Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM árum hafa verið stigin mörg mikilvæg skref í bættum samgöngum víða um land. Göng hafa verið boruð í gegnum fjöll, brýr endurnýjaðar og vegir byggðir upp og malbik- aðir. Byggð á höf- uðborgarsvæðinu hef- ur þanist út en þar hefur samgöngukerfið ekki fylgt þeirri þróun nægjanlega eftir. Bet- ur má ef duga skal. Á nýafstöðnum lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins var sam- þykkt ályktun um samgöngumál sem tek- ur á mörgum aðkall- andi verkefnum. Vegamál Eins og staðan er í dag, þá er stór hluti þjóðvegar eitt á Austurlandi gamall, mjór og ónýtur malarvegur og víða um land eru einbreiðar brýr sem eru miklar slysagildrur. Það er ekki hægt að bjóða þegnum þessa lands né ferðamönnum að aka á stofnbrautum um landið sem eru malarvegir og er ástandið allra verst á Austurlandi, Norðausturlandi og á Vestfjörðum. Ferðamönnum hefur fjölgað sem kjósa að ferðast á eigin vegum og til dæmis koma og fara á ári hverju um 12.000 bifreiðar með ferjunni Nor- rænu til Seyðisfjarðar. Þessari um- ferð er beint inn á ónýta og hættu- lega malarvegi til viðbótar hefðbundinni umferð. Allir vöru- flutningar fara nú um þjóðvegi landsins og vita þeir sem um vegina fara að malbikaðir vegir bera sumir hverjir ekki þessa þungaumferð og hvað þá hinir ónýtu malarvegir. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á dögunum var samþykkt tillaga þess efnis að flýta malbikun þjóð- vegar eitt og að því verki skuli lokið árið 2008. Jafnframt var samþykkt að brýr á helstu flutningsleiðum verði endurbyggðar á næstu fimm árum. Afar mikilvægt er að ráðist verði í þessi aðkallandi verkefni sem allra fyrst. Stytting leiða milli landsfjórðunga Stytting ferðatíma milli einstakra lands- fjórðunga og höf- uðborgarsvæðis er al- gjör forsenda samkeppnishæfni allra byggða í landinu. Stytt- ing leiða og þar af leið- andi ferðatíma gefur fólki sem býr á lands- byggðinni meiri mögu- leika á að sækja á styttri tíma og með minni kostnaði þjón- ustu og vörur til höfuðborgarsvæð- isins. Jafnframt mun stytting vega- lengda leiða til lækkunar flutningskostnaðar á vörum. Á landsfundinum var samþykkt að stuðla að styttingu leiða milli höf- uðborgar og þéttbýlissvæða frá því sem nú er og kannaðir verði mögu- leikar á hálendisvegum með því markmiði að stytta vegalengdir milli landsfjórðunga og höfuðborgar. Settar hafa verið fram margar til- lögur að styttingu leiða og vert er að skoða þær alvarlega. Ein leið sem sannarlega myndi stytta ferðatíma fólks verulega er leiðin um Öxi. Mik- ilvægt er að vegurinn um Öxi verði endurbættur þannig að hann verði malbikaður heilsársvegur. Með því væri búið að stytta ferðatíma þeirra sem sækja Mið-Austurland um allt að eina klukkustund og að sama skapi lækka flutningskostnað á vörum. Með þessari einu aðgerð væri búið að stuðla að aukinni sam- keppnishæfni byggða á Mið- Austurlandi sem ætti að leiða til bættra lífskjara fólks sem þar býr. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Umferðarþungi á höfuðborg- arsvæðinu er með þeim hætti að ferðatími fólks til og frá vinnu og skóla er farinn að líkjast því sem gerist víða erlendis. Margar umferð- aræðar, t.d. í Reykjavík, eru löngu sprungnar og helstu stofnbrautir bera engan veginn þann fjölda bif- reiða sem þar fara um. Sundabraut og mislæg gatnamót á stærstu um- ferðaræðum borgarinnar hafa síð- ustu tíu árin verið mikið í um- ræðunni en lítið bólar á framkvæmdum á meðan ferðatími fólks lengist. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins ályktaði um mik- ilvægi flýtis uppbyggingar sam- göngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið sumar var ráðist í breytingar á gatnamótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar og var borgarbúum kynnt að þessar breytingar ættu að auka umferð- aröryggi og flutningsgetu gatnamót- anna. Allt bendir til þess að þessi framkvæmd sé dýr bráðabirgða- lausn og bæti ástandið mjög lítið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margoft bent á í borgarstjórn og á síðum dagblaðanna að Mikla- braut sé tjónamesta gata landsins, bæði hvað varðar fjölda slasaðra ein- staklinga og eignatjón. Á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar slasast árlega fleiri tugir manna og fleiri hundruð bifreiðar skemmast eða eyðileggjast. Sam- kvæmt spá tryggingafélaganna munu vel hönnuð mislæg gatnamót fækka tjónum á þessum gatnamót- um um meira en 90%. Arðsemi mis- lægra gatnamóta á þessum stað ætti því vera nokkuð mikil. Félagar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hafa jafnframt flutt margar tillögur um byggingu Sundabrautar. Alltof langan tíma hefur tekið að fjalla um það mál og taka ákvörðun. Sundabraut er mik- ilvæg samgöngubót sem hefði átt að taka ákvörðun um fyrir löngu. Nú er mál að linni og er það verkefni nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks í borg- inni að leiða samgöngur borgarbúa til betri vegar. Bættar samgöngur, aukin lífsgæði Stefanía Katrín Karlsdóttir fjallar um samgöngumál ’Á gatnamótum Miklu-brautar og Kringlumýr- arbrautar slasast árlega fleiri tugir manna og fleiri hundruð bifreiðar skemmast eða eyði- leggjast.‘ Stefanía Katrín Karlsdóttir Höfundur er viðskiptafræðingur. smáauglýsingar mbl.is Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is HOFGARÐAR - SELTJARNARNESI 194 fm fallegt einbýli á einni hæð með tvöföldum innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, tvær stofur, baðherbergi, eldhús, þvottahús, geymslu og þrjú svefnherbergi. Eigninni fylgir u.þ.b. 64 fm hús með sundlaug sem býður uppá mikla möguleika, m.a. að innrétta íbúðaraðstöðu eða aðstöðu fyrir tómstundaiðkun. Heildareignin er því u.þ.b. 257,7 fm að því húsi meðtöldu. V. 59 m. 5926. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Fallegt og vandað 198 fm einbýlishús á einni hæð, ásamt 58 fm bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með nýlegi innréttingu, samliggjandi stofu með arni og borðstofu, um 30 fm bókstofu, 3-4 herbergi, um 20 fm garðstofu með kamínu og flísalagt baðherbergi auk gestaw.c. Arinn í stofu. Aukin lofthæð í stofum, bókastofu og í holi. Parket og flísar á gólf- um. Húsið er steinsteypt, timburklætt að utan með láréttri klæðningu. Fallega ræktuð lóð með miklum gróðri. Timburverönd með skjólveggj- um. Verð 55,0 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Heiðarlundur - Garðabæ Einbýlishús á tveimur hæðum í Hæðahverfi í Garðabæ. Húsið er um 230 fm auk 62 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur með allt að 6 metra lofthæð, eldhús með sérsmíðuðum innréttingum, eldunareyju og góðri borðaðstöðu, fimm herbergi og baðherbergi, sem er flísalagt í hólf og gólf, auk baðherb. innaf hjónaherb. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Gott útsýni úr stofum. Ræktuð lóð, timburverönd. Hiti í stéttum og fyrir framan bílskúr. Verð 68,5 millj. Melhæð - Garðabæ Góð 53 fm 2ja herb. íbúð á 8. hæð í góðu lyftuhúsi í miðborginni auk sérgeymslu. Íbúðin skiptist í for- stofu, stofu með opnu eldhúsi, eitt herb. og baðherbergi með þvotta- aðstöðu. Suðursvalir út af stofu, stórkostlegt útsýni. Þjónusta í hús- inu. Húsvörður. Verð 22,0 millj. Lindargata - 2ja herb. - fyrir eldri borgara Mjög vel skipulögð 142 fm neðri sérhæð í góðu þríbýlishúsi í Hlíðun- um, auk 26,4 fm sérherbergis í kjallara, sérgeymslu og 22,8 fm sérstæðs bílskúrs. Stórar samliggj- andi stofur með útg. á flísalagðar suðursvalir, stórt hol, þrjú herbergi, rúmgott eldhús með bæsuðum eik- arinnréttingum og góðum borðkrók og flísalagt baðherbergi. Verð 34,9 millj. Skaftahlíð - neðri sérhæð með bílskúr Góð 103 fm neðri sérhæð í þessu fallega þríbýlishúsi, ásamt geymslu í kjallara. Hæðin skiptist í forstofu, eldhús, tvær rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur með góðri loft- hæð, eitt herbergi með skápum og flísalagt baðherbergi. Þrefalt gler í gluggum sem snúa út að Hring- braut. Laus strax. Verð 19,9 millj. Hringbraut - neðri sérhæð Mikið endurnýjuð 98 fm íbúð með sérinngangi á neðri hæð í tvíbýlis- húsi á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, flísa- lagt baðherb., rúmgott og bjart eld- hús með nýjum innrétt. og tækjum, rúmgóða stofu og tvö góð herb. með góðu skápaplássi. Parket og flísar á gólfum. Gler og gluggar endurnýjaðir. Verð 20,9 millj. Austurbrún - 3ja herb. með sérinngangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.