Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 23 Það er vitaskuld guðs þakkarvert að „Sovét-Ísland“,óskalandið sem um var ortá sínum tíma, varð aldreitil. En ef við hyggjum ekki að því að skoða samfélag okkar og þróun þess gaumgæfilega og með gagnrýnum augum getur svo farið að við fáum í staðinn „Sof-ét-Ísland“, sem er lítið skárra. Eftir nokkra daga er altsvo afmæl- isdagur rússnesku byltingarinnar. Sjöundi nóvember. Þessi dagur var eitt sinn vandlega merktur inn á dagatöl víða um heim. Það var efnt til hátíðahalda og hersýninga í Sovét- ríkjunum sálugu og hjáveldum þeirra til að minna á hern- aðarmátt og megin ráðstjórnarinnar. Skriðdrekar og eldflaugaskotpallar á hjólum runnu í löngum röðum yfir sjónvarpsskjái heimsins og gamlir dúðaðir kallar brostu á hallarsvölum. Vestrænir sósíalistar birtu greinar og áköll í blöðum sínum og þáðu heimboð í rauðu sendiráðin og kneyf- uðu vodka af stéttvísri elju. Núna fer lítið fyrir þessum degi. Stundum er eins og þetta hafi aldrei gerst. Vestræn æska hefur ekki hug- mynd um að þessi bylting hafi verið gerð og þaðan af síður út á hvað hún gekk. Æskan þekkir kalda stríðið sem baksvið í gömlum bíómyndum, þar sem feitir og klaufskir Borisar hafa ekki roð við vestrænum glæsimenn- um. En rússneska byltingin er eins og hvert annað skringilegt heiti á úr- eltu landakorti. Sama gildir um fyr- irbæri eins og „verkalýður“, „stétta- barátta“ og „auðvald“. Engu að síður er það nú svo, að ef einhverjir ættu að minnast rússnesku byltingarinnar og þeirra hugsjóna sem hún spratt af, með hlýju og þökk, eru það við Vesturlandabúar. Við er- um nefnilega hin lánsömu börn sem byltingin náði ekki að gleypa. Við njótum á hverjum degi ávaxt- anna af þeirri réttindabaráttu sem átti rætur í sömu hugsjónum og þeim sem leiddu af sér byltingana. En við sluppum við þær hörmungar og þau afarkjör sem hún leiddi af sér fyrir það ólánsama fólk sem þurfti að búa við afleiðingar hennar í formi kúgandi þjóðskipulags. Við, sem höfum notið bæði veru- legs félagslegs og efnahagslegs jafn- aðar og búið við víðtækt einstaklings- frelsi og lýðræði, megum ekki gleyma þessari fortíð. Eða halda menn kannski að laun- þegar á Íslandi byggju við þau rétt- indi og kjör sem almennt tíðkast nú, ef hugsjón og eldmóður innblásinna og barnslega trúaðra sósíalista og kommúnista hefði ekki komið til á sínum tíma og eflt verkalýðshreyf- inguna til dáða? Auðvitað eigum við aldrei að gleyma því heldur hversu lánsöm við erum að hafa ekki lent í sporum þeirra vesalings rétttrúuðu sósíalista sem í alvöru fengu það sem þá dreymdi um, þ.e. sitt eigið ráð- stjórnarríki. Sitt eigið sovét. Við búum hins vegar við þjóð- félagsástand sem fer nærri því að vera „Sof-ét-Ísland“. „Sof-ét-Ísland“ er það farsælda frón þar sem við sof- um flest pakksödd á verðinum í vel- sældinni á meðan ójöfnuðurinn vex hröðum skrefum í kringum okkur. Efnishyggjan og gróðafíknin er hin eina sanna hugsjón og fulltrúar henn- ar eru hetjur mannhafsins. En á sama tíma og innlendir millj- ónamæringar spretta upp líkt og sjálflýsandi golfkúlur um víðan völl, þá fjölgar einnig sífellt í þeim hópi Ís- lendinga sem engra gæða nýtur. Þeim hópi sem beinast liggur við að gefa eitt af þessum nöfnum sem er eins og skringilegt heiti á úreltu landakorti. Það er: „Öreigar.“ Þótt við höfnum skoðanakúgun og ríkisreknu ófrelsi og höldum ekki sér- staklega upp á afmæli rússnesku byltingarinnar er okkur hollt að muna og virða hugsjónir um jöfnuð og þjóðfélagslegt réttlæti. Sof-ét-Ísland, óskalandið … HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Svein- björn I. Baldvinsson Nýtt meistarastykki úr smiðju Gunnhildar Hrólfsdóttur Áleitin og einlæg. Saga um samkyn- hneigða stúlku og fjölskyldu hennar. F a x a f e n i 1 0 – S í m i 5 6 8 1 0 0 0 – w w w . f r u m . i s Fr u m Björn Gíslason í 7. sæti Í tilefni af prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík býður stuðn- ingshópur Björns Gíslasonar til samsætis í Fylkishöll- inni við Fylkisveg í dag, sunnudag, kl. 16-18. Vinir og suðningmenn velkomnir www.bjorngislason.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.