Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 28.10.2005, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KEFLAVÍK Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OG FRÁ FRAMLEIÐENDUM Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” Vinsælasta myndin í USA og á BRETLANDI Í dag.  H.J. / MBL CORPSE BRIDE m/ensku tali kl. 6 - 8 FLIGHT PLAN kl. 8 - 10 WALLACE & GROMIT kl. 6 THE 40 YEAR OLD... kl. 10 ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL   V.J.V. TOPP5.IS DOOM kl. 5.45 - 8 og 10.10 b.i. 16 ára Cinderella Man kl. 5.15 - 8 b.i. 14 ára Flightplan kl. 5.45 - 10.45 b.i. 12 ára OKTÓBERBÍÓFEST Drabet (Morðið) • Sýnd kl. 6 og 8 Grizzly Man • Sýnd kl. 6 og 10.20 The Merchant of Venice • Sýnd kl. 8 Voces Inocentes • Sýnd kl. 8 Tim Burton´s Corpse Bride • Sýnd kl. 10 Frozen Land • Sýnd kl. 10.45 Ótrúleg heimildarmynd um mann sem helgar líf sitt rannsóknum á skógar- björnum og býr meðal þeirra í fjölda ára en er svo drepinn og étinn af þeim. Eftir leikstjóra When a Man Loves a Woman og Message in a Bottle. Stórkostleg og sannsöguleg mynd um 11 ára dreng sem horfi r fram á það að vera kallaður í herinn eða slást í lið með skæruliðunum. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Frá hÖfundi LEthal weApon. GlettiLega gÓð og frumLEg spEnnuGrínmynd með töFf leiKUrum. WALLACE & GROMIT m/Ísl. tali kl. 6 FLIGHT PLAN kl. 10 CINDERELLA MAN kl. 8 MUST LOVE DOGS kl. 8 VALIANT m/Ísl. tali kl. 6 FRUMSÝNING Robert Downey Jr. KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Val Kilmer M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL   S.V. / MBL "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com The Merchant of Venice Í DAG kemur út fyrsta plata hljóm- sveitarinnar Kamp Knox, A tad 6́5 Hljómsveitin hefur verið starf- andi síðan í maí 2002 en nokkrar mannabreytingar hafa þó orðið á sveitinni á þessum tíma auk þess sem hún breytti nafninu úr Hand- some Joe í Kamp Knox en síðara nafnið vísar víst í ákveðið bragga- hverfi sem lengi stóð hér í borg. Í dag skipa Kamp Knox þau Jó- hann Ingi Benediktsson á gítar og raddbönd, Jón Rafnar Benjamíns- son á gítar og raddbönd, Guð- mundur Hafsteinn Viðarsson á bassa og raddbönd, Hinrik Þór Oli- versson á slagverk og Gunnhildur Vilhjálmsdóttur á harmonikku og trompet. Tekin upp á eyðibýli Jóhann Ingi segir að nafn plöt- unnar A Tad ’65 sé einfaldlega sótt í texta eins lagsins á plötunni þar sem sögumaður segir að sér líði „a tad ’65. Þetta vísar í ákveðið lífs- viðhorf,“ segir Jóhann en útskýrir ekki frekar. Mestur hluti plötunnar var tek- inn upp á eyðibýli á Norðurlandi í sumar og segir Jóhann að sveitin hafi einfaldlega safnað saman græjum í bíl og keyrt af stað. „Við höfðum mikinn áhuga á að komast í einangrun, úr símasambandi og öðrum umhverfis-óhljóðum og einbeita okkur að plötunni einni.“ Og það hefur virkað? „Heldur betur. Þetta var frábær staðsetn- ing, náttúrufegurðin fór mjög vel í okkur og plötuna.“ Skotland og Danmörk Tónlistin Kamp Knox hefur verið lýst sem einskonar bræðingi af blús, djassi og indí-rokki. Jó- hann er spurður hvort meðlimir sveitarinnar séu sérstaklega menntaðir til að bera þessar stefn- ur: „Já og nei, það er allur gangur á því. Sumir meðlimir eru þónokkuð menntaðir en það er ekki þess vegna sem tónlistin er eins og hún er. Stefnan er frekar sú að hafa enga stefnu og úr því þróaðist tón- listin út í það sem hún er í dag.“ Í tilefni af útkomu plötunnar ætlar Kamp Knox að vera með tónleikaröð um helgina. Í kvöld leikur hún á Sirkus kl. 22, á morg- un leikur hún í Smekkleysubúð- inni kl. 15 og Kaffi Hljómalind kl. 17. Á sunnudaginn verða sérstakir útgáfutónleikar á Gauki á Stöng sem hefjast kl. 21. „Við munum svo spila víðar í framhaldinu og stefnum líka á að spila eitthvað í Skotlandi og Dan- mörku fljótlega,“ segir hann. Það kemur til vegna sambanda ákveð- inna meðlima í þessum löndum en ekki sérstaklega vegna þess að hljómsveitin sé að þreifa fyrir sér á erlendri grundu. „Við ætlum bara að hafa gaman af þessu, það skiptir engu máli hvar maður er, eins lengi og það er skemmtilegt.“ Tónlist | Fyrsta plata Kamp Knox lítur dagsins ljós Stefnulaus stefna Kamp Knox Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Í KVÖLD verða haldnir tónleikar á vegum áhugamannafélagsins Svart- hols. Tónleikarnir fara fram í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði og hljómsveitirnar sem koma fram eru Jan Mayen, Hoffman, Benny Cres- po’s Gang, VaGínas, Zodogan, Atr- um og Big Kahuna. Í fréttatilkynningu frá Svartholi segir að félagið standi fyrir ým- iskonar uppákomum og að það byggi á göfugri hugsjón um að fólk lifi saman í sátt og samlyndi, hjálpi hvað öðru við að gera heiminn að bærilegum stað og að lífsgleðin fái að njóta sín. Tónleikarnir hefjast klukkan 19 og er frítt inn. Baukur verður þó á staðnum þar sem frjáls framlög til mæðrastyrksnefndar verða vel þegin. Tónlist | Svarthol stendur fyrir tónleikum í Hafnarfirði Göfugir tónleikar Jan Mayen stóð sig vel á Airwaves. www.myspace.com/svarthol Gamla Bókasafnið er staðsett við Mjósund 10 í Hafnarfirði, rétt fyrir ofan miðbæ Hafn- arfjarðar. Norska dreifingarfyrirtækið Fidalgo hefurkeypt sýningarréttinn að íslensku heim- ildarmyndinni Africa United, sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Áætlað er að frumsýna myndina í Noregi snemma á næsta ári. Frank L. Sta- vik rekur Fidalgo í Noregi og er hann að sögn þekktur fyrir að kynna fyrir sam- löndum sínum verk kvik- myndagerðarmanna sem fara ótroðnar slóðir í sköp- un sinni. „Ég var svo heppinn að vera viðstaddur sýningu myndarinnar í Karlovy Vary (kvik- myndahátíðinni í Tékklandi) og stóð sjálfan mig að því að lifa mig fullkomlega inn í mynd- ina,“ sagði Stavik meðal annars og bætti við að hann ásamt viðstöddum hefðu hagað sér líkt og þeir væru staddir á alvöru fótboltaleik. „Þetta er sjaldgæf upplifun og ég vissi að það var eitthvað sérstakt við þessa mynd. Ég ákvað því að kaupa sýningarréttinn að henni til að geta deilt reynslunni með öðrum.“ Africa United hefur jafnframt verið seld til sýninga til Danmerkur, Finnlands og Eist- lands en þýska dreifingarfyrirtækið Bavaria Film International hefur tekið að sér sölu og dreifingu á myndinni á heimsvísu. Ólafur Jó- hannesson er leikstjóri Africa United.    Í gagnrýni á vefsíðunni RewievedMovies-.com um vísindatryllinn The Island er ís- lenska förðunarmeistaranum Hebu Þór- isdóttur hrósað í hástert. Heba var persónulegur förð- unarmeistari aðalleikkon- unnar Scarlett Johansson og segir í umsögninni að leikkonan hafi aldrei litið betur út. „Scarlett hlýtur að vera sammála því ég tók eftir því að Ms. Thor- isdottir verður persónu- legur förðunarmeistari hennar í væntanlegri mynd The Black Dahlia,“ segir í textanum. Loks segir þar: „The Island er allt í lagi mynd. En þegar förðunarmeistarinn er það áhugaverðasta við myndina, þá ertu ekki í nógu góðum málum.“ Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.