Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 57
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, og Jónas Guðmunds- son, fjármálastjóri Heilsugæslunnar, handsala samninginn. Alþjóðahúsið starfa saman að því að kynna sjúklingum túlkaþjón- ustu, sem gætu þurft á henni að halda. Skoðað verður að setja upp á vegum Alþjóðahússins almenn fræðslunámskeið fyrir starfsmenn Heilsugæslunnar, s.s. á sviði menningarfærni og um þjónustu í fjölmenningarumhverfi. Jafnframt verða sérstaklega skoðaðir mögu- leikar á þátttöku í evrópskum sam- starfs- og rannsóknarverkefnum sem koma að gagni fyrir báða aðila samkomulagsins, segir í frétta- tilkynningu. NÝVERIÐ gerðu Alþjóðahúsið ehf. og Heilsugæslan á höfuðborg- arsvæðinu með sér samstarfs- samning um þjónustu við innflytj- endur. Tilgangur þessa samstarfs er að tryggja að innflytjendur njóti öryggis og traustrar þjónustu til jafns við aðra meðlimi samfélags- ins og bæta þjónustu til sjúklinga af erlendum uppruna. Samstarfið tekur sérstaklega til túlka- og þýð- ingarþjónustu og til fræðslu- og kynningarmála, ásamt fleiri verk- efnum. Samningurinn felur m.a. í sér samstarf á sviði túlka- þýðingar- þjónustu, en á vegum Alþjóðahúss- ins eru starfandi um 200 túlkar, sem túlka á yfir 50 tungumál alls. Alþjóðahúsið og Heilsugæslan munu starfa saman að frekari upp- byggingu túlka- og þýðingarþjón- ustunnar, sem miðar að því að auka gæði túlkaþjónustu, færni og fagmennsku túlka, þekkingu heil- brigðisstarfsmanna á notkun túlkaþjónustu og frekari þjónustu með hag sjúklinga að leiðarljósi. Ennfremur munu Heilsugæslan og Alþjóðahúsið og Heilsugæslan gera samstarfssamning FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 57 Veiði Rjúpnaveiði í Mývatnssveit. Bjóðum upp á rjúpnaveiði, gist- ingu á hóteli eða í sumarhúsum og mat. Gott pakkaverð í boði. Upplýs. veitir Pétur Gísla. í síma 845 2424, reykjahlid@islandia.is og 861 3859. Hjólbarðar Óska eftir negldum vetrardekkj- um. Stærð ca 245/70R16. Helst á 5 gata felgum fyrir Cherokee. Upplýsingar í síma 698 6501. Október tilboð 195/65 R 15 nagladekk 4 stk. + vinna kr. 26.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Október tilboð 175/65 R 14 nagladekk 4 stk. + vinna kr. 24.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Nær óslitin 31 negld jeppadekk. Eru á orginal Pajero (15") felgum, 6 gata. Verð 50 þús. kr. Upplýs- ingar í síma 896 3910. Smáauglýsingar Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 31.160 kr. á mánuði fyrir klukkustundarlangan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti. Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri Pera vikunnar: Í 50 manna hópi eru 38 dökkhærðir, 29 brúneygðir og 23 eru bæði dökkhærðir og brúneygðir. Hve margir í þessum 50 manna hópi eru hvorki dökkhærðir né brúneygð- ir? Skilafrestur fyrir réttar lausnir er til kl. 12 mánudaginn 7. nóvember. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 31. október. Ný þraut birtist sama dag fyrir kl. 16 ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Body Shop styður Blátt áfram Í VERSLUNUM Body Shop hefur að undanförnu verið seldur vara- salvi til styrktar starfsemi Blás áfram. Nýlega afhenti starfsfólk Body Shop Blátt áfram ágóðann fram að þessu eða samtals 170 þús- und kr. Peningunum er varið í rekstur verkefnisins og styður það í því að halda uppi þeirri fræðslu sem boðið er upp á. Á myndinni má sjá starfsfólk Body Shop og Sigríði Björnsdóttur frá Bláu áfram en hún heimsótti Body Shop á dögunum og ræddi við starfsfólk um verkefnið og fræddi um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, segir í frétta- tilkynningu. UM 4 milljónir króna söfnuðust í klinksöfnun Rauða krossins í sam- vinnu við Sparisjóðinn og Póstinn í átaki sem byrjaði í maí en um er að ræða 1,3 tonn af erlendu klinki. Þetta er í þriðja sinn sem klinksöfn- un er haldin þar sem almenningur er hvattur til að koma með erlent klink á næsta afgreiðslustað Sparisjóðs eða Póstsins. Samtals hafa safnast 25 milljónir króna í þessum þremur söfnunum. Í fréttatilkynningu segir að fjár- munirnir verði notaðir til að efla enn frekar innanlandsverkefni Rauða kross Íslands. Um 4 milljónir króna söfnuðust í klinksöfnun Vörubíll valt við Markarfljót VÖRUBÍLL valt við Markarfljót um kvöldmatarleytið sl. föstudag. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Hvolsvelli var þar um að kenna mikilli hálku á veginum og hvassviðri. Ökumaður slapp án meiðsla en bifreiðin var nokkuð skemmd. Ekki reyndist unnt að draga bíl- inn af vettvangi þá um kvöldið sök- um þess hversu vont veður var, svo það beið morguns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.