Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ L oksins hefur verið gefið grænt ljós. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fól Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra SÞ, að hefja viðræður um framtíð Kosovo, sem enn veldur hatrömmum deilum Serba og Albana. Viðræðurnar gætu leitt til þess að nýtt ríki verði til í Evrópu. En fari allt úrskeiðis gæti upplausn blas- að við á ný á Balkanskaga. „Búast má við óróa,“ sagði stjórn- arerindreki í Pristina, höfuðborg Kosovo. Það má hins vegar ekki gleyma stóru myndinni. Sú staðreynd að stjórnarerindrekarnir eru stað- ráðnir í að greiða úr málefnum Kos- ovo er ekki einangrað fyrirbæri. Alls staðar í Júgóslavíu fyrrverandi er nú verið að hvetja og eggja hina ýmsu hluta til að flýta umbótum og leið sinni í Evrópusambandið. Saga hatrammra átaka Kosovo var á sínum tíma hérað í Serbíu, sem var hluti af gömlu Júgó- slavíu, sem liðaðist í sundur 1991. Þar er að finna kirkjur og klaustur frá miðöldum og Serbar líta á Kosovo sem vöggu sinnar siðmenningar. Nú er málum hins vegar svo komið að þar búa tvær milljónir manna og 90% þeirra eru Albanar að uppruna. Þeir hafa alltaf litið það hornauga að vera stjórnað frá Belgrað og 1998 hófu þeir skæruhernað til að sparka Serb- um út. Stríðinu í Kosovo lauk þegar Atl- antshafsbandalagið fór í stríð við Júgóslavíu, sem þá hét enn svo. Eftir að hafa varpað sprengjum á Serbíu í 78 daga gáfust Serbar undir forustu Slobodans Milosevic upp. Herafli Serba dró sig til baka í júní 1999. Kosovo varð verndarsvæði Sam- einuðu þjóðanna og var herafla undir forustu NATO falið að tryggja öryggi þar. Tugir þúsunda Serba lögðu á flótta, en um 100 þúsund urðu eftir meðal um tveggja milljóna fjandsam- legra Albana. Serbarnir lifa flestir á svæðum undir vernd erlendra friðar- gæslumanna, sem einnig vernda serbneskar kirkjur og klaustur und- an árásum albanskra öfgamanna. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að rúmum sex árum eftir að stríðinu lauk sé tímabært að ákveða framtíð Kosovo. Stjórn Serbíu segir að Kosovo geti fengið „meira en sjálf- stjórn, en minna en sjálfstæði“. Kos- ovo-Albanar sætta sig ekki við neitt minna en sjálfstæði. Serbar halda því fram að samkvæmt þjóðarétti heyri Kosovo undir Serbíu og því sé ekki hægt að taka héraðið af þeim án sam- þykkis og þetta ítrekaði Vojislav Kostunica fyrir öryggisráðinu. Sagði hann að allt annað væri „lagalegt of- beldi“. Opinberlega kom öryggisráðið saman í liðinni viku til að fara yfir skýrslu um ástandið í héraðinu eftir Kai Eide, færan, norskan stjórnarer- indreka. Í raun var um leiksýningu að ræða. Lykilákvarðanir um gang mála í New York höfðu verið teknar í Róm fjórum dögum áður. Þar komu saman stjórnarerindrekar frá þeim löndum, sem mest hafa haft af Kosovo af segja; Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Ítalíu. Sá fundur fylgdi í kjölfarið á ströngum fundum um það hvað ætti að gera við vandræðabarnið Kosovo. Ahtisaari leiðir viðræðurnar Auk þess að hrinda af stað viðræð- um komið þeir sér saman um nokkur atriði. Til dæmis liggur fyrir að Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, eigi að leiða viðræðurnar. Í fyrstu má búast við flökkufunda- lotu, en síðan er líklegt að Ahtisaari og menn hans geri drög að samkomu- lagi um framtíð Kosovo, sem lagt verði fyrir aðila og þeim falið að semja augliti til auglitis. Óhjákvæmilegt er þó að það mun slitna upp úr þeim viðræðum. Þegar upp verður staðið munu Serbar og Albanar ekki geta komið sér saman um lykilspurninguna hvort Kosovo eigi að fá sjálfstæði eða ekki. Þegar þar verður komið munu stóru löndin, sem eiga hlut að máli, verða tilbúin til að knýja fram það sem kallað hefur verið „sjálfstæði með skilyrðum“. Þar er átt við að ekki verði lengur litið á Kosovo sem hluta af Serbíu, en verði þó ekki að fullu sjálfstætt í nokkur ár, ef til vill þar til Kosovo gengur í Evr- ópusambandið, sem gæti tekið áratug eða meira. „Sjálfstæði með skilyrðum“ Hvað þýðir „sjálfstæði með skil- yrðum“? Það er óljóst í hverju það verður fólgið og á eftir að ganga frá smáatriðunum, en ákveðnir hlutir liggja þó fyrir. Í fyrsta lagi mun her- lið NATO verða þar áfram og líkt og í Bosníu verður fulltrúi alþjóðasam- félagsins skipaður með talsverð völd til að fara með völd í Kosovo. Evrópu- sambandið mun gegna lykilhlutverki, einkum að því leyti að sambandið mun yfirtaka ýmsa þætti, sem nú eru í umsjá SÞ, sem nú fer að ljúka og hefur veikst vegna frétta af spillingu og getuleysi. Serbar höfðu vonast til að Rússar myndu skerast í leikinn og koma í veg fyrir að þeir misstu Kosovo. Þeir hafa hins vegar sagt vestrænum viðsemj- endum sínum að það muni þeir ekki gera. Serbar segja að verði Kosovo tekin frá þeim muni þeir aldrei viðurkenna það. Serbneskir stjórnmálamenn segja að það muni leiða til þess að þjóðernisöfgasinnar komist til valda og grafið verði undan jafnvægi á öll- um Balkanskaga. Albanar segja að ofbeldi muni brjótast út ef ekki líti út fyrir að Kosovo sé á leið til sjálfstæð- is. Í Kosovo vex nú hreyfingu ásmeg- in, sem er alfarið andvíg viðræðum. Albin Kurti, leiðtogi hennar, segir að Kosovo eigi aðeins að tala við Serbíu eftir að sjálfstæði hefur verið náð, ekki áður. Til einföldunar má segja að stjórn- arerindrekarnir óttist hótanir Albana meira en Serba, en líti á svæðið í heild. Ljóst er að þeir eru með áætl- un, sem tekur til fleiri þátta en Kos- ovo. Heildarhugmyndin er að taka allan vesturhluta Balkanskaga – það er alla gömlu Júgóslavíu að frádreginni Slóveníu (sem þegar er gengin í ESB og NATO) en viðbættri Albaníu – inn í Evrópusambandið. Hvað sem líður áhyggjum vegna stækkunar er hér um að ræða langtímaverkefni og það þarf ekki nema líta á kortið til að átta sig á því hvers vegna stjórnarerind- rekarnir telja þetta nauðsynlegt. Þegar Búlgaría og Rúmenía ganga í Evrópusambandið, sem verður sennilega 2007, verður svæðið allt í raun umkringt og girt af sem nokk- urs konar svarthol utan ESB. Sér- fræðingarnir eru á því að þetta sé uppskrift að stórslysi. Betra sé að fyrrverandi vandræðagemlingar séu innan sambandsins, en að búa í „ör- birgð“ utan þess, eins og einn stjórn- arerindreki orðaði það. Víkjum aðeins frá Kosovo og virðum fyrir okkur það, sem hefur gerst á undanförnum vikum. Serbar hófu viðræður um að ganga þegar þar að kemur í Evrópusambandið 10. október. Króatar eru aðeins á undan þeim í ferlinu og eru komnir á næsta þrep. Evrópusambandið samþykkti 21. október að hefja viðræður við Bosníu. Makedónar vonast til þess að þeim verði einnig gefið grænt ljós til að stíga næsta skref í aðildarviðræð- um. Árið 2001 liðast gamla júgóslav- neska lýðveldið nánast í sundur þeg- ar skæruliðar úr albanska þjóðar- brotinu lýstu yfir stríði á hendur ríkinu. Nú er staðan sú, þökk sé Evr- ópusambandinu, sem vann afrek án þess að vera hrósað fyrir, að fyrrver- andi óvinir sitja saman í stjórn og vinna að sama markmiði – inngöngu í Evrópusambandið. Merki vonar um allan Balkanskaga Ef fólk á svæðinu er spurt af hverju það hafi mestar áhyggjur um þessar mundir er viðgangur þjóðar- innar ekki fyrsta svarið og nær ekki einu sinni fimmta sæti. Áherslan er lögð á störf og ferðafrelsi. Efnahagur Serbíu, sem hefur alla burði til að verða öflugastur á svæðinu, er loks að taka við sér. Satt að segja má finna merki vonar um allan Balkanskaga, en þau komast ekki í fréttir vegna þess að þau eru ekki efni í krassandi fyrirsagnir. Engu að síður er það nú skylda leiðtoga ríkjanna á Balkan- skaga og Evrópusambandsins að nýta byrinn, sem hefur farið vaxandi í Kosovo og annars staðar á svæðinu. Eftir um tíu ár má búast við að stækkunarþreytan, sem gripið hefur um sig í ESB, heyri sögunni til, í það minnsta hvað varðar Balkanskagann, þótt annað gæti átt við um Tyrkland. En brjótist út átök á ný í Kosovo mun það bitna á svæðinu öllu og Evrópu- vonirnar hverfa. Óviss framtíð Kosovo Reuters Friðargæsluliðar undir stjórn NATO héldu á föstudag æfingu í viðbrögðum við óeirðum í Kosovo og vilja greinilega vera við öllu búnir. Kai Eide, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna, hefur skilað af sér skýrslu um stöðu Kosovo og nú eiga að hefjast viðræður um framtíð svæðisins, sem undanfarin sex ár hefur verið undir stjórn SÞ. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur falið Kofi Annan að hefja viðræður um framtíð Kosovo. Ljóst er hins vegar að Serbar og Kosovo-Albanar munu aldrei verða á eitt sáttir um hver staða Kosovo eigi að vera. Tim Judah var í Belgrað og Pristina og kynnti sér stöðu mála. Höfundur er blaðamaður og skrifaði bækurnar Kosovo: War and Revenge og The Serbs: History, Myth and Destruct- ion of Yugoslavia, sem báðar komu út hjá Yale University Press. ÁKÖF barátta, sem hefur farið framhjá alþjóð- legum fjölmiðlum, hefur átt sér stað um örlög Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráð- herra Kosovo, sem Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ásakað um stríðsglæpi. Stjórnar- erindrekum í Kosovo og á vegum UNMIK, borg- aralegrar yfirstjórnar Sameinuðu þjóðanna þar, tókst 14. október að fá banni við því að hann tæki þátt í stjórnmálum í Kosovo aflétt, en þremur dögum síðar kom saksóknaraembættið í Haag í veg fyrir að það næði fram að ganga og bíður málið nú áfrýjunar. Sagði í málatilbún- aði saksóknaranna að þrátt fyrir að hafa verið sakaður um einstaklega alvarlega glæpi væri smám saman verið að setja Haradinaj „á stall sem lykilmann í pólitíkinni í Kosovo“. Sakaður um mannrán, morð, pyntingar og þjóðernishreinsanir Haradinaj er fyrrverandi yfirmaður úr Frels- isher Kosovo (KLA), sem barðist við Serba 1998 og 1999. Hann er 37 ára. Ákæran á hend- ur honum og tveimur undirmanna hans var birt í mars. Þeir eru sakaðir um mannrán, morð, pyntingar og þjóðernishreinsanir gegn Serbum, sígaunum og Albönum árið 1998 í 37 ákærulið- um. Þegar kæran var birt var Haradinaj forsætis- ráðherra Kosovo og var almælt að honum hefði orðið mikið ágengt fyrstu hundrað dagana í embætti. 6. júní var Haradinaj sleppt úr haldi á meðan hann biði réttarhalda. Hann var látinn laus með skilyrðum og var meðal annars leyft að starfa takmarkað innan síns stjórnmála- flokks. Verjendur hans fóru síðan fram á að honum yrði gefið meira svigrúm og nutu þar öflugs stuðnings UNMIK. 14. október samþykkti dómstóllinn það, en með því skilyrði að Harad- inaj mætti aðeins „koma fram opinberlega og taka þátt í pólitískri starfsemi að svo miklu leyti að UNMIK teldi það mikilvægt í þágu jákvæðrar þróunar í pólitík og öryggismálum í Kosovo“. Saksóknarar við dómstólinn segja að gangi þetta eftir myndi ákvörðunin um að leyfa Har- adinaj að snúa aftur á svið stjórnmálanna skjóta fórnarlömbum hans skelk í bringu og vitni myndu fá á tilfinninguna að „völdin séu enn í höndum hins ákærða“. Þeir minntu dóm- arana einnig á hið svokallaða Dukagjini-mál þar sem að minnsta kosti fimm vitni í morðmáli á hendur bróður Haradinaj, Daut, og Idriz Balaj, hafi verið myrt. Nytsemi meints stríðsglæpamanns Ekki hefur verið ákveðið hvenær tekin verð- ur ákvörðun um áfrýjunina, en búist er við að það verði innan fárra vikna. Sú staðreynd að UNMIK þrýsti á um að slakað yrði á kröfum um skilmála lausnar Haradinajs staðfestir þær sög- ur, sem gengið hafa í Pristina, að Sameinuðu þjóðirnar og vestrænir stjórnarerindrekar séu áfram um að hann leiki lykilhlutverk í stjórn- málum í Kosovo á næstu mánuðum. Búast má við því að mikil spenna ríki í kringum Kosovo á næstunni vegna þess að líklegt er að viðræður um framtíðarstöðu svæðisins hefjist á næstu vikum. Arftaki Haradinajs sem forsætisráðherra er Bajram Kosumi. Vald hans hefur hins vegar verið takmarkað, meðal annars vegna þess að hann er ekki skæruliðaforingi, og fréttir í blöð- um um meinta spillingu hafa grafið undan stjórn hans. Að sögn eins stjórnarerindreka gæti Haradinaj gegnt „nytsamlegu hlutverki með því að segja harðlínumönnunum, sem hann þekkir, að hafa sig hæga“. Agron Bajram, ritstjóri dagblaðsins Koha Ditore, segir að hann eins og flestir aðrir Alb- anar yrði „hæstánægður“ ef Haradinaj gæti snúið aftur til stjórnmála vegna þess að hann hafi verið „mjög þarfur“ í pólitík meðan hann var við völd og gæti átt stóran þátt í að sam- eina albönsku hliðina í komandi viðræðum um framtíð Kosovo. Dusan Batakovic, háttsettur ráðgjafi Boris, forseta Serbíu, um málefni Kosovo, var hins vegar á öðru máli: „Þetta er fráleitt í okkar augum. Þetta misræmi í afstöðunni til hinna ákærðu eftir því úr hvaða röðum þeir koma sendir röng skilaboð til bæði Serba og Albana.“ Ljóst er að frá því að honum var sleppt hafa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnarerind- rekar í Kosovo borið víurnar í Haradinaj með hætti, sem talinn væri óviðunandi og hneyksli ef hinn ákærði hefði verið Serbi eða Króati. 26. september var til dæmis haldin mikil veisla í Hótel Grand í Pristina til að fagna brúð- kaupi bróður Haradinajs. Meðal gesta var Larry Rossin, aðstoðaryfirmaður UNMIK, auk ann- arra háttsettra embættismanna og stjórnar- erindreka. Það vekur síðan furðu miðað við meint völd og áhrif Haradinajs að grímuklæddir menn í einkennisbúningum hófu nýverið að reisa varð- stöðvar og leita í bílum ekki langt frá heimili Haradinajs. Í albönskum blöðum í Kosovo var greint frá því að „Sjálfstæðisher Kosovo“ hefði hótað embættismönnum Sameinuðu þjóðanna með dauða og mannránum ef þeir gerðu nokk- uð, sem gæti komið í veg fyrir sjálfstæði Kos- ovo. Ákæra um stríðsglæpi og pólitísk endurreisn AP Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráð- herra Kosovo, á flugvellinum í Pristina í mars á leið til Haag þar sem hann var ákærður fyrir stríðsglæpi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.