Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 34

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 34
34 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Skotveiðimenn eru þegar farnirað velta fyrir sér mögulegumáhrifum fuglaflensu á íslenskaveiðistofna. Sérstaklega bein- ast áhyggjur veiðimanna að far- fuglastofnunum, öndum og gæsum, en samkvæmt fréttum hefur andfugl- um verið hætt við smiti. Þá hafa menn velt því fyrir sér hvort staðbundnum stofnum eins og t.d. rjúpu, sé hætt við smiti vegna lítils ónæmis og náins sambýlis að sumarlagi við t.d. heiða- gæs. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirdýralæknisembættið fylgdist fyrst og fremst með þróun mála með hliðsjón af smiti í alifuglastofnana. „Okkar aðalmarkmið er að koma í veg fyrir að smit berist í alifuglastofn- ana.“ Að sögn Halldórs er þegar hafið samstarf milli Yfirdýralæknis og Náttúrufræðistofnunar um að fylgj- ast með hugsanlegum smitleiðum frá villtum fuglum í alifuglastofna. „Við viljum hafa þann möguleika að geta hindrað allan samgang milli alifugla og villtra fugla og það er einfaldast að gera með því að banna lausagöngu ali- fugla utandyra. Við getum hinsvegar hvorki haft stjórn á ferðum villtra fugla né hindrað smit á milli þeirra. “ Íslensku gæsastofnarnir hafa vet- ursetu á Bretlandseyjum og þar hef- ur verið staðfest eitt tilfelli fugla- flensu þar sem var innfluttur búrfugl. „Breskir vísindamenn fylgj- ast mjög náið með gæsastofnunum á vetrarstöðvunum og við munum fá upplýsingar þaðan svo að við vitum hverju eiga megi von á þegar fugl- arnir koma til landsins í vor.“ Halldór segir eðlilegt að veiði- menn velti því fyrir sér, hvort óhætt sé að veiða og meðhöndla villta fugla þegar svona stendur á. „ Menn eru ónæmir fyrir flestum afbrigðum fuglaflensunnar svo á þessu stigi er óþarft að hafa áhyggjur,“ segir Hall- dór. „Við munum einnig taka sýni úr fuglum sem hér hafa vetursetu í vet- ur til að átta okkur betur á hver stað- an er en það hafa engar ákvarðanir verið teknar um takmarkanir á veið- um á villtum fuglum vegna hugs- anlegrar smithættu. Menn þurfa einnig ekki að óttast neitt vegna fugla sem veiddir hafa verið í haust.“ Halldór bendir jafnframt á að inflúensuveirur í fuglum séu ekkert nýtt fyrirbæri. „Það sem er nýtt er að eitt ákveðið afbrigði hennar, H5N1, getur smitast í menn en það er líka sjaldgæfasta afbrigðið enn sem komið er. Engu að síður er full ástæða til að hafa allan vara á sér og fylgjast vel með þróuninni.“ Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar tók í sama streng. „Okkar farfuglar hafa flestir vetursetu í Bretlandi og þar verður fylgst mjög náið með þróuninni í vet- ur. Við erum ennþá alveg pollrólegir yfir þessu.“ Aðspurður sagði Jón Gunnar að veiðimenn þyrftu ekki að óttast smit úr fuglum sem veiddir eru í haust. Hvort staðbundnum fuglastofnum eins og rjúpu væri hættara við inflúensusmiti en far- fuglum sagði Jón að það væri ekki meira en alla jafna. „Það eru alls konar flensur í gangi í fuglastofnunum og þær hafa engin áhrif. Vísindamenn eru fyrst og fremst að fylgjast með þeim eina veirustofni sem getur smitast í ali- fugla og fólk.“ SKOTVEIÐI | MUN FUGLAFLENSAN HAFA ÁHRIF Á SKOTVEIÐAR 2006? Vel fylgst með gæsastofnum í vetur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Vel verður fylgst með gæsastofnunum á Bretlandi í vetur. Morgunblaðið/Sigurður Sigm. Rjúpu er ekki hættara við inflúensu- smiti en öðrum fuglum. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ÞAÐ blása nýir og ferskir vindar um Þjóðleikhúsið. Það er búið að mála anddyrið og salinn á Smíða- verkstæðinu og það eru komin ný og góð sæti. En það sem kannski er meira um vert er að á föstu- dagskvöld breiddist frá sviðinu nýr og hressandi blær yfir áhorf- endur. Huld Ólafsdóttir fjallar í fyrsta leikriti sínu í fullri lengd um frelsi, eða kannski um ranghverf- una á frelsi, frelsið til að beita of- beldi og hvernig ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Hér segir frá fjórum ungum manneskjum í mennta- skóla, tvö þeirra hafa orðið að horfa upp á eða þola ofbeldi innan veggja heimilisins, tvö ekki. En öll eiga þau foreldra sem hafa lítinn tíma til að hlúa að þeim ýmist vegna fátæktar, eftirsóknar eftir veraldlegum gæðum eða jafnvel pólitísks áhuga. Og flest eru þau meðvituð um þjóðfélagið sem þau hrærast í, þola ekki fullorðna fólk- ið, hræsnisfullan heiminn sem þau lifa í og eitt þeirra vill ráðast til atlögu gegn valdamönnunum og fær hin til liðs við sig. Hrund hefur vissulega hvorki þróað enn sterkan persónulegan stíl, né handverkið til fullnustu en það er eitthvað ákaflega ferskt við þetta leikrit, þarsem teflt er sam- an í stuttum senum „frelsi“ ung- linga í bílskúr og „frelsinu“ í heimilislífi tveggja unglinganna, annars vegar „frelsinu“ til að græða og hins vegar „frelsinu“ til að púla. Og Hrund ræðst gegn ýmsum tabúum í íslensku þjóð- félagi og orðar hluti og hugsanir sem helst hefur ekki mátt segja upphátt í langan tíma í leikhúsi okkar. Verkið er fyndið og persón- ur lifna á sviðinu. Reyndar fannst mér hún í upprunalegum text- anum þróa persónur lengra og gera lokin skiljanlegri en lokatexti sýningarinnar gerir. En aðrar styttingar og viðbætur sem hún hefur unnið á æfingatímabilinu styrkja tvímælalaust allar verkið. Jón Páll Eyjólfsson er einnig að vinna sitt fyrsta verk fyrir Þjóð- leikhúsið. Hann staðsetur áhorf- endur strax í unglingaheimi, þar sem allir veggir sem umlykja þá eru útkrotaðir slagorðum gegn heimi okkar fullorðnu og valda- manna:„Er ég það sem ég á?“, Erum við frjáls? LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Hrund Ólafsdóttur. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson, leikmynd og búningar: Ólafur Jónasson, tónlist: Hallur Ingólfsson, lýsing: Sólveig Eiríks- dóttir. Leikarar: Ólafur Steinn Ingunn- arson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Gísli Pétur Hin- riksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason og Anna Kristín Arn- grímsdóttir. Smíðaverkstæðið föstud. 28. okt., kl. 20. FRELSI Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. „Brynhildur hennar, unglingurinn, gróf í kjaftinum en ljóðræn í anda er afskaplega trú- verðug og skemmtileg,“ segir María Kristjánsdóttir í umsögn sinni um Frelsi, eftir Hrund Ólafsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.