Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 29

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 29 Fræðsluerindi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ (áður Rala) á Keldnaholti, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánudaginn 31. október flytur Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, erindi sem hann nefnir Veðurfarshorfur fram eftir öldinni. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 39.900kr. Netverðdæmi: 29. nóvember, 8 nætur miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. 39.900kr. miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Netverðdæmi: 7. janúar, 10 nætur Innifalið er flug, gisting á Paraiso, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. -frábær tilboð NetPlús til Kanarí Thalassa“ (hafið á grísku)ervæntanlega eini þema-þátturinn í sjónvarpi þarsem lagt er mikið í vand-aða heimildaþáttagerð um allt sem tengist hafinu. Þátturinn er á besta útsendingartíma og sýnir í heilar tvær klukkustundir stuttar fræðslumyndir alls staðar að úr heim- inum sem allar eiga það sameiginlegt að tengjast hafinu á einhvern hátt. Morgunblaðið náði tali af mannin- um sem stendur á bak við hugmynd- ina, sem í 30 ár hefur fært frönskum áhorfendum heiminn beint heim í stofu. George Pernoud er sérstök og hæglát sjónvarpsstjarna, vel þekkt andlit og gengur sjaldan óáreittur en hann hefur þann eiginleika að bræða hjörtu níræðra kvenna en kveikja jafnframt áhuga unga fólksins á mál- efnum hafsins. – Hvað veldur vinsældum „Thal- assa“? „Við höfum verið á skjánum í 30 ár af því að fólk horfir á okkur og höfum líklega enst svona lengi vegna þess að við reynum að komast hjá því að vera of vísindaleg í umfjöllun okkar eða ala upp einhverjar sjónvarpsstjörnur. Við viljum gefa áhorfendum tækifæri til að ferðast á framandi slóðir og upp- lifa ferðalag í gegnum sjónvarpið. Þáttagerðarfólk okkar reynir eftir fremsta megni að kynna efnið þannig að það sé skiljanlegt og það sé enginn milliliður milli áhorfandans og efnis- ins,“ segir Pernoud. Hann tekur fram að enginn þátta- gerðarmannanna sé sérhæfður í mál- efnum hafsins, eins og oft er með sér- staka sjónvarpsþætti um ferðalög, heldur reyni þeir á sem hlutlausastan hátt og að hætti fréttamanna að fræða sig og aðra um efnið hverju sinni. Það að hafa enst með sömu þáttastjórnendurna og þáttagerðar- fólkið í heil 30 ár er í sjálfu sér afrek en það er meira sem liggur að baki velgengni „Thalassa“. „Við höfum áhuga á fólki og því sem það er að gera. Sjónvarpstæknin er sérstaklega hentug til þess að koma því á framfæri og hentar okkur ákaf- lega vel. Við reynum líka að nálgast hafið með ákveðinni lotningu, eins og sjómenn gera. Ég er hrifinn af þekktu máltæki sem segir að þegar bóndi fylgist með veðurspánni þá hætti hann uppskerunni en þegar sjómaður fylgist með veðurspánni geti hann verið að hætta lífinu. Þannig getur hafið verið vinur eða óvinur eftir at- vikum og það er væntanlega þessi nálgun okkar sem gerir það að verk- um að við höfum gagnkvæma virð- ingu þeirra sem hafa eitthvað með hafið að gera,“ segir Pernoud. Takmarkalaus uppspretta Aðspurður hvort hann hræðist samkeppni við auknar vinsældir raunveruleikasjónvarps segist Pern- oud ekki neita því að það þurfi stans- laust að nútímavæðast og skipuleggja þáttinn með góðum fyrirvara svo hann haldist á dagskrá. Áhorfstölur benda til þess að um fjórar milljónir manna horfi reglulega á þáttinn, sem verður að teljast nokkuð gott. Er kannski meiri hætta á því að hann vakni einn daginn og hafi ekkert meira að segja um hafið? „Hafið er ótrúleg uppspretta efnis sem við þekkjum enn svo takmarkað að við gætum haldið áfram í 30 ár í viðbót,“ segir hann hlæjandi. Á þessum 30 árum hefur Thalassa fjallað um dýralíf, störf tengd hafinu, umhverfisáhrif, vatnaíþróttir og heimsótt fjölda landa, þar á meðal Ís- land þó nokkrum sinnum. Man eftir einu tré í Reykjavík „Ég kom fyrst til Íslands sem töku- maður í Vestmannaeyjagosinu, og vildi festa á filmu þegar hraunið lok- aði höfninni. Það var búið að banna ferðir útí eyjuna en mér tókst ein- hvern veginn að lauma mér þangað og man eftir því að Ameríkanarnir voru að reyna að kæla hraunið til að stoppa það en það gekk auðvitað ekki. „Thalassa“ hefur svo farið þangað í nokkur skipti og árið 2001 tókum við upp heilan þátt bara um Ísland.“ Pernoud á skýrar minningar frá heimsóknum sínum hingað. „Ísland er mjög fallegt, en það er heldur svalt fyrir minn smekk. Ég man eftir að það var aðeins eitt tré í Reykjavík í fyrstu heimsókn minni og var það fyr- ir framan franska sendiráðið. Lands- lagið er stórkostlegt og átti væntan- lega einhvern þátt í að Íslands- þátturinn 2001 var á sínum tíma mjög vinsæll í Frakklandi. Síðan þá höfum við komið aftur og nýlega hittum við verndara villta laxins, Orra Vigfús- son, og fylgdumst með grásleppuveið- um í Flatey.“ En á Pernoud sér eitthvert uppá- haldsefni sem heillar hann meira en önnur eftir öll þessi ár? „Ég hugsa að allir þáttagerðar- mennirnir eigi sínar eftirlætisminn- ingar en það er erfitt að gera upp á milli.“ Pernoud hugsar sig aðeins um og bætir við: „Ég er sérstaklega hrif- inn af öllu sem snertir 18. öld og einn- ig er ég áhugamaður um kafbáta eftir að hafa farið með vini mínum í neð- ansjávarleiðangur fyrir mörgum ár- um. Annars er ég sannfærður um að hægt sé að finna drauminn alls staðar. Við lifum nefnilega í draumaveröld.“ Hafið, hafið Vikulegur sjónvarpsþáttur sem fjallar eingöngu um hafið er ekki á hverju strái. Í Frakk- landi er þátturinn „Thalassa“ þó einn vinsælasti þáttur franska sjónvarpsins, sem sýndur er í beinni útsendingu og fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Sara M. Kolka fékk for- sprakkann, George Pernoud, til að segja sér hver væri lykillinn að velgengninni. George Pernoud á tökustað á síðasta áfangastað fyrir París, við Ekhmül- vita á Bretagne-skaga. George og þáttagerðarmennirnir í Thalassa. Góður liðsandi er lykilatriði við þáttagerðina. Einn af vitunum 30. Ekhmül-vitinn var í efsta sæti vinsældarkosning- arinnar meðal áhorfenda. sara@mbl.is Sjálfboðaliðar hafsins ÞAÐ er áhrifamikið að fylgjast með afmælisupptöku „Thalassa“ við árbakka Signu þar sem helsta sjónvarpsfólk Frakklands er samankomið til að fagna 30 ára afmælinu. Það er ekkert til sparað, ógrynni sjávarrétta á boðstólum og veislutjöld hafa verið reist við skrifstofur þáttarins en þær hafa þá sér- stöðu að vera á litlum báti við árbakkann þar sem hið stóra sjónvarpshús „France television“ stendur. Á bátnum er einnig að finna hljóðverið þaðan sem bein útsending þáttarins er í fullum gangi á meðan á veislunni stendur. Það glittir í fræga leikara eins og Jean Rochefort og Gérard Depardieu, en sá síðastnefndi kemur óvænt og óboðinn, en þar sem „Thalassa“ á í hlut er honum tekið opnum örmum og skellt í viðtal í beinni. Þátturinn er sá síðasti í afmælisferðalagi „Thalassa“ um hafnir Frakk- lands, en á hverjum föstudegi undanfarið ár hefur teymið ferðast á milli og glætt hafnir lífi í þá tvo tíma sem útsendingin stendur yfir. Það hefur fært starfsliðið nær landanum og jafnframt verið umgjörð fyrir umfangsmikla samkeppni um vinsælasta vita Frakklands. 30 vitar voru sérstaklega valdir til kosningarinnar og rennur ágóðinn til hjálparsveita hafsins, SNSM, sem vinna gjöfula vinnu sem sjálfboðaliðar. Síðustu tölur benda til þess að um 200.000 símtöl hafi borist og um hálf milljón króna safnast. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.