Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 45

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 45 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EVRÓPSKA vinnuverndarvikan beinir í þetta skiptið sjónum manna að hávaða og er það vel, því alltof mikið andvaraleysi ríkir gagnvart þessum hvimleiða og skaðlega vá- gesti, sem virðist fylgja nútíma tæknivæddu þjóðfélagi. Má vera að ástæða fyrir andvaraleysinu sé sú að hávaðinn er fylgifiskur tækja og tóla, ósýnilegur og óáþreifanlegur. Fólki hættir því til að verða sam- dauna honum og vanmeta hættuna sem af honum stafar. Það eru óneitanlega skuggalegar upplýsingar að 70% af unglingum séu komnir með forstigseinkenni af varanlegri heyrnardeyfu eins og bandarískur prófessor heldur fram. Óneitanlega koma upp í hugann tæki þar sem ungmenni geta spennt hljóðstyrk upp úr öllu valdi. Það er vitað að hávaði veldur skemmd á heyrn fari hann yfir viss mörk. Því er að finna í byggingarreglugerðum ákvæði um heyrnarvernd á stöðum þar sem vitað er að mikill hávaði fylgir starfsemi. Hitt er svo annað mál að færri vita að hávaði getur átt sinn þátt í að skemma rödd. Vegna náttúrulög- máls hækkar fólk röddina í takt við þann hávaða sem það talar í og í takt við aukna fjarlægð hlustanda. Þar með getur áreynslan orðið of mikil á raddbönd og það kerfi sem myndar röddina. Í nútíma þjóð- félagi er rödd verðmætt atvinnu- tæki sem veldur bæði einstaklingi og þjóðfélagi fjárhagsskaða ef hún bregst Sú atvinnustétt sem þarna er í einni mestu hættu eru kennarar, einkum vegna þeirra starfsskilyrða sem þeim er búin. Kennari er í raun gangandi hátalari sem nemendur verða að geta heyrt í, en vegna há- vaða og fjarlægðar er ekki nóg að rödd kennara sé hætta búin heldur er líka hætt við að nemendur heyri ekki það sem kennarinn er að segja. Í byggingareglugerð er kveðið á um að hávaði megi ekki fara fram úr ákveðnum mörkum eigi samræð- ur eða einbeiting að geta átt sér stað. Þessum viðmiðum er ekki hægt að mæta í kennslustofu, til þess er hávaði of mikill. Það eru því engin reglugerðarákvði til hvað há- vaða í kennslustofu eða viðlíka hús- næði varðar. Hins vegar mætti setja inn ákvæði um notkun magnara- kerfis þar sem vitað er að hávaði og fjarlægð er of mikill. Annað sem vert er umhugsunar er að við hönnun tækja og tóla sé gefinn gaumur að hávaða sem frá þeim kunna að stafa. Óþarfa skellir, væl, suð, brak og brestir fylgja allt- of mörgum hlutum og við verðum því miður samdauna þessum óþarfa hávaða sem kannanir hafa sýnt fram á að veldur streitu og hver vill ekki vera laus við hana? DR. VALDÍS INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, heyrnar- og talmeinafræðingur, Akureyri. Hávaði skemmir fleira en heyrn Frá dr. Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur: VIÐ KJÓSUM í prófkjöri Sjálf- stæðismanna 4. og 5. nóvember. Það er mjög áríðandi að þeir sem kjósa í prófkjörinu geri sér ljóst að ekki er nóg að setja kross við þá frambjóðendur sem við viljum kjósa. Það verður að númera kjós- endurna svo ekki verði ógildur seð- ill. Setjum 1 fyrir framan þann sem við viljum í fyrsta sæti, 2 fyrir þann sem við kjósum í annað sæti, 3 fyr- ir næsta og svo koll af kolli. Gott er fyrir okkur kjósendur að vita að ef við verðum kannski ekki heima á kjördögum er hægt að kjósa utankjörstaðar í Valhöll, og það er hægt að skrá sig í flokkinn á kjördag, um leið og kosið er. Ég skora á alla þá sem ætla að kjósa að kjósa sem fyrst. Það hefur komið fyrir að fólk sem fer t.d. úr bænum í góðu veðri og ætlar að verða komið fyrir kjördaga, lendi svo í umferðarteppu, eða tefjist af öðrum ástæðum verði of seint og búið verði að loka. Þó að við, sem á kjörstöðum eru, reynum allt til að greiða fyrir fólki, er sniðugt að vera búinn að velja frambjóðendur á sérstakan lista áður en við mæt- um til kosninga. Það flýtir fyrir kosningu. Mig langar að segja hér að lok- um smá sögu sem gerðist fyrir nokkuð mörgum árum í sambandi við alþingiskosningar: Einn kjörstaður var í Langholts- skóla. Það var að vori í alveg ynd- islegu veðri. Fólk fór svokallaðan Þingvallahring, eða í sumarbústað, og ætlaði að vera komið í bæinn fyrir lokun kjörstaða. Ekki veit ég hvernig var við aðra kjörstaði í bænum, en við Langholtsskóla var ég, og þegar dyraverðir skelltu í lás kjörstaðnum var alveg sneisafullt portið við skólann, stappað eins og síld í tunnu, tvö til þrjú hundruð manns sem ekki gátu kosið, það voru mikil vonbrigði. KARL JÓHANN ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Um kosningar Frá Karli Jóhanni Ormssyni: Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Innihaldið skiptir máli Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syng- ur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvals- þjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Bjarghús í Vesturhópi Í einkasölu er jörðin Bjarghús í Vesturhópi, Húnaþingi vestra. Um er að ræða athyglisverða, grasgefna jörð að stærð um 400 hektarar. Jörðinni tilheyrir um 3 km strandlengja meðfram Vesturhópsvatni, sem er gjöfult veiðivatn. Ekki er veiðifélag um vatnið. Á jörðinni er endurbætt íbúðarhús, ásamt stórum gripa- húsum og hlöðu. Jörðin er án bústofns og framleiðsluréttar. Ásett verð 40 milljónir eða tilboð. Ölfus - 91 hektara landspilda Til sölu er um 91 hektara landspilda í Ölfusi. Landið er að hluta til grasgefið votlendi með fuglalífi - gott beitiland fyrir hross. Jarð- hitaréttindi og veiðiréttur í Varmá (Þorleifslæk). Um er að ræða vel staðsett land, sem hentar vel hestamönnum og fuglaskoðurum. Nánari upplýsingar hjá sölumanni í síma 896 4761. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is FENSALIR - KÓP. - 2JA - LAUS Mjög glæsileg 96,9 fm íbúð á 1. hæð í nýju litlu fjölbýli. Forstofa, hol, eldhús, borðstofa, stofa með útgangi út á stóran afgirtan sólpall, gott útsýni. Gott herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Gólfefni eru parket og flísar. Glæsileg vel staðsett eign. Íbúðin getur verið laus við kaupsamning. Verð 22,9 millj. ASPARHVARF - KÓP. Glæsileg 134,3 fm efri hæð í tvíbýli m. sérinng. ásamt stæði í bílag. Mikið útsýni. Anddyri, gestasn., eldhús, stofa, borðst., hjónah., 2 barnah., baðh., geymsla og þvottah. Glæsil. eikarinnr., vönduð tæki og flísar. Tilb. til af- hendingar. BÆJARHOLT – HF – 4RA Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu mjög fallega 117,9 fermetra endaíbúð á efstu hæð í góðu vel staðsettu fjölbýli á Holtinu í Hafnarfirði . Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, þvottahús, þrjú góð herbergi, baðher- bergi, stofu, borðstofu og geymslu. Stórar suð- ursvalir, glæsilegt útsýni. Getur verið laus strax. Verðtilboð. SUNDLAUGAVEGUR – RVK. – 3JA DOFRABERG - HF. - „PENTHOUSE“ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu mjög fallega mikið endurnýjaða 79,4 fer- metra íbúð í risi í virðulegu steinhúsi vel stað- sett við Sundlaugaveg í 105 Reykjavík. Eignin hefur verið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt þar sem allt rými er nýtt til hins ýtrasta. Eignin skiptist í inngang, stiga upp á pall, hol, eldhús, gott hjónaherbergi, bjarta og falleg stofu, gott vinnuherbergi, baðherbergi og geymsluloft. Suðursvalir. Gólfefni eru massíft eikarparket og flísar. Sameiginlegt þvottahús í mjög snyrtilegri sameign í kjallara. Verð 18,9 millj. Hraunhamar kynnir stórglæsilega „penthouse“- íbúð á tveimur hæðum á þessum frábæra stað í Setbergslandinu. Íbúðin er 166,3 fm með geymslu. Skipting eignarinnar: Neðri hæðin: Forstofa, hol, 2 svefnherbergi, eldhús, borð- stofa, baðherbergi, stofa. Efri hæðin: Stofa (sjónvarpshol), 2 svefnherbergi, hol og baðher- bergi. Auk þess er geymsla, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla. Þetta er eign sem hægt er að mæla með. Verð 31,9 millj. – HÚSEIGN VIÐ LAUGAVEG - TILBOÐ ÓSKAST! – Öll húseignin viðLaugaveg nr. 36, ásamt baklóð með byggingarétti. Um er að ræða götu- hæð sem í dag er nýtt sem bakarí (konditori) og verslun. Tvær efri hæðir og ris. Grunnflötur hússins er ca. 120 fm. Heildarlóð er 498 fm eignarlóð. Á baklóð eru lágreistar bygg- ingar til niðurrifs. Eign sem gefur mikla möguleika. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu okkar.Suðurlandsbraut 46  www.skeifan.is Sími 568 5556  Fax 568 5515

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.