Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 52

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 52
52 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Petrea Jóns- dóttir fæddist á Barði í Fljótum 3. júní 1920. Hún lést á hjartadeild LSH laugardaginn 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, frá Flugu- mýri í Skagafirði, f. 20. jan. 1887, d. 22. nóv. 1961 og Anna Egilsdóttir frá Tjörnum í Sléttu- hlíð, f. 10. ág. 1882, d. 9. jan. 1959. Systkini hennar voru Áslaug, f. 1913, d. 2004, Hólmfríður, f. 1914, d. 1993, Jóhannes Pétur, f. 1915, d. 1967, Guðvarður Sigurberg, f. 1916, d. 1996, Ingibjörg Egilsína, f. 1917, d. 1989, Sigvaldi, f. 1919, d. 1993, Marsibil, f. 1923, d. 1991, og Þóra, f. 1926, d. 1997. Eiginmaður Guðbjargar er Þorvaldur Runólfsson, f. í Heið- arseli í Kirkjubæjarhreppi í V-Skaft. 4. jan 1920. Þau gengu í hjónaband 1944. Dætur þeirra eru: 1) Pálína Skagfjörð, f. 1942, maki Rúnar Sigurbjörnsson, f. 1949. Þau búa í Kópavogi. Börn hennar og Guðmundar Jónasson- ar, f. 1943, eru Guðbjörg Valdís, f. 1961, hún á tvö börn og tvö barnabörn, Jónas, f. 1963, hann á þrjú börn, og Erla, f. 1966, hún á tvö börn. Barn hennar og Jóhann- usar Poulsen, f. 1942, d. 1970, er Jóhanna, f. 1970, hún á fjögur börn. Synir hennar og Rúnars eru Hlífar Sigurbjörn, f. 1973, hann á tvö börn, og Hlynur, f. 1978, hann á eitt barn. 2) Sóley, f. 1952. Hún býr í Kópavogi. Börn hennar og Reynis Línberg Marteinssonar, f. 1949, eru Guðrún Jóna, f. 1972, hún á tvö börn og Mar- teinn Ari, f. 1978. 3) Auður Þor- valdsdóttir, f. 1954, maki Anfinn Jensen, f. 1953. Þau búa í Kaup- mannahöfn. Börn þeirra eru Þor- valdur, f. 1974, hann á eitt barn, og Áslaug Jóhanna f. 1975, hún á tvö börn. 4) Dröfn, f. 1956, maki Páll M. Skúlason. Þau búa í Laug- arási í Biskupstungum. Börn þeirra eru Egill Árni, f. 1977, Þorvaldur Skúli, f. 1979, Guðný Rut, f. 1984 og Brynjar Steinn, f. 1989. Guðbjörg flutti til Reykjavíkur um 1940, þar sem hún var um tíma í vist hjá Pálma Hannessyni, rektor. Eftir það fékkst hún að- allega við verslunarstörf, lengst af í Fossvogsbúðinni og Verslun- inni Vogum við Víghólastíg í Kópavogi. Útför Guðbjargar fór fram frá Kópavogskirkju 25. október, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þegar maður er orðinn 85 ára er svo sem við öllu að búast. Undir það síðasta var eins og Bubba teldi sig vera búna að neyta fylli sinnar af þeim skammti sem hún hlaut af gnægtaborði jarðlífsins. Hún var líklegast tilbúin þegar kom að kveðjustund. Þeir sem eftir lifa þurfa að sætta sig orðinn hlut þótt það geti verið sárt um stund. Þeirra upplifun af ömmu í Kópa- vogi breytist í góðar minningar og þakklæti fyrir samfylgdina. Það er ekki annað hægt að segja en að tengdamamma hafi farið hljótt um jarðlífið; giftist Valda sínum og saman komu þau 4 dætr- um á legg við Álfhólsveginn í Kópavogi. Hún vann lengst af starfsævinnar við verslun og þegar starfi hennar á vinnumarkaðnum lauk tók hún eins mikinn þátt í tómstundastarfi með eldri borgur- um í Kópavogi og henni reyndist unnt. Hún fór reglulega á spila- kvöld og var þátttakandi í sund- hópi eins lengi og heilsan leyfði. Hún var mikil félagsvera og ég held að henni hafi þótt það miður síðustu mánuðina að geta ekki sinnt félagslífinu eins mikið og hún hefði kosið. Heima við stytti hún sér stundir með því að leggja kap- al eða spila við þá sem komu í heimsókn og deildu með henni spilaáhuganum. Snjáður spila- stokkurinn var alltaf á vísum stað. Þegar reynt að gera manneskju einhver skil eftir 30 ára kynni, get- ur verið vandi að finna rétta flöt- inn, en það fyrsta sem mér kemur til hugar um persónueinkenni tengdamömmu er, að mér finnst hún hafa verið hálfgerður grallari. Ekki veit ég nákvæmlega hvers- vegna þessi mynd birtist mér; lík- legast þó í tengslum við umræður okkar um menn og málefni gegn- um árin. Hún var alltaf tilbúin til að fjalla um stjórnmálaástandið á hverjum tíma; oft lét hún gamminn geisa í þeim efnum og í þeirri um- ræðu hallaði á hægri öflin og pen- ingahyggjuna í samfélaginu. Almennt held ég að megi segja að Bubba hafi átt góða ævi, þrátt fyrir að hún hafi fengið sinn skerf af erfiðum áföllum. Þau hjónin misstu tvö börn við fæðingu og það hefur tekið á þegar bóndinn veikt- ist alvarlega á blómaskeiði lífsins og hún þurfti að sjá um öll mál á stóru heimili. Ég heyrði Bubbu aldrei hafa mörg orð um byrðar sem voru lagðir á herðar henni, enda má segja að þegar hún stendur upp frá borðinu og vaskar upp eftir borðhaldið, geti hún bara verið stolt af afkomendunum 39, tengda- börnunum og honum Valda sínum, sem hún gekk með í gegnum súrt og sætt í ríflega sextíu ár. Blessuð sé minning Guðbjargar Jónsdóttur. Páll M. Skúlason. Elskuleg amma mín er látin. Við vorum góðar vinkonur við amma. Hún kenndi mér að spila rommí en spilamennska var hennar líf og yndi. Ég minnist hennar við eld- húsborðið með spilin í hönd og ef enginn var til að spila við hana, þá lagði hún bara kapal. Amma kenndi líka syni mínum rommí og nú er hann farinn að kenna litlu systur sinni það sem langamma kenndi honum. Þegar ég var í barnaskóla fór ég alltaf heim til ömmu í hádegismat. Nær undan- tekningarlaust var fiskur í matinn, en stundum keypti hún sérstak- lega pylsur handa mér. Þá skar hún alltaf endana af pylsunni minni, svo ég fengi „endalausa pylsu“. Hún hugsaði vel um mig hún amma mín. Amma var dálítill ærslabelgur í sér, var stríðin og hafði mikið keppnisskap. Ein sterkasta minn- ing mín um hana er síðan 1988 þegar við vorum öll saman fjöl- skyldan á Kanarí. Amma og Matti bróðir, sem þá var tíu ára, stóðu við sundlaugarbakkann að spila fótboltaspil. Ærslagangurinn var mikill við að snúa fótboltakörlun- um og koma boltanum í markið. Leikar enduðu svo að amma vann. Hún snéri sér við sigri hrósandi, steytti hnefann út í loftið og æpti: „Ég vann, ég vann“. Hún var svo upptekin hún amma yfir sigrinum að hún tók ekki eftir að hún stóð beint fyrir framan sundlaugina, arkaði af stað og steyptist á bóla- kaf í laugina. Þögn sló á hótelgarð- inn, þar til hún kom upp úr með andköfum, en þá skelltu allir upp- úr. Svona man ég ömmu: lífsglöð, félagslynd, hafði yndi af að spila og vinna! Ég sakna þín amma mín en ég veit að Guð passar þig. Þín Guðrún. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin reikar hugurinn til baka og rifjast þá upp gamlar og góðar stundir. Þegar þið afi opnuðuð arma ykkar fyrir mér þegar ég var með heimþrá í Færeyjum og leyfðuð mér að búa hjá ykkur og þar með sátuð þið uppi með mig. Í hjarta mínu mun ég alltaf vera ykkur þakklát fyrir það. Elsku amma mín, síðustu sam- verustundirnar voru í sumar þegar þú í tilefni 85 ára afmælisins komst til Danaveldis. Voru það skemmtilegar stundir og mun ég þannig alltaf minnast þín, hress og kát í faðmi fjölskyldu þinnar í Danmörku. Hvíldu í friði, amma mín. Þúsund kossar, þín Guðbjörg. Síminn hringdi kl. 3 um nótt, það var mamma sem sagði mér að þú værir dáin. Mér brá mikið, því fyrr um kvöldið hafði ég fengið þær fréttir að þér liði miklu betur. Restina af nóttinni sat ég niðrí stofu og hugsaði um þær stundir sem við áttum saman. Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar ég gisti hjá þér og afa eitt skiptið, ég hef verið svona 12 ára, mér leiddist og þú sagðir mér að lesa, en ég var með enga bók og ekki fann ég neina barnabók hjá þér. Þú fórst og fannst ástarsögu, eftir það las ég ekki barnabækur heldur lá ég öllum stundum yfir ástarsögum. Öll skiptin sem ég kom upp til þín og spilaði við þig rommí voru mjög skemmtileg, þrátt fyrir að ég hafi sjaldan unn- ið. Einnig get ég ekki gleymt ynd- islegu kleinunum þínum sem eru án efa bestu kleinur sem ég hef smakkað. Elsku afi, mamma, Auður, Sól- ey, Dröfn og fjölskyldur, ég vona að Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Ég kveð þig, amma mín, með hendingu úr ljóði sem þú raulaðir stundum. Oh my darling, oh my darling, Oh my darling Clementine You are lost and gone forever, Dreadful sorry, Clementine. Blessk, amma mín. Erla Guðmundsdóttir. GUÐBJÖRG PETREA JÓNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Hlíðargötu 4, Akureyri, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 25. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Guðmundur Haraldsson, Gunnar Haraldsson, Halldóra Haraldsdóttir, Ólafur Haraldsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, tengdasonur og mágur, GYLFI JÓNSSON vélvirki, Fannafold 116, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 21. október, verður jarðsunginn frá Graf- arvogskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Sigurlaug Einarsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Þráinn Þorsteinsson, Dagmar Jónsdóttir, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Einar J. Gíslason, Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson, Erna Óskarsdóttir, Bergþór Einarsson, Einar Örn Einarsson, Hulda Haraldsdóttir og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamamma og amma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Grafardal, til heimilis á Kársnesbraut 135, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum í Reykjavík miðviku- daginn 26 október sl., verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 2. nóvember nk. klukkan 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blindrafélag Íslands. Daníel Sigurbjörnsson, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Bergþór Valur Þórisson, Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir. Ástkær faðir okkar, vinur, afi, langafi og langalangafi, KJARTAN ÓLAFSSON frá Strandseli, Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp, Birkihvammi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 25. október, Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. María Erla, Bolli, Einar, Guðríður og Halldór Kjartansbörn, Sigríður Helgadóttir og afabörnin. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, LEIFS EIRÍKSSONAR, Akurgerði 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á 13D Landspí- tala við Hringbraut. Inga Jóna Ingimarsdóttir, Ingi Leifsson, Jónas Leifsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir mín, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR, Fossagötu 10, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 17. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Kvenfélags Háteigssóknar. Elísabet S. Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, Sigríður Erla Eysteinsdóttir, Jóhannes Hermannsson, Magnús Þór Gylfason, Elva Dögg Melsteð, Þóra Björk Eysteinsdóttir, Gunnar Wedholm Helgason, Helga Björg Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.