Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Karls-son fæddist á Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá 19. júlí 1922. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Austur- lands á Egilsstöðum þriðjudaginn 18. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Karl Magnús- son smiður og bóndi á Bóndastöðum, f. 5. apríl 1884, d. 5. maí 1968, og Margrét Elísabet Sigurðardóttir, f. 20. sept. 1894, d. 19. mars 1986. Syst- ur Sigurðar eru: Guðbjörg, vefn- aðarkennari, f. 14. júní 1924, d. 7. júlí 1971, og Sædís Sigurbjörg, framhaldsskólakennari og hús- móðir, f. 8. maí 1934. Sigurður kvæntist Sigfríði Jó- hönnu Guðmundsdóttur, f. 17. apríl 1916, hinn 19. júní 1947. Börn þeirra eru: 1) Kristbjörg Sig- urðardóttir, f. 29. ágúst 1949, skrifstofumaður og húsmóðir á Egilsstöðum, gift Halldóri Sig- urðssyni, f. 8. des. 1944, vörubif- reiðarstjóra og brautarverði við Egilsstaðaflugvöll. Börn Halldórs eru: Kristborg, f. 24. maí 1963, Vil- borg Sigurveig, f. 6. apríl 1966, og Guðmundur Freyr, f. 9. maí 1967. 2) Guðmundur Karl, f. 16. des. 1950, búfræðingur og bóndi í Laufási, kvæntur Sólveigu Björns- dóttur, f. 28. feb. 1958. Börn þeirra: Þórir Björn, f. 14. nóv. 1980, nemi í véliðnfræði við HR, sambýliskona María Ósk Krist- mundsdóttir, f. 30. maí 1981. Sig- kraftaverki líkastur, með aðstoð gleraugna gat hann farið að lesa á ný, ferðirnar urðu þrjár til Þýska- lands. Einnig hafði borið á kalkeyð- ingu í mjaðmarlið. Sigurður fer í mjaðmaaðgerð 1973 og skipt er um liðinn. Hann þurfti í nokkrar aðgerðir sem gengu illa og hann hlaut því varanlega fötlun sem háði honum við starf eftir það. Sigurður sinnti félagsmálum mikið og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum með búskapnum. Hann sat í stjórn Ungmennafélagsins Fram frá 1942 til 1949 og var formaður þess um skeið.Hann sat nokkur þing Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands. Hann var for- maður byggingarnefndar og verk- efnisstjóri Hjaltalundar frá 1950 til 1962. Sigurður sat í sveitar- stjórn Hjaltastaðahrepps frá 1954 til 1962, síðan frá 1974 til 1982, seinna tímabilið sem varaoddviti. Einnig sat hann tvö þing Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem fulltrúi sveitarstjórnar. Sýslu- nefndarmaður Hjaltastaðahrepps sem varamaður 1979 til 1982 og aðalmaður 1982 til 1987. Sigurður var formaður Veiðifélags Selfljóts frá 1979 til 1987. Hann átti um tíma sæti í sóknarnefnd Hjalta- staðakirkju og var safnaðar- fulltrúi. Sigurður sat í stjórn Lestrarfélagsins í nokkur ár og sat um árabil aðalfundi Mjólkurbús Kaupfélags Héraðsbúa sem annar fulltrúi Hjaltastaðaþinghárdeild- ar. Ennfremur sat hann í stjórn mjólkurflutninga Eiða- og Hjalta- staðahrepps og síðasti formaður þess félagsskapar. Sigurður átti sæti sem einn af fulltrúum Hjalta- staðadeildar á aðalfundum Kaup- félags Borgarfjarðar um árabil. Útför Sigurðar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. fríð Jóhanna, f. 16. ágúst 1984, nemi í sálfræði við HÍ, sam- býlismaður Haukur Sigurðarson, f. 7. maí 1985. María Guð- björg f. 26. feb. 1988, menntaskólanemi, kærasti hennar er Ingvar Rafn Stefáns- son, f. 2. feb. 1987. Þriðja barnið sem þau Sigfríð og Sig- urður eignuðust var stúlka sem dó korna- barn, f. 3. ágúst 1954, d. 22. maí 1955. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum á Bóndastöðum. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og sótti hugur hans til frek- ara náms en vegna veikinda föður hans varð ekki af því. Hann var bóndi á Bóndastöðum frá 1947. Hinn 19. des. 1958 flutti hann heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni í Laufás. Laufás er nýbýli úr Bóndastaðalandi. Sigurður byggði allar byggingar á nýbýlinu sem voru að meira og minna leyti í byggingu þegar búseta hans hófst. Árið 1981 hættu þau hjónin bú- rekstri vegna fötlunar Sigurðar en áttu sitt heimili í eigin íbúðar- húsi á jörðinni.Sigurður fór snemma að finna fyrir óþægindum í augum og missti sjónina nánast alveg. Eftir margar ferðir til augnlæknis hér heima án árang- urs fer hann árið 1970 til Þýska- lands í augnuppskurð. Naut hann aðstoðar Guðbjargar systur sinn- ar sem fór með honum fyrstu ferð- ina. Árangur þessara ferða var Kveðja frá tengdadóttur. Hlaðkollan angar hnípin á morgunstundu, haustsólin varlega þokubandinu dreifir, í fossinum ymur, öspin táradögg leyfir ótrauðri að falla hljóðlega á föla grundu. Því þú ert farinn, fluttur á aðrar slóðir á fund þeirra sem oss hafa kvatt að sinni. Aldrei brá skugga á okkar samstarf og kynni, ei þekkti marga sem voru jafn greindir og fróðir. Um þig fór lífið ógjarnan mjúkum höndum, ekki þinn stíll að kvarta þótt mótdrægt væri. Af ákveðni og natni nýttir hvert tækifæri, náðir jafnan að fyrirhuguðum ströndum. Hér var þitt líf, hérna þú áttir heima, hreint þér svo fjarri rótfestunni að týna. Æskusveitin þér vottar virðingu sína, verk þín og tryggð allar stundir mun geyma. Sólveig Björnsdóttir. Nú er hann afi horfinn. Það er mjög erfitt að trúa því að hann sé ekki lengur til staðar en það sem við eigum eftir eru góðar minningar. Hann byrjaði snemma að mennta okkur systkinin. Hann sat með okk- ur, kenndi okkur stafrófið, sagði okkur sögur og spilaði við okkur. Sú saga sem okkur er kærust er sagan af Loðinbarða Strútssyni sem var skrifuð í gamla stílabók sem afi las svo oft fyrir okkur. Afi var mjög jafnlyndur og það var sama hvað gekk á, hann hélt alltaf ró sinni og skopskyni. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur systkinin. Við gátum alltaf treyst því að ef á móti blés var hann til staðar og hjálpaði okkur í gegnum erfiðleikana. Hann sá alltaf ljósu punktana í því sem íþyngdi okkur og kom okkur í gott skap. Ef illa gekk í skólanum fórum við til hans með verkefnin. Hann setti sig inn í það sem við vorum að læra og hjálpaði okkur. Jafnvel eftir að við vorum komin í háskóla var afi enn að kenna okkur og aðstoða við lærdóminn. Frá Maríu Guðbjörgu: Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og við fórum í bæjarferð. Þá var afi vanur að kaupa sælgæti en yf- irleitt reyndist það nú vera hrís eða kóngabrjóstsykur. Alltaf þegar við systkinin meiddum okkur var afi vanur að luma á góðgæti í vasanum. Þegar við vorum kvefuð þá fengum við alltaf kóngabrjóstsykur „til að mýkja raddböndin“. Afi hafði svo gaman af því að gleðja okkur með sætindum og það breyttist ekkert þó við værum öll orðin hálffullorðin. Alltaf lumaði hann á góðgæti handa okkur og passaði að allir fengju al- veg örugglega nóg. Afi átti bók sem hét Nýja söng- bókin. Á haustin þegar pabbi fór með lömbin í slátrun vorum við syst- urnar og afi vön að fara með. Við sungum hástöfum alla leiðina með afa upp úr þessari bók. Hann var mjög söngelskur og hafði gaman af því að syngja með okkur. Eitt af því sem ég man mest eftir er hversu mikið afi var tæknisinn- aður. Hann keypti sér geislaspilara, myndbandstæki, tölvu, prentara og myndlesara. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að læra á tækin þó stundum kæmi fyrir að hann hringdi í mig með tölvuvandamál. Ég hafði alltaf gaman af því að geta leiðbeint honum. Afi var svo duglegur. Á sumrin þegar ég pakkaði rúllunum var afi vanur að koma með mér. Hann leið- beindi mér við að bakka og skrifa á rúllurnar og svo ferðuðumst við saman á gamla Same. Þegar pabbi var að dreifa áburði var afi alltaf með í för og hrærði í með stafnum sínum meðan pabbi hellti úr pokunum í dreifarann. Ég sakna þín svo sárt afi, en er jafnframt þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem þú skildir eftir handa mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Kveðja, María. Ég man hvað ég var myrkfælin þegar ég var lítil og hrædd að hlaupa á milli bæja. Þá horfði afi alltaf á eft- ir mér og fór ekki inn fyrr en ég hafði veifað og var komin heilu og höldnu heim. Afi hjálpaði mér alltaf þegar ég sló garðinn, hann rakaði og bar pokana meðan ég sló. Samvinna okkar var með eindæmum góð. Þeg- ar okkur systrum leiddist spilaði afi við okkur og lét okkur alltaf vinna þótt við værum orðnar stórar og ekki lengur tapsárar. Hann vildi að okkur liði alltaf sem best. Þegar ég fór í Menntaskólann tók ég áfanga í rekstrarhagfræði. Áfanginn gekk ekkert sérstaklega vel en hann afi gat hjálpað mér og hafði alltaf tíma til að leiðbeina mér þegar ég leitaði til hans. Hann hafði alltaf lausan tíma handa okkur, sama hvað gekk á. Ég sakna þín svo, afi, og býst allt- af við að heyra þig hlæja og segja sögur þegar ég kem til ömmu en þú ert farinn og ég mun varðveita minn- ingarnar sem þú skildir eftir. Kveðja. Sigfríð. Ég minnist þess oft að þegar ég var lítill og útlendinga bar að garði, var afi sá eini sem gat talað við þá. Aðrir á heimilinu skildu ekkert hvað fram fór og brostu bara. Alltaf kom hann að brasa eitthvað með mér þegar ég var byrjaður að gera við og smíða. Hann hjálpaði mér mikið og ráðlagði. Okkur greindi stundum á en þá gaf hann mér tíma til að átta mig á því. Í flest- um tilvikum hafði hann rétt fyrir sér. Við ferðuðumst mikið saman bæði fljúgandi og keyrandi. Við gistum á hótelum vítt og breitt um landið. Oft lentum við í vondum veðrum á ferð- um okkar en óbilandi kjarkur og þor afa var oft það eina sem hélt mér gangandi þegar verst lét. Síðasta ferðin sem við fórum saman var til Akureyrar. Þá var afi á leiðinni und- ir læknishendur. Við vorum komnir norður seint um kvöld og fengum inni á hóteli. Morguninn eftir var fljúgandi hálka og mér leist ekki á blikuna. Afi var hins vegar bjartsýnn og sagði að við færum létt með þetta. Þetta var algengt orðatiltæki hjá honum. Sem fyrr reyndust þetta orð að sönnu og allt gekk að óskum. Það er stórt tómarúm í hjarta mínu sem ekki verður fyllt nema með minn- ingum. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þórir Björn. Við systurnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi þegar við vorum yngri að dvelja í Laufási á sumrin. Í Laufási bjó móðurbróðir okkar, Sigurður, ásamt Fríðu konu sinni og börnun- um þeirra, Guðmundi Karli og Krist- björgu og tóku þau alltaf vel á móti okkur. Hver okkar var nokkur sum- ur í Laufási og lítum við á þessa dvöl sem eitt það dýrmætasta sem við eigum úr okkar æsku. Í Laufási komumst við í tengsl við náttúruna og dýrin, kynntumst sveitalífi og bú- verkum. Sigga frænda var annt um að okkur liði vel, við fengjum verk- efni við hæfi og hrós fyrir vel unnin störf. Honum var jafnframt umhug- að um öryggi okkar þegar kom að vélum og verkfærum. Siggi gaf hverri okkar lamb sem okkur þótti mikil upphefð að og við fylgdumst með vaxa og dafna. Hann var góður við dýrin og kenndi okkur að vera það líka. Siggi ferðaðist í tvígang til Þýska- lands í sjónaðgerð og sagði okkur stundum frá því sem fyrir augu hans bar þar ytra. Hann fór einnig í ófáar mjaðmaaðgerðir til Reykjavíkur og dvaldi þá oft hjá foreldrum okkar. Hann gekk með staf frá því að við munum eftir okkur en mjólkaði samt kýrnar, mokaði flórinn og tók þátt í heyskapnum. Þó Siggi ætti erfitt með að sitja í bíl, lét hann það ekki aftra sér frá að eiga góðar stundir með ættingjunum á fjölskyldumótum víðs vegar um landið enda var hann mjög frænd- rækinn. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og lífshlaupi forfeðra okkar og skrifaði um foreldra sína og Guð- björgu heitna systur sína í bókina Hrollaugsstaðaætt. Örnefni í um- hverfinu voru einnig áhugamál Sigga. Á gamals aldri lærði hann á tölvu sem auðveldaði honum ritstörf- in. Einnig lærði hann bókband og batt inn töluvert af bókum. Það líður varla það sumar að við systurnar komum ekki við austur í Laufási og alltaf hefur mætt okkur sama hlýja viðmótið hjá Sigga og Fríðu, eins og við værum að koma heim. Það er með miklum söknuði að við kveðjum Sigga frænda og send- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Fríðu, Gumma, Kristbjargar og fjölskyldna þeirra. Lísa, Ingibjörg og Katrín. Haustvindar hafa nætt yfir héruð, laufin fallin af trjánum og náttúran hljóðnar. Haustið tók hann Sigurð frænda minn með sér í dvalann og ég vona að hvít fönn leggist sem sæng yfir gröfina hanns þegar vetrar. Siggi og Fríða hafa alltaf verið fastir klettar í minni tilveru. Frá fyrsta ári til tvítugs eyddi ég sumr- inu í sveitinni. Þar var jarðtengingin mín. Ró og friður var einkennandi heimilisbragur, þó ýmislegt væri skrafað og skemmt sér. Jákvæðni og ósérhlífni einkenndu frænda. Þrátt fyrir löng og ströng veikindi var aðdáunarvert æðruleysi í fasi hans og framkomu. Á vorin gat ég vart beðið eftir að komast heim í sveitasæluna. Því það var jú annað heimili mitt sem tók systurdótturinni opnum örmum. Sauðburður, girðingarvinna, kýrnar að sletta úr klaufunum eftir vetrar- setu, haustkvöld í eldhúsinu rétt fyr- ir skólabyrjun, öryggi barnsins í faðmi traustrar fjölskyldu. Þetta var mér sem salt jarðar. Það er söknuður sem leggst að nú þegar auður stóll mun minna okkur á hvað við höfum öll misst. Það er söknuður yfir missi góðs manns og missi gamalla gilda og hefða. Sam- heldni fjölskyldu, ást á landi og búfé, sagnahefð, virðing og alúð við um- hverfið. Elsku Fríða, Kristbjörg, Guð- mundur Karl og fjölskyldur. Megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Margret Guttormsdóttir. Sigurður Karlsson var mætur maður. Hann unni heimahéraði sínu í Hjaltastaðarþinghá og var með myndarlegan búskap í Laufási ásamt Sigfríði Jóhönnu konu sinni. Síðar stofnaði sonur þeirra Guð- mundur Karl og Sólveig tengdadótt- ir þeirra annað býli í sama anda á landinu. Ég man eftir að hafa séð í Laufási viðurkenningarskjal fyrir einstaklega snyrtilegt býli og ég vissi að þau voru öll vel að því komin. Ég lærði af Sigurði hvernig bænd- ur unna landi sínu án þess að nefna það nokkurn tíma, maður fann fyrir virðingunni. Hann safnaði heimild- um um Hjaltastaðarþinghá ásamt örnefnum í Bóndastaðalandi og skráði allt saman. Við vorum sam- mála eftir að hafa rannsakað málið að skrifa ætti Hjaltastaðarþinghá (Hjaltastaður) með erri, þótt það væri sjaldgæfara og bið ég prófarka- lesara ævinlega að virða það. Við kynntumst árið 1988 og ég heillaðist strax af náttúrusýn hans og viðhorf- um til landsins. Við Sigurður spjölluðum iðulega saman um menn og málefni á Aust- urlandi, sérstaklega þau efni sem heyrðu liðnum tíma til og bað hann mig oft um að lesa yfir texta sem hann hafði samið. Hann sýndi mér til dæmis lýsingar á nýbyggingum fyrri ára og viðbyggingum og töldum við báðir að Bóndastaðir frá 1916 væru fyrsta steinhúsið sem reist var á Héraði. Sigurður hafi tekið þátt í því að félagsheimilið Hjaltalundur var byggt og verið virkur í samfélaginu. Árið 1991 flutti ég tímabundið ásamt fjölskyldu minni til Egilsstaða og tókum við Sigurður þá strax upp nánara samstarf en fyrrverandi kona mín er systurdóttir Sigurðar. Hann fór þess á leit við mig að vera ritstjóri að bókinni Áar og niðjar Sólveigar og Magnúsar (útg. 1992) en þau hjón voru frá Hrollaugsstöð- um. Þetta þótti mér mikill heiður og hófst vinnan hjá mér við verkið haustið 1991. Sigurður var primus motor í þessu verki og löngu búinn að afla flestra heimilda ásamt rit- nefndinni og skrifa greinar. Hann kenndi mér að meta ættfræði og veitti mér góða leiðsögn um völund- arhús þessara fræða. Ég hlakkaði ávallt til að koma í Laufás, bæði til að njóta góðra veit- inga og uppbyggilegra samræðna. Laufás er sérlega fallegt bæjarstæði með óviðjafnanlega sýn á Dyrfjöll. Sigurður var alltaf með eitthvað í bí- gerð og ræddi það við gesti til að fræða og afla fróðleiks. Það var mér mikils virði að kynnast honum og fjölskyldu hans: Sigfríði eldri, Krist- björgu, Halldóri, Guðmundi Karli, Sólveigu og börnunum á bænum Þóri Birni, Sigfríði yngri og Maríu Guðbjörgu. Í Laufási er manni ávallt tekið með gleði og ég sendi þeim öll- um innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Sigurðar. Gunnar Hersveinn. SIGURÐUR KARLSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR ERLENDSSON, Ketilsbraut 17, Húsavík, sem lést á sjúkrahúsi í Eistlandi mánudaginn 17. október, verður jarðsunginn frá Húsavíkur- kirkju laugardaginn 29. október kl. 14.00. Helen Hannesdóttir, Stefanía Ólafsdóttir, Bjarni Andrésson, Hildigunnur Ólafsdóttir, Auðunn Þorsteinsson, Elín Ólafsdóttir, Hjálmar Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.