Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 61
sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur, heldur fund í húsi Krabbameins- fél. að Skógarhlíð 8, Rvík. 4. hæð, 1. nóv. kl. 20. Eiríkur Örn Arnarson forstöðusálfræð- ingur á Endurhæfingarsviði LSH fjallar um Hugræna atferlismeðferð. Umræður. Allir velkomnir. Fyrirlestrar Café Rosenberg | Tilfinningatorg verður á Café Rosenberg 30. okt. kl. 16. Guðfinna Svavarsdóttir heldur fyrirlestur. Elísabet Jökulsdóttir tekur á móti gestum. Kennaraháskóli Íslands | Hanna Óladóttir aðjúnkt í íslensku við KHÍ heldur fyrirlestur í Bratta Kennaraháskóla Íslands 2. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber heitið: Tungan á tímum alþjóðavæðingar. Námskeið Fræðsludeild Þjóðleikhússins | Kanadíski leikarinn Shawn Kinley heldur tvö námskeið 30. og 31. október. „Improvisation“ og „Group dynamics“. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 fyrir hvort námskeið, en 8.000 fyrir bæði. Skráning í síma 585 1267 eða fraedsla@leikhusid.is. Mímir-símenntun | Námskeið um Sölku Völku eftir Halldór Laxness hefst 1. nóv. kl. 20–22 og verður á þriðjudögum í 4 vikur. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borg- arleikhúsið. Fyrirlesarar verða Halldór Guð- mundsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Hrafnhild- ur Hagalín Guðmundsdóttir og Edda Heiðrún Backman. Skráning í s. 580 1800 eða á mimir.is. ReykjavíkurAkademían | Fjallað um ólík andlit leikkonunnar Elísabeth Taylor og teknar fyrir nokkrar myndir með henni. Kle- ópatra, Hver er hræddur við Virginíu Woolf og Cat on a Hot Tin Roof. Umsjón: Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri. Námskeið verður 31. okt. Sjá nánar: www.akademia.is. Íþróttir Víkingur | Unglingameistaramótið í kumite (frjálsum bardaga) verður haldið í íþrótta- húsinu í Víkinni 30. október kl. 10 og lýkur um kl. 14. Útivist Laugardalurinn | Námskeið fyrir byrjendur í stafgöngu hefst 1. nóvember kl. 17.30. Skráning og upplýsingar á www.stafganga.is eða í símum 6168595/6943571. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 61 DAGBÓK Halló listaverk! er yfirskrift norrænssamstarfsverkefnis fimm menning-arstofnana á Norðurlöndum, NordicHandscape, sem er að ljúka. Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa mögulega miðlun menningararfs með farsímatækni. Verk- efnið er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og heyrir undir hana. „Þetta eru tvö tilraunaverk- efni sem unnin hafa verið á Listasafni Íslands,“ segir Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar. „Fyrra verkefnið var tengt sýningunni Ný íslensk myndlist – um manninn, veruleikann og ímyndina og nefndist Halló listaverk! I.“ Tilraunin var gerð á sýningartíma frá 12. nóv- ember 2004 – 16. janúar 2005. Í litlum bæklingi og við verkin á sýningunni mátti finna nöfn listamann- anna, þar sem gefin voru upp símanúmer, sem gestir gátu hringt í og fengið upplýsingar um verk- ið eða heyrt í listamanninum. Með SMS var hægt að tjá eigin reynslu með textaskilaboðum, sem birt- ust á www.listasafn.is. „Með þessari tilraun vildum við kanna leiðir til að nota farsímann til að vekja áhuga og dýpka reynslu gesta af myndlistinni og jafnframt gefa notand- anum tækifæri á þátttöku með því að segja frá eig- in reynslu. Tilraunin tókst afar vel en við fundum þarna leið til að byggja upp upplýsingakerfi á ein- faldan og ódýran hátt. Verkefnið var unnið í sam- starfi við símann og fannst miklum meirihluta þátt- takenda upplýsingarnar gagnlegar og hjálpa sér við að nálgast myndlistina.“ Hin tilraunin Halló listaverk! II tengist sýning- unni Íslensk myndlist 1945 – 1960. Frá abstrakt til raunsæis. Þar má nálgast upplýsingar um verk í eigu Listasafnsins með því að hringja í ákveðin númer sem eru við verk í eigu safnsins, og í sýning- arskrá. Einnig er hægt að sækja mynd af þeim í símann og í framhaldi senda SMS skilaboð um eig- in reynslu meðan á sýningunni stendur. Upplýsing- arnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu safns- ins. „Við munum draga saman niðurstöður verkefn- anna og í framhaldi reyna að miðla og hafa aðgengi- legar upplýsingar á réttum tíma, á réttum stað þeg- ar best hentar og leitast við að hafa þjónustuna gagnvirka eins og nú er með SMS-boðum,“ segir Rakel. „Það fannst öllum skemmtilegt að heyra listamennina sjálfa tala og ég sé að þetta er ótrú- lega mikið notað á sýningunni. Menn ganga um með símann og hringja jafnvel í hvert einasta núm- er sem merkt er inn við myndirnar. Svo hefur fólk verið duglegt við að fylla út spurningalista sem ég hef verið með.“ Listasafn Íslands | Norrænt samstarfsverkefni Myndlist kynnt með farsíma  Rakel Pétursdóttir, fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk MA í safnafræði frá Rein- wardt Academy/ University of New- castle upon Tyne og hefur starfað við Lista- safn Íslands frá árinu 1987. Rakel lauk mynd- listarkennaraprófi frá Myndlista- og hand- íðaskólanum 1975 og framhaldsnámi í málara- list frá Det Fynske Kunstakademi 1979. Hún hefur starfað við kennslustörf á öllum skólastigum, flutt fjölmarga fyrirlestra og skrifað um myndlist og uppeldisfræði mynd- listar. 85 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudag-inn 30. október, er 85 ára Pétur Kristján Bjarnason, fyrrv. skipstjóri og hafsögumaður með meiru, frá Ísa- firði. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar að Búagrund 17, Kjalarnesi, á milli kl. 13–18 á afmælisdaginn. Brúðkaup | Gefin voru saman hinn 20. ágúst sl. í Kálfafellskirkju í Fljóts- hverfi af sr. Verði Leví Traustasyni þau Ragnheiður Hlín Símonardóttir og Björn Helgi Snorrason. Heimili þeirra er í Laugatúni 1 á Sauðárkróki. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikhúsferð á Lífsins tré eftir Böðvar Guðm. 11. nóv. Skrán- ing í síma 5622571 og á Aflagranda. Dalbraut 18 – 20 | Tónlistarmaðurinn Björgvin Þ. Valdimarsson kemur í heimsókn kl. 10. Tungubrjótarnir verða gestir í síðdegiskaffinu nk. föstudag kl. 15. Skráning hafin á Halldór í Holly- wood. Fastir liðir. Uppl. í s. 588–9533. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar. Síðustu forvöð eru nú að skrá sig í ferð 4.–7. desember á vegum Emils Guðmundssonar og Fé- laga eldri borgara í Kópavogi og Sel- fossi. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá félagsmiðstöðvunum. Einnig hjá Kolbeini Inga s: 482–2002/697– 8855 eða Þráni s: 554–0999. Greiða þarf ferðina fyrir 4. nóvember. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur 30. okt. kl. 20, Klassík leik- ur fyrir dansi. Árshátíð FEB verður haldin 4. nóv. nk. í Akogessalnum, Sól- túni 3, dagskrá: Veislustjóri Árni Norð- fjörð, hátíðaræðu flytur Guðrún Ás- mundsdóttir, danssýning, söngur o.fl. Skráning og uppl. á skrifst. FEB s. 588-2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Skráning er hafin í leikhúsferð 18. nóv. á Lífsins tré, sjálfstætt framhald Hí- býli vindanna eftir Böðvar Guðmunds- son. Skráning í síma 525–8590 eftir hádegi alla virka daga nema þriðju- daga. Farið verður á Lífsins tré í Borg- arleikhúsinu 18. nóv. Miðarnir eru komnir í Garðaberg og eru áhuga- samir beðnir um að sækja miða. Félagsstarf Gerðubergs | Á þriðju- d.og föstud. kl. 10.30 létt ganga um nágrennið, lagt af stað frá Gerðubergi. Á fimmtud. frá kl.12.30 myndlist og silkimálun, leiðsögn veitir Nanna S. Baldursd. Á föstudögum kl. 9–16.30 bókband (ath.breyttur tími)og fjöl- breytt föndurgerð. Upplýsingar á staðnum og s. 575770. Hæðargarður 31 | Björgvin Þ. Valdi- marsson tónlistarmaður kemur í heimsókn í hádeginu á föstudag. Skráning hafin á leiksýninguna Hall- dór í Hollywood 24. nóv. Fastir liðir. Uppl. í síma 568-3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga á morgun frá Grafarvogskirkju kl. 10. Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur verður að Garðaholti, 1. nóv. kl. 20. Kaffinefndir 2–4–5. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátúni 12. Guðsþjónusta í dag kl. 13 á vegum Laugarneskirkju. Vesturgata 7 | Tískusýning verður föstudaginn 4 .nóvember kl. 14. Sýnd- ur verður dömu vetrarfatnaður frá versluninni Dalakofanum í Hafnarfirði. Veislukaffi. Spilað verður bingó þriðju- daginn 8. nóvember kl. 12.45, rjóma- terta með kaffinu. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs- félagsins alla sunnudaga kl. 17.00– 18.30. Unglingar á aldrinum 13–15 ára eru boðnir velkomnir. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk er með fundi á sunnudög- um kl. 20–21.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. er Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnastarf á meðan samkomu stend- ur fyrir 1–12 ára. Allir velkomnir. Bein útsending á fm 102,9 og hægt að horfa á www.gospel.is. M.A. í mannauðs- stjórnun í 5.–7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna til borgarstjórnar- kosninga 4. og 5. nóvember Sif Sigfúsdóttir Jóhann Páll Símonarson Baráttusjómaður í baráttusæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094 Söguganga um Miðbæinn kl. 15.00 í dag með Ragnheiði Erlu Bjarnadóttur Gengið frá kosningaskrifstofu Mörtu í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar Allir velkomnirMarta – 6. sæti BÓKAFÉLAGIÐ Ugla hefur hafið út- gáfu á nýju tímariti, Þjóðmál, sem koma mun út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri tímaritsins er Jakob F. Ás- geirsson. Í ritstjóraspjalli fyrsta heftis, haust- heftis 2005, segir að Þjóðmálum sé ætlað að vera „vettvangur fyrir frjáls- huga fólk sem er orðið þreytt á yf- irborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu“. Meðal efnis eru: skrif Björns Bjarnasonar, dóms- málaráðherra af vettvangi stjórnmál- anna, Magnús Þór Gylfason, við- skiptafræðingur, gerir úttekt á valdaferli R-listans í Reykjavík. Ásta Möller, alþingismaður, skrifar um ráðherraábyrgð, og Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, Matthías Johannessen, skáld og rithöfundur, og Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, skrifa um Davíð Oddsson. Einnig er birt í ritinu áður óbirt samtal við Helga heitinn Sæmunds- son skáld og ritstjóra o.m.fl. Loks er í ritinu birtur fjöldi bóka- dóma. Þjóðmál eru 96 bls að lengd og kosta 1.000 kr. í lausasölu en fjögur hefti í áskrift kosta 3.500 kr. ef greitt er með kreditkorti. Tímarit um þjóðmálOPNUÐ hefur verið sýning í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sýn- ing á verkum sem Listasafn Reykja- víkur hefur keypt eða fengið að gjöf á árunum 2002 til 2005. Á sýningunni má sjá nokkur þeirra verka sem bæst hafa í safn- eign Listasafns Reykjavíkur á tíma- bilinu og er markmiðið með sýning- unni að minna á þennan grunnþátt starfseminnar, söfnunina sjálfa. Alls eru það 390 verk sem safnið hefur eignast á þessum árum eftir 83 lista- menn. Eðli málsins samkvæmt er að- eins unnt að sýna brot af þessum verkum á einni sýningu og þess vegna hefur Listasafn Reykjavíkur brugðið á það ráð að gera öll verkin aðgengileg á sérstökum gagna- grunni sem er opinn gestum við sýn- ingarsalina. Þar er að finna upplýs- ingar um öll verkin og listamennina. Eitt af hlutverkum Listasafns Reykjavíkur er að kynna safneign- ina. Þessu hlutverki hefur Listasafn- ið sinni með reglulegu sýningarhaldi á safneigninni og með því að leigja út verk til borgarstofnana svo sem skóla, þjónustumiðstöðva, opinberra skrifstofa og fleiri aðila. Sýningin til áramóta. Boðið er upp á leiðsögn á sunnudögum kl. 15. Nýju verkin sýnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.