Morgunblaðið - 07.11.2005, Page 17

Morgunblaðið - 07.11.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 17 MENNING Í TILEFNI 50 ára afmælis Þýsk- íslenska vináttufélagsins í Köln verður efnt til fjölbreyttrar ís- lenskrar menningarhátíðar undir heitinu „Íslandsmyndir“ í Köln, 18.–26. nóvember nk. Þýsk-íslenska vináttufélagið í Köln hefur um langt skeið staðið að kynningu á landi og þjóð í Þýskalandi. Ljósmyndasafnið Alf- red-Ehrhard-Stiftung í Köln er meðal frumkvöðla og að- alskipuleggjenda hátíðarinnar en Alfred Ehrhard var ljósmyndari sem starfaði á Íslandi á fjórða ára- tugnum og varð mikill Íslands- vinur. Geir H. Haarde utanrík- isráðherra og Jürgen Rüttgers, forsætisráðherra sambandslands- ins Nordrhein Westfalen, eru verndarar hátíðarinnar og mun ut- anríkisráðherra opna „Íslands- myndir“ 18. nóvember nk. Ráð- herrann mun einnig ávarpa hátíðarsamkomu Þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln 19. nóv- ember í tilefni af 50 ára afmæli fé- lagsins. „Íslandsmyndir“ er ein um- fangsmesta íslenska menningar- og listahátíð sem efnt hefur verið til í Þýskalandi fram til þessa og taka um 100 listamenn þátt í henni, aðallega Íslendingar. Há- tíðin nær til myndlistar, ljósmynd- unar, kvikmynda, bókmennta, tón- listar og hönnunar. Þungamiðja „Íslandsmynda“ verður kynning á íslenskri nútímalist á breiðum grundvelli. Auk Alfred-Ehrhard-Stiftung standa margar þýskar menning- arstofnanir að hátíðinni, m.a. Cologne.Art.Temporary-safnið, hönnunar- og nytjalistasafnið Museum für Angewandte Kunst, listasafnið Forum für Fotografie und Kunst, Kvikmyndahúsið Kölner Filmhaus, bókmennta- stofnunin Literaturhaus Köln og tónleika- og veitingahúsið Stadt- garten. Jafnframt mun ein stærsta útvarps- og sjónvarpsstöð Þýskalands, West Deutscher Rundfunk, auk nokkurra annarra sjónvarps- og útvarpsstöðva, segja frá öllum viðburðum hátíðarinnar. Sýningarstjórar „Íslands- mynda“ eru þýskir, Matthias Wagner K., listfræðingur, Christ- iane Stahl, forstöðukona ljós- myndastofnunarinnar Alfred- Ehrhard-Stiftung í Köln, og Dirk Roul, tónlistarfræðingur. Þessir aðilar tóku sér góðan tíma í að kynna sér íslenskt listalíf og hittu að máli fjölmarga aðila á Íslandi. Þeir hafa unnið í náinni samvinnu við sendiráð Íslands í Berlín og ýmsar stofnanir og aðila á Íslandi. Stefnt að kynningum fram til ársins 2007 Margir af íslensku listamönn- unum er þátt taka í hátíðinni verða einnig kynntir víðar í Þýskalandi. Stefnt er að kynningum allt fram til ársins 2007, sem dæmi má nefna að nokkrir myndlistarmann- anna munu taka þátt í sýningum annars staðar í Þýskalandi, hönn- unarsýningin mun ferðast til a.m.k. þriggja annarra borga í Þýskalandi og nokkrir rithöfundar munu lesa upp úr verkum sínum víða í tengslum við hátíðina. Í Þýskalandi hefur reynst góður markaður að undanförnu fyrir ís- lenskar bókmenntir og t.d. hefur selst þar tæplega ein milljón ein- taka af bókum Arnaldar Indr- iðasonar. Hátíðin „Íslandsmyndir“ er að- allega kostuð af þýskum menning- arstofnunum. Íslensk stjórnvöld hafa einnig veitt henni styrk auk íslenskra menningarstofnana og fyrirtækja. Hátíðir | Menningarhátíðin Íslandsmyndir haldin í Köln í mánuðinum Um eitt hundrað listamenn koma fram á hátíðinni Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Mugison verður meðal þátttakenda í „Íslandsmyndum“. www.islandfestival.de EFTIRTALDIR listamenn taka þátt í hátíð- inni „Íslandsmyndir“ í Köln: Kvikmyndir Róbert Douglas, Friðrik Þór Friðriksson, Dagur Kári, Baltasar Kormákur. Ljósmyndun Alfred Ehrhardt, Magnús Ólafsson, Ragnar Axelsson, Olaf Otto Becker. Myndlist Andreas M. Kaufmann, Anna Guðjónsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Bernd Koberling, Birgir Andrésson, Finnbogi Pétursson, Gabrí- ela Kristín Friðriksdóttir, Guðmundur Ing- ólfsson, Haraldur Jónsson, Sigurður Guð- mundsson, Hrafnkell Sigurðsson, Gjörningaklúbburinn, Inga Svala Þórsdóttir, Jacob Kirkegaard, Katrín Elvarsdóttir, Magn- ús Helgason, Ósk Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. Bókmenntir Einar Kárason, Guðbergur Bergsson, Guð- rún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jón Kalman Stef- ánsson, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Gunn- arsson, Ólafur Haukur Símonarson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Sjón. Tíska og hönnun Aftur, Anna Þóra Karlsdóttir, Anna Guð- mundsdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Ásta Vil- helmína Guðmundsdóttir, Dóra Emilsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Oddný Magnea Arn- björnsdóttir, Óðinn Bolli Björgvinsson, Path of Love (Ragna Fróðadóttir), Rósa Helgadóttir, Saumagallerí JBJ, Spaksmannsspjarir, Stein- unn Sigurðardóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir. Tónlist Apparat, Biogen, Claudio Puntin, Einar Örn & Ghostigital, Frank Schulte, Gerður Gunn- arsdóttir, GusGus, Heimir Björgúlfsson, Hilm- ar Jensson, Jacob Kirkegaard, Jaki Liebezeit, Jóhann Jóhannsson, Kippi Kaninus, Matthías Hemstock, Mugison, Seria, Ozy, Skúli Sverr- isson, Steintryggur, Stilluppsteypa, Thor DJ. Þátttakendur HAUST Íslenska dansflokksins hófst á verki Jóhanns Freys Björg- vinssonar, Wonderland. Jóhann Freyr er afkastamikill danshöf- undur. Hann hefur undanfarin ár verið sjálfstætt starfandi og semur nú dansverk í fyrsta sinn fyrir Ís- lenska dansflokkinn. Glærir pla- strenningar aðskildu áhorfendur frá sviðinu. Dansararnir voru í húðlitum sundbolum með stór gleraugu í lík- ingu við þau sem notuð voru með sólarlömpum sem ófáir Íslendingar voru sendir í á seinni hluta síðustu aldar. Sviðsmyndin samanstóð af ljósastelli sem hékk neðarlega úr loftinu og túnþökum á sviðinu. Verkið fór rólega af stað undir sí- endurteknu hátíðnihljóði. Dans- ararnir framkvæmdu hraðar hreyf- ingar og brutu þær upp með skyndilegri stöðvun. Hreyfingarnar voru athyglisverðar og nýjar frá hendi höfundar. Þetta voru óform- aðar og flæðandi hreyfingar. Nátt- úrulegar er það sem kom upp í hug- ann. Umgjörð dansverksins og yfirbragð gaf til kynna tilfinn- ingadeyfð og kulda. Kynlausir bún- ingarnir, undarleg gleraugun og tónlist án melódíu ýttu undir það. Þegar hitna fór undir ljósunum og þau roðnuðu fór verkið að taka stefnu. Túnþökurnar sem farið var með sem dýrasta djásn fengu hlut- verk en þær voru í andstöðu við kuldann í verkinu. Undraland býr yfir óttablendinni sýn á ókomna framtíð. Túnþökurnar voru tákn- rænar fyrir náttúruauð, græn svæði, sem í framtíðinni verða dýrmæt sem demantar? Að öðru leyti var inni- haldið óljóst og hefði innsýn í hug- arheim höfundar verið vel þegin. Dansflokkurinn býr nú sem aldrei fyrr yfir sterkum karldönsurum. Þeir Steve Lorenz, Brad John Syk- es og Itamar Sahar fóru fremstir í flokki. Danstæknin og hreyfigeta þeirra var eftirminnileg. Einnig er vert að minnast á Valgerði Rúnars- dóttur sem hefur mikið eflst og þró- að sinn hreyfistíl frá því hún hóf að dansa með Íslenska dansflokknum. Pocket Ocean Pocket Ocean samdi Rui Horta fyrst fyrir ÍD árið 2001. Verkið er nú flutt á nýjan leik með öðrum dönsurum. Dansverkið var hafið þegar áhorfendur gengu í salinn að undangengnu hléi. Straumharðri á var varpað upp á tjald. Tveir dans- arar slógust um orðið heaven í míkrafón. Dansari hreyfði sig bak- við tjald og á sviðinu var renningur sem tákna átti á. Þung verksmiðju- hljóð heyrðust og dansararnir fram- kvæmdu stílhreinar hreyfingar klæddir stuttbuxum og bol. Þeir stukku flestir yfir ána og sá sem gerði það ekki var skilinn eftir. Tveir eins konar Bakkabræður fóru í flækju yfir stúlku sem stóð hinum megin við árbakkann og reyndu að ná til stúlkunnar með tilheyrandi klaufaskap. Pocket Ocean er að mörgu leyti fallegt dansverk. Upp- hafið, þar sem slegist var um míkra- fóninn var þó þreytandi nú sem áður og skært ljós undir tjaldinu skar óþægilega í augu. Hreyfingarnar í verkinu voru stílhreinar og fágaðar en það var endirinn sem var eft- irminnilegastur. Þar gáraði dansari vatnið og á skjá fyrir ofan sást hann og vatnið mynda fallega draum- kennda heild undir hikandi; oh ah heaven uh, I don’t know. Critic’s Choice Verk Peters Anderson byggist á samtali gagnrýnanda við danshöf- und. Höfundurinn situr heima í stofu og svarar spurningum rýnisins í beinni útsendingu á skjá. Rýnirinn er með bjöllu sem hún þrýstir á, þá stöðvast dansinn á sviðinu og verkið er krufið með tilheyrandi spurn- ingum. Sá hængur er hins vegar á að höfundurinn á erfitt með að staldra við og ræða verkið þar sem barn hans er lasið og þarfnast at- hygli. Þar af leiðandi verður sam- talið nokkuð slitrótt að viðbættum útsendingartruflunum. Dansararnir dönsuðu undir tónlist Otis Redding, tónlist sjöundaáratugs síðustu aldar. Dansinn var í upphafi í stíl við tón- listina, einfaldur, fönkaður og glað- ur. Rýnirinn reynir milli dúetta og hópdansa að ná sambandi við höf- undinn og spyrja hann krefjandi spurninga en höfundurinn sýnir þeim lítinn áhuga. Á kafla var dans- inn framsettur sem óáhugaverður, pirraður eða eingöngu sætur sýn- ingardans sem hafði ekkert að segja. Hann varð öllu vandaðri í lag- inu Try a little tenderness. Þar urðu hreyfingarnar kómískar og það varð endirinn á verkinu einnig. Critic’s Choice er húmorískt dansverk eins og reyndar fyrri verk höfundar. Það var áhugavert að sjá hvernig hægt var að gera dansinn að aukaatriði án þess að rýra innihaldið. Gera dans- inn að tæki, notað til að búa til dans- verk um dansverk. Dansverkin voru frumsýnd í Kaupmannahöfn í lok síðasta mán- aðar. Þau hafa því fengið pússun og slípun og það skilaði sér á sýning- unni. Danshöfundarnir fá mikilvægt tækifæri til að semja fyrir atvinnu- dansflokk og fara vel með það. Sýn- ingin er í heild góð þótt ekkert standi upp úr sem sé meira og betra en gott. Gott Haust Morgunblaðið/ÞÖK Úr verkinu Critic’s choice eftir Peter Anderson. LISTDANS Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu Haust Wonderland eftir Jóhann Frey Björg- vinsson. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Sviðsmynd og búningar: Filippía Elísdótt- ir og Jóhann Freyr Björgvinsson. Lýsing: Jóhann Freyr Björgvinsson, Filippía El- ísdóttir og Benedikt Aðelsson. Aðstoð við höfund: Ólöf G. Söebech. Dansarar: Brad John Sykes, Emelía Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðrún Ósk- arsdóttir, Itamar Sahar, Hjördís Lilja Örn- ólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Steve Lorenz og Valgerður Rúnarsdóttir. Pocket Ocean eftir Rui Horta. Tónlist Yens og Yens, Andy Cowton, Death Ambi- ent, Louis Andriessen. Búningar: Kathy Brunner. Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarna- son. Sviðsetning: Katrín Hall. Aðstoð: Cameron Corbett. Dansarar: Emelía Gísladóttir,Guðmundur Elías Knudsen, Itamar Sahar, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunn- arsdóttir, Peter Anderson, Steve Lorenz, Valgerður Rúnarsdóttir. Critic’s Choice eftir Peter Anderson. Tón- list: Otis Redding. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Benedikt Aðelsson. Dansarar: Guðmundur Elías Knudsen, Hjördís Örnólfsdóttir, Itamar Sahar, Katr- ín Ingvadóttir, Steve Lorenz, Valgerður Rúnarsdóttir og Lovísa Ósk Gunn- arsdóttir. Lilja Ívarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.