Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 50
50 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÚ til dags hafa börn úr mörgum
möguleikum að spila þegar kemur að
því að velja sér tómstundagaman.
Margir kjósa að hreyfa sig líkamlega
á meðan aðrir tileinka sér tölvu-
tæknina. Í þessari flóru afþreying-
armöguleika væri rökrétt að skák-
listin ætti undir högg að sækja hjá
yngstu kynslóðinni. Skákhreyfingin
hefur að sumu leyti reynt að svara
kalli tímans og breytt áherslum sín-
um til þess að fá börn og unglinga til
að tefla. Að öðrum ólöstuðum hefur
Skákfélagið Hrókurinn verið þar í
broddi fylkingar en undanfarin miss-
eri hefur starf Taflfélags Vest-
mannaeyja vakið sífellt meiri at-
hygli. Ef marka má upplýsingar sem
borist hafa skákþættinum frá um-
sjónarmanni barnastarfs TV, Karls
Gauta Hjaltasonar, mega mörg félög
um allt land taka starfsemi TV sér til
fyrirmyndar en það ágæta félag hef-
ur sett sér það markmið að fjölga
skákiðkendum og að krakkarnir í fé-
laginu skipi sér á meðal þeirra bestu
á landinu. Þessum tveim höfuðmark-
miðum hefur verið fylgt eftir með því
að bjóða upp á reglulegar æfingar og
keppnir í heimabyggð ásamt því að
veita þeim tækifæri til að etja kappi
við jafnaldra sína hvaðanæva af
landinu. Það er einkar athyglisvert
að félagið leitast við að bjóða upp
öðruvísi keppnir og gera skákina
skemmtilega fyrir sem flesta.
Af þeim viðburðum sem TV skipu-
leggur fyrir krakka er Skákævintýr-
ið mest áberandi. Þessi skákhátíð
hefur verið haldin tvö ár í röð í Vest-
mannaeyjum þar sem margir af öfl-
ugustu grunnskólanemendum í skák
hafa tekið þátt. Síðast var keppnin
haldin í maí sl. og náðu þar krakkar
úr Eyjum afburðaárangri en í fjór-
um af 8 flokkum hátíðarinnar urðu
heimamenn hlutskarpastir. Þetta
skemmtilega 100 krakkamót er
ávallt rúsínan í pylsuendann fyrir
unga skákiðkendur í Eyjum þar sem
allan veturinn eru haldin innan-
félagsmót sem vekja áhuga þeirra og
halda þeim við efnið. Á hverjum
sunnudegi eru æfingar haldnar þar
sem yfirleitt 15-25 krakkar mæta og
á þeim geta þátttakendur safnað
stigum í bikarkeppi á hverri önn og
sá efsti fær nafnbótina bikarmeistari
TV. Nýlega var sú nýbreytni tekin
upp í barnastarfi TV að halda deilda-
keppni krakka sem hefur notið mik-
illa vinsælda en fyrirkomulagið er
sambærilegt og í Íslandsmóti skák-
félaga nema að um einstaklings-
keppni er að ræða. Þessi keppni er
haldin einu sinni í mánuði yfir vet-
urinn og tveir efstu í 2. og 3. deild
vinna sér rétt til að taka þátt í deild-
inni fyrir ofan en tveir neðstu í 1. og
2. deild falla niður um deild. Hverri
keppni lýkur á einum degi og eftir
veturinn er sá sem fær flesta vinn-
inga í 1. deild útnefndur deildar-
meistari TV. Ekki eru allar keppnir
eins alvarlegar þar sem einstöku
sinnum fá krakkarnir tækifæri til að
kjósa í lið og stilla borðaröðinni á
mismunandi máta. Oft er mikill
handagangur í öskjunni í þessum
sveitakeppnum og spillir það ekki
fyrir fjörinu að hún endar í pitsu-
veislu.
Það er stefna TV að gefa fé-
lagsmönnum sínum tækifæri til að
takast á við jafninga sína og síðasta
vetur tóku börn úr Eyjum þátt í Ís-
landsmóti barna- og unglingasveita,
Tívolísyrpu Hróksins og nú síðast í
byrjun október tók sérstök ung-
mennasveit TV þátt í Íslandsmóti
skákfélaga í fyrsta skipti. Einnig
hefur gott samstarf tekist á milli
Eyjamanna og Salaskóla en sl. vor
fóru liðsmenn TV í heimsókn í Kópa-
voginn og var sú heimsókn endur-
goldin laugardaginn 22. október sl.
þegar 20 krakkar úr Salaskóla komu
til Eyja. Fyrst öttu krakkarnir kappi
í sveitakeppni þar sem 5 sveitir Sala-
skóla tefldu við 5 lið Eyjamanna.
Keppt var um veglegan farandbikar
og fór svo að A-sveit Eyjamanna
varði titil sinn frá því í vor en liðið
fékk 17½ vinning af 20 mögulegum á
meðan A-sveit Salaskóla fékk 17
vinninga. Sigurliðið var skipað
Nökkva Sverrissyni, Ágúst Sölva
Hreggviðssyni, Alexander Gauta-
syni og Sindra Frey Guðjónssyni. Að
sveitakeppninni lokinni var háð ein-
staklingskeppni og var skipt í þrjá
flokka eftir aldri. Í yngsta flokknum
bar Eyjapeyinn Kristófer Gautason
sigur úr býtum með 8 vinninga en
næstir honum komu Nökkvi Dan
Elliðason og Kristófer Orri Guð-
mundsson. Flestir keppendur voru í
flokki 4.-5. bekk og urðu þar Valur
Marvin Pálsson úr Eyjum og Guð-
mundur Kristinn Lee úr Salaskóla
jafnir og efstir með 6 vinninga en
Daði Steinn Jónsson kom næstur
með 5½ vinning. Þegar gripið hafði
verið til stigaútreiknings var Valur
Marvin úrskurðaður sigurvegari.
Nemendur Salaskóla röðuðu sér í
efstu sætin í elsta flokknum sem var
skipaður krökkum í 6.-7. bekk en Jó-
hanna Björg Jóhannsdóttir varð
hlutskörpust með 7½ vinning en í
humátt á eftir komu Patrekur Mar-
on Magnússon og Eiríkur Örn
Brynjarsson.
Eins og ofanritað ber með sér er
barnastarf TV fjölbreytt og æfa
reglulega hjá félaginu um 40 krakk-
ar og eru þau mislangt komin í skák-
listinni. Af þeim sökum er boðið upp
á skákkennslu og farið yfir efni þar
sem nemendur spreyta sig á æfing-
um. Allur þessu fjöldi krakka er
skipt í hópa og eru æfingarnar mis-
þungar. Heimamenn sjá um þessa
kennslu en það kemur fyrir að kenn-
arar komi ofan af landi og eru þá
settar upp aukaæfingar þar sem leit-
ast er við að kafa dýpra ofan í skák-
fræðin.
Allt þetta góða starf hefur skilað
sér í góðum árangri en í upphafi árs-
ins varð Nökkvi Sverrisson Íslands-
meistari 10 ára og yngri ásamt því að
þrír ungir Eyjamenn urðu í efstu 11
sætunum. A-sveit Barnaskóla Vest-
mannaeyja lenti í þriðja sæti á Ís-
landsmóti barnaskólasveita auk þess
sem Eyjapeyjar hafa síðustu tvö árin
hirt alla titla á meistaramóti Suður-
lands í flokki 1.-7. bekk. Hér er vert
að taka fram að það eru ekki bara
örfáir krakkar sem skara fram úr
heldur eru hátt í tíu krakkar úr Eyj-
um að ná verðlaunasætum á mótum
þar sem keppt er við þá bestu á land-
inu. Ef áfram heldur sem horfir er
sannarlega bjart framundan í skák-
lífi Eyjamanna.
Eyjapeyjar fagna sigri yfir Salaskóla.
Blómlegt barna-
starf í Eyjum
Ungir Eyjamenn að tafli.
SKÁK
Taflfélag Vestmannaeyja
UM BARNA- OG UNGLINGASTARF
daggi@internet.is
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
Nánari uppl. veitir Óskar.
SÍÐUMÚLI - VERSLUNARHÚSNÆÐI TIL LEIGU
Vandað 103 fm atvinnuhúsnæði á götuhæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin
skiptist í opið rými, snyrtingar, kaffistofu, geymslu og tvö skrifstofuherbergi.
Linoleum-dúkur á gólfum. Kerfisloft með innfelldri lýsingu í loftum. Eignin er
öll nýstandsett að innan og getur hentað ýmist undir verslun, þjónustu eða
skrifstofur.
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Hringbraut 83, 107 Reykjavík
Opið hús í dag milli kl. 14-15
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Mjög góð jarðhæð í
þríbýli við Hringbraut í
vesturborginni. Sér-
inngangur er að íbúð-
inni. Gott svefnher-
bergi og rúmgóð
stofa. Falleg íbúð í
vesturborginni á góðu
verði. Verð 12,9 millj.
7077
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is
HRAUNTUNGA 39 – OPIÐ HÚS
214,3 fm raðhús á tveimur
hæðum á rólegum stað í suður-
hlíðum Kópavogs. Húsið skiptist í
forstofu, bílskúr, geymslu og 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð. Á efri hæð er stofa,
eldhús, baðherbergi, þrjú herbergi og u.þ.b. 50 fm
svalir. Húsið klætt að utan. Eldhús og baðherb.
endurnýjað fyrir u.þ.b. 4 árum. Skipti koma til
greina á minni eign. 5881. V. 38,6 m.
Brandur sími 897 1401 sýnir í dag
milli kl. 13.00 og 14.00. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.