Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 55

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 55 AUÐLESIÐ EFNI Mahmoud Ahmadinejad, for-seti Írans, sagði á ráð-stefnu í vikunni að það ætti að eyða Ísrael. Hann hefur verið for-dæmdur víða um heim fyrir um-mælin. Ísraelar segja þau brot á stofn-skrá Sam-einuðu þjóðanna og að þau jafn-gildi glæp gegn mann-kyninu. Þeir vilja að að Íranir verði reknir úr SÞ. Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, sagði að heimurinn yrði að líta á Íran sem raunveru-lega ógn ef af-staða þeirra til Ísrael, hryðju-verka og kjarnorku-vopna breytist ekki. „Ég hef aldrei vitað til þess að forseti ríkis segðist vilja eyða öðru ríki,“ sagði Tony Blair. For-dæmd um-mæli Jóhann Árni Ólafsson, leik-maður unglinga-flokks Njarð-víkur í körfuknatt-leik, skoraði 89 stig í leik gegn Haukum um sl. helgi. Það er að öllum líkindum met í yngri flokkum á Íslandi. Jóhann er 19 ára gamall og er í íþrótta-akademíu Suður-nesja. Hann segir að mót-spyrnan hafi verið ágæt þótt þeir hafi unnið leikinn 143:79. „Þetta var einn af þessum dögum þar sem allt fór ofaní. Karfan var eins og vaska-fat að stærð, að mér fannst,“ sagði Jóhann. Skoraði 89 stig Jóhann Árni Ólafsson Rit-höfundurinn Sjón tók á miðviku-daginn við Bókmennta-verðlaunum Norðurlanda-ráðs árið 2005. At-höfnin var haldin í Borgar-leikhúsinu. Sjón fékk 3,5 milljónir í verð-laun fyrir skáld-söguna Skugga-Baldur, sem gerist á 19. öld og fjallar um stúlku með Downs-heilkennið. Sjón var valinn úr hópi 13 rit-höfunda sem voru til-nefndir, og segist hann mjög stoltur af að hafa hlotið verð-launin. Við sömu at-höfn tók danski leik-stjórinn Per Fly tók við kvikmynda-verðlaunum Norðurlanda-ráðs fyrir kvik-mynd sína Drabet, sem sýnd er nú á kvikmynda-hátíðinni Október-bíófest sem hófst á fimmtu-daginn. Sjón mjög stoltur Morgunblaðið/Sverrir Sjón með verð-launin fínu. Á mánu-daginn var haldinn fjöl-mennasti báráttu-fundur hér á landi frá upp-hafi. Þá mættu um 50.000 konur niður í mið-bæ Reykja-víkur til að minnast 30 ára af-mælis Kvenna-frídagsins. Margar konur tóku til máls á fundinum og var launa-misréttið baráttu-mál dagsins. „Konur eru ekki metnar að verð-leikum og hefð-bundin kvenna-störf eru enn láglauna-störf. Launa-misréttið er tíma-skekkja og smánar-blettur á íslensku sam-félagi,“ sagði Marín Þórsdóttir full-trúi heildar-samtaka laun-þega. Amal Tamimi stjórnar-kona í sam-tökum kvenna af er-lendum upp-runa sagði sagði þær vilja frían að-gang að íslensku-kennslu, bætta atvinnu-löggjöf, og fá menntun sína metna. „Allt breytist, en jafn-framt ekkert,“ sagði Valgerður H. Bjarnadóttir, sem tók þátt í kvenna-frídeginum fyrir 30 árum, „Við þurfum byltingu,“ sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, full-trúi kvenna-hreyfingarinnar. Kvenna-frídagurinn var haldinn hátíð-legur víða um land. Má þar nefna að á Hvann-eyri tóku 40% íbúa þátt í baráttu-fundi og kröfu-göngu. Kvenna-frídagurinn 30 ára Morgunblaðið/Þorkell Áfram stelpur! Hermann Hreiðarsson liðs-maður í knattspyrnu-liðinu Charlton á Bretlandi, átti stór-leik þegar lið hans sló risann Chelsea út úr enska deilda-bikarnum. Staðan eftir venju-legan leik-tíma og fram-lengingu var 1: 1, og haldin var vítaspyrnu-keppni. Hermann skoraði af ör-yggi úr 4. spyrnunni en Bryan Hughes inn-siglaði sigurinn með þeirri fimmtu. „Ég heimtaði að fá að taka víti,“ sagði Hermann sem var viss um að geta skorað. Hermann átti stór-leik Um 2.200 fyrir-tæki greiddu íröskum stjórn-völdum mútur vegna olíusölu-áætlunar Sam-einuðu þjóðanna á árunum 1996-2003. Vildu fyrirtækin hreppa við-skipti í sam-bandi við mannúðar-áætlunina um olíu fyrir mat. Þetta kom fram í vikunni í skýrslu nefndar sem rann-sakaði málið. Þykir skýrslan sýna hvernig Saddam Hussein tókst að leika sér að kerfinu til að græða á því. Rannsóknar-nefndin gagn-rýnir yfir-stjórn Sam-einuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir spillinguna og vill að framkvæmda-stjórn SÞ verði betrum-bætt. Kofi Annan, framkvæmda-stjóri SÞ, vill að fyrirtæki, sem eru grunuð um mútu-greiðslurnar verði lög-sótt. Mútur í Írak Ný stjórnar-skrá fyrir Írak var sam-þykkt í þjóðar-atkvæðagreiðslu 15. október, sem var mun frið-samlegri en í janúar. Þá dóu 36 manns í árásum á kjör-degi. 6 létu lífið, og bara 1 eftir opnun kjörstaða. 78% kjósenda sam-þykktu stjórnar-skrána, þrátt fyrir mikla and-stöðu súnníta. Þeir réðu öllu í tíð Saddams Husseins og fyrri ríkis-stjórna, og eru um 20% lands-manna. Íraska stjórnin og við aðra lands-menn, sjíta og Kúrda. Margir eru þó hræddir um að niður-staðan muni skipta þjóðinni og landinu í þrennt, þar sem sjítar og Kúrdar fái alla olíuna, en súnnítar sitja uppi olíu-lausir á eyðimerkur-svæðum. Sumir telja að það geti haft hörmu-legar af-leiðingar fyrir alla Íraka. Bjartsýnis-menn segja hins vegar að nú muni hryðjuverka-menn bíða endan-legan ósigur og spá þeir friðsam-legri tímum. Ný stjórnar-skrá í Írak Bandaríkja-menn vona að úrslitin muni auðvelda þing-kosningar í desember, og fá súnníta til að sættast Reuters Ibrahim Jaafari, forsætis-ráðherra Íraks, ræðir við frétta-menn. Harriet Miers hefur beðið um að nafn hennar verði dregið til-baka, en George W. Bush for-seti Banda-ríkjanna, til-nefndi hana í em-bætti dómara við hæsta-rétt landsins. Þetta þykir enn eitt áfallið fyrir for-setann, sem hefur klúðrað mörgum málum undan-farið. Miers er lögfræði-legur ráð-gjafi forsetans, og kom mörgum á óvart að hann skildi til-nefna hana. Miers hefur enga reynslu af dómara-störfum og ekki nokkra sér-þekkingu á hæsta-rétti Banda-ríkjanna. Því sögðust bæði and-stæðingar og margir sam-herjar for-setans alger-lega á móti því að hún fengi emb-ættið. Í stað þess að skipa tryggan undir-mann sinn, ætti Bush að leita að hæfum ein-staklingi í emb-ættið. Miers hættir við Miers og Bush. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.