Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF TESCO, stærsta smásölukeðja Bret- lands, gæti þurft að selja einhverjar af verslunum sínum þar í landi. Þing- menn, samkeppnisaðilar og ýmsir fleiri hafa kallað eftir því að stjórn- völd grípi í taumana til að hægt verði að draga úr yfirburðastöðu keðjunn- ar á markaði. Frá þessu segir í frétt á fréttavef breska blaðsins Observer. Í fréttinni er haft eftir Jim Dowd, þingmanni breska Verkamanna- flokksins, sem stýrir sérstakri þing- nefnd sem falið hefur verið að rann- saka stöðuna á smásölumarkaðinum í Bretlandi, að fjórar stærstu keðjurn- ar á þessum markaði ráði stærstum hluta hans og hlutdeild þeirra fari stöðugt vaxandi. Dowd segir að þingnefndin sé að nálgast tæknilega útfærslu á því hvað sé einokun. Það þurfi að íhuga lagasetningu til að taka taka á þess- um málum. Hann segir að það hafi verið gert í ýmsum geirum atvinnu- lífsins í Bandaríkjunum, þó þau séu í forystu kapitalismans í heiminum. Fleiri sammála Í frétt Observer er einnig haft eftir Andrew Sims, sem er einn helsti hug- myndasmiður samtakanna New Economics Foundation, að það væri rökrétt að huga að lagasetningu sem takmarkar yfirburði einstakra keðja á smásölumarkaði. Hann segir að fjórar stærstu keðjurnar í Bretlandi séu smám saman að hrista af sér samkeppnina frá öðurm smásölum. John Fingleton, sem stýrir þeim hluta breska samkeppniseftirlitsins sem snýr að því að fylgjast með því að þar ríki eðlileg samkeppni, (Office of Fair Trading, OFT), segir í sam- tali við Observer, að það komi vel til greina að neyða verslanakeðjur til að selja frá sér verslanir. Fordæmi séu fyrir því, en fyrir 15 árum þurftu stærstu bruggverksmiðjurnar í Bretlandi að gera það. Segir Fing- elton að sú aðgerð hafi haft mjög já- kvæð áhrifá bjórsöluna í landinu. Í frétt Observer segir að vilji breskra þingmanna til að koma böndum á vöxt verslanakeðjanna hafi aukist eftir að Tesco upplýsti að keðj- an stefnir að því að meira en tvöfalda fjölda verslana sinna á næstu tíu ár- um. Önnur af fjórum stærstu keðj- unum í landinu, Asda, hefur einnig gefið út svipaða yfirlýsingu. Þrýst á birgja Á sama tíma og stóru verslana- keðjurnar stækka stöðugt hefur öðr- um verslunum í smásölunni í Bret- landi farið fækkandi. Á tímabilinu frá 2001 til 2004 var samtals 7.377 óháð- um verslunum lokað í landinu. Í frétt Observer segir að staða stóru keðjanna sé orðin það sterk, að birgjar kvarti sáran undan því að neyðast til að selja vörur sínar án nokkurs teljandi hagnaðar. Observer hefur eftir Lucy Neville- Rolfe, sem stýrir laga- og almanna- tengsladeild Tesco, að hún voni að horft verði til þess hvað komi sér best fyrir almenning í þessu máli öllu. Hún vonast til þess að stjórnvöld kynni sér starfsemi keðjunnar ná- kvæmlega. Þá muni koma í ljós að það væri ekki góð hugmynd að neyða keðjuna til að draga úr umsvifunum. Samkeppniseftirlitið í Bretlandi (Competition Commission) hefur vald til að skipa Tesco til að selja frá sér verslanir. Í frétt Observer segir að OFT-stofnunin sé nú að íhuga hvort hún muni leggja til við stofn- unina að rannsókn verði hafin á mat- vörumarkaðnum Markaðshlutdeild Tesco á smá- sölumarkaði í Bretlandi er um 30%. Tesco gæti þurft að selja verslanir í Bretlandi Þingmenn og fleiri telja koma til greina að takmarka markaðsyfirburði stóru verslanakeðjanna í landinu Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Fjölgun Tesco áætlar að fjölga verslunum um helming á næstu tíu árum. ÍSLENSK-kínverska viðskiptaráðið stendur fyrir hátíðarráðstefnu á morgun, þriðjudag, í tilefni af 10 ára afmæli ráðsins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðinu segir að hvergi í heiminum sé jafn- mikill uppgangur og í Kína um þessar mundir. Hagvöxturinn í landinu hafi verið gríðarlegur undanfarin ár, fyrirtæki spretti fram og lífskjör þegnanna batni. Samhliða bættum kjörum hafi kín- verskum ferðamönnum fjölgað mjög í Evrópu og því sé spáð að kín- verskir ferðamenn vera í kringum 100 milljónir í heiminum árið 2020. Innlendir og erlendir fyrirles- arar munu á ráðstefnunni fjalla um sóknartækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu sem felast í sífellt vaxandi ferðalögum Kínverja til Evrópu. Ráðstefnan fer fram í sal A á Hótel Sögu kl. 13:00–16:30. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra opnar ráðstefnuna. Hægt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á Guðmundu Smáradóttur, gudmunda@fis.is. Hátíðarráðstefna íslensk- kínverska viðskiptaráðsins TILBOÐ Suður-afríska trygginga- félagsins Old Mutual í sænska trygg- ingafélagið Skandia verður ekki hækkað, jafnvel þótt það gæti orðið til þess að auka stuðning hluthafa Skandia við það. Þetta sagði Jim Sutcliffe, forstjóri OM, á blaðamanna- fundi í Jóhannesarborg en greint er frá því á fréttavefnum Bloomberg að hann hafi jafnframt sagt að fyrirtæk- ið telji sig eiga góða von um að fá sam- þykki 90% hluthafanna. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa 14,5% hluthafa í Skandia þegar hafnað tilboðinu og jafnframt hafa Aktiespararna, sam- tök sænskra fjárfesta, fengið umboð um 10 þúsund félaga sinna til þess að hafna tilboðinu. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall hluthafa er þar um að ræða. Tilboðið átti upphaflega að vera hærra Á fundinum vitnaði Sutcliffe jafn- framt í bréf frá Hans-Erik Anders- son, forstjóra Skandia, þar sem segir að tilboðið sé nú orðið fjandsamlegt. Áður hefur stjórn Skandia neitað að mæla með tilboðinu, nokkuð sem ger- ir það fjandsamlegt, en Andersson hefur hingað til ekki lýst því yfir að hann telji svo vera. Hann hefur þó gefið það sterklega í skyn. Á blaðamanna- fundi sem fór fram degi síðar sagði Sutcliffe síð- an að upphaflega hefði tilboðið í Skandia átt að vera hærra en við áreiðanleikakönnun hafi veikleikar í fyrirtækinum komið í ljós. Benti hann á að samlegðaráhrif hefðu ekki orðið eins mikil og von var á en jafnframt að skattaafsláttur í framtíð- inni hefði orðið minni en búist var við. Harry Vos, forstöðumaður fjár- festatengsla hjá Skandia, segir í sam- tali við Dagens Industri að þessi um- mæli komi honum í opna skjöldu. „Samkvæmt tilboðslýsingu Old Mutual frá 19. október styrkti áreiðanleikakönnunin félagið í trú sinni á samruna við Skandia,“ segir Vos og bætir við að ástæða þess að til- boðið var lægra en upphaflega hafði verið gefið til kynna sé frekar sú að OM hafi ekki getað fjármagnað kaup- in. Tilboðið í Skandia verður ekki hækkað Jim Sutcliffe HAGNAÐUR breska flugfélagsins British Airways (BA), þriðja stærsta flugfélags Evrópu, fyrir skatta á þriðja fjórðungi ársins dróst saman um 18% í 241 milljónir punda eða 25,5 milljarða króna en meiri hagn- aður á sama tímabili í fyrra skýrist einkum af hagnaði af sölu ástralska flugfélagsins Quantas. Þá bætist við að talið er að verkfall á Heathrow í ágúst hafi kostað félagið á bilinu 3,7 til 4,8 milljarða króna og ekki bætti úr skák að eldneytiskostnaður Brit- ish Airways hækkaði um hvorki meira né minna en rúmt 51% miðað við sama tímabil í fyrra. Velta félags- ins á fjórðungnum jókst þó um 8,2% og farþegum fjölgaði um 6,4%. Forstjóri British Airways, Willie Walsh, sagði í samtali við BBC að niðurstaðan væri ásættanleg en nauðsynlegt væri að draga enn frek- ar úr kostnaði en þegar hefur verið gert. Verkfall og eldsneytisverð étur upp hagnað BA ERLENDIR fjárfestar gætu komið til með að hafa meiri áhrif á rekstur bandarískra flugfélaga í framtíðinni. Bandarísk stjórnvöld skoða nú þann möguleika að auka áhrif erlendra fé- laga í bandarískum flugfélögum, s.s. hvað snertir flugleiðir, markaðssetn- ingu o.fl., að því er kemur fram í frétt á vef BBC. Það er gert í þeim til- gangi að laða að meira erlent fjár- magn í greinina en allmörg banda- rísk flugfélög hafa á undanförnum misserum og raunar allar götur síð- an 11. september 2001 átt í rekstr- arerfiðleikum, sótt um greiðslu- stöðvun eða orðið gjaldþrota. Samanlagt tap bandarískra flug- félaga gæti þannig numið allt að 10 milljörðum dala í ár. Mjög takmarkandi reglur Núverandi reglur takmarka mjög áhrif erlendra fjárfesta í bandarísk- um flugfélögum. Þeir mega þannig ekki eiga meira en 49% hlutafjár og geta aðeins ráðið yfir 25% af at- kvæðamagni og segja stjórnvöld vestra að ekki komi til tals að breyta þeim. Þau séu þó að leita leiða til að auka áhrif erlendra fjárfesta þannig að þeir hafi meira að segja um ákvarðanir í flugfélögunum. „Enginn kjölfestu- eða umbreyt- ingarfjárfestir er reiðubúinn að koma inn í flugfélögin ef hann hefur engin áhrif,“ segir Jeffrey Shane, að- stoðarráðherra samgöngumála. „Við teljum að með því að auðvelda þátt- töku annarra en bandarískra ríkis- borgara getum við aukið fjármagns- flæðið til bandarískra flugfélaga.“ Reuters Mikið tap Delta Airlines er eitt af þeim bandarísku flugfélögum sem barist hafa í bökkum. Vilja erlent fjármagn í flugreksturinn HAGNAÐUR Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda í Evrópu, eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 658 milljónum evra, jafngildi liðlega 47 milljarða króna á móti 459 milljóna evra hagnaði á sama tíma- bili í fyrra. Sala félagsins á tíma- bilinu jókst um 5,3% frá því í fyrra í um fimm þúsund milljarða króna. Í bifreiðum talið jókst umsetningin um 3,1% í 3,86 milljónir bíla. Betri afkoma skýrist einnig af umfangs- miklum sparnaðaragerðum hjá Volkswage, að því er kemur fram í frétt Das Handelsblatt. Undir væntingum Aðkoma Volkswagen á þriðja fjórðungi ársins reyndist þó vera undir væntingum markaðsrýna. Staðan á mikilvægustu mörkuðum eins og í Kína en umfram allt í Bandaríkjunum er áfram erfið og segir í tilkynningu Volkswagen að gert sé ráð fyrir að samkeppnin muni aukast enn ferkar. „Að auki göngum við út frá því að hið háa verð á hráolíu sem leitt hefur til hærra methás eldsneytisverðs muni áfram draga úr kaupáhuga fólks á bílum,“ segir í tilkynningu Volkswagen. Þar kom hins vegar ekki fram nákvæm tala um það hversu mörgum starfsmönnum Volkswagen ætlar að segja upp en sérfræðingar reikna með að bara í Þýskalandi muni félagið fækka stöðugildum um tíu þúsund. Reuters Bílaturninn Nýir bílar við verk- smiðju VW í Wolfsburg. Ekki bjart framundan hjá Volkswagen Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VERÐ á áli með afhendingu eftir þrjá mánuði náði nýj- um hæðum á markaði í London snemma á fimmtudag í síðustu viku, en stuttu eftir opnun hækkaði verðið í 2.019 dollara fyrir tonnið. Verðið hefur ekki verið hærra síðan í febrúar 1995. Frá þessu er greint í frétt á vefmiðli Fin- ancial Times. Við lokun markaðar á miðvikudagkostaði tonnið um tvö þúsund dollara en þegar leið á fimmtudaginn lækkaði það lítillega og um hádegi kostaði tonnið af áli 2.010 doll- ara. Sérfræðingar telja að mikil spákaupmennska hafi leitt til þess að verð hækkaði. Ef marka má verð á framvirkum samningum fyrir næstu fimmtán mánuði í Nymex-kauphöllinni í New York má gera ráð fyrir að verð haldi áfram að hækka allt fram í janúar en taki síðan að lækka lítillega. Verð á áli ekki hærra í tíu ár Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.