Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 7
Stóraukin lóðaúthlutun – lægra verð Stóraukin úthlutun lóða og lóðaverð lækkað. Geldinganesið verði deiliskipulagt á árinu 2006 og á árinu 2007 byrjað að úthluta lóðum til einstaklinga og byggingarfyrirtækja á kostnaðarverði. Framboð lóða undir sérbýli verði aukið. Lóðauppboð verði afnumin. Fasteignagjöld lækki um 25% Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2007 og síðan um 5% árlega á næsta kjörtímabili, eða samtals um 25%. Kraft í skipulagið Samhliða uppbyggingu í Úlfarsfelli, sem hefst á næsta ári, verði strax hafist handaumdeiliskipulag áGeldinganesi. Í framhaldinu verði lóðum úthlutað og gefin fyrirheit þar um 3500 íbúðir. Byggðin í Úlfarsfelli verði endurskipulögðmeð það aðmarkmiði að hafa þar fámennari byggð ogmeira sérbýli. Hafinn verði undirbúningur að íbúða- og atvinnubyggðmeð stækkunÖrfiriseyjar að Akurey. Tenging við Engey og þaðan yfir á uppfyllingu í framhaldi Kringlumýrarbrautar verði skoðuð ítarlega. Næsti eða samhliða áfangi íbúðarbyggðar verði uppbygging í Vatnsmýrinni, semþegar er hægt aðhefjast handa við. Vilhjálmur hefur lýst því yfir að á næsta kjörtímabili ætli hann að beita sér fyrir því að tekin verði ákvörðun um hvenær og hvert innanlandsflugið verði flutt úr Vatnsmýrinni og því fundinn annar staður í Reykjavík eða í næsta nágrenni. Aukinn stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf Átak verði gert í að styrkja fjárhagsgrundvöll íþrótta- ogæskulýðsfélaga í Reykjavík. Aukinn fjárhagsstuðningur verði veittur til lækkunar þátttökugjalda grunnskólanema í íþróttastarfi. Bætt þjónusta við börn og foreldra Sjálfstæði grunnskólans verði aukið og ýtt undir fjölbreytni í rekstrarformumogvalfrelsi foreldraumskóla.Tíminnáfrístundaheimilum verði nýttur betur þannig að börnum og unglingum verði gert kleift að njóta þjónustu íþróttasamtaka, félagasamtaka og listaskóla. Leikskólagjöld verði lækkuð í áföngum. Foreldrumverði tryggð samfelld dagvistarþjónusta frá því að fæðingarorlofi lýkur. Biðlistum eftir leikskólaplássum verði eytt og þjónusta leikskóla yfir sumartímann ákveðin af leikskólastjórnendum í samráði við foreldra. Starfsemi dagforeldra verði efld. Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson – reynsla til forystu! Stuðningsmenn sætið Hefjumst handa!Með reynslu í farteskinu og samstilltu átaki við stjórnvöl borgarinnar getum við lyft grettistaki. Fyrsta skrefið tökum við með stuðningi við Vilhjálm Þ. í prófkjörinu. Gæsluvellir starfræktir allt árið Starfsemi gæsluvalla verði sett á fót á nýjan leik og þeir starfræktir allt árið með nýju sniði. Starfskonum gæsluvalla, sem sagt var upp á árinu 2005 þegar starfsemi gæsluvalla var lögð niður, verði boðinn forgangur að störfum þar. Öflugri og öruggari umferðaræðar Þegar verði hafist handa um gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og gerð Sundabrautar alla leið að Vesturlandsvegi. Jafnframt verði lögð áhersla á gerð Hlíðarfótar frá Hringbraut að Reykjanesbraut til að minnka umferðarálag á Hringbraut, Miklubraut og Bústaðavegi. Átak í íbúðahverfum Farið verði í samræmt hreinsunarátak í hverfum borgarinnar og leitast við að útrýma veggjakroti nema á stöðum, sem borgin og aðrir húseigendur leggja sérstaklega til. Viðhald opinna leiksvæða og göngu- og hjólreiðastíga verði stóraukið. Hverfalöggæsla verði efld í góðri samvinnu við dómsmálaráðuneytið. Umhyggja og öryggisnet Stórátak verði gert í byggingu vist- og hjúkrunarheimila og framboð félagslegra leiguíbúða verði aukið. Félagsþjónusta eldri borgara verði efld og þátttökugjöld í því starfi lækkuð. Aukinn stuðningur við listir og menningu Lögð verði aukin áhersla á stuðning við listamenn og stuðlað að öflugu menningarlífi í Reykjavík. Miklatún og Laugardalur Þessi svæði verði skipulögð sem fjölskylduvæn útivistarsvæði, með kaffihúsum, leiktækjum og aðstöðu til sýninga- og hljómleikahalds. Starfsemi fjölskyldugarðsins í Laugardal verði efld. Nýtt líf í Viðey Viðey verði gerð að útivistarparadís og ferðakostnaður út í eyjuna verði sá sami og ferðakostnaður með strætó. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Kosningaskrifstofa Suðurlandsbraut 14 Sími 520 3700, opið: www.vilhjalmurth.is Frá mánudegi til föstudags kl. 14–20 Laugardaga og sunnudaga kl. 13–18 Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.