Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 42
42 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRÁTT fyrir að íbúum Reykja-
víkur hafi fjölgað frá árinu 1983
úr 87 þúsund í tæp
114 þúsund árið 2004
hefur ráðstöfun
Reykjavíkurborgar á
lóðum undir íbúðar-
húsnæði dregist veru-
lega saman. Á fyrstu
tíu heilu árunum í
stjórnartíð R-listans,
þ.e. frá og með árinu
1995 til og með ársins
2004 voru úthlutaðar
og seldar lóðir undir
3.816 íbúðir þar af
um 75% undir fjöl-
býli. Í samanburði
var á fyrstu tíu heilu árunum, þ.e.
frá og með 1983 til og með 1992 í
stjórnartíð sjálfstæðismanna, út-
hlutað lóðum undir 4.447 íbúðir
sem eru 17% fleiri íbúðir. Þar af
voru lóðir undir fjölbýli um 60%.
Hlutfall fullgerðra íbúða á þessum
tímabilum var svipað þrátt fyrir
að Reykvíkingar væru færri þá en
nú.
Afleiðingar þessarar óstjórnar
R-listans í skipulagsmálum borg-
arinnar eru afdrifaríkar. Fólks-
flótti, skortur á fjölbreytni í íbúða-
gerðum, hækkandi íbúðaverð og
hærri skattar á íbúa Reykjavíkur.
Ef skoðaðar eru tölur um flutn-
inga milli sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. flutn-
inga til og frá Reykjavík, kemur í
ljós að mun fleiri flytja frá
Reykjavík til nágrannasveitar-
félaganna en öfugt. Á árunum
2001–2004 fluttu um 1300 fleiri
íbúar frá Reykjavík
en til Reykjavíkur á
meðan íbúum Kópa-
vogs fjölgaði um nær
1.100 á sama tíma.
Þegar þessar tölur
eru greindar nánar
kemur í ljós að áber-
andi er að barnafólk
flytji sig frá Reykja-
vík sem einnig birtist
í því að á meðan leik-
skólaplássum fjölgaði
um 548 í Kópavogi á
árunum 1994–2003
fjölgaði þeim aðeins
um 536 í Reykjavík. Þessar tölur
eru hreint ótrúlegar ef maður ber
saman íbúafjölda þessara tveggja
sveitarfélaga árið 2003, Reykvík-
ingar voru rúmlega 113 þúsund á
meðan íbúar Kópavogs voru að-
eins rúmlega 25 þúsund.
Áhrif á lífsgæði fjölskyldna
Það að barnafjölskyldur skuli
flýja borgina ætti ekki að koma á
óvart þar sem aðgerðir R-listans á
undanförnum árum hafa gengið
þvert á þá grundavallarstefnu í
skipulagningu nýrra íbúðahverfa
að það sé fjölbreytni í íbúðagerð. Í
þeim tveimur hverfum sem skipu-
lögð hafa verið í stjórnartíð R-
listans, Grafarholti og í Norð-
lingaholti eru fjölbýlishús um 80%,
rað- og parhús 13% og lóðir undir
einbýlishús einungis 7%. Þá hefur
sú stefna R-listans að bjóða upp
þær lóðir sem í boði eru undir
íbúðarhúsnæði stuðlað að því þeir
Reykvíkingar sem hafa áhuga á
sækja um lóð eru í samkeppni við
fjármagnsfyrirtæki og verktaka.
Sífellt virðist vera erfiðara fyrir
einstaklinga að keppa um þessar
fáu lóðir sem R-listinn hefur í
boði. Áralangur lóðaskortur hefur
leitt til þess að ekki er lengur á
færi hins venjulega borgarbúa að
kaupa þær lóðir sem í boði eru.
Lóðaverð hefur hækkað stöðugt
og á síðastliðnu ári um rúmlega
100%.
Meðalverð á lóð fyrir einbýlis-
hús var í júní 2004, 6,7 milljónir
en nú apríl hafði það hækkað um
109% eða í 14 milljónir. Meðalverð
lóða fyrir raðhús hafði hækkað um
102% og fyrir fjölbýlishús um
88%.
Lóðaskortur og lóðauppboð
leiða af sér hærra lóðaverð, hærra
lóðaverð leiðir af sér hærra fast-
eignaverð, hærra fasteignaverð
leiðir af sér hærra fasteignamat,
sem á endanum leiðir til hærri
fasteignaskatta íbúðareigenda. Af-
leiðingar lóðaskortsstefnu R-
listans hefur því viðtæk áhrif, hún
hefur haft þau áhrif að lífsgæði
Reykvíkinga hafa versnað á með-
an Reykjavíkurborg hefur grætt á
aukinni skattheimtu. Tekjur
Reykjavíkurborgar af fast-
eignasköttum og holræsagjaldi
voru 28 þúsund krónur á hvern
íbúa árið 1993 en eru orðnar 61
þúsund krónur á hvern Reykvík-
ing á þessu ári. Fasteignagjöld
hafa einnig hækkað langt umfram
verðbólgu og launavísitölu og vega
því þyngra í útgjöldum heimilanna
en áður.
Við eigum land
Reykjavíkurborg verður að
tryggja nægt framboð af lóðum og
sjá til þess að fólk geti búið í góðu
húsnæði sem það fær á viðráð-
anlegu verði. Þessu verður aðeins
náð ef við aukum verulega fram-
boð lóða og lækkum skattheimtu á
íbúa Reykjavíkur. Við eigum nóg
land, það er ekki vandamálið,
vandamálið er að R-listinn hefur
rekið lóðaskortsstefnu og ekki
tekið á þeim vandamálum sem upp
hafa komið í kjölfarið. Það er
kominn tími til að breyta.
Nýjan kraft í skipulags-
málin í Reykjavík
Eftir Kristján Guðmundsson ’Sífellt virðist vera erf-iðara fyrir einstaklinga
að keppa um þessar fáu
lóðir sem R-listinn hefur
í boði.‘
Kristján Guðmundsson
Höfundur er húsasmiður og
varaborgarfulltrúi, og gefur kost á
sér í 5. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
mbl.isFRÉTTIR
Innihaldið skiptir máli
Vorum að fá í einkasölu 87 fm gullfallega 3ja her-
bergja íbúð í þessu vinsæla hverfi. Tvö góð svefnher-
bergi, baðherbergi, rúmgóð stofa, glæsilegt eldhús,
þvottahús innan íbúðar. Mjög snyrtileg sameign, gott
ástand á húsinu að utan. Íbúðin er á þriðju hæð í 4ra
hæða fjölbýlishúsi. Þetta er björt og vel skipulögð
eign á góðum stað, stutt í alla þjónustu, þ.e.a.s leik-
skóla, skóla og verslanir.
Verð 22,4 millj. kr.
Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilegt 277 fm rað-
hús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.
Mikið hefur verið lagt í eignina og er hún mjög vel
skipulögð og fallega innréttuð. Á neðri hæð er rúm-
gott anddyri með skápum og hita í gólfi. Inn af and-
dyri er gestasalerni sem er flísalagt upp á miðjan
vegg. Sjónvarpshol er rúmgott með gluggum sem
ná frá gólfi uppí loft (möguleiki að breyta þessu
rými í fimmta svefnherbergið). Stofan er björt með
sólstofu og útgengi á suðurverönd. Borðstofan er
rúmgóð með útgengi í bakgarð sem snýr í norður.
Fallegt eldhús með fallegri ljósgrárri sprautaðri inn-
réttingu, vönduðum tækjum og borðkrók. Útgengi er á grillverönd sem snýr í norður. Þvottahús og
geymsla inn af eldhúsi. Efri hæðin skiptist í fjögur mjög rúmgóð svefnherbergi og er eitt þeirra með fata-
herbergi innaf. Baðherbergi með baðkari, sturtuklefa og fallegri innréttingu. Á gólfum eru flísar, parket og
sérinnflutt ullarteppi. Fallegur garður í góðri rækt. STÓRGLÆSILEG EIGN Í FJÖLSKYLDUVÆNU UM-
HVERFI. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu DP FASTEIGNA.
TJARNARMÝRI - RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM
GALTALIND - KÓPAVOGI
Ragnar Ingvarsson tekur á móti gestum frá kl. 16-18 í dag
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Nýleg rúmgóð 68 fm 2ja herbergja íbúð
með sérinngangi og sérgarði. Íbúðin er á
2. hæð að norðanverðu en jarðhæð að
sunnanverðu. Útgangur úr stofu á afgirta
hellulagða verönd. Flísar og parket á gólf-
um og vandaðar innréttingar og fataskáp-
ar. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með
tengi fyrir þvottavél. Sérgeymsla, hjóla- og
vagnageymsla í góðri sameign. Íbúðin er
laus til afhendinga fljótlega. V. 16,9 m.
BREIÐAVÍK 27 – ÍBÚÐ 202 - 112 RVÍK
OPIÐ HÚS Í DAG
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
Vorum að fá í sölu góða og bjarta 130 fm
neðri sérhæð með 24 fm bílskúr (íbúð 106
og bílskúr 24 fm) í fallegu þríbýli á góðum
stað í Norðurmýrinni. Tvö stór herbergi og
stór og björt stofa. Stórt eldhús með eldri
innr. Parket og flísar á gólfum. Verð 24,9
millj. EIGNIN ER LAUS Í DESEMBER.
Áslaug Nanna sýnir eignina í dag,
sunnudag, frá kl. 16:00-18:00.
OPIÐ HÚS - GUNNARSBRAUT 40 - OPIÐ HÚS
NEÐRI SÉRHÆÐ AUK BÍLSKÚRS
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Vorum að fá í einkasölu fallega og vel um-
gengna 92 fm 3ja herb. íbúð í kjallara í fal-
legu þríbýli í þessu vinsæla hverfi í austur-
bæ Reykjavíkur. Tvö stór herbergi og stór
og björt stofa. Eldhús með góðum viðar-
innréttingum og góðum borðkrók. Sam-
eign vel umgengin. Lóð stór og falleg.
Verð 16,9 millj. LAUS FLJÓTLEGA.
Inga sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00.
OPIÐ HÚS - LANGHOLTSVEGUR 101 - OPIÐ HÚS
FALLEG EIGN - 3JA HERB. ÍBÚÐ Í KJALLARA
Sveinbjörn Halldórsson • sími 892-2916
Grétar Kjartansson • simi 696-1126
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9-17:30
Sími 588 4477
Valhöll fasteignasala kynnir 3 stórglæsilegar 130-145 fm
sérhæðir á frábærum stað innst í lokuðum botnlanga.
Húsið er allt nýstandsett að utan og málað. Lóðin er öll
nýstandsett og tryrfð sem og stéttar og bílastæði, allt
nýhellulagt. Að innan eru íbúðirnar allar nýstandsettar á
glæsilegan hátt. Rafmagn og rafmagnslagnir og ofnar
og ofnalagnir allar nýjar. Allar innréttingar og hurðir eru
nýjar og mjög glæsilegar úr eik. Gólfefni eru ný og eru
parket/kanadískur hlynur. Vönduð ný tæki í eldhúsi sem
og á baði. Allar innréttingar og skápar eru frá Innex.
Eignir í sérflokki. Tveir 25 fm nýir bílskúrar.
Til afhendingar strax. Sölumenn sýna eignina.
Safamýri – glæsilegar sérhæðir