Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 2005 69
Ég held það sé best að þúsegir mér fyrst um hvaðLords of Dogtownsnýst.
Í stuttu máli má segja að mynd-
in sé um vandamál táninga sem
alast upp við erfiðar aðstæður og
þurfa að kljást við ýmsa erfiðleika,
bæði innan heimilisins og og utan.
Slíkir krakkar finna sér yfirleitt
einhvers konar áhugamál sem
deyfir sársaukann og gerir þeim
kleift að verða metin að eigin verð-
leikum. Í þessari mynd er það
hjólabrettið sem gegnir hlutverki
öryggisventilsins. Það verður einn-
ig að einhvers konar tákni fyrir
frelsi en ekki síður eitthvað sem
unglingarnir geta sameinast um.
Þarf maður að vera áhugamaður
um hjólabretti til að skilja mynd-
ina?
Nei, nei. Það er algjört auka-
atriði í sjálfu sér fyrir framvindu
sögunnar. Hjólabrettið gæti alveg
eins verið bolti eða frisbídiskur. En
út af því að líf persónanna í mynd-
inni snýst um hjólabretti verður
hún líklega vel sótt af hjóla-
brettafólki og í myndinni er fullt af
mjög flottum hjólabrettaatriðum.
Hún er að einhverju leyti byggð
á heimildamyndinni Dogtown and
Z-boys ekki satt, sem fjallar um
upphaf hjólabrettaæðisins.
Sú mynd fjallar meira um tækni-
leg atriði hjólabrettamenning-
arinnar á meðan að þessi mynd
fjallar að mestu um sálarlíf persón-
anna. En jú, persónurnar eru
byggðar á nokkrum aðalpersónum
heimildamyndarinnar.
Þú hefur áður leikstýrt myndinni
Thirteen sem einnig fjallar um tán-
inga. Hvað er það við táningslífið
sem heillar þig?
Táningsaldurinn er mjög merki-
legur tími því að þá er allt að
breytast. Líkaminn breytist, kyn-
hvötin vaknar, þú mátt keyra,
drekka og verður um leið að
ákveða framtíðina svo að það er
allt að gerast á mjög stuttum tíma
þegar táningurinn er síst undir það
búinn. Þetta er mjög merkilegt
ferli sem mér finnst mjög
skemmtilegt að skoða.
Þú hefur unnið lengi í kvik-
myndaiðnaðinum, bæði sem fram-
kvæmdahönnuður (production de-
signer) og nú síðast sem leikstjóri,
hvort starfið á betur við þig?
Mér fannst frábært að vinna að
framkvæmd kvikmynda, skapa útlit
myndanna og vinna með öllu
tæknifólkinu en munurinn er núna
sá að ég vinn meira með leik-
urunum og með handritið sjálft
sem mér finnst mjög skemmtilegt.
Ég fór meira að segja í leiklist-
artíma til að skilja betur hvað leik-
ararnir ganga í gegnum þegar þeir
standa fyrir framan myndavélina.
Eru margir leikstjórar sem gera
það?
Já, ég held að þeir sem ekki
byrja sem leikarar geri það alla
jafna. Flestir held ég.
Var það alltaf ætlun þín að vinna
við kvikmyndir?
Ég held það. Ég er að vísu
menntuð sem arkitekt en þegar ég
kom fyrst til Los Angeles hafði ég
búið til nokkrar stuttmyndir. Hins
vegar stungu allir upp á því þegar
þeir fréttu að ég væri arkitekt að
ég sæi um að skipuleggja útlit
kvikmynda og ég þá fékk að vinna
með leikstjórum eins og Cameron
Crowe sem ég lærði mikið af. Sú
vinna held ég að hafi treyst mína
trú á að verða leikstjóri.
Af hverju ákvaðstu að búa til
þessa mynd?
Ástæðan er nú frekar einföld.
Ég bý í Venice þar sem myndin
gerist og meira að segja í sömu
götu og Tony Alva (ein aðal-
persóna Dogtown and Z-boys) og
ég hef áður unnið að brettamynd
auk þess sem ég stunda brimbretti
og hitti því marga af hinum upp-
runalegu „Z-boys“ á degi hverjum.
Hvar er þetta fólk í dag?
Það er flest við sama heygarðs-
hornið. Sumir vinna til dæmis
ennþá í brettabúðum og í kringum
brettaiðnaðinn, einn er atvinnugolf-
ari, annar grafískur hönnuður – út
um allt eiginlega.
Nú þegar þessi mynd er full-
gerð, ertu byrjuð að undirbúa
næstu kvikmynd?
Já. Ég er að vinna að mynd sem
mun kallast The Monkey Vrench
Gang og er byggð á skáldsögu eftir
Edward Abbey sem var í sama
vinahópi og Robert Redford og
Dennis Hopper. Myndin fjallar um
fjórar persónur sem fara um
Bandaríkin og reyna að virkja fólk
til að huga að náttúrunni og um-
hverfinu. Þetta verður mjög
skemmtileg mynd, ég get sagt það
strax.
Kvikmyndir | Lords of Dogtown sýnd á kvikmyndahátíðinni Októberbíófest
Reuters
Þau John Robinson, Victor Rasuk og Emile Hirsch sýna leikni sína á hjóla-
brettum í Lords of Dogtown.
Kvikmyndin Lords of Dogtown er ein þeirra mynda sem boðið er upp á á Októberbíófest. Myndin byggist á einni
vinsælustu heimildamynd síðari ára, Dogtown and Z-boys sem fjallar um upphaf hjólabrettaæðisins í Kaliforníu.
Leikstjórinn Catherine Hardwicke ræddi við Höskuld Ólafsson um kvikmyndina og feril sinn í Hollywood.
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Arkitektinn og leikstjórinn
Kalli og
sælgætisgerðin
KRINGLANÁLFABAKKI
Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd
ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.
ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar
Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd.
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF
Frá leikstjórum There´s Something About
Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy
DREW BARRYMORE JIMMY FALLON
Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir .
Munu þau fíla hvort annað?
TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ
M.M.J. / Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
S.V. / MBL
"Fyrirtaks
skemmtun
sem hægt er
að mæla með"
MMJ - kvikmyndir.com
V.J.V. TOPP5.IS
KISS KISS BANG BANG kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára
KISS KISS BANG BANG VIP kl. 1.40 - 3.45 - 6.05 - 8.15 - 10.30
FLIGHT PLAN kl. 1.40 - 3.50 - 6.05 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára
WALLACE AND GROMIT - Ísl. tali kl. 1.50 - 4 - 6.05
WALLACE AND GROMIT - m/ensku tali kl. 6.05 - 8.15 - 10.30
CINDERELLA MAN kl. 10.30 B.i. 14 ára.
THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára.
GOAL kl. 8.15
VALIANT m/Ísl. tali kl. 1.50 - 3.40
SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50
CHARLIE AND THE... kl. 1.40 - 3.50
KISS KISS BANG... kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára.
PERFECT CATCH kl. 4.10 - 8.15 - 10.30
FLIGHT PLAN kl. 8 - 10.15 B.i. 12 ára.
WALLACE & GROMIT - m/Ísl. tali kl. 12 - 2 - 4 - 6
MUST LOVE DOGS kl. 6
VALIANT m/Ísl. tali kl. 12 - 2 - 4
SKY HIGH kl. 12 - 2.05
S.V. / MBL
Vinsælasta myndin í USA og
á BRETLANDI Í dag.
OG
FRÁ
FRAMLEIÐENDUM
H.J. Mbl.
Ð Á ALLAR MYNDIR KL. 12 & 2 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI