Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 44
44 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VIÐ SEM keppum í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins um sæti á
listum flokksins í sveitarstjórn-
arkosningunum gerum það á mis-
munandi forsendum
þótt grunntónn stefn-
unnar sé hinn sami.
Við leggjum mismun-
andi reynslu okkar
undir mat flokks-
manna og viljum með
því tryggja fjölbreyti-
leika og treysta sem
verða má öfluga sókn
okkar og sigur í
næstu kosningum.
Öryggi í
umferðinni
Í tuttugu ár starf-
aði ég hjá Slökkviliði Reykjavíkur
síðustu ár mín sem varðstjóri og
sviðsstjóri. Ég tel að reynsla mín
á þeim vettvangi muni gagnast vel
verði ég valinn til þess að skipa 7.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
næstu kosningum. Úrbætur í sam-
göngumálum borgarinnar eru
meðal þess sem brenna á flestum
borgarbúum.
Sofanda- og hringlandaháttur
R-listans í þeim málaflokki er
óþolandi og hér verður að vinna
hratt og ákveðið að úrbótum.
Greiðar samgöngur sem tryggja
öllum öryggi í umferðinni eru ein
helsta forsenda lifandi og öruggr-
ar borgar.
Ný hugsun í
málefnum aldraða
Verði ég valinn mun ég berjast
fyrir því að sveitarfélögin með al-
þingismenn kjördæmanna hér á
suðvesturhorni landsins komi fram
sem einn aðili gagn-
vart heilbrigðisráðu-
neytinu og marki
stefnu sem afnemi
skortinn á hjúkrunar-
og dvalarrýmum fyrir
aldraða á næstu ár-
um. Það er kominn
tími til að fjármagn
þessa málaflokks fari
þar sem þörfin er
mest og þá um leið að
stoppa fyrirgreiðslu-
pot dreifbýlisþing-
manna í þessum mála-
flokki. Það verður
ekki gert nema með samstilltu
átaki og fyrir því vil ég beita mér.
Það verður að finna nýjar leiðir,
við verðum að búa öldruðum
Reykvíkingum það öryggi sem
þeir eiga skilið til jafns við aðra í
þessu landi.
Endurskipuleggja
nýbyggingarhverfin
Það vantar sárlega lóðir fyrir
lítil og meðalstór einbýli. Það á að
taka skipulagið í Hamrahlíðar- og
Úlfarsfellslöndum til endurskoð-
unar auk þess sem skipuleggja
verður Geldinganesið með þetta í
huga. Ungt fólk sem vill byggja
lítil og meðalstór hús hefur ekki
átt annars úrkosta en fara í önnur
sveitarfélög, borgin á að stuðla að
framboði lóða svo fólk hafi val. Ég
vil beita mér fyrir því að ungt fólk
sem vill byggja þessa borg geti
gert það á eigin forsendum og
hrekist ekki annað vegna lóða-
skorts.
Öflugt íþrótta-
og æskulýðsstarf
Börnin okkar þurfa hvata til
hreyfingar og útiveru til þess að
vega upp á móti hinum neikvæðu
áhrifum kyrrsetu fyrir framan
sjónvarp og tölvur. Ég mun beita
mér fyrir því að auka samstarf
skóla, félagsmiðstöðva og íþrótta-
félaga í þeim tilgangi að efla starf
þeirra svo fleiri börn fái notið
þjónustunnar lengur og betur.
7. sætið
Ef þú, lesandi góður, ert sam-
mála mér um að reynsla mín muni
gagnast við stjórn borgarinnar
næstu fjögur árin skora ég á þig
að veita mér stuðning með því að
velja mig í 7. sæti listans í kom-
andi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
vegna borgarstjórnarkosninga
2006.
Frekari upplýsingar um fram-
boð mitt má sjá á slóðinni
www.bjorngislason.is
Reykjavík – Örugg borg
Eftir Björn Gíslason ’Ég mun beita mér fyr-ir því að auka samstarf
skóla, félagsmiðstöðva
og íþróttafélaga í þeim
tilgangi að efla starf
þeirra svo fleiri börn fái
notið þjónustunnar
lengur og betur.‘
Björn Gíslason
Höfundur gefur kost á sér í 7. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Prófkjör í Reykjavík
Fréttir í
tölvupósti
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
AUÐBREKKA - KÓP.
Gott 214 fm iðnaðar og/eða íbúðarhúsnæði í mið-
bæ Kópavogs á 1. hæð í góðu húsi. Hefur verið
samþykkt sem íbúð/léttiðnarðar svæði af Kópa-
vogsbæ. Verð 22,5 millj.
BÆJARHRAUN - HF. TIL LEIGU
Til leigu 250 - 535 fm atvinnuhúsnæði. Um er að
ræða gott húsnæði, tilvalið undir lager, léttan
iðnað o.fl. LAUST STRAX Uppl. gefur Helgi Jón hjá
Hraunhamri í S. 893-2233
RAUÐHELLA - HF.
Nýkomið gott ca 150 fm. atvinnuhúsnæði tvennar
innkeyrsludyr (3,5 metrar) auk 50 fm milliloft
(kaffistofa, skrifstofa o.fl.) góð eign. Verð. 15,7
millj.
HÓLMGARÐUR - KEFLAVÍK
Höfum fengið í sölu mjög gott ca. 120 fm verslunar og þjónusturými á jarðhæð í verslunarmiðstöð-
inni Hólmgarði í Keflavík. Mjög góð staðsetning, næg bílastæði og góð aðkoma. Verðtilboð.
MÓHELLA 4A - BÍLSKÚRAR
Tilvalið sem geymslupláss undir
tjaldvagna, fellihýsi o.fl.
Bílskúrar eða geymslubil, 26,3 fm, sem eru að rísa
við Móhellu í Hafnarfirði. Bílskúrarnir eru byggðir
að mestu úr einingum frá Límtré og afhendast
fullbúnir með frág. lóð. Nánari upplýsingar á
Hraunhamar.is eða hjá sölumönnum. Til afhend-
ingar strax. Verð 2.350 millj.
SUÐURHRAUN - GBÆ.
Nýkomið vandað nýlegt 225 fm atvinnuhúsnæði á þessum vinsæla stað, góð lofthæð, innkeyrsludyr,
afhending fljótlega. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. Verð 23 millj.
SKÚTAHRAUN - HF.
Nýkomið gott ca. 730 fm atvinnuhúsnæði (stálgrindarhús) á sérhæð (rúmgóð) 2500 fm. Húsnæðið
skiptist í 3 bil (tvö útleigð), góð lofthæð og innkeyrsludyr. Góð aðkoma, frábær staðsetning. Verð
65.000 pr. fm.
HRINGHELLA - HF.
Nýkomið í einkasölu nýtt 170 fm atv.húsnæði m/möguleika á samþ. millilofti. Góð lofthæð og inn-
keyrsludyr. Afhendist fljótlega fullbúið að utan, tilbúið undir tréverk að innan. Lóð frágengin. Verð
18 millj.
BÆJARHRAUN - HF. TIL LEIGU
Nýkomið sérlega gott ca. 227 fm verslunar- og/eða skrifstofupláss. Laust strax. Frábær staðsetning
og gott auglýsingagildi. 107370
MIÐHRAUN GARÐABÆ
Glæsilegt nýlegt 140 fm atvinnuhúsnæði auk steyptsmillilofts ca 100 fm (skristofur og fl.) innkeyrslu-
dyr, góð lofthæð og staðsetning.
VESTURVÖR - KÓP.
Hafin er smíði á Stálgrindarhúsi klæddu með einangruðum stálklæddum einingum. Húsnæðið er í
heild 2819 fm en um er að ræða sölu á tveimur hlutum í húsnæðinu 763,6 fm að grunnfleti hvort um
sig eða samtals 1,527,2 fm auk millilofts. Lofthæð er frá 7,1 m uppí 8,5 m og mögul. á millilofti að
hluta eða öllu leiti. Mögulegt er að skipta húsnæðinu niður í smærri bil, það er hvert bil gæti skipst í
þrennt 254 fm hvert bil og mögul. á millilofti eftir þörfum. Allir möguleikar eru opnir með skipulag,
glugga og hurðir. Gott útisvæði er allt í kringum húsið, það er 15m frá húsi að lóðarmörkum. Eignin
selst í stærri eða smærri einingum. Eignin er mjög vel staðsett rétt við hafnarbakkann.
Til leigu þetta vandaða og glæsilega
hús við Álfabakka í Mjódd
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Um er að ræða fyrrum höfuðstöðvar Visa. Húsið skiptist í kjallara, jarðhæð,
2. og 3. hæð. Húsið er staðsett á áberandi og góðum stað í næsta nágrenni við
Strætó bs í Mjódd. Góð aðkoma og næg bílastæði. Hentar vel undir hvers konar
þjónustu og skrifstofurekstur.
Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson,
sími 588 4477 eða 822 8242
www.landsafl.is
4ra hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Hafnarstræti l08. Heildar-
stærð er um 585 fm. Verslun hefur verið á neðstu hæð, en skrif-
stofur, læknastofur og íbúðir á 2.-4. hæð. Húsið er í góðu
ásigkomulagi og býður upp á ýmsa möguleika. Selst það í
einu lagi og afhending er samkomulag. Frábært tækifæri.
Verð kr. 58.500.000.
Stór og vel staðsett húseign í hjarta
Akureyrar til sölu
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan siðblind-
an mann fyrri tíma má nefna
Rockefeller sem Hare telur einn
spilltasta mógúl spilltustu tíma
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Sturlaugur Þorsteinsson
styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Gísli Freyr Valdórsson styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík.
Leifur Helgason og Viðar Hall-
dórsson styðja Jón Kr. Óskars-
son í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar í Hafnarfirði.
Heimir L. Fjeldsted styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar