Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 61
sem greinst hefur með krabbamein og að-
standendur, heldur fund í húsi Krabbameins-
fél. að Skógarhlíð 8, Rvík. 4. hæð, 1. nóv. kl.
20. Eiríkur Örn Arnarson forstöðusálfræð-
ingur á Endurhæfingarsviði LSH fjallar um
Hugræna atferlismeðferð. Umræður. Allir
velkomnir.
Fyrirlestrar
Café Rosenberg | Tilfinningatorg verður á
Café Rosenberg 30. okt. kl. 16. Guðfinna
Svavarsdóttir heldur fyrirlestur. Elísabet
Jökulsdóttir tekur á móti gestum.
Kennaraháskóli Íslands | Hanna Óladóttir
aðjúnkt í íslensku við KHÍ heldur fyrirlestur í
Bratta Kennaraháskóla Íslands 2. nóvember
kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber heitið: Tungan á
tímum alþjóðavæðingar.
Námskeið
Fræðsludeild Þjóðleikhússins | Kanadíski
leikarinn Shawn Kinley heldur tvö námskeið
30. og 31. október. „Improvisation“ og
„Group dynamics“. Námskeiðsgjald er kr.
5.000 fyrir hvort námskeið, en 8.000 fyrir
bæði. Skráning í síma 585 1267 eða
fraedsla@leikhusid.is.
Mímir-símenntun | Námskeið um Sölku
Völku eftir Halldór Laxness hefst 1. nóv. kl.
20–22 og verður á þriðjudögum í 4 vikur.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borg-
arleikhúsið. Fyrirlesarar verða Halldór Guð-
mundsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Hrafnhild-
ur Hagalín Guðmundsdóttir og Edda
Heiðrún Backman. Skráning í s. 580 1800
eða á mimir.is.
ReykjavíkurAkademían | Fjallað um ólík
andlit leikkonunnar Elísabeth Taylor og
teknar fyrir nokkrar myndir með henni. Kle-
ópatra, Hver er hræddur við Virginíu Woolf
og Cat on a Hot Tin Roof. Umsjón: Hilmar
Oddsson kvikmyndaleikstjóri. Námskeið
verður 31. okt. Sjá nánar: www.akademia.is.
Íþróttir
Víkingur | Unglingameistaramótið í kumite
(frjálsum bardaga) verður haldið í íþrótta-
húsinu í Víkinni 30. október kl. 10 og lýkur
um kl. 14.
Útivist
Laugardalurinn | Námskeið fyrir byrjendur í
stafgöngu hefst 1. nóvember kl. 17.30.
Skráning og upplýsingar á www.stafganga.is
eða í símum 6168595/6943571.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 61
DAGBÓK
Halló listaverk! er yfirskrift norrænssamstarfsverkefnis fimm menning-arstofnana á Norðurlöndum, NordicHandscape, sem er að ljúka. Markmið
verkefnisins var að rannsaka og þróa mögulega
miðlun menningararfs með farsímatækni. Verk-
efnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni
og heyrir undir hana. „Þetta eru tvö tilraunaverk-
efni sem unnin hafa verið á Listasafni Íslands,“
segir Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðslu-
deildar. „Fyrra verkefnið var tengt sýningunni Ný
íslensk myndlist – um manninn, veruleikann og
ímyndina og nefndist Halló listaverk! I.“
Tilraunin var gerð á sýningartíma frá 12. nóv-
ember 2004 – 16. janúar 2005. Í litlum bæklingi og
við verkin á sýningunni mátti finna nöfn listamann-
anna, þar sem gefin voru upp símanúmer, sem
gestir gátu hringt í og fengið upplýsingar um verk-
ið eða heyrt í listamanninum. Með SMS var hægt
að tjá eigin reynslu með textaskilaboðum, sem birt-
ust á www.listasafn.is.
„Með þessari tilraun vildum við kanna leiðir til að
nota farsímann til að vekja áhuga og dýpka reynslu
gesta af myndlistinni og jafnframt gefa notand-
anum tækifæri á þátttöku með því að segja frá eig-
in reynslu. Tilraunin tókst afar vel en við fundum
þarna leið til að byggja upp upplýsingakerfi á ein-
faldan og ódýran hátt. Verkefnið var unnið í sam-
starfi við símann og fannst miklum meirihluta þátt-
takenda upplýsingarnar gagnlegar og hjálpa sér
við að nálgast myndlistina.“
Hin tilraunin Halló listaverk! II tengist sýning-
unni Íslensk myndlist 1945 – 1960. Frá abstrakt til
raunsæis. Þar má nálgast upplýsingar um verk í
eigu Listasafnsins með því að hringja í ákveðin
númer sem eru við verk í eigu safnsins, og í sýning-
arskrá. Einnig er hægt að sækja mynd af þeim í
símann og í framhaldi senda SMS skilaboð um eig-
in reynslu meðan á sýningunni stendur. Upplýsing-
arnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu safns-
ins.
„Við munum draga saman niðurstöður verkefn-
anna og í framhaldi reyna að miðla og hafa aðgengi-
legar upplýsingar á réttum tíma, á réttum stað þeg-
ar best hentar og leitast við að hafa þjónustuna
gagnvirka eins og nú er með SMS-boðum,“ segir
Rakel. „Það fannst öllum skemmtilegt að heyra
listamennina sjálfa tala og ég sé að þetta er ótrú-
lega mikið notað á sýningunni. Menn ganga um
með símann og hringja jafnvel í hvert einasta núm-
er sem merkt er inn við myndirnar. Svo hefur fólk
verið duglegt við að fylla út spurningalista sem ég
hef verið með.“
Listasafn Íslands | Norrænt samstarfsverkefni
Myndlist kynnt með farsíma
Rakel Pétursdóttir,
fæddist í Reykjavík
1953. Hún lauk MA í
safnafræði frá Rein-
wardt Academy/
University of New-
castle upon Tyne og
hefur starfað við Lista-
safn Íslands frá árinu
1987. Rakel lauk mynd-
listarkennaraprófi frá
Myndlista- og hand-
íðaskólanum 1975 og framhaldsnámi í málara-
list frá Det Fynske Kunstakademi 1979.
Hún hefur starfað við kennslustörf á öllum
skólastigum, flutt fjölmarga fyrirlestra og
skrifað um myndlist og uppeldisfræði mynd-
listar.
85 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudag-inn 30. október, er 85 ára Pétur
Kristján Bjarnason, fyrrv. skipstjóri
og hafsögumaður með meiru, frá Ísa-
firði. Af því tilefni tekur hann á móti
ættingjum og vinum á heimili dóttur
sinnar að Búagrund 17, Kjalarnesi, á
milli kl. 13–18 á afmælisdaginn.
Brúðkaup | Gefin voru saman hinn 20.
ágúst sl. í Kálfafellskirkju í Fljóts-
hverfi af sr. Verði Leví Traustasyni
þau Ragnheiður Hlín Símonardóttir
og Björn Helgi Snorrason. Heimili
þeirra er í Laugatúni 1 á Sauðárkróki.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikhúsferð á Lífsins
tré eftir Böðvar Guðm. 11. nóv. Skrán-
ing í síma 5622571 og á Aflagranda.
Dalbraut 18 – 20 | Tónlistarmaðurinn
Björgvin Þ. Valdimarsson kemur í
heimsókn kl. 10. Tungubrjótarnir verða
gestir í síðdegiskaffinu nk. föstudag kl.
15. Skráning hafin á Halldór í Holly-
wood. Fastir liðir. Uppl. í s. 588–9533.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Aðventuferð eldri borgara til
Kaupmannahafnar. Síðustu forvöð eru
nú að skrá sig í ferð 4.–7. desember á
vegum Emils Guðmundssonar og Fé-
laga eldri borgara í Kópavogi og Sel-
fossi. Skráning og nánari upplýsingar
eru hjá félagsmiðstöðvunum. Einnig
hjá Kolbeini Inga s: 482–2002/697–
8855 eða Þráni s: 554–0999. Greiða
þarf ferðina fyrir 4. nóvember.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur 30. okt. kl. 20, Klassík leik-
ur fyrir dansi. Árshátíð FEB verður
haldin 4. nóv. nk. í Akogessalnum, Sól-
túni 3, dagskrá: Veislustjóri Árni Norð-
fjörð, hátíðaræðu flytur Guðrún Ás-
mundsdóttir, danssýning, söngur o.fl.
Skráning og uppl. á skrifst. FEB s.
588-2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Skráning er hafin í leikhúsferð 18. nóv.
á Lífsins tré, sjálfstætt framhald Hí-
býli vindanna eftir Böðvar Guðmunds-
son. Skráning í síma 525–8590 eftir
hádegi alla virka daga nema þriðju-
daga. Farið verður á Lífsins tré í Borg-
arleikhúsinu 18. nóv. Miðarnir eru
komnir í Garðaberg og eru áhuga-
samir beðnir um að sækja miða.
Félagsstarf Gerðubergs | Á þriðju-
d.og föstud. kl. 10.30 létt ganga um
nágrennið, lagt af stað frá Gerðubergi.
Á fimmtud. frá kl.12.30 myndlist og
silkimálun, leiðsögn veitir Nanna S.
Baldursd. Á föstudögum kl. 9–16.30
bókband (ath.breyttur tími)og fjöl-
breytt föndurgerð. Upplýsingar á
staðnum og s. 575770.
Hæðargarður 31 | Björgvin Þ. Valdi-
marsson tónlistarmaður kemur í
heimsókn í hádeginu á föstudag.
Skráning hafin á leiksýninguna Hall-
dór í Hollywood 24. nóv. Fastir liðir.
Uppl. í síma 568-3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga á
morgun frá Grafarvogskirkju kl. 10.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur
verður að Garðaholti, 1. nóv. kl. 20.
Kaffinefndir 2–4–5.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið,
Hátúni 12. Guðsþjónusta í dag kl. 13 á
vegum Laugarneskirkju.
Vesturgata 7 | Tískusýning verður
föstudaginn 4 .nóvember kl. 14. Sýnd-
ur verður dömu vetrarfatnaður frá
versluninni Dalakofanum í Hafnarfirði.
Veislukaffi. Spilað verður bingó þriðju-
daginn 8. nóvember kl. 12.45, rjóma-
terta með kaffinu.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs-
félagsins alla sunnudaga kl. 17.00–
18.30. Unglingar á aldrinum 13–15 ára
eru boðnir velkomnir.
Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 9.
og 10. bekk er með fundi á sunnudög-
um kl. 20–21.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. er
Vörður Leví Traustason, Gospelkór
Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt
barnastarf á meðan samkomu stend-
ur fyrir 1–12 ára. Allir velkomnir. Bein
útsending á fm 102,9 og hægt að
horfa á www.gospel.is.
M.A. í mannauðs-
stjórnun í
5.–7. sæti
í prófkjöri
Sjálfstæðismanna
til borgarstjórnar-
kosninga 4. og 5.
nóvember
Sif Sigfúsdóttir
Jóhann Páll
Símonarson
Baráttusjómaður í
baráttusæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna
í Reykjavík
Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094
Söguganga um Miðbæinn
kl. 15.00 í dag
með Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur
Gengið frá kosningaskrifstofu Mörtu
í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg
þar sem boðið verður upp á
kaffiveitingar
Allir velkomnirMarta – 6. sæti
BÓKAFÉLAGIÐ Ugla hefur hafið út-
gáfu á nýju tímariti, Þjóðmál, sem
koma mun út fjórum sinnum á ári.
Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ás-
geirsson.
Í ritstjóraspjalli fyrsta heftis, haust-
heftis 2005, segir að Þjóðmálum sé
ætlað að vera „vettvangur fyrir frjáls-
huga fólk sem er orðið þreytt á yf-
irborðslegri og einhliða fjölmiðlun um
stjórnmál og menningu“. Meðal efnis
eru: skrif Björns Bjarnasonar, dóms-
málaráðherra af vettvangi stjórnmál-
anna, Magnús Þór Gylfason, við-
skiptafræðingur, gerir úttekt á
valdaferli R-listans í Reykjavík. Ásta
Möller, alþingismaður, skrifar um
ráðherraábyrgð, og Páll Vilhjálmsson,
blaðamaður, Matthías Johannessen,
skáld og rithöfundur, og Jónas H.
Haralz, fyrrverandi bankastjóri, skrifa
um Davíð Oddsson.
Einnig er birt í ritinu áður óbirt
samtal við Helga heitinn Sæmunds-
son skáld og ritstjóra o.m.fl.
Loks er í ritinu birtur fjöldi bóka-
dóma. Þjóðmál eru 96 bls að lengd
og kosta 1.000 kr. í lausasölu en
fjögur hefti í áskrift kosta 3.500 kr.
ef greitt er með kreditkorti.
Tímarit um
þjóðmálOPNUÐ hefur verið sýning í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sýn-
ing á verkum sem Listasafn Reykja-
víkur hefur keypt eða fengið að gjöf
á árunum 2002 til 2005.
Á sýningunni má sjá nokkur
þeirra verka sem bæst hafa í safn-
eign Listasafns Reykjavíkur á tíma-
bilinu og er markmiðið með sýning-
unni að minna á þennan grunnþátt
starfseminnar, söfnunina sjálfa. Alls
eru það 390 verk sem safnið hefur
eignast á þessum árum eftir 83 lista-
menn. Eðli málsins samkvæmt er að-
eins unnt að sýna brot af þessum
verkum á einni sýningu og þess
vegna hefur Listasafn Reykjavíkur
brugðið á það ráð að gera öll verkin
aðgengileg á sérstökum gagna-
grunni sem er opinn gestum við sýn-
ingarsalina. Þar er að finna upplýs-
ingar um öll verkin og listamennina.
Eitt af hlutverkum Listasafns
Reykjavíkur er að kynna safneign-
ina. Þessu hlutverki hefur Listasafn-
ið sinni með reglulegu sýningarhaldi
á safneigninni og með því að leigja
út verk til borgarstofnana svo sem
skóla, þjónustumiðstöðva, opinberra
skrifstofa og fleiri aðila.
Sýningin til áramóta. Boðið er
upp á leiðsögn á sunnudögum kl. 15.
Nýju verkin sýnd