Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 4
4 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Búdapest þann 14.
nóvember. Þú bókar 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1 og kynnist þessari
glæsilegu borg á einstökum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
2 fyrir 1 til
Búdapest
14. nóv.
frá kr. 19.990
Síðustu sætin
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. Út 14. og
heim 17. nóv. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 2.800
Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli á Hotel Tulip Inn
með morgunverði. Netverð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
NOKKUR umræða hefur átt sér
stað undanfarið um vatn og sú
spurning vaknað hvort skilgreina
þurfi eignarhald á því hérlendis.
Einnig hefur verið rætt um nýt-
ingu og varðveislu vatns og litið
til framtíðar í þeim efnum.
Arnar Sigurðsson hjá Loft-
myndum ehf. spyr því hvort ekki
sé grunnforsenda að vita að
minnsta kosti hvar vatn landsins
liggi áður en farið er út í umræðu
um vatn af einhverri alvöru. Loft-
myndir eiga í dag háupplausna-
loftmyndir af öllu Íslandi sem
teknar hafa verið undanfarin 8 ár
til stafrænnar kortagerðar.
Hægt að greina
hugsanlega mengun
Úr þessum myndum hafa Loft-
myndir unnið vatnafarsgrunn sem
inniheldur lagskipt landfræðilegt
vatnafarslíkan af öllu Íslandi. Í
líkanið eru skráðar rennsl-
isstefnur og hæðir svo afmarka
megi vatnasvið helstu vatnsfalla
og þjónar rannsóknarhagsmunum
en einnig sem hjálpartæki við
náttúruvöktun. Grunnurinn er
unninn með nákvæmni sem svarar
til mælikvarða 1:5.000 (um 1
metri). Teiknaðar eru bæði miðl-
ínur vatnsfalla og bakkar þeirra
þar sem það á við.
Segir Arnar að grunnurinn
innihaldi allar ár, skurði, læki,
tjarnir og vötn eða allt yfirborðs-
vatn á landinu. Einnig er yf-
irborðið flokkað eftir t.a.m. hvort
um sé að ræða yfirborðsvatn sem
þornar upp á sumrin og eftir
þeim sem renna allt árið um
kring. Segir Arnar þennan grunn
hugsaðan til að nota í sérhæfðum
upplýsingakerfum fyrir aðila eins
og Umhverfisstofnun, yf-
irdýralækni eða Orkustofnun. Ef
olíubíll færi til dæmis á hliðina
einhvers staðar þá er hægt að
skoðað vatnafarið á því svæði og
reikna út hvert vatnið rennur og
skilgreina hvar hugsanleg meng-
un gæti legið. Eins er hægt að
nota slíkan grunn ef smit eða
sjúkdómar koma upp, þá er hægt
að skoða hvar drykkjarból eða
vatnsuppsprettur liggja sem vald-
ið geta sýkingu. Segir Arnar slík-
ar kröfur vera gerðar til land-
upplýsinga erlendis en nú blasi
einmitt við að Ísland þurfi að full-
nægja Vatnatilskipun Evrópusam-
bandsins en til þess þurfi einmitt
réttan vatnafarsgrunn.
Mikil nákvæmni
Spurður um Landmælingar Ís-
lands og þeirra hlutverk segir
Arnar þá stofnun ekki eiga neitt
sem jafnist á við vatnafarsgrunn
Loftmynda. Segir Arnar að vatna-
farsupplýsingar Landmælinga Ís-
lands sé afar grófar og fullnægi
engan veginn þeim kröfum sem
gerðar eru til slíkra gagna. Eins
sé markmið Landmælinga Íslands
að skrá slík gögn með +/-100
metra nákvæmni en Loftmyndir
vinni með +/-1 metra nákvæmni.
Því spyr Arnar hvers vegna við
ættum að eyða skattpeningum í
að búa til gögn sem eru 100 sinn-
um ónákvæmari en þau gögn sem
nú eru til.
Þá segir Arnar að vatnafars-
grunnurinn hafi verið kynntur
hinu opinbera og hafi Orkustofn-
un lýst miklum áhuga. Jafnframt
hafi fyrirtækið nýverið gert um-
hverfisráðuneytinu tilboð í yf-
irtöku á öllum rekstri og skuld-
bindingum Landmælinga Íslands
gegn 100 milljóna króna lækk-
unar tilkostnaðar fyrir ríkissjóð.
Aðspurður sagðist Arnar fastlega
gera ráð fyrir að umhverfisráðu-
neytið muni sýna vatnafarsgrunn-
inum áhuga en svör ráðuneytisins
hafi ekki enn borist við fyrra til-
boðinu.
Loftmyndir hafa unnið vatnafarsgrunn af Íslandi
Sýnir allt yfirborðsvatn landsins
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
ÍBÚAR í Reykhólahreppi felldu á ný með
afgerandi hætti tillögu um að hreppurinn
sameinist Dalabyggð og Saurbæjarhreppi í
sameiningarkosningu á laugardaginn var
og eru úrslitin nánast þau sömu og þau
voru í sameiningarkosningunum fyrir mán-
uði síðan.
Á kjörskrá voru 195. 119 kusu eða 61%.
Já sögðu 37, eða 31% en nei sögðu 82, eða
tæp 69%.
Íbúar í hreppnum felldu sameiningartil-
lögu fyrir mánuði, eins og fyrr sagði, en
íbúar hinna sveitarfélaganna tveggja sam-
þykktu tillöguna og því þurfti að endurtaka
kosninguna.
!
"#$%
&'%
( ! % )%*+$
! ,"'%
Reykhóla-
hreppur
felldi á ný
sameiningu
ÍBÚAR í Tjörneshreppi, Skútustaðahreppi
og Aðaldælahreppi felldu afgerandi tillögu
um sameiningu þessara sveitarfélaga við
Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öx-
arfjarðarhrepp, en íbúar í Kelduneshreppi
samþykktu tillöguna naumlega í sameining-
arkosningum sem fram fóru á laugardag.
Þessi fjögur sveitarfélög felldu samein-
ingu í sameiningarkosningunum 8. október
síðastliðinn og var kosningin endurtekin nú.
Í Skútustaðahreppi voru 313 á kjörskrá og
greiddu 197 atkvæði, eða tæp 63%. Já sögðu
57 en nei 138. Í Aðaldælahreppi voru 189 á
kjörskrá og greiddu 132 atkvæði, eða tæp
70%. Já sögðu 27 en nei 105. Í Tjörnes-
hreppi voru 53 á kjörskrá og greiddu 45 at-
kvæði eða 85%. Já sögðu 17 og nei 27. Í
Kelduneshreppi var 81 á kjörskrá og
greiddu 65 atkvæði, eða 80%. Já sögðu 34
og nei 30.
.
/
!
"# $
,01,"%
( ! % )%#0&"1
%& ' ##$%
(
$'#%
! ' ' ,#&%
)*
"1%
+ ,"2%
# 1#+%
3 af 4 sveit-
arfélögum
felldu samein-
ingu í S-Þing.
ÞRÍR voru fluttir á sjúkrahús til að-
hlynningar eftir bílveltu á Suður-
landsvegi skammt frá Bláfjalla-
afleggjaranum laust fyrir miðnætti
á laugardagskvöld. Meiðsl fólksins
munu þó ekki hafa verið mikil.
Aðdragandi óhappsins var sá, að
bíl var ekið á miklum hraða austur
Suðurlandsveg og lenti hann aftan á
bílnum sem fór út af. Skömmu síðar
velti tjónvaldurinn einnig sínum bíl.
Er hann talinn hafa verið ofurölvi.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
mun ofsaakstur hins ölvaða hafa
staðið nokkuð lengi og hafi hann far-
ið fram úr mörgum bílum áður en
áreksturinn varð.
Ölvaður maður
olli tveim
bílveltum
RÁÐIST var á pítsusendil í Árbæj-
arhverfi í fyrrinótt og hann barinn,
auk þess sem skemmdir voru unnar
á bílnum sem hann var á. Árás-
armennirnir virðast hafa veist að
sendlinum að tilefnislausu og er
þeirra leitað. Þeir rændu þó ekki af
honum verðmætum. Málið er í
rannsókn hjá lögreglunni.
Þá voru tveir menn handteknir
vegna tveggja innbrota í borginni í
fyrrinótt.
Laust fyrir klukkan fimm í gær-
morgun voru tveir 16 ára drengir
handteknir vegna gruns um að hafa
stolið bíl og ekið honum undir
áhrifum áfengis.
Á milli klukkan 7 og 10 í gær-
morgun voru fjórir ökumenn teknir
vegna gruns um ölvun í borginni.
Ráðist á
pítsusendil
TVÖ fíkniefnamál komu til kasta
lögreglunnar á Akureyri í fyrri-
nótt. Í hvoru fyrir sig voru fjórir
aðilar handteknir og hald lagt á lít-
ils háttar magn af hassi og amfeta-
míni. Eftir yfirheyrslur voru þeir
látnir lausir og eru málin upplýst.
Þá hafði lögreglan afskipti af sex
líkamsárásarmálum í fyrrinótt.
Tvö fíkni-
efnamál upplýst