Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 58
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes VIÐ ERUM VONDIR OG ILLA LYKTANDI SJÓRÆNINGJAR! OG VIÐ VERÐUM AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ ENGAR STELPUR KOMIST UM BORÐ Í SKIPIÐ H0TUM VIÐ STELPUR? AUÐVITAÐ! VIÐ ERUM SKÍTUGIR SJÓRÆNINGJAR! ÞAÐ MEGA ENGAR STELPUR KOMA UM BORÐ Í SKIPIÐ! Risaeðlugrín © DARGAUD VIÐ FÁUM ALDREI HEITAN MAT EN HVER Á AÐ GANGA PLANKANN? Dagbók Í dag er sunnudagur 30. október, 303. dagur ársins 2005 Eitt er það sem Vík-verja gremst stór- lega, og það eru svo- kallaðir SMS-leikir. Sífellt eru auglýstir nýir leikir þar sem hægt er að vinna ein- hverja vitleysu og óþarfa með því að senda skilaboð. Vík- verja virðist sem skilaboðin kosti í hvert skipti allt að 199 krónum og oft þarf að senda tvenn og jafnvel þrenn skilaboð til að taka þátt í „leiknum“. Þátttakandinn borgar því allt að 600 krónum til að geta átt von um að vinna bíómiða eða spólu sem kostar ekki miklu meira. Ekki þarf að taka fram að vinningshlut- fallið er vitaskuld nær alltaf afleitt. Þetta er að mati Víkverja ekkert annað en happdrætti, og ætti sem slíkt, að því er Víkverja sýnist á lög- um um þessi mál, ekki að vera heim- ilt nema félagasamtökum og stofn- unum sem nota happdrættið til fjáröflunar í góðgerðarskyni. Raunin er hins vegar sú að það eru eingöngu fyrirtæki sem nota þessa leiki, engum til góðs nema sjálfum sér. Mest svíður Víkverja að auglýs- ingum um SMS-leiki eru iðulega gagngert beint til ungra neyt- enda. SMS-sniðið veldur því að ungu vit- leysingarnir, sem allir eiga farsíma, geta glapst til að taka þátt, og enginn milliliður gætir að hver aldur þátttakenda er. Það er ekki að ástæðulausu að börn og ungmenni eru sérstaklega vernd- uð í lögum um happ- drætti, enda þurfa þau verndar við. Víkverja virðist sem algengast sé að viss raftækjaverslun í bænum standi fyrir SMS-leikjum. Víkverja þykir, af auglýsingum fyr- irtækisins að dæma, að oftast sé hafður einn ágætlega eftirsóknar- verður aðalvinningur en aukavinn- ingarnir fyrst og fremst umfram- lager af kvikmyndum og tölvu- leikjum sem mesti glansinn er farinn af. Auðvitað bráðsnjallt að losna við þriðja flokks vörur með þessum hætti, og fá jafnvel gott betur en fullt verð fyrir. Allt fer þetta síðan fram eftirlits- laust og verð og vinningslíkur rituð með agnarsmáu letri neðanmáls. Vikverji vill að þessu linni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Leikhús | Starfsmenn Granda fengu óvænta gesti á dögunum en þeir Atli Rafn Sigurðarson og Jóhann Sigurðarson litu við og glöddu nærstadda með atriði úr leikritinu Halldór í Hollywood. Starfsmenn þurftu þó senn að hverfa aftur til starfa sinna, en óvíst hvort þeim hafa þá verið minnisstæð orð skáldsins í Sölku Völku, að „þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó um- fram alt saltfiskur en ekki draumaríngl“. Morgunblaðið/Golli Hollywood á hafnarbakka MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni; að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. (Post. 10,43.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.