Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 26

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Reykingabann tók gildi áÍtalíu 10. janúar 2005.Lögin um bannið erukennd við lækninn Girol-amo Sirchia, þáverandi heilbrigðisráðherra Ítalíu, en hann var tæknilegur ráðherra í ríkisstjórn Berlusconi. Á þessu ári hefur verið skipt um heilbrigðisráðherra og við embættinu tekið reykingamaðurinn Francesco Storace. Þegar Storace settist í ráðherrastól vildi hann láta fjölga reykingasvæðunum á Ítalíu en það hefur ekki verið gert. Eina breytingin sem gengið hefur í gegn er að eigendur þeirra staða þar sem reykingabann gildir eru ekki lengur skyldugir til að sekta þá sem reykja á bannsvæði. Það er nú hlutverk lög- reglunnar. Sektirnar nema frá 25 evrum (1.800 ísl. kr.) upp í 250 evrur (18.000 ísl. kr.). Hálftíma vinnutap Ítalía er þriðja Evrópulandið, sem tók upp reykingabann á eftir Írlandi og Belgíu. Reykingabannið gildir á öllum al- menningsstöðum og í stigagöngum í fjölbýlishúsum. Bannað er því að reykja á börum, veitingastöðum, diskótekum og svo framvegis. Einu staðirnir þar sem má reykja er í heimahúsum og úti á götu. Innan við þriðjungur fyrirtækja hafa komið upp reykingaherbergjum og margir veiktust af kvefi og bronkítis síðast- liðinn vetur við að þurfa að fara út að reykja illa klæddir. Reiknað hefur verið út að reyki starfsmaður 6 síg- arettur í 8 tíma vinnu nemi vinnutap- ið 30 mínútum. Hafa margir reyk- ingamenn kvartað undan því að geta ekki einbeitt sér án sígarettna. Aðrir verða mjög pirraðir og jafnvel árás- argjarnir. Talið er að 2,8 miljónir af þeim 57 miljónum sem byggja Ítalíu, finni hjálp gegn vinnustreitu í sígarettun- um. Flesta reykingamennina er að finna í höfuðborginni Róm og er verkamannastéttin stærsti hópur reykingamanna ef farið er eftir stéttaskiptingu. Veitingahúsaeigendum til mikillar undrunar hefur viðskiptavinum hins vegar fjölgað. Aðeins 3% veitinga- staða hafa komið upp reykingasöl- um, en kostnaðurinn við uppsetningu slíks rýmis nemur frá 10.000 (737.300 ísl. kr.) upp í 25.000 evrur (1,843 milljónir ísl. kr.). Veitingahúsa- eigendurnir, sem hafa lagt í slíkar framkvæmdir verða síðan að ábyrgj- ast að verðlag hækki ekki. Í Mílanó hefur einn veitingastaður þá komið sér upp all sérstöku reykingarými, en Cadillac bíl er lagt fyrir utan veit- ingastaðinn og þar mega reykinga- menn reykja í friði. Á veitingastað einum í Bologna varð eigandinn hins vegar fyrir fjárhagslegu tjóni þegar vel til haft par hafði pantað og borð- að dýrustu réttina á matseðlinum, bað síðan um að fá að fara út að reykja og stakk af frá reikningnum! Viðskiptavinum diskóteka hefur hins vegar fækkað um 30 prósent. Auk þess sem ónæði í nágrenni við skemmtistaði hefur aukist í kjölfar reykingabannsins, enda safnast fólk nú í hópum saman fyrir utan staðina og kvörtunum frá íbúum í nágrenni við staðina þar með fjölgað. Sumir stelast þó til að reykja inni á salern- um og í skóla nokkrum í Róm hefur skólastjórinn ákveðið að loka salern- unum í frímínútunum. Þeir sem ættu að vera til fyrir- myndar hvað reykingabannið varðar eru þingmennirnir, en þeim leyfist engu að síður að reykja á göngum þingsins og á skrifstofum sínum. Eftir að reykingabannið tók gildi hafa 50 prósent fleiri haft samband við forvarnastofnun gegn lungna- krabbameini til að fá ráðleggingar um hvernig þeir geti hætt. Sala á sígarettum hefur sömuleiðis minnkað um 11 prósent. Tóbakssölu- staðir á Ítalíu eru 58 þúsund og starfa 140 þúsund manns við söluna, en þeir fá 10 prósent af verði hvers sígarettupakka. 90 prósent falla hins vegar í hlut Philip Morris Italia og British American Tobacco Italia sem sjá fram á 5 prósent samdrátt í sölu miðað við árið 2004. Tvö skaðabótamál vegna reykinga 10. mars 2005 var Ente tabacchi italiani (Eti) dæmt til að greiða fjöl- skyldu Mario Stalteri 200.000 evrur (14,5 miljónir ísl. kr.) í skaðabætur, en Stalteri lést árið 1991. Vann fjöl- skylda hans málið á þeim röksemd- um að vantað hefði upplýsingar um hættu af reykingum. Málaferlin hóf- ust árið 1994, á þeim tíma sem mála- ferlin stóðu yfir var Ente tabacchi italiani, sem tók á sínum tíma við af Tóbaksverslun ríkisins, orðið að einkafyrirtækinu British-American Tobacco Italia sem hefur áfrýjað málinu með þeim rökum að þeir ætli ekki að borga skaðabætur fyrir fyr- irtæki sem sé ekki lengur til. Árið 1997 tapaði Stalteri fjölskyldan mál- inu þar sem talið var að hinn látni hefði reykt af frjálsum vilja. Eti var þó dæmt til að greiða fjölskyldunni 20.000 evrur (tæpar 1,5 milljónir ísl. kr) í lögfræðikostnað auk greiðslu vegna læknisráðgjafar sem staðfesti að dánarorsök hins látna hefði verið reykingar. Á ári hverju látast um 80.000 manns á Ítalíu vegna reykinga og 11. maí 2005 var ítalska menntamála- ráðuneytið dæmt til að greiða erf- ingjum skrifstofumanns nokkurs 263.725 evrur (19 milljónir ísl. kr.) fyrir líffræðilegt tjón og 132.000 evr- ur (9,5 milljónir ísl. kr.) til viðbótar fyrir siðferðislegt tjón af völdum óbeinna reykinga. Starfsmaðurinn hafði aldrei reykt, en fékk lungna- krabbamein eftir að hafa unnið á skrifstofu með reykingakonum í sjö ár. Vítahringur kókaíns ÞÓ REYKINGABANNIÐ gefist vel gerir eiturlyfjavandinn þó vart við sig á Ítalíu sem annars staðar. Það kom þó öllum að óvörum þegar fréttist að Lapo Elkann, dóttursonur Giovanni Agnelli heitins, eiganda Fiat-bíla- verksmiðjanna, hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa blandað saman kókaíni, heróíni, maríújana og áfengi nú í október. Lapo Elkann er 28 ára og hefur verið mikið í sviðsljósinu, en hann sér um markaðsmál Fiat auk þess að hafa látið gera fatalínu merkta Fiat í takmörkuðu upplagi sem hef- ur notið mikilla vinsælda. Lapo Elkann þykir líkur afa sínum í útliti. Hann var trúlofaður gullfallegri 21 árs gamalli ítalskri leikkonu, Martina Stella, en það slitnaði upp úr tveggja ára trúlofun þeirra í sumar. Lapo Elkann er núna í afvötnun í Arizona á sömu meðferðarstofnun og Kate Moss. Nú í september lést síðan brasilísk dansmær á heimili þekkts ítalsks sápu- óperuleikari, Paolo Calisano, eftir að hafa blandað saman kókaíni og ró- andi lyfjum. Leikarinn er nú í stofufangelsi í meðferðarstofnun á Ítalíu, en hann er ákærður fyrir að vera ábyrgur fyrir dauða dansmeyjarinnar þar sem hann útvegaði henni kókaínið. Svo virðist sem fræga fólkið þurfi að lenda í vítahring kókaíns og annarra eiturefna til að vandamálið komist í umræðuna. Að vísu var farið að tala um hvað verð á kókaíni hafi lækkað, þar sem það sé orðið mjög útþynnt. Neysla þess sé þá sömuleiðs farin að ná til barna um 13 ára aldur enda auðvelt að útvega sér þetta fíkniefni. Umræðuþáttur var á Stöð eitt í ítalska ríkissjónvarpinu sama kvöld og Lapo Elkann var fluttur á sjúkrahús. Hingað til hafði verið talað um kókaín sem eiturlyf hinna ríku og að það væri samkvæmislyf. Nú virðist neyslan þó vera búin að taka á sig þá mynd að kókaínneytandinn sé einn í sinni neyslu, en ekki tekur nema nokkra mánuði að verða háður kókaíni. Eiturlyfið greinist í þvaginu í 48 klukkustundir frá því að þess var neytt. Eiturlyfja- meðferðarheimili eru mörg á Ítalíu en þau telja sig ekki ennþá hafa fundið meðferðarúrræði sem dugar gegn kókaíninu. Ítalir settu reykingabann í upphafi þessa árs og þykir reynslan af því hafa verið góð. Þing- menn landsins standa sig þó ekki sem best við að vera löndum sínum sú fyrirmynd sem við hæfi væri. Bergljót Leifsdóttir Mensuali fjallar um reykingabannið. Reuters Dóttursonurinn Lapo Elkann. Reuters Agnelli skömmu fyrir andlát sitt. Reuters Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu. Góð reynsla af reykingabanni á Ítalíu Helgin öll á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.