Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR hún kemur! DÓTTURFYRIRTÆKI Actavis á Indlandi greiðir Indverjum þóknun sem, a.m.k. í sumum tilfellum, jafn- ast á við mánaðarlaun þeirra fyrir að taka þátt í prófunum á samheita- lyfjum. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis segir að á Indlandi sé farið eftir alþjóðlegum reglum um klín- ískar rannsóknir á lyfjum, þ.e.a.s. lyfjaprófanir á fólki. Sambærilegar rannsóknir hafi lengi verið gerðar á Vesturlöndum og þar sé einnig greitt fyrir þátttökuna. Stefnt sé að því að auka hlutfall rannsókna sem fara fram á Indlandi. 5.000 rúpíur fyrir að taka lyf Á fréttavefnum Todayonline er fjallað um aukinn áhuga erlendra lyfjafyrirtækja á lyfjaprófunum í Indlandi enda sé kostnaður þar mun minni en í vestrænum ríkjum. Í fréttinni er vitnað í viðtöl við tvo Indverja sem hafa tekið þátt í lyfja- prófunum hjá Lotus Labs, dóttur- fyrirtæki Actavis. Kemur m.a. fram að þeir fá greiddar 5.000 rúpíur, jafnvirði tæplega 7.000 íslenskra króna, fyrir tveggja daga tilraunir og rannsóknir. Actavis keypti Lotus Labs í byrj- un þessa árs og hefur síðan prófað samheitalyf fyrir Actavis og fleiri al- þjóðleg lyfjafyrirtæki. Einnig eru gerðar prófanir á frumlyfjum hjá Lotus Labs. Í greininni er fullyrt að annar þeirra, maður sem er nafngreindur sem M. Mahesh, hafi ekki hugmynd um hvaða áhrif lyfin hafi á heilsu hans. Hann sjái samt sem áður ekki eftir neinu og hann segist munu halda áfram þátttöku í tilraununum svo lengi sem hann fái greitt. „Þetta er í sjötta skipti sem ég prófa lyf á sjálfum mér. Þeir (starfsmenn lyfja- fyrirtækisins) sögðu mér frá auka- verkunum lyfsins,“ er haft eftir Mahesh. Félagi hans, hinn 19 ára gamli Bala Kumar, sagðist fá jafn mikið fyrir tveggja sólarhringa vinnu við lyfjaprófanir og hann fengi í mánaðarlaun. Farið eftir alþjóðlegum reglum Stefán Jökull Sveinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir því að þessar klínísku rannsóknari væru í Indlandi væri sú að kostnaðurinn væri lægri en gæðin fyllilega sambærileg við það sem annars staðar gerist. Farið væri eft- ir alþjóðlegum reglum við þessar rannsóknir og í engu hvikað frá þeim kröfum sem gerðar séu til sambæri- legra rannsókna annars staðar í heiminum. Sjálfur hefði hann tekið þátt í slík- um prófunum þegar hann var há- skólanemi á Íslandi og í Kanada. Í reglunum væri m.a. kveðið á um þann tíma sem verði að líða milli þess sem einstaklingar taki þátt í slíkum rannsóknum. Að sögn Stefáns Jökuls er einkum um að ræða frásogsrannsóknir á samheitalyfjum, þar sem m.a. er rannsakað í hve miklum mæli og hve hratt lyf skili sér inn í blóðrás heil- brigðra einstaklinga. Aðspurður sagði hann að Actavis gerði slíkar rannsóknir einnig í Kanada, S-Afr- íku, Bandaríkjunum og Evrópu. Einungis lítill hluti þeirra færi fram á Indlandi en stefnt væri að því að auka hlutfallslega rannsóknir þar. Fá nákvæmar upplýsingar Stefán Jökull sagði að áður en menn tækju þátt í lyfjaprófunum fengju þeir nákvæmar upplýsingar um virkni lyfjanna og hugsanlegar aukaverkanir þeirra. Áður en próf- anirnar hæfust væri gengið úr skugga um að fólkið hefði lesið upp- lýsingarnar og skilið þær. Þá benti hann á að á Indlandi eins og í öðrum löndum væri óháð siðanefnd sem tæki afstöðu til umsókna um lyfja- prófanir og að þær væru háðar op- inberu eftirliti. Það stæðist því ekki sem kæmi fram í Todayonline að annar Indverjanna hafi ekki hug- mynd um þau áhrif sem lyfin hefðu á líkama hans. Stefán Jökull sagði að það væru mjög takmarkaðar líkur á að lyfin hefðu neikvæð áhrif á heilsu þeirra sem tækju þátt í prófununum, fyrir utan þær þekktu aukaverkanir sem hugsanlega gætu fylgt lyfjunum. Hugsanlegar aukaverkanir séu þær sömu og vegna frumlyfjanna sem þegar væru á markaði. „Þegar að þessu skrefi í þróunarferlinu er komið höfum við fylgt lögum og reglugerðum ESB og bandaríska lyfjaeftirlitsins, FDA, við þróun lyfjanna,“ sagði hann. „Við erum búnir að fullprófa lyfin og gera á þeim mjög ítarlegar rann- sóknir á tilraunastofu þar sem við rannsökum meðal annars magn hins virka efnis, hvernig það losnar úr töflum og skilar sér í lausn. Við göngum úr skugga um að lyfin séu lyfjafræðilega jafngild frumlyfinu þegar þessar prófanir hefjast,“ sagði Stefán Jökull Sveinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Actavis. Indverskir þátttakendur í lyfjapróf- unum fyrir Actavis fá 5.000 rúpíur Reuters Frá Indlandi. Actavis stefnir að því að auka lyfja- prófanir á Indlandi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Magnúsi Ólafs- syni, forstjóra Osta- og smjörsölunnar. „Að gefnu tilefni vill Osta- og smjör- salan taka fram að sala og verð á und- anrennudufti er bundin í lög og það er ekki Osta- og smjörsölunnar að ákvarða verð vörunnar. Ólafur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku, hefur í fjölmiðlum að undanförnu haldið því fram að Osta- og smjörsalan hafi hafnað beiðni fyr- irtækis hans um kaup á undanrennudufti til ostaframleiðslu. Þetta er einfaldlega rangt. Hið rétta er að Mjólka hefur get- að keypt allt það undanrennuduft til framleiðslu sinnar sem fyrirtækið hefur óskað eftir. Framkvæmdastjóri Mjólku heldur því einnig fram að fyrirtæki hans sitji ekki við sama borð og aðrir framleiðendur mjólkurafurða þegar kemur að verðlagn- ingu á undanrennudufti. Þetta er heldur ekki sannleikanum samkvæmt. Allir framleiðendur í mjólkuriðnaði kaupa duftið á sama verði. Það verð er hins vegar um 25% hærra en framleið- endur í matvælaiðnaði greiða. Til þess iðnaðar teljast m.a. bakarí, kjötvinnslur svo og allir framleiðendur á ísvörum, kexi og sælgæti. Rétt er að ítreka að Osta- og smjörsal- an stjórnar ekki verði á mjólkur- og und- anrennudufti. Verð á því er ákvarðað af Verðlagsnefnd búvara sem starfar sam- kvæmt lögum frá Alþingi, nr. 99/1993. Ólafur hefur bent á að Ostahúsið/ Ostamaðurinn hafi fengið undanrennu- duft keypt á lægra verðinu í 13 ár. Þetta er ekki rétt. Um tveggja ára skeið fékk Ostahúsið/Ostamaðurinn undanrennu- duft á lægra verði vegna mistaka af hálfu Osta- og smjörsölunnar. Þau mis- tök hafa nú verið leiðrétt. Sambærileg mistök leiddu til þess að Mjólka, fyr- irtæki Ólafs, fékk sjálf undanrennuduft- ið upphaflega á lægra verðinu. Það hefur nú einnig verið leiðrétt. Þar með sitja allir mjólkurvöruframleiðendur á Íslandi við sama borð, lögum samkvæmt. Osta- og smjörsalan sf. er markaðs- og sölufyrirtæki í eigu fjögurra mjólk- ursamlaga og kaupfélaga sem starf- rækja níu afurðastöðvar. Fyrirtækið var stofnsett árið 1958. Osta- og smjörsalan selur tugi tegunda mjólkurafurða. Starfsmenn Osta- og smjörsölunnar eru 92 talsins.“ Yfirlýsing frá Osta- og smjörsölunni Allir sitja við sama borð SNJÓNUM hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu daga. Mörg börn gleðjast vafalítið yfir því enda þá hægt að fara út og búa til snjókalla og snjókellingar eða leggjast í snjóinn og mynda engla með höndum og fótum. Hins vegar fylgir ofankomunni sú kvöð að moka þarf frá tröppum og innkeyrslum. Davíð Hjálmar Haraldsson, íbúi við Flata- síðu á Akureyri, var kominn út á bílaplan um miðjan dag á föstudag og farinn að moka snjó af miklum móð. Morgunblaðið/Kristján Snjór og aftur snjór ERFIÐ færð var fyrir norðan aðfaranótt laugardags. Hjá lög- reglunni á Húsavík fengust þær upplýsingar í gærmorgun að slæm færð væri í bænum sem og út til sveita þar sem mikið slabb væri á veginum. Að sögn varðstjóra á Akureyri lokaðist Víkurskarðið aðfaranótt laugar- dags og var óvíst hvenær hægt yrði að opna það, en að sögn var veður það vont að ekki var hægt að athafna sig á svæðinu. Einn- ig var ófært milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri að kvöldi föstudags, en í morgunsárið var einn tek- inn með lítilræði af fíkniefni. Hald var lagt á efnið og mann- inum sleppt að skýrslutöku lok- inni. Af færð á vegum er það ann- ars að frétta að Holtavörðuheið- in var lokuð og ófær aðfaranótt laugardags þar sem bílar sátu fastir og aðrir höfðu farið út af. Var heiðin opnuð skömmu fyrir hádegi laugardag samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á sama tíma var verið að moka Ísafjarðardjúp og verið var að kanna leiðina um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Ófært var yfir Þverárfjall í Skagafirði og við Ólafsfjarðarmúla. Óveður var komið á Möðrudalsöræfum og á Oddsskarði. Vegagerðin vildi beina þeim tilmælum til vegfaranda að fara varlega þar sem mikil hálka og hálkublettir eru víða um land og töluverð of- ankoma og skafrenningur, sér- staklega á norðanverðu landinu. Víkurskarð lokað ÖKUMAÐUR flutningabíls slasaðist í árekstri á veginum við Húnaver, yst í Langadal, sl. föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi voru tildrög málsins þau að tveir vörubílar höfðu stöðvað á rampi til þess að setja keðjur á bílana. Voru áhöld uppi um að þriðji vörubíllinn hefði ekið framhjá og rekist í fremri bíl- inn með þeim afleiðingum að ökumaður féll út úr bíl sínum, en bíllinn var í bakkgír og fór við þetta á aftari vörubílinn. Talið er að um lítilsháttar meiðsl hafi verið að ræða. Er málið enn í rannsókn. Árekstur við Húnaver
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.