða og voru þá ekki
síður læti þegar við tengdadæturnar
spiluðum ekki vel að hans mati, átt-
um það til að setja út vitlaust spil og
fengum að heyra það næstu fjórar
umferðir. Það var mikið hlegið og við
reyndum alltaf að hafa betur með
misjöfnum árangri.
Ekki má gleyma að minnast á ætt-
armótin. Toni hafði einstaka ánægju
af að hitta stórfjölskylduna á ættar-
mótum og var mikil tilhlökkun fyrir
þessum mannamótum. Þar var hann
hrókur alls fagnaðar. Hann var
manna fyrstur til að taka þátt í alls
kyns keppnum og fíflagangi.
Undanfarið ár hefur Toni átt við
mikil veikindi að stríða. Hann tókst á
við þau af miklu æðruleysi og dugn-
aði. Fram á síðustu stundu var hann
að leita frétta og spyrja hvað væri
títt.
Elsku Toni, þín er sárt saknað og
þetta stóra gat sem þú hefur skilið
eftir í fjölskyldum okkar reynum við
að fylla með yndislegum minningum
um þig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Þórunn Sig.)
Þínar tengdadætur,
Svandís, Guðbjörg,
Helga og Silja.
Elsku afi Anton, nú ertu farinn frá
okkur. Við söknum þín svo mikið, en
við eigum fullt af góðum minningum
um þig. Þú varst alltaf til í að tuskast
og slást við okkur og var oft mikið
fjör og hávaði í kringum það og þurfti
amma stundum að róa okkur niður,
þegar henni fannst hamagangurinn
orðinn fullmikill. Svo fórum við oft
með þér og ömmu austur á Sand í
gönguferðir. Stundum fórstu með
okkur niður á bryggju að veiða og
fannst okkur það mjög gaman.
Þú hafðir mjög gaman af því að
horfa á enska boltann. Þitt lið var
Arsenal og varst þú félagi í Arsen-
alklúbbnum á Íslandi. Þeir eru marg-
ir leikirnir sem við bræðurnir horfð-
um á með þér í sjónvarpinu,
sérstaklega þegar Arsenal var að
spila, og var stundum glatt á hjalla
hjá okkur. Þegar við vorum yngri, þá
komum við einu sinni sem oftar í
heimsókn. Þá var KA að spila til úr-
slita í handbolta og við báðum þig að
halda með KA. Þú sagðist gera það
en þá yrðum við að halda með Arsen-
al. Samþykktum við það og höfum við
verið harðir Arsenal aðdáendur síð-
an, eins og þú. Eitt var það sem þú
áttir en það var sælgætisdós merkt
Arsenal og fengum við oft Arsen-
alnammi þegar við komum í heim-
sókn. Við fórum nokkrum sinnum
með þér fram á golfvöll til að spila
golf og reyndir þú að kenna okkur
ýmislegt í sambandi við golfið og
fannst okkur það gaman. Þegar þú og
amma áttuð húsbílinn fórum við
stundum með ykkur í bíltúr og smá-
ferðir á honum.
Elsku afi, við huggum okkur við
það að þér líður vel hjá guði núna. Við
skulum reyna að hugsa vel um ömmu
eins og þú gerðir alltaf.
Takk fyrir allar þær stundir og
minningar sem við eigum um þig, guð
geymi þig.
Þínir afastrákar,
Anton Bjarki og
Atli Björn.
Elsku afi. Þú ert farinn frá okkur
og kemur aldrei aftur, það er svo sárt
og óréttlátt. En við erum rík af ynd-
islegum minningum sem veita okkur
styrk og yl á þessum erfiðu tímum.
Það voru yndislegar stundir þegar
við tuskuðumst, spiluðum á spil eða
Master Mind, fórum með þér á golf-
völlinn og horfðum á fótboltaleiki, þó
aðallega Arsenal-leiki. Það var sko
þitt lið og þú gast sko ekki keypt okk-
ANTON SIGURGEIR
GUNNLAUGSSON
Í dag, föstudag 28. október 2005,
verður Esther Laxdal kvödd hinstu
kveðju í Svalbarðsstrandarkirkju og
ég heyri hana í anda segja: „Loks-
ins er ég komin aftur heim.“ Síðustu
æviárin bjó hún á Akureyri en sakn-
aði ætíð Tungu á Svalbarðsströnd
þar sem hún bjó stóran hluta ævi
sinnar. Þar var útsýnið frábært,
hægt að sjá yfir Eyjafjörðinn til Ak-
ureyrar. Esther mun hvíla hjá for-
eldrum sínum og bræðrum, hjá
kirkjunni sem henni þótti svo vænt
um. Nálægt skógarrjóðrinu sem
hún sagði mér að foreldrar hennar
hefðu hvatt til að gróðursetja. Sagði
með stolti frá foreldrum sínum,
dugnaði þeirra og frumkvæði. Í
veikindum sínum hugsaði hún oft til
þeirra og systkina sinna sem öll
voru farin yfir móðuna miklu.
Hún hlakkaði til að hitta þau öll
aftur og hugurinn hvarflaði æ oftar
út á Strönd. En þótt Esther verði
kvödd hinstu kveðju í dag lifir
minning hennar í huga mér á ýmsan
hátt það sem eftir er ævi minnar.
Hversdagslegustu atvik kalla fram
myndir af henni við ótal tækifæri.
Ef ég sé orðið stroganoff verður
mér hugsað til hennar. Hún var
meistarakokkur og sælkeri, lagði
sálina í matargerðina eins og sagt
er. Það var ekki sama hvernig mat-
ur var á borð borinn eða hvernig
hann leit út. Listrænir hæfileikar
Estherar fengu að njóta sín, hvort
sem um var að ræða veisluborð eða
hversdagsmat. Soðinn þorsk eða
stroganoff. Enginn gerði þann kjöt-
rétt betur hún. Og í hvert skipti
sem ég elda kjötsúpu verður mér
alltaf hugsað til Estherar, því hún
kenndi mér einfalt bragð til að gera
súpuna sérlega góða. Að tala um
mat og listakokk tengist fyrstu
kynnum mínum af Esther þegar ég
kom í heimsókn í Tungu fyrir 33 ár-
um. Hún eldaði matinn, lagði á borð
og svo stóð hún yfirleitt eða rétt
tyllti sér á meðan allir borðuðu,
tilbúin að sækja eða rétta eitt og
annað. En þetta var frekar algengt
hjá eldri kynslóðinni, sérstaklega í
sveitum landsins og tengdist verka-
skiptingunni í þá daga. Henni féll
aldrei verk úr hendi, var yfirleitt
fyrst á fætur og síðust í háttinn.
Enda oft mikið að gera í vinnutörn-
um til sveita eins og fólk veit, sér-
staklega hjá konum eins og Esther
sem tók virkan þátt í bústörfum og
sinnti jafnframt heimilinu. Ullar-
sokkar og vinnuvettlingar í bleyti
eftir kvöldverkin og þvegin fyrir
háttinn.
Mér verður hugsað til þess að
Esther var ekki orðin fertug þegar
hún þurfti að sjá ein um fimm syni.
Foreldrar hennar bjuggu þá á neðri
hæðinni í Tungu ásamt Birni syni
sínum. Það hefur verið mikið að
gera hjá henni frá morgni til kvölds,
alla daga vikunnar við inni- og úti-
störf. Esther bar hag fjölskyldunn-
ar alla tíð mjög fyrir brjósti og var
mjög umhugað um að fólkinu sínu
liði vel. Síðustu ár foreldra sinna
hugsaði hún um þau af alúð og mik-
illi umhyggjusemi, svo og um Bassa
ESTHER ÁSLAUG
LAXDAL
✝ Esther ÁslaugLaxdal, fyrrver-
andi bóndi í Tungu á
Svalbarðsströnd,
fæddist í Tungu 25.
október 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
deild elliheimilisins
Hlíðar á Akureyri,
19. október síðast-
liðinn. Hún var dótt-
ir hjónanna Jóhann-
esar Laxdal, hrepp-
stjóra í Tungu, og
Helgu Níelsdóttur
Laxdal frá Hallandi
í sömu sveit. Esther var fimmta
barn í röð sjö systkina, sem öll eru
nú fallin frá.
Esther lætur eftir sig fimm upp-
komna syni og 22 ömmu- og lang-
ömmubörn.
Útför Estherar verður gerð frá
Svalbarðsstrandarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.30.
bróður sinn. Sinnti
hún um Bassa allt þar
til hann lést.
Esther var barn-
góð, tók öllum börn-
um vel sem komu á
heimili hennar, hvort
sem það voru barna-
börn hennar eða önn-
ur. Hafði gaman af að
spjalla við krakkana
og ýtti undir bóklest-
ur þeirra, enda bók-
elsk mjög. Lagði hún
alla tíð áherslu á fal-
legt málfar ekki síður
en kurteislega framkomu.
Hún var glöð í góðra vina hópi,
hló þá hjartanlega eða ræddi af al-
vöru um lífið og tilveruna. Ef ég er
stödd í bókabúð eða á bókasafni og
lít yfir ensku bækurnar verður mér
hugsað til hennar. Hún var vel mælt
á enska tungu og hélt tungumálinu
við með lestri enskra bóka. Esther
hafði alla tíð gaman af rökræðum
um allt milli himins og jarðar. Kom
þá í ljós að þar var á ferðinni stór-
greind kona með sterkan persónu-
leika sem fylgdist vel með því sem
gerðist í íslensku samfélagi og er-
lendis, hafði ákveðnar skoðanir sjálf
um leið og hún virti skoðanir ann-
arra.
Esther var tilfinningarík, hafði
tamið sér mikla sjálfsstjórn og léði
andlitinu áherslur á tjáningu sína. Í
rökræðum og samtölum gat hún
verið alvöruþrungin á svip, eða lyft
augabrún, hnykkt til höfði eða skellt
upp úr allt eftir tilefninu. Húmorinn
var yfirleitt ekki langt undan. Nema
í bridge, þá ríkti alvaran.
Alltaf þegar ég rek augun í spila-
kassa verður mér hugsað til þess
hvað hún hafði gaman af að spila.
Bæði þegar hún var á ferðalögum
og tók nokkra leiki í Rauðakross-
kassa eða heima hjá sér. Við spil-
uðum oft í Tungu þegar við vorum í
heimsókn og rólegt kvöld gafst.
Esther hafði gaman af að láta
þreytuna líða úr sér við spilin, hvort
sem það var scrabble, yatzy, bridge
eða kani. Best var ef hún gat spilað
bridge. Að sjá hana og synina spila
það spil minnti á helgiathöfn þar
sem allir sátu alvarlegir og djúpt
hugsi. Eftir spilið var svo rabbað
saman og teygt úr sér. Þegar hún
var orðin ein og hafði sjónina í lagi
lagði hún oft kapal, hafði gaman af
krossgátum, greip í prjóna eða las
sér til dægrastyttingar. Það var
alltaf gott að heimsækja Esther.
Hún var mjög gestrisin og tók alltaf
vel á móti okkur, hvort heldur var í
Tungu eða á Akureyri.
Þrátt fyrir annríki daganna gaf
Esther sér tíma til að ferðast og þá
var ekkert verið að skreppa á næsta
bæ. Stefnan var tekin á sólarlanda-
ferð eða til Bandaríkjanna með við-
komu í Reykjavík. Í Reykjavík hitti
hún Önnu systur sína og í Banda-
ríkjunum gat hún hitt Helenu og
Henry systkini sín. Eða hún fór til
Noregs að heimsækja Helga son
sinn og fjölskyldu hans. Hún kom
líka í heimsókn til okkar á Ísafjörð
þegar við bjuggum þar. Á ferðalög-
um jafnt og í veislum lagði Esther
áherslu á að vera vel klædd og kom
glæsileiki hennar þá vel í ljós. Þeim
sama glæsileika hélt hún til hinstu
stundar.
Í huga mínum er Esther alltaf
tengdamamma jafnt og amma
barna minna.
Ég er þakklát fyrir að samband
milli okkar hélst alltaf gott, þótt við
sonur hennar slitum samvistir á sín-
um tíma. Hún fylgdist alltaf með
barnabörnum sínum og tók þátt í
gleði okkar og sorgum þótt langt
væri oft á milli staða.
Elsku Esther. Ég trúi því að nú
sért þú glöð og keik á göngu með
foreldrum þínum og systkinum sem
þú saknaðir svo sárt. Ég minnist
góðrar manneskju sem er horfin
héðan eftir drjúgt dagsverk, en lifir
áfram í hjörtum okkar þar til við
hittumst á ný.
Hinsta kveðja héðan.
Jónína.