Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska PRODERM · Fyrir þurra og viðkvæma húð. · Lagar strax þurrk, sviða og kláða. · Húðin verður mjúk. · Engin fituáferð. Fæst í apótekum Skráð lækningavara Vörn í 6 klst. Frábær kuldavörn                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% UNGLINGSÁRIN eru tímabil mikilla breytinga hvað varðar lík- amlegan, sálrænan og félagslegan þroska. Á þessum tíma eru ung- lingarnir oft að prófa nýja hluti og öðlast þannig meiri reynslu. Það hefur í för með sér að unglingar taka stundum ákvarðanir sem geta haft afdrifaríkar afleiðingar um framtíðina. Í dag aukast sífellt áreiti og kröfur frá samfélaginu um það að vera kynþokkafullur og að allt sé leyfilegt. Unglingarnir okkar þurfa verulega sterk bein til að geta staðið við eigin ákvarðanir og kemur þá ekki síður til kasta fullorðins fólks til að standa við bakið á þeim. Hér á landi virðist sem svo að fullorðnu fólki finnist það ekki til- tökumál að ungar stúlkur verði ófrískar og eigi börn. Tíðni þung- ana hér á landi er hærri en í ná- grannalöndum okkar. Árin 2001– 2002 var tíðni þungana á Íslandi 20 á hverjar þúsund konur, 15–19 ára, en um 8–10 á hinum Norð- urlöndunum (Sóley Bender, 2005). Þróunin hefur samt verið sú að dregið hefur úr þungunum meðal ungra stúlkna og á allra síðustu árum einnig úr fóstureyðingum (Landlæknisembættið 2005). Getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar Sumir velta því væntanlega fyrir sér hvað sé svo slæmt að unglings- stúlka verði ófrísk. Hér hafa fjöl- skyldur hjálpast að og reynt að styðja ungar mæður við að ala upp sín börn. Því er til að svara að rannsóknir benda til þess að það að ung stúlka eignist barn, eig- inlega barn sjálf, getur haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir hana. Það að eignast barn er mikil skuldbinding sem hefur í för með sér ýmisleg áhrif á líkamlega, and- lega og félagslega heilsu, en ekki síður áhrif á tækifæri ungrar móð- ur til frekari þroska og mennt- unar. Við, sem samfélag, verðum að leitast við að standa saman um að styðja við og fræða unglingana um hversu mikil ábyrgð því fylgir að stunda kynlíf. Við eigum að vera tilbúin að ræða við unglinga á heiðvirðan hátt um kynlíf hvort sem við erum í hlutverki foreldra, kennara eða annarra sem vinna með unglingum. Góð og fjölbreytt ráðgjafaþjón- usta á sviði kynheilbrigði þarf að vera til staðar. Rannsóknir hér á landi og í ná- grannalöndum hafa leitt í ljós að fæstar unglingsstúlkur hafa hug á barneign á unga aldri. Því er nauð- synlegt að styðja við þau verkefni sem miða að því að draga úr ótímabærum þungunum unglings- stúlkna og að þróa nýja aðferðir. Sem dæmi um þjónustu hér á landi:  Heilsugæslan hefur verið að þróa unglingamóttökur, ásamt því að veita þjónustu í skóla- heilsugæslu sem og af hjúkr- unarfræðingum og læknum á stöðinni sjálfri.  Landspítali – háskólasjúkrahús starfrækir ráðgjafaþjónusta um kynheilbrigði.  Til eru fjölmargir möguleikar á getnaðarvörnum. Landlækn- isembættið mælir með því að notaðir séu smokkar sem minnka líkur á þungunum og kynsjúkdómum.  Ef stúlkan eða parið telur að hætta sé á að þungun hafi átt sér stað þá er neyðargetn- aðarvörnin til staðar. Hana má fá hjá læknum, í apótekum, ung- lingamóttökum og skóla- heilsugæslu. Að lokum viljum við benda á að það er nauðsynlegt að vernda bernskuna. Unglingar eru ekki til- búnir að eiga börn og okkur sem samfélagi ber skylda til að fræða þá og styðja í að velja kosti sem auka líkur á að þeir hafi tækifæri til að öðlast þann þroska til að geta síðar átt börn sem eru vel- komin í heiminn. HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Ótímabærar þunganir ungra stúlkna 34 % %  %$*%5 % % $**+6,''#                Anna Björg Aradóttir yfirhjúkr- unarfræðingur, Sigurður Guðmundsson landlæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.