Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 31
við t.d. söngvara sem eru fastráðnir hjá óperuhúsunum og þeir syngja kannski tíu sýningar á ári en eru með svimandi há laun, – þannig að það er allur gangur á þessu eins og í öðrum atvinnugreinum. Ef fólk er komið í þá stöðu að þurfa ekki að syngja of margar sýningar en er með ágætis laun þá er þetta mjög góð leið til að lifa,“ segir Þóra. Þau Þóra og Björn búa í skemmti- legri íbúð skammt frá hinu glæsilega óperuhúsi í Wiesbaden og ekki svo langt frá leikskólanum sem Einar litli sonur þeirra er nú í á daginn. „Leiga hér er svipuð og heima, en matur er miklu ódýrari hér en á Ís- landi. Hér er líka rólegra, maður finnur minna fyrir lífsgæðakapp- hlaupinu. Hér í Þýskalandi eru nokkrir af skólafélögum okkar úr Söngskólanum í Reykjavík og erum við í sambandi við þá af og til, en vegalengdir eru talsverðar og því er fólk talsvert mikið hvert í sínu um- hverfi. Það voru hér í Wiesbaden ís- lenskir söngvarar fyrir þegar við komum, Viðar Gunnarsson starfaði hér í nokkur ár, hann er nýfluttur héðan með fjölskyldu sinni og sökn- um við þess fólks mikið. Jóhann Frið- geir Valdimarsson hefur verið hér talsvert að syngja og erum við í góðu sambandi við hann. Reyndar er við- horf okkar til veru okkar hér það að við erum hérna núna, hve lengi verð- ur tíminn að leiða í ljós. Auðvitað söknum við fjölskyldna okkar á Ís- landi. Við stefnum auðvitað heim. Þess má geta að þótt ég hafi dregið mig í hlé í óperunni meðan ég er ófrísk hef ég sungið á tónleikum og mun í næstu viku syngja í Bologna á Ítalíu í Semolmessu Mozarts undir stjórn Sir Neville Marriner. Til Ís- lands kem ég til að syngja með Sin- fóníuhljómsveit Íslands 3. nóvember nk. í messu eftir Dvorák,“ segir Þóra. En hvernig er staðan í óperu- húsum í Þýskalandi um þessar mund- ir? „Það er óneitanlega samdráttur í starfi þeirra,“ segir Þóra. Hún bætir við að verið sé að minnka fjárframlög til óperustarf- seminnar en Þjóðverjar hafa lengi stutt vel við óperusöng, þar eru 100 af 130 helstu óperuhúsum í Evrópu og þýsku húsin eru ríkisrekin. „Eigi að síður er þetta heldur á nið- urleið, húsum hefur verið lokað og sýningum fækkað. Hér í óperunni í Wiesbaden hefur t.d. aðhald aukist í rekstrinum, það má marka af ýmsu og einnig eru færri sýningar en áður. Maður sér þetta líka á ráðningunum, í auknum mæli er ráðið fólk sem er nýlega komið úr skóla og þarf að syngja mikið fyrir lítið,“ segir Þóra. Hvað með áheyrendur, sækir yngra fólk óperuna? „Áheyrendur eru óneitanlega í eldri kantinum, fólk á aldrinum 25 til 45 ára sækir óperur síður en þeir sem eldri eru af ýmsum ástæðum. Ég held þó ekki að óperan sé að deyja út, ég held að fólk þurfi að hafa tíma og pen- inga til að sækja slíkar sýningar, þetta hvort tveggja er frekar fyrir hendi hjá þeim sem eldri eru.“ En þrátt fyrir merkjanlegan sam- drátt segir Þóra samt veglega staðið að þeim sýningum er færðar eru upp í Wiesbaden. Ljósmynd/Vilborg Ísleifsdóttir gudrung@mbl.is ’Ég held þó ekki aðóperan sé að deyja út, ég held að fólk þurfi að hafa tíma og peninga til að sækja slíkar sýningar, þetta hvort tveggja er frek- ar fyrir hendi hjá þeim sem eldri eru.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 31 Björn I. Jónsson og ÞóraEinarsdóttir hafa ístórum dráttum gengiðsömu braut en að vissuleyti hafa leiðir þeirra hvað starfsval snertir tekið nokkuð ólíka stefnu seinni árin. Björn er um þessar mundir að vinna að loka- ritgerð meistaranáms við Háskól- ann í Bifröst í hagnýtum hagvís- indum. Þetta nám hefur hann stundað í formi fjarnáms, meðfram því að sinna söngverkefnum í Þýskalandi og víðar og gæta Ein- ars, sonar hans og Þóru konu hans, sem nú er orðinn þriggja ára – og loks- ins kominn í leik- skóla, en leik- skólapláss fá börn ekki í Þýskalandi fyrr en þau eru orðin þriggja ára. Það er augljóslega mjög góð samstaða með þessum ungu hjónum og samvinna enda ber heimili þeirra og viðmót allra í fjöl- skyldunni þessa rík vitni. Þau Björn og Þóra hófu að hans sögn samband 1991, skömmu áður en þau hófu nám í Englandi en þau voru skólasystkini í Söngskólanum í Reykjavík. „Í Bretlandi starfaði ég í óperu- deild eftir framhaldsnám við Guild- hall School of Music and Drama í London. Óperudeildin veitir reynslu á sviði leiklistar jafnt sem tónlistar. Þar er dansaður menúett, fólk skylmist og þar fram eftir götunum. Þetta er mjög góður undirbúningur undir starf við óperu,“ segir Björn. Eftir ýmis söngverkefni í Bret- landi, Íslandi og víðar fékk Björn fastráðningu í Málmey í Svíþjóð, þar sem hann og Þóra bjuggu um tveggja ára skeið. „Það var skemmtilegt að finna hvað hinn „óbreytti maður“ hefur mikið vægi þar í landi, þar ríkir ákveðið lýðræði og allir leggja sig fram, þetta skapar mikinn fé- lagsanda,“ segir Björn. Þáttaskil urðu í lífi þeirra hjóna þegar þau fluttu til Þýskalands í maí 2001, enn önnur og giska þýð- ingarmeiri þáttaskil urðu þegar þeim fæddist sonurinn Einar 31. janúar 2002. „Við höfðum bæði sungið við ým- is tækifæri hér í Þýskalandi en Þóra var fastráðin og hún varð að efna sinn samning. Ég var meira á lausum kili og við komum okkur því saman um að ég gætti barnsins svo hún gæti uppfyllt samning sinn,“ segir Björn. „Ég lít á það sem óvænt tækifæri að fá að vera með son minn svona mikið á þýðingarmiklum tíma í lífi hans,“ bætir hann við. Þessi ákvörðun leiddi til þess að Björn ákvað að nýta tímann til að afla sér menntunar á sviði menning- ar- og menntastjórnunar. „Hagnýt hagvísindi heitir þetta og ég hef nú lokið öllu sem við- kemur náminu í Bifröst nema rit- gerðinni. Þetta er stjórnunarnám í sambandi við menningu. Ég hef þarna verið þátttakandi í góðum hópi sem kemur býsna víða að. Fjarnám er ekki eins einangrandi og virðast mætti. Á sumrin er hald- ið námskeið fyrir nemendurna sem gefur þeim tækifæri til að kynnast og þau kynni styrkjast svo í tölvu- samskiptum vetrarins. Einnig hitt- ast menn tvisvar yfir veturinn. Þetta er mjög spennandi nám sem að hluta nýtir vel það sem ég hef þegar lagt stund á og bætir verulega við þekkinguna. Draumurinn er að koma að rekstri óperuhúss, helst að verða stjórnandi á þeim vettvangi,“ segir Björn. Enn er þó mikið verkefni fram- undan í fjölskyldulífinu. „Nú höfum við þó það forskot að við vitum hvað er í vændum þegar annað barn okkar fæðist, við þekkj- um ferlið og teljum okkur ráða að sama skapi betur við það,“ segir Björn. Þrátt fyrir annir á vettvangi náms og heimilis segist Björn hafa mikla löngun til að syngja sem mest. „Við Þóra gáfum út geisladisk fyrir nokkru og hyggjum á frekara starf á því sviði,“ segir hann. Þess ber að geta að ritgerð Björns mun fjalla um stjórnun óperuhúsa. Draumurinn er að stjórna óperuhúsi Draumurinn er að koma að rekstri óperuhúss, helst að verða stjórnandi á þeim vettvangi, segir Björn I. Jónsson. Björn I. Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.