Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.2005, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGIR fanganna á Litla-Hrauni teljast til hörðustu fíkla landsins og þeir þurfa að fá viðeigandi fráhvarfs- meðferð. Það getur hins vegar reynst flókið þar sem ekki er sólar- hringsvakt heilbrigðisstarfsfólks í fangelsinu og þangað er smyglað eit- urlyfjum í talsverðum mæli. Breyt- ingar á lyfjagjöfum til fanga hafa þó bætt ástandið, að sögn Ragnars Gunnarssonar, sérfræðings í heim- ilislækningum við Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, en sú stofnun sinnir heilbrigðismálum á Litla- Hrauni. Ragnar flutti erindi á föstudag á morgunverðarfundi samráðsnefndar um málefni fanga. Hann sagði að ýmsir kvillar gætu hrjáð fanga þeg- ar þeir kæmu í fangelsið, s.s. lík- amlegir sjúkdómar og áverkar eftir slys en einnig geðrænir kvillar s.s. þunglyndi og ekki síst eiturlyfjafíkn. Síðasttalda sjúkdóminn væri einna erfiðast að eiga við, sérstaklega hjá þeim sem hefðu verið í mikilli neyslu amfetamíns eða annarra örvandi efna. Þegar fíklar kæmu inn til af- plánunar væri hætta á að þeir fengju alvarleg fráhvarfseinkenni, m.a. lífs- hættulega krampa. Þunglyndi hrjáði sömuleiðis stóran hóp fanga og í sumum tilvikum væri það svo slæmt að veruleg hætta væri á sjálfsvígum. Á síðustu þremur árum hefði einn fangi fallið fyrir eigin hendi en yf- irleitt væru sjálfsvíg fátíð í fangels- unum. „Við höfum í rauninni bara verði heppnir,“ sagði Ragnar í sam- tali við Morgunblaðið. Ný stefna árið 2004 Algengt er að eftir að fangar hafa verið í fangelsinu í nokkrar vikur fari þeir að huga að því að fá lækn- ingu á gömlum meinum og einnig að afla sér örorkubóta fyrir áverka sem þeir segjast hafa hlotið eða sjúk- dómsástands síns. Talsverður tími færi í að skoða fangana og gefa út vottorð fyrir umsóknir um ör- orkubætur. Þá sagði Ragnar að sumir fanganna sæktust stíft eftir ákveðnum lyfjum, þeir viti oft ná- kvæmlega hvað þeir vilji fá og setji beiðnirnar jafnvel fram með skrif- legum hætti. Oftast væri um að ræða róandi lyf og deyfilyf sem eru mjög vanabindandi og gætu jafnvel leitt til þunglyndis. Árið 2004 hefði verið tekin ný stefna í lyfjamálum og nú væru þessi lyf aðeins gefin í undantekning- artilfellum og að vel athuguðu máli. Ragnar sagði að þessi stefna hefði gefist vel, þó að sumir fanganna væru ekki ánægðir með að fá ekki lengur lyfin sín. „Það er minna rugl og minni æsingur,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Það hái þó meðferð við eiturlyfjafíkn að á Litla-Hrauni er ekki meðferðardeild en fangi sem fengi alvarleg frá- hvarfseinkenni þyrfti helst að vera undir eftirliti læknis allan sólar- hringinn. Á Litla-Hrauni væri að- eins læknisþjónusta á dagvinnutíma þó að hægt sé að hringja eftir aðstoð. „Þetta eru fíklar sem eru í gríð- arlegri neyslu, í þessum hópi eru margir hörðustu fíklar þjóðfélagsins og þetta getur þess vegna verið tals- vert flókið,“ sagði Ragnar. „Það sem gerir þetta mjög erfitt er að lyf flæða inn í fangelsið, þangað er smyglað inn bæði fíkniefnum og læknalyfjum. En það eina sem við getum gert er að ergja okkur því það er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, þó það sé hægt að koma í veg fyrir þetta að einhverju leyti. Konur sem heimsækja fangana geta t.d. smyglað inn eiturlyfjum í leggöng- um,“ sagði hann. Þá væri verulegur vandi tengdur steraneyslu. „Þegar menn eru í neyslu örvandi efna borða þeir lítið og grennast en síðan þegar þeir koma í fangelsið fara þeir á stera og belgjast út á 3–6 mánuðum. En þetta er vandamál í öllum fangelsum í heiminum, það tekst hvergi að koma í veg fyrir smygl inn í fangelsi,“ sagði hann. Þá bætti hann við að stefna í fangelsismálum væri að breytast til hins betra og í Fangels- ismálastofnun væri rekin mannúðleg stefna í málefnum fanga. Ekki samræmd stefna Í umræðum um erindi Ragnars kom m.a. fram að ekki er samræmd lyfjastefna fyrir öll fangelsi í land- inu. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sagði m.a. að óskað hefði verið eftir því að Landlæknir gæfi út vinnureglur um slíka stefnu. Jón Arnar Einarsson hjá Byrginu sem vinnur að því að hjálpa föngum að koma undir sig fótunum sagði að fangar hefðu aðra sögu að segja um lyfjagjöf á Litla-Hrauni en fram kom í erindinu. Ragnar sagði að þær upp- lýsingar hljóti að vera annaðhvort frá því fyrir árið 2004 eða byggðar á misskilningi. Á Litla-Hrauni er boðið upp á eft- irfarandi heilbrigðisþjónustu:  Móttaka og viðvera hjúkr- unarfræðinga frá þriðjudegi til föstudags.  Móttaka heimilislækna tvisvar í viku, hálfan dag í senn.  Móttaka geðlæknis að jafnaði einu sinni í viku. Heimild er til að auka geðlæknisþjónustu en enn hefur ekki tekist að ráða mann í starfið. Vonir standa til að það geti gerst innan tíðar.  Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Heilbrigðis- þjónusta á Litla-Hrauni YFIR níu milljón manns eru í fang- elsum í heiminum, nærri helmingur þeirra í þremur löndum; Bandaríkj- unum, Kína og Rússlandi. Hlutfall fanga af heildaríbúafjölda er óvíða lægra en á Íslandi. Þetta kemur fram í lista sem gefinn er út af King’s College í Lundúnum. Hlutfall fanga er hvergi hærra en í Bandaríkjunum eða 714 fangar á hverja 100.000 íbúa. Alls er um 2,1 milljón fanga í bandarískum fangelsum. Næstflestu fangarnir eru í Kína eða ríflega 1,5 milljónir, fyrir utan gæsluvarðhaldsfanga og þá sem er haldið í svonefndri „stjórnunargæslu“ og í þriðja sæti er Rússland með um 760.000 fanga. Hlutfall fanga af heildaríbúatölu er 118 fangar á hverja 100.000 íbúa í Kína og samsvarandi tala í Rúss- landi er 523. Tölur um fjölda fanga voru ekki allar frá sama tímabili. Viðmiðunardagsetning Íslands var 1. september 2004. Þá voru 115 manns í fangelsum eða 39 á hverja 100.000 íbúa. Aðeins í níu löndum var hlutfallið lægra, skv. fyrr- nefndum lista sem inniheldur upp- lýsingar um ástandið í rúmlega 200 löndum. Upplýsingar vantar um fjölda fanga í nokkrum löndum. Níu millj- ónir í fang- elsum heimsins  Meira á mbl.is/ítarefni MENN breyta ekki hegðun sinni þó þeir séu settir á bak við lás og slá og séu þeir fíklar utan fangels- isveggjanna heldur fíknin áfram eftir að inn er komið. Þetta sagði Michael Levy, prófessor og yf- irmaður rannsóknarmiðstöðvar um heilsufar innan ástralska rétt- arvörslukerfisins, í erindi sem hann hélt á morgunfundinum. Aðstæður í áströlskum fang- elsum eru um flest aðrar en á Ís- landi. Um 9.000 manns eru í fang- elsum þar í landi og alls fara um 18.000 manns um fangelsiskerfið á hverju ári. Heróín er algengasta fíkniefnið innan múranna og lifr- arbólga C sem m.a. smitast með sprautunálum er útbreidd. Levy sagði afar mikilvægt að veita föng- unum heilbrigðisþjónustu, þ.á m. öfluga fíkniefnameðferð. Í Ástralíu hefði verið talsverð mótspyrna við meþódón-meðferð sem veitt er heróínsjúklingum en rannsóknir sýndu að hún gæfi góða raun. Með- ferðin drægi verulega úr líkunum á því að viðkomandi yrði aftur háður heróíni eða leiddist út í alvarlega glæpi. Þar að auki bætti hún heilsu fanga og yki til muna lífslíkur þeirra. Í þessum efnum væri það grundvallaratriði að meðferð sem er lögleg og stunduð úti í samfélag- inu ætti allt eins að stunda innan fangelsisveggjanna. Levy sagði mikilvægt að ná til fíklana um leið og þeir koma inn í fangelsin. Þá væru þeir yfirleitt í erfiðri stöðu, þeir hefðu ekki fengið fíkniefni í einhvern tíma og ættu í erfiðleikum með að nálgast þau. Í fangelsunum væri hins vegar nægt framboð af fíkniefnum og aðeins tímaspursmál hvenær fíklarnir kæmust í tæri við þau. Meþódón-meðferð við heróínfíkn kostar sitt en Levy sagði að rann- sóknir hefðu sýnt fram á að ef með- ferðin yrði til þess að stytta fang- elsisdvöl fíklanna um 20 daga tækist að vinna kostnaðinn upp. Levy hrósaði Íslendingum fyrir gott fangelsiskerfi og sagði að þó að hann þekkti það ekki ýkja vel benti lág fangatala til þess að hér væri rekin vel heppnuð stefna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Michael Levy sagði að Íslendingar ættu fyrir alla muni að hafa sem fæsta í fangelsum. Fíknin heldur áfram eftir að í fangelsið er komið Ragnar Gunnarsson, læknir á Litla-Hrauni, segir bót að því að stefnu í lyfjamálum var breytt 2004 Margir af hörðustu fíklum landsins eru í fangelsinu á Litla-Hrauni Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti „[…]mjög erfitt er að lyf flæða inn í fangelsið, þangað er smyglað inn bæði fíkniefnum og læknalyfjum.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Þetta er vandamál í öllum fangelsum í heiminum, það tekst hvergi að koma í veg fyrir smygl inn í fangelsi,“ segir Ragnar Gunnarsson. Háir meðferð við eiturlyfjafíkn að ekki er meðferðardeild í fangelsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.