Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 38

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 38
38 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er fagnaðarefni að Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur boðað átak til að sporna gegn offitu- fárinu og Læknafélag Íslands ályktar um nauðsyn aukinnar hreyfingar og bætts mataræðis í samræmi við skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofn- unar (WHO). Þetta eru orð í tíma töluð. Ekki aðeins er alkunn fegurð ís- lenskra kvenna og hreysti íslenskra karla óðum að hverfa í skugga ístru og fitukeppa, heldur hefur almenningur allt of lítið ver- ið uppfræddur um eðli þessa öm- urlega sjúkdóms. Faraldurinn harðnar Offitufaraldurinn heldur áfram að sverfa að þjóðinni og heilbrigð- iskerfinu. Æ fleiri skilja nú loks að þótt ástandið sé orðið slæmt eru þetta aðeins fyrstu spor plágu sem kann að verða sú versta sem yfir þjóð þessa hefur dunið. Eru nú 56% fullorðinna Íslend- inga komin með „sjúkdóminn“ (of þungir og/eða of feitir), þ.e. með líkamsþyngdarstuðul yfir 25 (IMG Gallup, 2002). Sama gildir t.d. um nær fjórðung af níu ára börnum (Brynhildur Briem, 1999). Nú þegar hefur þessi hörmulegi sjúkdómur valdið meiri usla en annars staðar á Norðurlöndum. Ef ekki verður gripið harkalega í taumana bendir allt til að Íslend- ingar fari verr út úr þessum far- aldri en flestar aðrar þjóðir. Liggja til þess margar ástæður. Í fyrsta lagi er Ís- land það norðarlega að þrúgandi skamm- degi, langir vetur og misjöfn veður stóran hluta ársins hamla mjög gegn hreyfingu sem er eitt af frum- skilyrðum þess að hægt verði að sporna gegn þessari ægilegu sýki. Ekki bætir úr skák að mjög hefur sigið á ógæfuhliðina varðandi hreyfingu almennt. Við sem nú erum á miðjum aldri vorum „útiverur“ á yngri árum, en flestir krakkar í dag eru „inniver- ur“ sem kjósa vídeó og tölvuleiki fram yfir útivist. Verra er þó að neyslumynstur Íslendinga – þrátt fyrir aukna grænmetisnotkun – er með óhag- stæðasta móti. Við gosþamb og heimsmet í sælgætisáti bætist nú síaukin áhersla á orkuhlaðna skyndibita og ruslfæði meðan fisk- neysla skreppur saman. Skaðsemi offitu Það er ekki ýkja langt síðan ístran var einkum talin útlitsgalli. Í dag vitum við að ístran er sam- safn eiturspúandi fitufrumna sem magna upp hrörnunarsjúkdóma á borð við sykursýki, háþrýsting og krabbamein. Er offitan nú þegar orðin næst- algengasta fyrirbyggjanlega dán- arorsökin á Vesturlöndum (á eftir sígarettureykingum) og telja flest- ir að það sé bara spurning um tíma hvenær hún veltir reykingum af stalli og kemst í dauðasæti #1! Afdrif fórnarlambanna eru vel kunn: Því feitari þeim mun hörmulegri „hliðaráhrif“ á borð við sykursýki, háþrýsting, þung- lyndi o.s.frv. uns eina vonin er gagnslítil lyf og lífshættulegar skurðaðgerðir eins og maga- skammhlaup (sjá t.d. CNN á dög- unum)! Megrun Erfiðasti þáttur offitunnar er auðvitað sá að það er ekki hlaupið að því að losna við aukakílóin. Engin lyf eða töfraformúlur eru enn til sem gera okkur kleift að halda þessum sjúkdómi í skefjum, hvað þá að brjóta hann á bak aft- ur. Telja helstu sérfræðingar að fyrir þorra fólks sé besta leiðin til að ná og halda kjörþyngd (sem ég hef persónulega ástundað í tíu ár) að leysa af hólmi 1–2 máltíðir á dag með bætiefnaríkum prótín- hristingi ásamt með líkamsrækt og hollu fæði. Áherslan í þessum kúrum er ekki að skera hitaeiningar niður í tiltekið lágmark heldur fremur að auka prótínneyslu upp í kjör- skammt til að auka hlutfall vöðva (á kostnað fitu) í æskilegasta horf á sama tíma og líkaminn fær öll nauðsynleg efni. Nýja hollustubyltingu! Síðasta heildarráðstefna um tengsl lífshátta og heilsu á Íslandi var haldin árið 1977. Í kjölfarið stóð heilbrigðisráðuneytið, undir stjórn Matthíasar Bjarnasonar ráðherra og Páls Sigurðssonar ráðuneytisstjóra, fyrir marg- víslegum endurbótum. Þannig var m.a. Manneldisráð Íslands endurskipulagt og stofnuð námsbraut í matvæla- og næring- arfræðum við Háskóla Íslands. Jafnframt varð bylting í mat- vælaiðnaði með stórauknu fram- boði á grænmeti, grófari brauðum, mögrum mjólkurmat o.m.fl. Þessar víðtæku aðgerðir urðu til þess að sá faraldur hjarta- sjúkdóma sem þá var í uppsigl- ingu var brotinn á bak aftur! Ef við eigum að ná sama árangri gagnvart offitunni þurfum við að bregðast við af enn meiri hörku en þá! Loksins, loksins! En þótt meirihlutinn sé dottinn í ofát og offitu er harðsnúinn minnihluti kominn í ræktina, slök- un, reykingavarnir, hollt mataræði og bætiefni o.s.frv. Heilsubylting og eldmóður þessa fólks er lykill- inn að því að stöðva offitubölið. Til þess að þetta takist verða allir sem búa yfir sérþekkingu eða framleiða vörur eða efni sem snerta heilsu að reyna að virða og skilja hver annan og vinna saman með þjóðarheilsu Íslendinga eina að leiðarljósi! Ef háttvirtur heilbrigð- isráðherra vinnur verk sitt í þess- um anda gæti hann brotið blað í Íslandssögunni og aftrað því að gervallt forvarnarstarf þjóð- arinnar á sviði heilbrigðismála síð- ustu áratugina verði að engu! Afstýrum þjóðarslysi Dr. Jón Óttar Ragnarsson fjallar um offitu og forvarn- arstarf þar að lútandi ’Ef ekki verður gripiðharkalega í taumana bendir allt til að Íslend- ingar fari verr út úr þessum faraldri en flest- ar aðrar þjóðir.‘ Jón Óttar Ragnarsson Höfundur er B.Sc (honors), M.Sc., Ph.D. og fyrrverandi yfirmaður matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Falleg og vel staðsett 98 fm íbúð, þriggja herbergja í tveggja hæða húsi, auk þess bílskúr 28 fm. Sérinngangur er í íbúðina. Gott útsýni og stutt í þjónustu. Stutt í afhendingu ef óskað er. GARÐATORG - FYRIR ELDRI BORGARA - SÉRHÆÐ Mjög falleg 111 fm efri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr. Mikið útsýni - stórar suður- svalir. Íbúðin skiptist m.a. í 3 herbergi, stór stofu, þvottahús í íbúðinni. Íbúðin er laus við kaupsamning. AÐALLAND - FOSSVOGI - SÉRHÆÐ Efri hæð og ris, 127 fm auk 36 fm bíl- skúrs, á mjög góðum stað nærri Laugar- dalnum. Íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. eldhús og baðherbergi. Gott útsýni. SPORÐAGRUNN - HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR 4ra herbergja vel staðsett hæð á frábær- um stað sem skiptist í forstofu, innra hol, 3 svefnherbergi, þar af eitt forstofuher- bergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Búið er skipta um gler og glugga á austur- og suðurhlið. Svalahurð er ný og stofan er ný parketlögð. Sameignlegt þvottahús fylgir í kjallara. Sérgeymsla upp á lofti fylgir. V. 19,5 m. SKJÓLBRAUT - KÓPAVOGI Vel skipulagt og fallegt raðhús, 194 fm auk bílskúrs, 24 fm. Húsið er í mjög góðu ásigkomulag innan sem utan, fal- legur garður með stórri verönd. KJALARLAND - GLÆSILEGT RAÐHÚS Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HVASSALEITI - FYRIR ELDRI BORGARA HÆÐARGARÐUR - ÞJÓNUSTUÍBÚÐ 3ja herb. falleg og björt 85 fm 3ja herbergja þjónustuíbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við Hæð- argarð. Auk þess fylgir íbúðinni 24 fm merkt stæði í bílageymslu sem er innangengt í. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu. Svalir til suðurs eru út af stofu. Húsvörður. Vönduð og snyrtileg sameign er í húsinu. Reykjavíkur- borg rekur þjónustumiðstöð í húsinu og er innangengt í hana. 5367 KAMBASEL - ALLT SÉR 3ja herbergja 102,9 fm íbúð með sérinngangi á jarðhæð, sérgarð og verönd. Eignin skiptist í anddyri, hol, geymslu/tölvuherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og 2 stór svefn- herbergi. Sérþvottahús er inn af eldhúsi. V. 19,5 m. 5396 OPIÐ HÚS - LEIFSGATA 26 BÚSTAÐAVEGUR - SÉRINNGANGUR Fimm herbergja efri hæð í fjórbýlishúsi með sérinngangi. Íbúðin er í klæddu húsi og skiptist í anddyri, sameiginlegt þvottahús, tvö barnaherbergi, tvær stofur, hjónaher- bergi, eldhús, baðherbergi og risloft. Íbúðin er í vinsælu hverfi þar sem stutt er í þjónustu og skóla. V. 21,5 m. 5326 3ja-4ra herbergja 108 fm íbúð á 5. hæð í VR-húsinu sem er fyrir eldri borgara, 63 ára og eldri. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, borðstofu, opið sjónvarpsherbergi, baðherbergi og svefnherbergi. Sérgeymsla er í kjallara. Sam. þvottahús er á hæð. Í sameign og á 1. hæð er þjónusta, matur, hárgreiðsla, snyrting, salur o.fl. Íbúðin er laus strax. V. 27,9 m. 5357 AKURGERÐI - PARHÚS Þriggja hæða 205 fm parhús með góðum bílskúr og aukaíbúð í kjallara. Húsið er klætt að hluta með Steni. Eignin skiptist þannig: 1. hæð: Forstofa, gestasnyrting, eldhús og tvær stórar stofur. 2. hæð: Þrjú svefnherb. og baðherbergi. Kjallari: For- stofa, þvottaherb., geymsla og lít- il aukaíbúð með eldhúskrók og salerni. Rúmgóður bílskúr fylgir og er hann með rafmagni og heitu og köldu vatni. Lóðin er falleg. V. 32 m. 5217 Falleg og vel skipulögð 91 fm 4ra-5 her- bergja íbúð sem skiptist í gang, baðherb., þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús/borðstofu og lítið vinnuherbergi. Á jarðhæð er sér- geymsla og sameiginlegt þvottahús. Í bak- garði er 31,2 fm skúr með rafm. og hita sem væri hægt að breyta í séríbúð. Nýtt þak og fallegur bakgarður til suðurs. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 13.00 OG 16.00. V. 24,0 m. 5285 KAPLASKJÓLSVEGUR 4ra herbergja björt og falleg 100,4 fm endaíbúð á 2. hæð með útsýni yfir KR-völlinn. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, 3 svefnherbergi og eldhús. Möguleiki er á að sameina eitt herbergi stofunni. Suðursvalir eru út af stofunni. Stutt er í alla þjónustu. V. 20,7 m. 5362 REIÐVAÐ - LAUS STRAX Vönduð fullbúin 3ja herb. 83 fm íbúð í fallegu og vel staðsettu nýju fjölbýlishúsi á glæsi- legum útsýnisstað í Norðlingaholti, rétt austan Elliðavatns. Sérbílstæði í upphitaðri bíla- geymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í stofu, 2 svefnherb., eldhús, baðherb. og sérþvotta- hús. Sérinngangur er af svölum. 5398

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.