Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 67
einhvern tíma og því kannski ekki rétt að telja hann með, en honum var þó dreift sem demói til blaðamanna. Músíkin einskonar þungarokk, ekki slæm en mjög slakur hljómur, engin fylling og lítill kraftur fyrir vikið. Umslagið gott en engar upplýsingar um hljómsveitina. Músík:  Umbúðir: Notagildi:  Biogen bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir og eins er með diska hans, þeir lúta ekki sömu lögmálum og annarra. Hann handdreifði til að mynda kynningareintökum á Airwaves og lét engar upplýsingar fylgja á um- slagi, hafði ekkert umslag reyndar. Á diskinum, sem heitir Biopop, er þó að finna upplýsingar um net- og vef- fang örsmáu letri – fer eflaust framhjá flestum. Fyrir vikið er erfitt að meta notagildið, en tónlistin er mjög góð. Músík: Umbúðir:  Notagildi: ? Ragna Kjartansdóttir, sem kallar sig Cell 7, dreifði skemmtilegu demói, fimm lög tilgreind á umslagi en sex á diski. Fjögur þeirra laga eru reyndar bara brot úr lögum, sem er sniðug leið til að kynna tón- list og eiga ekki á hættu á að hún fari víðar en ætlað var. Sumt á skíf- unni er einkar gott, en vissulega erfitt að meta að fullu ef maður heyrir ekki fullt lag. Umslagið úr pappa en einkar skemmtilegur frá- gangur og diskurinn mjög svalur svartur. Músík:  Umbúðir:  Notagildi:  Dimma fer álíka leið og Nilfisk- menn, dreifir diskinum í pappírs- umslagi, en fínar upplýsingar eru prentaðar á diskinn. Lögin eru þrjú á diskinum, hádramatískt þunga- rokk. Hljómur er afbragð, kraft- urinn skilar sér einkar vel. Músík:  Umbúðir:  Notagildi: Besta umslag kynningardisks er umslag Pan, en þeir fara þá leið að setja diskinn í umbúðir fyrir tölvu- leik eða DVD-disk. Í umbúðunum er mikið af upplýsingum, söguágrip og mynd af þeim félögum. Lögin eru fimm, hátt í hálftími af músík. Af umbúðum má ráða að pakkinn hafi upphaflega verið settur saman á síðasta ári, en það kemur ekki að sök. Músík:  Umbúðir:  Notagildi:  Ef Pan eru bestir hvað varðar frá- gang og notagildi þá reka þeir Noise-piltar lestina. Diskurinn er brenndur í óunnu umslagi og engar upplýsingar nema nafn hljómsveit- arinnar og orðið Promu framan á og inni í umslagi nöfn laganna. Engar upplýsingar um hvað Noise sé eða hvernig hægt sé að ná í viðkomandi ef vill. Músíkin er aftur á móti í lagi, lögin fín og vel spilað. Músík: Umbúðir:  Notagildi:  Ein af þeim sveitum sem stóðu sig hvað best á Airwaves að þessu sinni var Ég sem hélt frábæra tónleika á Grand rokk. Ég dreifði líka kynning- ardiski með sex lögum, gömlum og nýjum. Umslagið einfalt og ekki ýkja aðlaðandi, en lágmarksupplýs- ingar. Músík: Umbúðir: Notagildi:  Tony the Pony dreifði vel heppn- uðu fjögurra laga demói á Airwaves, músíkin fín, hljómur góður og um- slagið vel heppnað með kappnógum upplýsingum. Músík: Umbúðir:  Notagildi:  Tvær erlendar sveitir að minnsta kosti dreifðu kynningardiski, breska hljómsveitin The Rushes og dansk-íslenska hljómsveitin Bob Volume. Ágætis poppraul hjá The Rushes, sungið mærðarlega og prýðilega útsett. Bob Volume rokka liðlega, en hljómboðaspilirí spillir og slæmur framburður. Umbúðir The Rushes pappaumslag með álímdum miða með upplýsingum. Bob Vol- ume er í plastumslagi með mjög skemmtilegu umslagi og grunn- upplýsingum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 67 MEÐ kvikmyndinni Manndrápið (Drabet), sem hlaut Kvikmynda- verðlaun Norðurlandaráðs nú í vik- unni, hefur danski leikstjórinn Per Fly lokið þríleik sínum um þá breysku samfélagsveru sem mann- skepnan er. Myndirnar þrjár fjalla um manneskjur sem lenda í öng- stræti sem að hluta má rekja til samfélagsaðstæðna og að hluta til þeirra eigin misvitru ákvarðana. Í hverri mynd er sjónum beint að ólíkum lögum samfélagsins, í Bekknum (Bænken) er sögusviðið lágstéttin í Danmörku, í Arfinum (Arven) var það aðallinn, en í Manndrápinu er sjónum beint að millistéttinni. Manndrápið er eins og nafnið gefur til kynna saga um manndráp og afleiðingar þess, ekki síst á líf hinna seku. Aðalsögupersónan er hinn 52ja ára félagsfræðikennari Carsten, sem reynir að end- urheimta eitthvað af eldmóði og hugsjónum æskunnar með því að eiga í ástarsambandi við Pil, fyrr- um nemanda sem er bæði ung og falleg og róttækur aðgerðasinni. Þegar Pil stendur frammi fyrir ásökunum um morð á lögreglu- manni í kjölfar mótmælaaðgerða, fyllist Carsten örvæntingu og snýr baki við eiginkonu sinni og ráðsettu millistéttarlífi til þess að styðja ást- konuna. Manndrápið er kröftuglega leikin og vandlega unnin átakasaga. Þar fylgjumst við með elskendum sem reyna af veikum mætti að breiða yfir óafturkræfan glæp en óhjá- kvæmilega steypir vitneskjan um hann gerendunum og fórnarlömb- unum smám saman í glötun. Ferlið er hæggengt og sársaukafullt en þökk sé frábærri frammistöðu þeirra Jespers Christensens sem leikur Carsten, Pernille August sem leikur Ninu, eiginkonu Car- stens og Charlotte Fich sem leikur ekkju hins myrta spilast dramað út á áhrifamikinn hátt. Beate Bille leikur ástkonuna Pil sem er öllu óræðari persóna sem fyrir vikið veikir söguna. Hún flöktir milli þess að vera fullgildur þátttakandi í tilfinningalegum afleiðingum þeirrar angistar sem hún átti þátt í að valda, og öllu klisjukenndari ímynd kaldlynds tálkvendis sem leiðir hinn miðaldurskreppta Car- sten afvega í lífinu. Þá eru tilraunir til þess að tengja dæmisöguna um sekt sögupersóna við andvaraleysi millistéttarinnar gagnvart mann- réttindaglæpum í heiminum ekki nógu vel útfærðar í myndinni, þó svo að þær gefi henni vissulega dýpt. Styrkleikar myndarinnar eru hins vegar fólgnir í því hversu átakanlega er tekist á við afleið- ingar þess harmleiks sem dauði lögreglumannsins er, og áhorfand- anum ekki sleppt fyrr en hann hef- ur fylgt þeim sem hlut eiga að máli alla leið. Afleiðing- ar glæps KVIKMYNDIR Októberbíófest Manndrápið (Drabet)  „Styrkleikar myndarinnar eru fólgnir í því hversu átakanlega er tekist á við afleiðingar þess harm- leiks sem dauði lögreglumannsins er,“ segir meðal annars í dómi. Heiða Jóhannsdóttir Leikstjórn: Per Fly. Aðalhlutverk: Jesper Christensen, Beate Bille, Pernille August og Charlotte Fich. Danmörk, 108 mín. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn  S.V. Mbl. On a Clear Day • Sýnd kl. 2 Enskt tal/Ótextuð Kung Fu Hustle • Sýnd kl. 2 Enskur texti Adams Æbler • Sýnd kl. 4 Danskt tal/Ótextuð The Aristcrats • Sýnd kl. 4 Enskt tal/Ótextuð Oh Happy Day • Sýnd kl. 6 Danskt tal/Ótextuð Crónicas • Sýnd kl. 6 Spænskt tal/Ens. texti Separate Lies • Sýnd kl. 8 Ens. tal/Ísl. texti Pusher lll • Sýnd kl. 8 Danskt tal/Ótextuð Pusher ll • Sýnd kl. 10 Danskt tal/Ótextuð Solkongen • Sýnd kl. 10 Danskt tal/Ótextuð októberbÍófest | 26. október - 14. nóvember Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 17.30 Sími 551 9000  VJV Topp5.is  Kóngurinn og Fíflið, XFM Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju. Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Sýnd kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  ó.H.T. Rás 2 TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. 400 KR. (besti leik- stjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna 400 kr. í bíó!* * Gildir á a­lla­r sýn­in­ga­r merkta­rmeð ra­uðu Bráðfyndin og kolsvort kómedía sem virðir pólítíska réttsýni að vettugi. Á dönsku. Engin texti. Þriðja myndin í hinum ofbeldisfullu og blóðugu Pusher myndaflokki. Pusher III Crónicas Magnaður þriller með John Leguizamo. Spænskt tal. Enskur texti. Upplifðu upphafið af töffaraskap hjólabrettana. "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM  "“hörku spennandi barátta upp á líf og dauða þar sem öll tiltæk meðöl eru notuð...”"  S.V. MBL  EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára  H.J. Mbl. ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðagur sýnd. Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl. tal Sýnd kl. 2 Ísl. tal ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 áraSýnd kl. 1.45, 3, 5.30, 8 og 10.30-POWER POWER SÝNIN G KL. 10 .30 á s tærst a thx tj aldi l andsi ns 553 2075bara lúxus ☎
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.