Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 294. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Popplög í hátíðarbúningi Daníel Ágúst tók nýju plötuna upp á nokkrum stöðum | 12 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit | Glæsikvöld og götuhátíð  Erkitöffarinn er liðin tíð  Frumleg föt á Fróni  Morðinginn tákn innri hræðslu Atvinna | Greinileg merki launaskriðs  Aukinni framleiðni fylgir meiri vinna 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 GELDNEYTIN innan við Tíðaskarð á Kjalarnesi létu ekki á sig fá þótt hvasst og hráslagalegt væri í áhlaupinu á föstudag. Þau tóku væna harðastur og mikill galsi í gripunum. Líklega hafa nautgripirnir þó bara verið að hlaupa úr sér hrollinn. spretti um úthagann meðan slydduhríðin buldi á þeim og brynjaði aðeins feldinn. Á stundum virt- ist þetta vera keppni um það hver væri sprett- Morgunblaðið/RAX Blautir bolar hlaupa úr sér hrollinn SMÁRAGARÐUR, fasteignafélag Norvíkur, hefur samið um 42 þúsund fermetra lóð í landi Urriðaholts ehf. í Garðabæ og hyggst reisa þar 12 þús- und fermetra verslunarhús fyrir BYKO. Að sögn Jóns Pálma Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf., er einnig búið að semja um ríflega 10 þúsund fermetra lóð þar sem reisa á 3.300 m2 versl- unarhús fyrir raftækjaverslun. Sam- kvæmt annarri heimild Morgun- blaðsins kemur erlend raftækjakeðja þar við sögu, en nafn hennar fæst ekki gefið upp að sinni. Framkvæmdir eru þegar hafnar við 21 þúsund fermetra verslunarhús IKEA á 56 þúsund fermetra lóð fyr- irtækisins, sem er við hlið lóðar BYKO. Búið er að steypa sökkla og reiknað með að verslun IKEA verði opnuð næsta haust, að sögn Jóns Pálma. Viðræður stóðu lengi yfir við þýsku verslunarkeðjuna Bauhaus, um lóð hjá Urriðaholti ehf., en þær báru ekki árangur, að sögn Jóns Pálma. Á byggingasvæði Urriðaholts ehf. er heimilt að reisa allt að 50 þúsund fermetra húsnæði. Eftir er að ráð- stafa lóðum fyrir um 13 þúsund fer- metra. „Þarna safnast saman stórar verslanir á rúmgóðu svæði og mynda „kauptún“, sem er þýðing Hallgríms Helgasonar á enska hugtakinu „retail park“. Það er mikið í farvatninu, en ekki hægt að upplýsa nú um hvaða fleiri verslanir gætu komið þarna,“ sagði Jón Pálmi. BYKO-verslun með nýju sniði BYKO stefnir að því að opna versl- un sína í kauptúninu á Urriðaholti ár- ið 2007, að sögn Ásdísar Höllu Braga- dóttur, forstjóra BYKO. „Við erum rétt að hefja undirbúning að bygg- ingu verslunarinnar,“ sagði Ásdís Halla og taldi óvarlegt að áætla nánar hvenær ársins 2007 verslunin yrði opnuð. Hún sagði víst að fyrirtækið myndi nýta byggingaréttinn upp á 12 þúsund fermetra að fullu. Ásdís Halla sagði einnig að þessi verslun yrði nokkuð frábrugðin núverandi versl- unum BYKO. „Þessi verslun verður töluvert stærri en við höfum áður starfrækt. Þarna er gert ráð fyrir að öll þjónusta okkar verði undir einu þaki, jafnt grófari byggingavara og almenn verslunarvara,“ sagði Ásdís Halla. BYKO á einnig lóð við Vestur- landsveg ásamt fleirum. Þar er ráð- gert að nokkrar stórverslanir rísi og tengist í einum kjarna. Að sögn Ás- dísar Höllu eru þessi áform enn á undirbúningsstigi og ekki ljóst hve- nær framkvæmdir geta hafist við verslunarhúsið við Vesturlandsveg. BYKO byggir 12.000 fermetra stórverslun Þrjú fyrirtæki hafa gengið frá samningum um lóðir fyrir verslunarhús í kauptúninu á Urriðaholti í Garðabæ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Viðræður við verslunarkeðjuna Bauhaus báru ekki árangur Teheran. AFP. | Stjórnvöld í Íran hafa engin áform um að ráðast gegn Ísr- aelsríki, að því er segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Teheran í gær. Á hinn bóginn sagði ráðuneytið að fordæming öryggisráðs SÞ á þeim ummælum Mahmoud Ahmadinejads forseta í vikunni að eyða bæri Ísrael væri „óviðunandi“. Ummæli Ahmadinejads, sem sagði að „þurrka bæri Ísrael af landakortinu“, vöktu hörð viðbrögð leiðtoga um allan heim og gilti það einnig um hefðbundna stuðnings- menn Írana. Ísraelar kröfðust þess að Íran yrði vikið úr SÞ. Talsmenn Palestínumanna hvöttu Írana til að hóta ekki stríði heldur styðja áætlun SÞ um að bæði Ísraelar og Palest- ínumenn réðu sér sjálfir í eigin ríki. „Íslamska lýðveldið Íran er skuld- bundið samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur aldrei beitt eða hótað að beita vopnavaldi gegn annarri þjóð,“ sagði í yfirlýs- ingu ráðuneytisins. Íranar draga í land Veligonda, AP. | Vitað er að minnst 77 manns létu lífið í sambandsríkinu Andra Pradesh í Indlandi í gær- morgun þegar farþegalest fór út af sporinu. Nokkrir vagnar lentu í á sem flætt hafði yfir bakka sína. Ótt- ast var að tala látinna myndi hækka. Um 500 farþegar voru í lestinni. Hermenn og sjálfboðaliðar björguðu tugum farþega sem voru innilokaðir í vögnunum en björgunaraðgerðir voru erfiðar vegna aðstæðna. Vatna- vextirnir hafa sópað burt mörgum vegum í héraðinu. Yfir 70 dóu í lestarslysi ♦♦♦ Havana. AFP. | Fidel Castro, forseti Kúbu, segir að ráðamenn Evrópu- sambandsins séu „hræsnarar“ og í vasanum á Bandaríkjastjórn. Þing ESB veitti í vikunni hópi eigin- kvenna, mæðra og systra fangels- aðra andófs- manna á Kúbu árleg mannrétt- indaverðlaun sem kennd eru við Andrei Sakharov. „Það eruð þið sem komuð á nú- tímalegu þræla- haldi á síðustu öldum eftir það sem kallað var uppgötvun Amer- íku,“ sagði hinn 79 ára gamli Castro um Evrópumenn í ræðu á fundi með nýútskrifuðum kennur- um. „Þið funduð upp nýlendu- stefnuna og haldið fast við hana jafnvel enn í dag, þið komuð á ósanngjörnum viðskiptum, þið stel- ið auðæfum.“ Hann fjallaði um það sem hann nefndi „siðleysi og ósvífni heims- veldisins“ [bandaríska] og kvartaði yfir því að Evrópumenn væru í vas- anum á Bandaríkjamönnum. Evrópa í vasanum á Bush? Fidel Castro

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.