Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 64
64 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞORSTEINN Helgason opnaði á
dögunum með pompi og pragt sýn-
ingu í Gallerí Fold. Vel á fjórða
hundrað gesta mættu og djassband
lék listir sínar: „Þau tengjast, djass-
inn og þessi stefna sem ég er með í
verkunum. Þetta er létt og leikandi;
tónfall og hrynjandi,“ sagði Þor-
steinn þegar blaðamaður tók hann
tali.
Sýninguna nefnir Þorsteinn Lit-
vörp en hún kemur í kjölfarið á ann-
arri sýningu Þorsteins, Ljósvörp:
„Þetta eru rúmlega 20 olíumálverk í
mismunandi stærðum. Flokka mætti
verkin sem abstrakt-expressjónisk
og náttúran, litirnir og ljósaspilið
hér heima fær að koma fram en
sjálfsagt spila líka inn í þau ár sem
ég átti í Danmörku – ætli guli lit-
urinn komi ekki þaðan. Svo er þetta
líka örlítið afsprengi af arkitekt-
úrnum, hálfpattinn á gráu svæði.
Byggist á því sama: formum, hlut-
föllum og litasamsetningu, sem
flæðir allt á milli.“ útskýrir Þor-
steinn sem einnig starfar sem arki-
tekt á, og er meðeigandi í, Ask-
arkitektar og er menntaður sem
slíkur við Arkitektaskólann í Kaup-
mannahöfn auk þess að hafa lært við
Myndlistaskólann í Reykjavík og
Myndlistar- og handíðaskólann.
„Ætli litirnir séu ekki mitt sérkenni:
sterkir litir og litasamsetningin. Ef
tala má um einhverja þróun þá er
kannski í verkunum meiri lína, meiri
teikning. Þetta er góður ballans frá
nákvæmninni í arkitektafaginu.
Listin er rýmri en um leið er í henni
nákvæmni líka, bara á annan hátt.“
Áningarstaður
„Það er gott að halda þessar sýn-
ingar, því maður er á vissan hátt að
gera upp. Þegar maður málar hvert
einstakt verk, einbeitir maður sér
aðeins að því en á sýningunni getur
maður séð heildina og stillt mynd-
unum upp þannig að maður leyfi
þeim að tala saman. Þetta er líka
viss áningarstaður til að líta yfir far-
inn veg. Maður staðnæmist aðeins,
íhugar hvað er spennandi í stöðunni
og hvaða stefnu á að taka.“
Þorsteinn á þegar að baki nokkrar
sam- og einkasýningar en nánar má
fræðast um listamanninn, verk hans
og feril á www.formnatura.com.
Sýningin í Gallerí Fold stendur til
30. október.
Litir og ljósaspil
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þorsteinn Helgason arkitekt og myndlistarmaður innan um verk sín í Fold.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
TVÆR gestasýn-
ingar á vegum Kon-
unglega leikhússins í
Kaupmannahöfn
verða á Stóra sviði
Þjóðleikhússins á
sunnudaginn kl. 14
og 16. Um er að
ræða ballettsýningu
fyrir börn þar sem
nemendur listdans-
skóla Konunglega
leikhússins taka
þátt.
Þegar H.C. And-
ersen var ungur
drengur lét hann sig
dreyma um að verða
ballettdansari við
Konunglega leik-
húsið í Kaupmanna-
höfn, en þessi langi
og mjói strákur með
stóru fæturna fann
ekki náð fyrir augum
ballettmeistarans.
En nú fær hann
loksins tækifæri til
að spreyta sig í þess-
ari nýju danssýn-
ingu! Í barnaball-
ettsýningunni
Klippimyndum höld-
um við í æv-
intýralega ferð með
H.C. Andersen, sem
dansar aðal-
hlutverkið og leiðir okkur í gegn-
um vinsæl ævintýri á borð við
Ljóta andarungann, Nýju fötin
keisarans, Næturgalann og Tindát-
ann staðfasta. Klippimyndir æv-
intýraskáldsins verða smám saman
til eftir því sem líður á sýninguna,
vaxa og fylla loks leiksviðið.
Tuttugu og sjö börn dansa í sýn-
ingunni og fara sum þeirra með
veigamikil hlutverk, enda er aðeins
einn fullorðinn dansari í sýning-
unni. Í sýningunni hér á Íslandi
verður ballettinn fluttur í styttri
útgáfu, auk þess sem dansararnir
sýna Bournonvillespor undir stjórn
skólastjóra listdansskólans, Anne
Marie Vessel Schlüter, sem jafn-
framt fræðir áhorfendur um spor-
in. Sýningin í heild er klukku-
stundar löng.
Það eru Konunglegi danski ball-
ettinn og listdansskóli Konunglega
danska leikhússins sem standa að
sýningunni. Danshöfundur Klippi-
mynda er Svíinn Pär Isberg, en
hann samdi meðal annars barna-
ballettinn Hans og Grétu sem hef-
ur notið mikilla vinsælda í Dan-
mörku. Höfundur leikmyndar í
Klippimyndum er Bo Ruben Hed-
wall, búningar eru í höndum Ann-
Mari Anttilla, um lýsingu sér
Torkel Blomkvist, tónlistin er eftir
Niels W. Gade, Edvard Grieg,
Alexander Glazunow og fleiri en
um tónlistar- og leikstjórn sér
Martin Åkerwall.
Listdans | Klippimyndir í Þjóðleikhúsinu
Ævintýraferð
með H.C. Andersen
Tuttugu og sjö börn dansa í sýningunni.
KANADÍSKI leikarinn Shawn
Kinley heldur tvö námskeið í fræðslu-
deild Þjóðleikhússins í dag og á
morgun. Hið fyrra nefnist Improv-
isation eða Spunatækni og verður í
dag milli kl. 13 og 16, en hið síðara
verður haldið annað kvöld kl. 19.30-22
og nefnist Group Dynamics, eða Hóp-
efli.
Kinley starfar með Loose Moose-
leikhópnum í Calgary í Kanada, en
stofnandi hans hefur af sumum verið
talinn frumkvöðull á sviði spunalist-
arinnar. Að sögn Kinley kom hann
sér sjálfur á framfæri við Þjóðleik-
húsið, sem tók vel í þá hugmynd hans
að halda námskeið í húsinu. „Sérsvið
mitt er líkamlegt leikhús, sem virðist
vera vinsælla í Evrópu og Asíu en í
Ameríku, sjálfsagt vegna hefðarinnar
og hversu mörg mál eru töluð þar. Í
Ameríku snýst leiklist að mestu um
líkamshlutann frá hálsi og upp,“ segir
hann.
Spuni frá mörgum
sjónarhornum
Á námskeiðinu í dag verður spuna-
tækni tekin fyrir, grundvallaratriði
hennar, frásögn og skipulag. „Spuni
snýst fyrst og fremst um að spinna
upp hluti á staðnum, en það er hægt
að horfa á hann frá ólíkum sjón-
arhornum. Í leikhúsinu er litið á hann
sem sérstakt listform, en hann er líka
notaður í skólum til að kenna börnum
hluti eins og samvinnu, tillitssemi og
sjálfsvitund. Í atvinnulífinu hefur
spuni verið notaður til að hjálpa fólki
við að hugsa á staðnum og laga sig
breyttum aðstæðum. Spuni hefur því
margvíslega möguleika sem kennslu-
aðferð og ég mun laga námskeiðið
mitt að þeim sem þangað mæta og
þörfum þeirra,“ segir Kinley.
Hópefli skiptir máli
Á námskeiðinu á morgun verður
farið í hópefli; hvernig á að mynda,
efla og styrkja hópavinnu. Nám-
skeiðið er ætlað öllum þeim sem
starfa í hópum og vilja styrkja sam-
starf innan þeirra, og tekist verður á
við hvaða vandamál geta komið upp
og hvernig þau ber að leysa.
Kinley segir hópefli nýtast öllum
hópum sem starfa saman, hvort sem
það er á sviði leiklistar eða annars.
„Sambandið milli samstarfsfólks
skiptir miklu máli. Fólk heldur stund-
um að vinna snúist fyrst og fremst
um hæfa einstaklinga sem komi með
þekkingu í vinnuna, en samskiptin
skipta ekki síður máli. Fólk getur
verið hæft til vinnu, en ef það á í örð-
ugleikum með samskipti við aðra, er
það einskis vert í vinnu,“ segir hann.
Námskeið fyrir alla
Bæði námskeiðin verða kennd á
ensku og segir Kinley námskeiðin
ætluð hverjum sem er, og alls ekki
bara leikhúsfólki. „Meirihluti þeirra
sem sækja námskeiðin mín er ekki
leikhúsfólk. Raunar er það svo að
margir sem ekki eru menntaðir til
þess að koma fram eru oft hræddir
við svona námskeið og telja að þeir
geti ekki gert hitt eða þetta vegna
þess að þeir hafi ekki hlotið til-
hlýðilega þjálfun. Oft stendur þetta
fólk sig hins vegar betur, einfaldlega
vegna þess að það er opnara og ekki
með fyrirframgefnar hugmyndir. Það
hefur báða fætur á jörðinni, og það
hjálpar,“ segir Kinley að síðustu. „Ég
get ímyndað mér fáa, sem ekki hefðu
gott af námskeiðum af þessu tagi.“
Leiklist | Námskeið í spuna og hópefli í Þjóðleikhúsinu
Spuni er frábær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Shawn Kinley mun halda námskeið
í spuna og hópefli í Þjóðleikhúsinu.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
SINDRA Freyssyni rithöfundi
hefur verið boðið að koma fram
á Tertulia-bókmennta- og
listahátíðinni í bænum Deia á
spænsku eyjunni Mallorca, en
hún er haldin í
annað skipti
nú um helgina.
Sindri treð-
ur upp á dag-
skrá alþjóð-
legs ljóða-
kvölds er
kallast Ljóð án
undirtitla, en á
meðal annarra
höfunda er þar koma fram má
nefna rússneska skáldið Xènia
Dyakonova, velska höfundinn
Gwyneth Lewis, japanska höf-
undinn Omitsu Yoshida, franska
höfundinn Didier Malherbe,
katalónska skáldið Josep
Pedrals og Bretann Ralph
Cardwell.
Á meðal þess sem hæst ber á
hátíðinni nú má nefna upplestur
Ians McEwans. Þá mun Roger
McGough lesa úr ljóðum sínum
og kynna nýútkomna sjálfs-
ævisögu sína, Cynthia Lennon,
fyrrverandi eiginkona bítilsins
góðkunna, mun kynna minning-
arbók sína um hans og einnig
verður á hátíðinni sýnd ný heim-
ildamynd um John Lennon.
Á hátíðinni kynnir breski rit-
höfundurinn Julia Blackburn
ennfremur bók sína um ævi
söngkonunnar Billie Holiday.
Þá mun bandaríski kvikmynda-
leikstjórinn Peter Bogdanovich
fjalla um æviminningar sínar og
hið sama gerir Hugh Cornwell,
fyrrverandi söngvari hljóm-
sveitarinnar Stranglers.
Spænski metsöluhöfundurinn
Rafael Reig les úr verkum sín-
um og sömuleiðis þrjár von-
arstjörnur breskra bókmennta,
Kamila Shamsie, Niall Griffiths
og Peter Hobbs, og píanóleik-
arinn, rithöfundurinn og út-
varpsmaðurinn Ben Sidran mun
kynna bók sína um helstu djass-
snillinga sögunnar, svo eitthvað
sé nefnt.
Sindra boðið
á Tertulia-
hátíðina
Sindri Freysson
NÝFUNDIN aría eftir Bach verður
frumflutt á Íslandi í Langholtskirkju
í dag. Arían ber
heitið Alles mit
Gott und nichts
ohn’ ihn (Allt með
Guði og ekkert án
hans), BWV 1127.
Þessi áður
óþekkta aría eftir
Bach fannst hinn
17. maí 2005 í
geymslum bóka-
safns greifynj-
unnar Önnu Amalíu í Weimar. Það
er skemmtileg tilviljun að flutning-
inn ber upp á sama dag og arían var
frumflutt, 30. október.
Þegar hertoginn af Weimar, Wil-
helm Ernst, hélt upp á 52 ára afmæl-
ið sitt hinn 30. október 1713, ákvað
Johann Anton Mylius (Buttstädter
superintendant) að leggja eitthvað
af mörkum í tilefni dagsins. Mylius,
sem var þekktur fyrir áhrifamiklar
predikanir og
fagran skáldskap,
valdi einkunn-
arorð hertogans,
Omnia cum Deo
et nihil sine eo
(Alles mit Gott
und nichts ohn’
ihn) og samdi ljóð
í tólf erindum út
frá þýskri þýð-
ingu á orðunum.
Á síðustu tveimur blaðsíðunum á
öðru af tveimur eintökum ljóðsins
sem til eru í dag er að finna nótna-
handrit Bachs af aríunni (Soprano
solo è ritornello).
Þessi aría verður flutt í messu í
Langholtskirkju í dag kl. 11 af Þóru
Einarsdóttur ásamt strengja-
kvartett.
Nýfundin aría Bachs flutt
Þóra Einarsdóttir J.S. Bach
Þú getur
alltaf emblað.