Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 20
20 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
P
úðurkerlingarnar
þeytast yfir fólkið og
sjá má bæði gleði og
hræðslu í andlitum
þess. Það er hrætt við
að meiðast en gleðin
stafar af því að þetta
er trúarathöfn. Við erum stödd fyrir
dögun á Alborada sem er hluti af há-
tíðahöldum íbúa San Miguel de
Allende í Guanajuato-fylki í Mexíkó í
tilefni af Mikjálsmessu.
Mikil hátíðahöld eru alltaf í San
Miguel á Mikjálsmessu, 29. septem-
ber, og dagana þar í kring enda er
Mikjáll höfuðengill aðalverndareng-
ill borgarinnar. Borgin hefur frá
stofnun dregið nafn sitt af erkiengl-
inum en seinna var hún einnig tengd
nafni Ignacio Allende sem var einn
af foringjum sjálfstæðisbaráttu
Mexíkóa í upphafi. Hátíðahöldin fel-
ast í endalausum skrúðgöngum,
dönsum, tónlist, tilbeiðslu og flug-
eldasýningum.
Áður en ég segi frá hátíðahöldun-
um á Mikjálsmessu er rétt að nefna
það að íbúar San Miguel de Allende
eru frægir fyrir bæjarhátíðir sínar,
sem eru fjölmargar. Þeir finna tilefni
allt árið. Margir Mexíkóar eru fá-
tækir og þurfa að vinna mikið til að
eiga í sig og á og erfið fortíð með ný-
lendukúgun, ósigrum, borgarastyrj-
öld og óstjórn hefur hvílt þungt á
þjóðarsálinni. En á fíestunum fær
fólkið útrás og gleymir öllum
áhyggjum. Mexíkóinn fær nýjan
persónuleika um stund. Fjölskyld-
urnar koma úr sveitaþorpunum á há-
tíðirnar í bæjunum. Það er keypt
eitthvað fallegt fyrir börnin og heim-
ilisfeðurnir staupa sig og tala meira
en þeir hafa kannski gert í heilan
mánuð. Stundum endar þetta með
ósköpum en þykir bara sjálfsagður
hluti af lífinu í Mexíkó.
Svona er þetta á Mikjálsmessu.
Þar sér maður íbúa borgarinnar og
fólk úr sveitaþorpunum. Fólk er að
fylgjast með skrúðgöngunum, biðst
fyrir í kirkjunum, sest á bekki á að-
altorginu eða gengur um og kaupir
sér ís eða maísstangir til að borða á
meðan beðið er eftir næsta atriði. Á
kvöldin eru börnin svæfð í fangi föð-
ur eða móður.
Mikjálsmessu ber að þessu sinni
upp á fimmtudag og þá byrja hátíða-
höldin en meginþungi þeirra er þó
aðfaranótt laugardags og á laugar-
deginum.
Púðurkerlingar yfir fólkið í dögun
Klukkan fjögur aðfaranótt laugar-
dagsins hófst mikil flugeldasýning á
götunni framan við sóknarkirkjuna,
Parroquia, eftir að þangað höfðu
marserað ýmsar fylkingar. Þessi
hluti hátíðarinnar sem fram fer fyrir
dögun nefnist Alborada. Ég mætti
tímanlega og fann mér góðan stað
fyrir framan einn flugeldaturninn og
kirkjuna. En um leið og kirkjuklukk-
urnar byrjuðu að glymja og flugelda-
sýningin hófst áttaði ég mig á því að
þetta var kannski ekki besti staður-
inn. Þegar rakettuhringirnir fóru að
snúast á turninum spýttust púður-
kerlingar í allar áttir, upp í loftið og
yfir áhorfendur. Ég átti fullt í fangi
með að verja mig og þegar ég fór að
hugsa um að hörfa áttaði ég mig á
því að ég var orðinn skjöldur fjölda
fólks og gat lítið komist frá. Sam-
kennd var innan hópsins sem ég til-
heyrði nú. Fólk hjálpaðist að við að
verjast, slá púðurkerlingarnar hvert
af öðru og reyna að drepa í þeim ef
þær féllu ósprungnar á götuna. En
hávaðinn var óskaplegur og eins og í
nautahlaupinu þá þurftu nokkrir of-
urhugar að sýna hvað í þeim býr, í
þessu tilviki með því að hlaupa undir
mestu eldglæringarnar við turnana.
Mér fannst ég greina gleði í andlit-
um fólksins sem var næst mér, ekki
bara hræðslu. Það og athöfnin öll á
sér væntanlega þær skýringar að
fólkið lítur á það sem blessun Guðs
að fá yfir sig þessar púðurkerlingar
og logandi pappír og prik úr flug-
eldum sem einnig er skotið upp og
yfir fólkið, og sumir líti á þetta sem
litla fórn af sinni hálfu til heilags
Mikjáls.
Ég taldi mig ekki hafa neina þörf
fyrir þessa blessun og forðaði mér
þegar mér fannst að látunum myndi
aldrei linna. Hoppaði yfir girðingu á
aðaltorginu, tróð mér gegnum runna
og kom mér í skjól á bak við tré þar
sem margir höfðu frá upphafi fundið
sér öruggan stað til að fylgjast með.
Flugeldasýningin stóð eitthvað á
annan tíma og lýkur venjulega með
því að konur og börn syngja afmæl-
issönginn til Mikjáls erkiengils við
kirkjuna klukkan sex um morgun-
inn. En þá var ég farinn að sofa til að
safna kröftum fyrir daginn enda
margt um að vera þá.
Skrautleg blómaganga
Messu til heiðurs Mikjáli okkar
var útvarpað frá kirkjunni um há-
degið og þá riðu inn á torgið tugir
hestamanna frá nálægum þorpum til
að fá blessun prestsins.
Síðdegis var stærsta skrúðganga
helgarinnar, svokölluð blómaganga,
xúchiles. Þá koma dansarar víða að
úr Mexíkó saman við gömlu braut-
arstöðina og ganga um götur bæj-
arins og inn á aðaltorgið. Við braut-
arstöðina er fyrst athöfn til
minningar um þá sem létu lífið í
frægum bardaga við Spánverja árið
1531. Bæjarbúar taka á móti skrúð-
göngunni með því að setjast eða
standa á gangstéttunum við þær göt-
ur sem hún fer um. Ég fann mér slík-
an stað og fylgdist í upphafi með úr
þeirra hópi. Karlmenn bera miklar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Risabrúður sem allar áttu sína fyrirmynd í hetjum eða skúrkum úr sögu þjóðarinnar gegndu miklu hlutverki í göngunum.
Los Voladores fóru með mikil ritúal frá Aztekatímanum áður en þeir hoppuðu
fram af stönginni og svifu til jarðar. Þetta er hreinræktuð trúarathöfn.
Endalausar skrúðgöngur voru um San Miguel á Mikjálsmessu og dagana þar í kring. Mikið bar á stjörnum sem bornar voru til heiðurs framliðnum hetjum.
Fórnir og útrás
á Mikjálsmessu
Mikjálsmessu fylgja mikil
hátíðahöld í borginni San
Miguel de Allende í Mexíkó
og setja skrúðgöngur, nauta-
at og flugeldasýningar svip
sinn á fögnuðinn. Helgi
Bjarnason brá sér til
Mexíkó og fylgdist með
hátíðahöldunum.