Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 47 FRÉTTIR Vegmúla 2, 108 Reykjavík. LÓÐ TIL SÖLU Í MOSFELLSBÆ Einbýlishúslóð við Þrastarhöfða 37 í Mosfellsbæ. Lóðin en 835,6 m² að stærð og er tilbúin til byggingar. Öll gjöld eru greidd nema skipulagsgjald. Lóðin er til afhendingar nú þegar. Óskað er eftir tilboðum í lóðina og skal skila þeim á skrifstofu Bifrastar eigi síðar en 20.08.2005. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu eða í síma 533 3344. Pálmi B. Almarsson, löggiltur fasteignasali. Fallegt, vel skipulagt og afar vel staðsett 152 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 42,0 fm sérstæðs bílskúrs með mikilli lofthæð. Á neðri hæð eru forstofa, sjónvarpshol, gesta- salerni, rúmgott eldhús með eyju, borðstofa, setustofa með miklum frönskum gluggum og eitt herbergi. Á efri hæð eru þrjú rúmgóð herbergi með skápum og flísalagt baðher- bergi. Ræktuð lóð með hellulagðri verönd og skjólveggjum. Hiti í innkeyrslu og hluta af stéttum. Góð staðsetning efst í götu í lokuðum botnlanga. Verð 49,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Heiðargerði 64 - Opið hús frá kl. 14-16 Guðrún tekur á móti áhugasömum og sýnir mjög góða 115 fm íbúð á 1. hæð (vinstri), auk 30 fm bílskúrs, samtals 145,5 fm. Mjög gott og vel staðsett hús. Stutt í alla þjón- ustu. Sölumaður: Þórhallur (896 8232) OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 ASPARHOLT 10 - ÁLFTANESI Glæsilegt 180 fm (með bílskúr) raðhús á besta stað á Álftanesinu. Húsið er fullbúið með fyrsta flokks gólfefnum og glæsilegum innréttingum og tækjum, þ.m.t. uppþvotta- vél og tvöf. amerískum ísskáp. Örstutt í skóla og ýmsa aðra þjónustu. Sölumaður: Þórhallur (896 8232). Verð 37,9 millj. ASPARÁS - GARÐABÆ Glæsileg 100 fm íbúð á frábærum stað í nýj- asta hverfi Garðabæjar. Stórar suðursvalir. Húsið er nánast viðhaldsfrítt að utan (ál- klætt). Fallegar innrétingar. Toppíbúð á þessum eftirsótta stað. Sölumaður: Sigurður (898 3708). Verð 25,0 millj. EINIVELLIR 7 Íbúðir í glæsilegu 5 hæða 35 íbúða lyftuhúsi. 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir. 12 stæði í bílakjallara. Mjög góður frá- gangur á húsi og íbúðum. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna á stofu og her- bergjum. Hús, sameign og lóð fullfrágengin. Vandaðar innréttingar og tæki. Íbúðir á jarðhæð eru með sérverönd og íbúðir á hæðum með stórum svölum, frábært útsýni. Skil í maí 2006. Sölumaður: Þórhallur (896 8232). OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 HRÍSMÓAR 9 - GARÐABÆ OPIÐ HÚS Í NEÐSTALEITI 1 ENDAÍBÚÐ Á 1. HÆÐ OG JARÐHÆÐ MEÐ SÓLSTOFU OG STÆÐI Í BÍLAGEYMSLUHÚSI Til sýnis og sölu óvenju björt og vönduð 140,6 fm endaíbúð á 1. hæð og jarðhæð með sólstofu, suðvestursvölum og stæði í bíla- geymsluhúsi. Innangengt er úr stigagangi í bílageymsluna. Verð 34,9 millj. EIGN Í SÉRFLOKKI. Elín Guðmundsdóttir sýnir eignina í dag, sunnudag, milli kl. 13.00 og 16.00. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir BYGGINGALÓÐIR Til sölu 6 glæsilegar byggingalóðir undir einbýlishús í Mosfells- bæ. Staðsetningin er einstök í landi Ása. Hér er á ferðinni sannkölluð perla, þar sem fer saman útivistar- paradís með fjöll og dali á aðra hönd ásamt nánd við höfðuð- borgarsvæðið. Reiðleiðir um svæðið fyrir þá er það kjósa. Staðsetningin á engan sinn líka og er sannkölluð „sveit“ í borg. Þetta er gullið tækifæri fyrir þá, sem una sér í kyrrð með frábæru útsýni, vilja vera út af fyrir sig en jafnframt hafa stutt aðgengi til vinnu. Lóðirnar eru frá ca 720 fm til ca 2.240 fm og er gert ráð fyrir veglegum húsum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Akkurat. 24 fm upphitaður bílskúr við Flyðrugranda í Reykjavík til sölu. Bílskúrshurð 220 hæð, í skúrnum er rafmagn og rennandi vatn. Hurð skúrsins er nýleg og sjálfvirk. Verðtilboð óskast Upplýsingar gefur Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl./löggiltur fasteignasali, sími 861 1032 BÍLSKÚR TIL SÖLU ALÞJÓÐAHÚSIÐ hefur frá og með septembermánuði boðið upp á ís- lenskukennslu fyrir innflytjendur og hefur ráðið Ingibjörgu Hafstað til að stýra þessari nýju áherslu í starf- seminni. „Tungumálakunnátta er lykill að samfélaginu og þess vegna er það mikið ánægjuefni að Ingi- björg hafi fallist á að koma til liðs við Alþjóðahúsið, til þess að bjóða upp á íslenskukennslu í fremstu röð,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins, en Ingibjörg rak áður fyrirtækið Fjöl- menningu ehf. sem sérhæfði sig í ís- lenskukennslu fyrir innflytjendur. Að sögn Einars verður megin- áherslan lögð á vinnustaðatengda ís- lenskukennslu, sem Ingibjörg hefur þróað og kennt á fjölda vinnustaða undanfarin ár. Námsefnið er sér- hannað fyrir hvern vinnustað og tekur mið af daglegum veruleika starfsmanna. Slíkt námsefni hefur verið hannað fyrir fjölda fisk- vinnslufyrirtækja og aðra mat- vælaframleiðendur, fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum, fyrir þernur á hótelum, fyrir prentsmiðjur og fleiri. Ingibjörg Hafstað hefur áratuga reynslu í íslenskukennslu fyrir út- lendinga og störfum sem snúa að að- lögun í nýju samfélagi. Hún hefur tekið þátt í stefnumótun Reykjavík- urborgar og ráðuneyta í kennslu barna og fullorðinna innflytjenda í íslensku og tekið þátt í fjölda sam- starfsverkefna í Evrópu í þróun tungumálakennslu innflytjenda. Þá hefur hún rannsakað ólæsi meðal innflytjenda, hannað námsefni fyrir þá og haldið námskeið í lestrar- og ritunarkennslu. Bætir starfsandann og minnkar starfsveltu fyrirtækja Að sögn Einars stendur námið starfsfólki til boða endurgjaldslaust, kennslan er fjármögnuð með fram- lögum úr Starfsmenntasjóði at- vinnulífsins, en vinnustaðirnir leggja til aðstöðuna og fer kennslan fram á vinnutíma, sem Einar segir skipta mjög miklu máli. „Þannig myndast ákveðin hópstemning og góður mórall á vinnustaðnum sem virkar afar hvetjandi,“ segir Einar og tekur fram að námið snúi jafnt að samskiptum milli vinnufélaga sem og í afgreiðslu við viðskiptavini, auk þess sem starfsfólkið fái upplýs- ingar um heiti verkfæra og vara á íslensku. „Þetta er praktískt nám að því leyti, því þú átt að geta byrjað að nota það strax frá fyrsta degi,“ segir Einar og bendir á að reynsla fyr- irtækja þar sem boðið er upp á starfstengda íslenskukennslu sé að starfsandinn verði betri, minni starfsmannavelta er og minni fjar- vera vegna veikinda þar sem fólki líður betur í vinnunni. Að sögn Ein- ars hafa þegar farið af stað starfs- tengd íslenskunámskeið hjá Eim- skip, McDonalds og fyrir leikskóla- og skólaliða hjá Reykjavíkurborg. Aðspurður segir hann fjölda fyrir- tækja hafa sýnt náminu áhuga og vera að velta fyrir sér að bjóða upp á starfstengt íslenskunám. „Mér finnst vera hálfgerð vakning fyrir því í samfélaginu að það er ekki hægt að ætlast til þess að menn geri það algjörlega á eigin spýtur að læra íslensku. Það þarf oft að koma til hvatning og fyrirtækin eru í lang- bestri aðstöðunnni til að ýta undir þetta hjá starfsfólki sínu.“ Tungumálakunnátta lykill að samfélaginu Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Hafstað stýrir íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Alþjóðahúsið býður upp á starfstengda íslenskukennslu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Varnarsamn- ingi verði sagt upp ALMENNUR félagsfundur Sam- taka herstöðvaandstæðinga, hald- inn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á öll tengsl milli alþjóðaflugvallar Ís- lendinga í Keflavík og veru er- lends setuliðs á Miðnesheiði. Ís- lendingar hafa fulla burði til þess að reka flugvöll án styrkja frá er- lendu herveldi. „Fundurinn bendir á að einfald- asta og besta lausnin á þessu milli- ríkjadeilumáli íslenskra og banda- rískra stjórnvalda er að Íslendingar segi upp hinum svo- kallaða varnarsamningi frá 1951 og erlent herlið hverfi héðan úr landi innan 18 mánaða,“ segir í ályktun fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.