Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ S egðu mér frá plötunni, hvar tókstu hana upp? „Ég tók plötuna upp á nokkrum stöðum. Ég tók upp þrjú lög í Los Angeles þar sem ég var að vinna með Bigga Bix og komst í kynni við Veigar Margeirsson og Atla Örvarsson sem bundu lokahnúta á útsetningar þessara laga. Síðan fórum við bara beint í stúdíó ásamt „session“-fólki og tókum lögin upp. Rest- ina af plötunni tók ég upp hérna heima á Íslandi með íslenskum strengjaleikurum.“ – Hvernig lýsirðu plötunni, hver er þín pæling með henni? „Þetta er svona einlæg poppplata í skraut- legum strengjahljóðfærabúningi,“ segir Daníel hlæjandi. „Já ég held að ef maður vill búa til ein- hverja skúffu fyrir þessa plötu þá sé hægt að kalla hana kammerpopp.“ – Kammerpopp? „Já þetta eru popplög í þessum hátíðlega kammertónlistarbúningi.“ Innihaldið – Ef við kryfjum aðeins innihald plötunnar, ég frétti af konu sem var að flytja fyrirlestur í Sví- þjóð núna nýlega um ást og kærleik í samskipt- um fólks og hún spilaði lag af plötunni þinni í fyrirlestrinum. Er mikil ást á plötunni þinni? „Það er mikil ást á þessari plötu,“ segir Daníel og hefur varla sleppt orðinu þegar kona hans, Gabríela Friðriksdóttir, hringir. – Gabríela minntist á það í viðtali í sumar að þú hefðir tekið þátt í verki hennar á Feneyja- tvíæringnum, kom hún að einhverju leyti að gerð þinnar plötu og ef svo er, myndir þú telja að það væri ástin í plötunni? „Sko … grunnurinn á þessari plötu er ást mín á mínu nánasta umhverfi og Gabríela er mjög stór hluti af því umhverfi. Þar af leiðandi er þessi plata hálfgerður ástaróður, eða að minnsta kosti mjög jákvæður óður gagnvart lífinu og þetta er bara afleiðing þess að ég var í mjög kærleiksríku umhverfi þegar ég samdi hana. En kannski verður næsta plata með öðrum áherslum. Maður verður alltaf fyrir miklum áhrifum frá umhverfinu og vill kannski endur- spegla það á sinn hátt.“ – Í hvaða umhverfi varstu þegar þú samdir plötuna? „Þá er ég nýhættur í Gus Gus og er orðinn mjög sáttur við mig og tilveruna og lögin bera að sjálfsögðu keim af því. Síðan koma þarna eitt eða tvö lög á plötunni sem ég sem eftir að ég er byrjaður að rembast við að gefa hana út. Það sem gerðist þá var að 4AD-plötuútgáfan, sem hafði gefið út efni Gus Gus og ætlaði að gefa út mína plötu, hætti við og það var töluvert áfall fyrir mig. Lagið „The Stingray“, djöflaskatan sem liggur á botninum og getur stungið mann illa, er skírskotun til dekkri hugsana og þyngra yrkisefni en ástin og ljósið í kringum hana, já … kærleikurinn.“ – Hvernig tónlist er þetta? „Ég veit hvað ég er með í höndunum, ég er búinn að búa til plötu sem allir eru að segja mér að sé jaðartónlist – Er þetta jaðartónlist? „Nei þetta er bara popp. Þetta er bara arg- asta popp og ég er ekkert að gefa hana út fyrir neitt annað en það sem hún er. En hún fer nátt- úrulega í hendurnar á mörgum sem segja að hún sé tormelt og þurfi margar hlustanir og það er líka ágætt. Það er ágætt ef hlutur þarf að meltast lengi, þá kannski síast hann betur inn, fer ekki inn um annað eyrað og út um hitt, og lif- ir þá lengi með fólki. Þegar ég gerði þessa plötu langaði mig til að gera eitthvað sem ég nennti að hlusta á eftir 30 ár. Ég var líka með það í huga að gera eitthvað sem mig langaði til að hlusta á sjálfur og þá er mér sama um hvort það sé í út- varpinu eða í einhverjum ghettoblaster í kjall- ara í Breiðholtinu.“ – Hugsarðu alltaf þannig þegar þú býrð til tónlist, að það sé hægt að hlusta á hana eftir 30 ár? „Nei, ég setti mér það markmið núna að ná einhverjum sígildum hljómi, þess vegna valdi ég sígild strengjahljóðfæri, það er mesta tímaleys- ið í þeim. Í þeim hljóðfærum sem ég hef verið vanur að nota áður þá eru þessi nútímahljóðfæri háð áferðarpælingum, svona hljómpælingum sem eiga við þann tíma sem verið er að pæla í. Ég vildi losna við þá breytu, í þessari jöfnu sem ég var að búa til, að þurfa að vera að glíma við eitthvert hljómáferðarmál sem myndi ekki skipta neinu máli eftir tíu ár.“ – Myndirðu þá segja að þetta væri klassískt popp, að þetta væri strax orðið klassík vegna þess að þetta á að duga svo lengi? „Það er náttúrulega hrokafullt að segja það en ég hef alveg hugsað það og ég trúi því og trúi á þetta efni. Ég bara vona að þetta eigi eftir að lifa.“ Sköpunarverkið – Hvernig viðhorf hefurðu til markaðarins, sumir listamenn vilja lítið hugsa um þetta en fylgist þú til dæmis með því hvernig platan selst og stefnirðu að einhverju takmarki í þeim efn- um? „Ef fólk vill kaupa þessa plötu þá hef ég ekk- ert á móti því og ég ætla að gera allt mitt til að fólk kaupi hana. Ég er að gefa hana út til að selja hana. Annars gæti ég bara stungið henni upp í hillu og látið hana rykfalla þar. Ég spái í það hvað platan selst mikið og finnst það sjálfsagður hlutur. Það er verið að setja eitt- hvað á markað og það að spá ekkert í það hvað markaðsvaran selst er bara rugl. Þetta fjallar um að selja hlutina. Það er augljóst mál. Síðan er það undir manni sjálfum komið hvað maður er tilbúinn að ganga langt í að markaðs- setja vöruna og koma henni til neytandans. Ég hefði ekkert á móti því að platan seldist í bíl- förmum.“ – Tekurðu mark á gagnrýni? „Ég er nú svo sjálfsgagnrýninn að ég þarf varla mikið á annarri gagnrýni að halda. En ef ég sé eða les gagnrýni sem mér finnst eiga rétt á sér gagnvart innihaldi þess sem ég er að gera er það yfirleitt eitthvað sem ég hef haft á tilfinning- unni áður og er staðfest í góðri gagnrýni.“ – Tekurðu slæma gagnrýni inn á þig? „Gagnrýni er bara álit eins manns og það er svo margt annað fólk til. Ég hlusta jafnmikið á vini og fólk sem ég virði og tek mark á. Ef gagn- rýnin á rétt á sér þá tek ég á henni og geri betur næst.“ Næst – Hvenær verður næst? „Næsta plata?“ – Já. „Vonandi næsta haust.“ – Ertu byrjaður á henni? „Já ég er kominn með eina og hálfa plötu, þú getur rétt ímyndað þér, ég var í hljómsveitum þar sem við gáfum út eina plötu á ári í Ný dönsk, tvær plötur á fimm árum með Gus Gus og ég er alveg uppbirgður af efni. Ég er að minnsta kosti með nóg í eina plötu. Ég var alls ekki fimm ár að gera þessa plötu, hún var kannski tónlistarlega komin heim til sín fyrir þremur árum.“ – Hvernig verður næsta plata, hver verður stefnan, þemað? „Þetta verður einfalt rokk, kjarnarokk.“ – Hvað er kjarnarokk? „Rokk sem fjallar um kjarnann, þú hefur heyrt um harðkjarna, þetta verður mjúkkjarna. Mjúkkjarnarokk. Annars veit maður aldrei, við tölum um það næst.“ Argasta popp Morgunblaðið/Þorkell Kærleikurinn, ástin, klassík og smáreiði ein- kenna nýjustu plötu Daníels Ágústs Haralds- sonar, Someone who swallowed a star. Daníel hefur lítið verið í sviðsljósinu undanfarin fimm ár eða síðan hann sagði skilið við Gus Gus, hann hefur búið erlendis en er kominn heim núna og hefur nóg að bjóða Íslendingum. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hitti Daníel að máli í litlu risi við Þórsgötuna, þar sem hann hefur komið sér upp aðstöðu til tónlistarsköpunar, og ræddi við hann um plötuna, kærleikinn og fleira. ’Þetta er bara argasta popp ogég er ekkert að gefa hana út fyrir neitt annað en það sem hún er. En hún fer náttúrulega í hend- urnar á mörgum sem segja að hún sé tormelt og þurfi margar hlustanir og það er líka ágætt.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.