Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 48

Morgunblaðið - 28.10.2005, Page 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ANNAÐ SLÆMT STEFNUMÓT HÚN STAKK AF MEÐ EINUM ÞJÓNINUM, ÁÐUR EN VIÐ VORUM BÚIN AÐ KLÁRA MATINN OKKAR... ... Á BÍLNUM MÍNUM ÚFFF! ÉG HEF VERIÐ AÐ SPÁ... Í MEISTARADEILDINNI ER ALLTAF BLÁSIÐ Í LÚÐUR OG ÖSKRAÐ ÞEGAR LIÐ NÆR VIRKILEGA GÓÐU HÖGGI HELDURÐU AÐ VIÐ GÆTUM KOMIÐ ÞVÍ Í KRING? JÁ, EF VIÐ NÁUM ENHVERN TÍMANN PAPPI SAGÐIST EKKI VITA TIL ÞESS AÐ MAMMA VÆRI ÓFRÍSK HANN SAGÐI AÐ EF MAMMA VÆRI ÓFRÍSK ÞÁ LITI HÚN ÚT EINS OG FLÓÐHESTUR MEÐ ÞVAGTEPPU PABBI SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI BATAMERKI ÞÚ ÁTT SKRÍTNA FORELDRA ÞÁ LAMDI MAMMA HANN MEÐ KODDANUM AF HVERJU ÞARF ÉG ALLTAF AÐ TAKA TIL EFTIR ÞIG?! EFLAUST VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT MEÐ HREINLÆTISÁRÁTTU ÞAÐ ER EKKI BARA MATURINN SEM ER FRÁBÆR... ...HELDUR ANDRÚMS- LOFTIÐ! ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ HALDA ÁFRAM AÐ PASSA FYRIR YKKUR ERTU ALVEG VISS ROCIO? ÉG ÁTTAÐI MIG Á ÞVÍ AÐ ÉG MYNDI SAKNA YKKAR SVO MIKIÐ EF ÉG FÆRI YFIR TIL SIGGU SVO FÍLA ÉG LÍKA NÝJA BÍLINN HE, HE ÉG ER EKKI VANUR AÐ EIGA VIÐ FLJÚGANDI FÚLMENNI ÞÚ MUNT IÐRAST AÐ HAFA HITT ÞETTA FÚLMENNI NÚ NÆ ÉG ÞÉR KÓNGULÓARFLÓN! Á MEÐAN... Dagbók Í dag er föstudagur 28. október, 301. dagur ársins 2005 Varla er nokkur mað-ur með mönnum núorðið nema hann eigi bloggsíðu á netinu og bloggi í gríð og erg. Sumir nota bloggið til að koma skoðunum sínum á framfæri, aðr- ir til að halda sam- bandi við vini og vandamenn, sumir til að fá einhvers konar útrás. Margir stjórn- málamenn blogga. Vík- verji sá á vef Alþingis fyrir skömmu að hart- nær helmingur þing- manna er skráður fyrir heimasíðu, eða 28 alls. Þegar síðurnar eru skoð- aðar kemur hins vegar í ljós að menn eru ákaflega misvirkir í blogginu. x x x Björn Bjarnason dómsmálaráð-herra fer auðvitað fremstur í flokki bloggaranna á þingi. Byrjaði fyrstur og er stöðugt að; uppfærir síðuna sína nú daglega. Aðrir harð- duglegir bloggarar eru t.d. Össur Skarphéðinsson, sem lætur gjarnan allt flakka, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Ögmundur Jónasson og Siv Friðleifsdóttir. Allir þessir stjórnmálamenn hafa eitthvað að segja og nota síðuna sína bæði til að vekja athygli á sér í fjöl- miðlum og til að halda sambandi við kjós- endur sína. x x x Svo eru aðrir, semvirðast ekki alveg eins duglegir; hafa kannski farið vel af stað en misst svo alveg niður dampinn. Rann- veig Guðmundsdóttir hefur t.d. ekki uppfært síðuna sína frá því í desember árið 2002. Varla fara margir kjósendur þangað inn að kynnast skoðunum þing- mannsins á málefnum líðandi stund- ar. Það er dálítið skrýtið að hætta að blogga hálfu ári fyrir kosningar, en kannski var Rannveig bara svona upptekin að hitta kjósendur augliti til auglitis. Svipaða sögu er að segja af Gunnari I. Birgissyni, sem nú er reyndar hættur þingmennsku; hann skrifaði síðast á síðuna sína 6. maí 2004. Og Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, gaf sér seinast tíma til að uppfæra síðuna hjá sér 27. september sama ár. Það þarf greinilega úthald til að vera góður bloggari. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Leiklist | Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið Jens og risaferskjan í Bifröst í kvöld. Leikritið er byggt á sögu eftir breska rithöfundinn Roald Dahl. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en hann þýðir jafnframt verkið og semur við það tónlist. Jens og risaferskjan segir frá dreng sem verður mun- aðarlaus þegar óður nashyrningur étur foreldra hans. Honum er þá komið fyrir hjá tveimur frænkum sínum sem eru vægast sagt andstyggilegar við hann og láta hann þræla myrkranna á milli. Risaferskja á Sauðárkróki MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns, og hversu fag- urt orð er í tíma talað! (Ok. 15,23.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.