Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 43

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 43 UMRÆÐAN REYKJAVÍK er góð borg. Með auknu vali, lægri sköttum og aukinni áherslu á framúrskarandi lífsgæði getur hún orðið heimsins besta höf- uðborg. Að því markmiði vill Sjálf- stæðisflokkurinn í borgarstjórn vinna, enda eiga Reykvíkingar og Reykjavík ekkert ann- að en það allra besta skilið. Aukið val fyrir alla Eitt brýnasta verk- efnið í borginni okkar er að skoða alla mála- flokka og alla þjónustu með það að markmiði að auka val íbúa. Þetta er nærtækt í stærstu málaflokkunum eins og menntamálum, leik- skólamálum og mál- efnum eldri borgara, þar sem fólk á að hafa raunverulegt val um þjónustu, óháð mörkum hverfa eða sveitarfélaga og óháð rekstrarformi. Sveitarfélagið á þannig ekki að taka afstöðu til þess hvort foreldrar kjósa að senda barnið sitt í borgarrekinn eða einkarekinn leikskóla eða hvort barninu hentar betur grunnskólinn í sínu hverfi eða skóli rekinn af einkaaðilum eða fé- lagasamtökum. Öll börn eiga að hljóta sambærilegan stuðning, óháð vali foreldra eða barns, og slíkt val á að vera fyrir hendi strax að loknu fæðingarorlofi. Með sama hætti á sveitarfélagið að veita eldri borg- urum aukið val um þá þjónustu sem þeir njóta, enda þarfir þeirra jafn misjafnar og ólíkar og þeir eru marg- ir. Alla aðra þjónustu sem borgin veitir á að skoða með sama hætti og með það eitt að markmiði að tryggja fólki fjölbreytt val og aukið vald til ákvarðana um eigið líf. Lægri skattar Það er forgangsatriði að lækka skatta í Reykjavík, enda hafa skattar á Reykvíkinga aldrei verið hærri en nú. Það er ekki hægt að sætta sig við að í stærsta sveitarfélagi landsins sé heimild til útsvars nú í fyrsta sinn nýtt til fulls. Hag- kvæmni stærðarinnar á auðvitað að gefa okkur tækifæri til að bjóða hér lægri skatta en annars staðar og markmið okk- ar hlýtur að vera að tryggja að Reykjavík verði aftur það sveitar- félag sem leggur metn- að sinn í að bjóða lága skatta. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ítrek- að lagt fram tillögur um skattalækkanir í borg- arstjórn. Þær tillögur hafa ekki fengið hljóm- grunn, enda sýn vinstri manna á skattheimtu og álögur því miður allt önnur en sú að þeim skuli haldið í skefjum til að auka svigrúm ein- staklinganna. Framúrskarandi lífsgæði Lífsgæði borgaranna ráðast af ýmsu. Skipulag, samgöngur og hið manngerða umhverfi hafa þar mikil áhrif. Talsvert hefur skort á metnað í þessum málaflokkum á undanförnum árum, sem einkum birtist í því að ekki er komið nægilega til móts við óskir og þarfir íbúanna. Skipulag nýrra hverfa, samgönguúrbóta og umhverf- is almennt hefur því miður tekið meira mið af því sem borgaryfirvöld vilja en því sem borgarbúar vilja. Það er slæm þróun og þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagt mikla áherslu á að kynna nýjar hugmyndir til úrbóta. Undir yfir- skriftinni „Búum til betri borg“ höf- um við kynnt sýn okkar á framtíð- arþróun borgarinnar, þar sem öll áhersla er lögð á fjölbreytni, aukið val og raunhæfar lausnir í þessum mik- ilvægu málum sem hafa svo mikið um almenn lífsgæði borgaranna að segja. Þessum hugmyndum okkar hafa íbú- ar tekið fagnandi og ljóst að þær verða undirstaða áherslna Sjálfstæð- isflokksins fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar. Gerum vel fyrir Reykjavík Í borginni okkar blasa alls staðar við tækifæri til að gera vel og enn bet- ur en gert hefur verið. Skilaboð okkar sem störfum á vettvangi borgarmál- anna hljóta að vera þau að blása þurfi til nýrrar sóknar í höfuðborginni. Sú sókn getur aldrei orðið undir forystu þeirra pólitísku afla sem hér hafa ríkt alltof lengi. Sú sókn getur aðeins átt sér stað fyrir tilstilli nýrra hugmynda og aukins metnaðar í málefnum höf- uðborgarinnar og sú sókn getur að- eins orðið í kjölfar góðs árangurs Sjálfstæðisflokksins í komandi borg- arstjórnarkosningum. Heimsins besta höfuðborg Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’Skilaboð okkar semstörfum á vettvangi borgarmálanna hljóta að vera þau að blása þurfi til nýrrar sóknar í höfuðborginni.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og gefur kost á sér í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör í Reykjavík Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is Í SMÍÐUM - KIRKJUVELLIR 7 - FJÖLB. Glæsilegt 23 íbúða fjölbýlishús á sex hæðum ● 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. ● 4 íbúðir á hæð. ● Lyfta í stigagangi. ● Bílastæði í bílakjallara. ● Glæsilegar innréttingar frá Brúnás. ● Eldhústæki frá AEG. ● Vandað myndasímakerfi. ● Vandaður frágangur. Byggingaraðili er Gunnar og Ólafur ehf. www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Í dag býðst þér og þinni fjöldkyldu að skoða þessa glæsilegu og mikið end- urnýjuði sérhæð í þessu vinsæla hverfi. Íbúðin 102,9 fm og er á annarri hæð í fallegu og nýlega endursteinuðu þríbýlishúsi. Íbúðin skiptist í tvær stofur, þrjú svefnherbergi, eldhús og bað. Sérgeymsla og bílastæði. Verð 26,6 millj. Kristjón og Bjarnheiður taka vel á móti gestum. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Barmahlíð 19 - sérhæð Hólmfríður býður ykkur að skoða þetta stórglæsilega og mikið endurnýjaða 128 fm raðhús. Húsið er á einni hæð auk 31 fm bílskúrs. Alnó innrétting er í eldhúsi. Arinn. Verönd er í garði. Mikið endurnýjuð eign. Verð 36,9 millj. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Vesturberg 86 - raðhús Í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.