Morgunblaðið - 07.11.2005, Side 22
22 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HREINT andrúmsloft er án efa
lífsgæði sem við viljum ekki vera án.
Reykvíkingar anda sem betur fer
oftast að sér hreinu
lofti, en nú er genginn í
garð árstími með lækk-
andi hitastigi. Það hef-
ur í för með sér að ef
frost og logn fara sam-
an birtist oftar en ekki
gul slikja yfir höf-
uðborginni og ná-
grannasveitarfélögum.
Hér er um útblást-
urefni bifreiða að
ræða, efni sem komast
ekki í burtu og and-
rúmsloftið mengast.
Fullorðnu og frísku
fólki stafar ef til vill lítil hætta af því
en þeir sem eiga við öndunarfæra-
sjúkdóma að stríða, aldraðir og börn
eru í meiri hættu. Mengun andrúms-
lofts er því ekki alltaf á valdi náttúr-
unnar eins og öskufall við eldgos eða
jarðskjálftar heldur eitthvað sem við
eigum að ráða við.
Það er ýmislegt hægt að gera til
að draga úr mengun andrúmslofts-
ins þegar aðstæður eru eins og lýst
hefur verið hér að ofan:
keyra „vistvænt“. Það þýðir
meðal annars að gefa ekki bensínið í
botn þegar lagt er af stað við um-
ferðarljós. Að sama skapi má
minnka hraðann þegar umferðarljós
nálgast og láta bilvélina um að
hægja á ferðinni í stað þess að bruna
fram á síðustu metra og bremsa svo.
Með því að keyra á jöfnum og minni
hraða myndast minna af mengunar-
efnum sem meðal annars sjást í
þessari gulu slikju og spilla lofti og
heilsu. Umfram allt sparast elds-
neyti og mengun minnkar.
Sleppa ferðum
sem ekki eru nauðsyn-
legar. Fyrir nokkrum
árum var hér verkfall
afgreiðslufólks á bens-
ínstöðvum og allt í einu
stóðu margir frammi
fyrir því að þurfa að
skipuleggja ferðir sínar
vegna takmarkaðs
bensínmagns og hugsa
um hvað væri nauðsyn-
leg ferð og hvað ekki.
Ekki fréttist af nokkr-
um vandræðum, fólk
sameinaðist um bílferð-
ir, tók strætó og þar fram eftir göt-
unum. Það var með öðrum orðum
hægt að komast af með mun minni
bílanotkun en tíðkaðist.
Taka strætó. Já strætó. Það
getur tekið lengri tíma að komast á
áfangastað með almenningsvagni,
en ef margir taka strætó þá dregur
úr loftmengun og allir græða og fá
jafnvel til baka þennan tíma sem fór
í strætóferð þótt seinna verði. Jú, er-
lendis hafa menn reiknað út að líf-
tími fólks styttist þar sem loftmeng-
un er mikil. Hún er ekki
bráðdrepandi ein og sér heldur er
það samspil með sjúkdómum sem
styttir líftímann.
Síðast og ekki síst, að stöðva
bílvélina þegar bíllinn er í biðstöðu.
Það eru nánast engin rök fyrir því að
hafa bílinn í gangi, enda virðist það
aðallega vera hugsunarleysi sem
ræður ríkjum. Það er allt of oft sem
bílar eru í gangi við skóla og leik-
skóla. Fullyrða má, að enginn full-
orðinn vilji anda að sér útblæstri bíls
ef hann væri jafn nálægt útblást-
ursröri eins og börnin sem þurfa oft
að ganga í gegnum reykmökkinn.
Öll höfum við jú skynsemi og viljum
börnum okkar vel og ætlum ekki að
menga andrúmsloftið. Það tekur
ekki nema fáein augnablik til að
staldra við og hugsa ... og snúa bíl-
lyklinum til vinstri.
Við vitum öll að við að bifreiðin er
nytsamleg, en ef til vill eru sumar
ferðir þess eðlis að aðrir valkostir en
bifreið eru betur til þess fallnir til að
komast áleiðis. Það er umhugsun um
þessi mál og að beita skynseminni
sem getur skilað okkur auknum lífs-
gæðum. Hugsun er ókeypis og tekur
ekki nema fáeinar sekúndur. Það
þarf ekki boð og bönn eða regluverk
til að skapa gott andrúmsloft, það er
hver og einn sem getur tekið þátt í
að halda því hreinu. Virkjum okkur
til að viðhalda hreinu andrímslofti!
Hreint andrúms-
loft fyrir alla
Lúðvík Gústafsson minnir á
vitundarvakningu umhverfis-
sviðs: Virkjum okkur! ’Með því að keyra ájöfnum og minni hraða
myndast minna af
mengunarefnum.‘
Lúðvík Gústafsson
Höfundur er deildarstjóri
mengunarvarna umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar.
ÍSLENDINGAR eru eina þjóðin
sem hefur landsaðgang að nokkrum
af mikilvægustu gagnagrunnum
heims á sviði vísinda. Þessi stað-
reynd kann að líta út eins og enn eitt
heimsmet landsmanna og þá ekki til-
tökumál. Sú er þó ekki reyndin.
Landsaðgangurinn er
mjög sérstæð auðlind.
Rafrænt aðgengi að
vísindatímaritum er að
verða eitt af þeim verð-
mætum sem erlendir
háskólar passa hvað
best upp á. Þetta t.d.
greinilegt í Bandaríkj-
unum þar sem grannt
er fylgst með því að
gestir á bókasöfn skól-
anna hafi þar til gerðan
aðgangspassa. Aðrir fá
ekki að fara inn fyrir
safnsins dyr. Þannig er
staðan líka á Norðurlöndum eða hjá
þeim þjóðum sem við berum okkur
oftast saman við. Það er hægt að fá
bækurnar lánaðar eins og áður en
aðeins starfsmenn skólanna og nem-
endur hafa rafrænan aðgang.
Vísindaleg þekking er yfirleitt
mjög sérhæfð og höfðar því til fá-
menns hóps manna. Það dregur þó
ekki úr mikilvægi hennar. Það er
einmitt þessi sértæka þekking, sem
er grunnurinn að framsókn í at-
vinnulífi og þjóðlífi almennt. Gildi
vísindalegrar vinnu verður yfirleitt
ekki sýnilegt fyrr eftir ótiltekinn
tíma. Gagnagrunnar, eða lands-
aðgangur að stórum hluta vís-
indarita heimsins, kann að virðast
ósýnilegur og notagildi þekking-
arinnar er illmælanlegt í magni.
Þetta er líklega skýringin á því
hversu þessi þekkingarbylting hefur
farið hljótt.
Árið 1998 beitti þáverandi
menntamálaráðherra, Björn Bjarna-
son, sér fyrir því að efla stöðu okkar
í gagnagrunnsmálum og náðust
samningar um landsaðgang að En-
cyclopedia Britannica. Elsevier, eitt
öflugasta útgáfufyrirtæki heims á
fræðilegu efni, samþykkti að reyna
landsaðgang og fljótlega samþykktu
nokkur af stærri forlögunum að gera
slíka samninga. Það var jafnvel litið
á það sem áhugaverða
tilraun að reyna lands-
aðgang og fæð okkar
og fjöldi skóla á há-
skólastigi gerði þann
möguleika raunhæfan.
Hættan sem í því fólst
var lítil. Hin stóru út-
gáfufyrirtækin, Wiley
og Sage, hafa af rausn
sinn veitt okkur til-
raunaaðgang í stuttan
tíma, en sá aðgangs-
réttur er útrunninn.
Þetta því reykurinn af
réttunum.
Kostnaðurinn við rafrænan að-
gang jókst ekki mikið frá því sem
fyrir var, vegna þess að í samning-
unum var loforð um að greitt væri
fyrir þau tímarit sem skólarnir,
sjúkrahúsin og aðrar fræðistofnanir
voru með í áskrift. Kostnaðaraukinn
var rétt rúmar tíu milljónir. Lands-
aðgangurinn opnar líka fyrir mögu-
leika á að halda háskólanámskeið
víða um land, t.d. í sambandi vett-
vangsrannsóknir. Slíkt nám á að
verða stóraukið innan Evrópusam-
bandsins, en í næstu stóráætlun
þess eða sjöundu rammaáætluninni
er ætlun að efla æðri menntun.
Einhverra hluta vegna hefur nú
verið hart sótt að draga úr þeim
kostnaði sem felst í landsaðgang-
inum. Jafnvel þó að þeir útgefendur
eða rekstraraðilar sem eiga þá
gagnagrunna sem upp á vantar, og
þá má telja á fingrum annarar hand-
ar, séu að bjóða okkur áskrift á
kostakjörum hefur aðhaldið verið
slíkt að engu hefur verið bætt við
síðan menntamálaráðherra beitti sér
í málinu fyrir tæpum sjö árum. Það
er von mín að þessi kyrrstaða sé á
misskilningi byggð. Fyrir aðeins
örfáar milljónir er hægt að bæta úr
og gera betur; veita þar með lands-
mönnum aðgang að nánast öllum
vísindaritum sem boðið er upp á í
stafrænu formi, en það eru þau flest
hver að verða nú. Þekking heims á
hvert heimili, svo notast sé við slag-
orðastíl.
Um tíma var í tísku að tala um
upplýsingahraðbrautina, en sú lík-
ing er líklega orðin óheppileg nú
vegna þess hraða sem veraldarvef-
urinn býður upp á. Það væri þó hægt
að halda í líkinguna um sinn og
benda á að það ylli stórslysi ef við
glopruðum niður þeim tækifærum
sem í landsaðganginum felast. En
aftur að heimsmetastöðu lands-
manna. Tölvunotkun Íslendinga er
að verða meiri en Finna, en þeir hafa
verið í fyrsta sætinu um sinn. Tölvu-
læsi er líka meira hér en annars
staðar. Það er því nokkuð erfitt að
skilja að ekki skuli vera nota eitt-
hvað af þeim auði sem fæst fyrir sölu
símans, til að auka aðgengi okkar að
vísindaþekkingu heimsins fyrir tíu
milljónir í viðbót. Vefurinn er jú sími
nútímans og, ekki síður, framtíð-
arinnar. Einhvern veginn fær maður
á tilfinninguna að ekki taki því að
tala um fé nema í milljörðum en ef
svo er ber að hafa í huga að þekking
er líklega eina auðlindin sem vex við
notkun.
Slys á upplýsinga-
hraðbrautinni
Örn D. Jónsson fjallar
um aðgang Íslendinga að
gagnagrunnum ’Tölvulæsi er líka meirahér en annars staðar. ‘
Örn D.
Jónsson
Höfundur er prófessor við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands.
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson
fær hamingjuóskir með sigur um
helgina. En. 14 ára forystukreppa D-
lista í borginni er komin á byrj-
unarreit. Góð þátttaka er ekki til
marks um kraft frambjóðenda í efsta
sæti, heldur sönnun þess að flokk-
urinn telur að með nið-
urlagningu Reykjavík-
urlistans sé loksins lag
á að ná í borg-
arstjórastólinn og því
var tugum milljóna
kostað í smölun – en
engu í hugmyndir og
stefnu. Sterk staða D-
lista í könnunum að
undanförnu verður að
skoðast í því tómarúmi
sem ákvörðun Reykja-
víkurlistans skilur eftir
sig – ég tel að nið-
urstaðan um helgina
gefi kjósendum okkar
góða ástæðu til að
koma heim aftur. Og
það sem meira er: Fjöl-
margir kjósendur í
prófkjöri D-listans
hljóta nú að íhuga al-
varlega annan kost en
borgarstjóraefnið sem
nú situr í oddvitasæti
D-lista. Úrslitin boða
góð sóknarfæri fyrir
breiðfylkingu jafn-
aðarmanna og fé-
lagshyggjufólks.
Tveir lakir kostir
Baráttan um efsta
sæti D-lista var milli
tveggja lakra kosta.
Fáir hafa á því tölu hve
oft hefur verið gengið
framhjá Vilhjálmi Vil-
hjálmssyni í vali á odd-
vita síðan Davíð hætti í borginni ‘91:
fyrst þegar Markús Örn var tekin
framfyrir utan úr bæ, síðan Árni Sig-
fússon, þá Inga Jóna, og loks Björn
Bjarnason sem stýrði mesta afhroði
sem flokkurinn hefur fengið í borg-
inni. Hvað segir þetta um styrk Vil-
hjálms? Forystukreppa D-listans
kristallaðist í vali á milli þess gamla
og þekkta sem enginn hefur trúað á
til þessa, og hins nýja og óþekkta sem
hvergi hefur sannað sig í borg-
armálum. Það eina sem hönd er á
festandi um stefnumál eftir þetta
prófkjör er það að D-listinn hefur við-
urkennt að „nýjar og stórhuga“ hug-
myndir um Eyjabyggð eru ekki álita-
mál næstu 40–50 ár. Það tók Vilhjálm
Vilhjálmsson 24 ár í borgarstjórn að
átta sig á að Vatnsmýrin er stærsta
verkefnið. Í stóru og smáu hefur
hann sannað þetta kjörtímabil að
hann er maðurinn sem hefur augun á
baksýnispeglinum. Hann vill ekki
þjónustumiðstöðvar í hverfum, hann
vill „taka ákvörðun“ um Vatnsmýrina
á næsta kjörtímabili en ekki strax,
hann vill selja lóðir í útjöðrum borg-
arinnar á „Villaverði“ en ekki mark-
aðsverði með tilheyrandi braski.
Hann er fulltrúi gamla íhaldsins sem
borgarbúar kusu burt fyrir áratug.
Einn plús einn eru ekki tveir
Samtala atkvæða í prófkjörinu sem
falla á þá tvo jafngildir ekki inneign
þess sem sigrar. Gísli Marteinn er
alltof veikur frambjóðandi til að
stórum hluta sjálfstæðismanna dytti í
hug að kjósa hann. Á móti sést að fólk
sem vildi ljá „nýjum manni“ stuðning
hefur ekki nokkurn minnsta áhuga á
Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Nú verður
spennufall. Markús Örn vann góðan
sigur í prófkjöri ’94 en hafði engan
stuðning þegar á reyndi og fór frá.
Því segi ég: Það Reykjavíkurlistafólk
sem í könnunum hefur hallast á Sjálf-
stæðisflokk, og aðrir sem vilja end-
urnýjað afl fyrir borgina, geta tekið
þátt í að skapa annan og betri kost.
Sóknarfæri jafnaðarmanna
og félagshyggjufólks
Endurnýjaður kraftur jafn-
aðarmanna og félagshyggjufólks mun
leiða í ljós pólitískt frumkvæði um
mikilvæg mál:
– Þjónustu nær fólk-
inu, út í hverfin,
gegnum net þjón-
ustumiðstöðva sem
bjóða upp á sam-
þætta þjónustu og
aukin áhrif íbúa á
grenndarsam-
félagið. Frumkvæði
í að taka verkefni
eins og öldr-
unarþjónustu og
framhaldsmenntun í
samningum við rík-
isvaldið.
– Mannauðsstefnu í
umönnunar- og
menntastörfum, þar
sem við leitumst við
að byggja upp skap-
andi og frjótt vinnu-
afl sem fær laun að
verðleikum.
– Aukið notendaval
og -vald gagnvart
opinberri þjónustu,
fjárfestingu í fé-
lagsauði og færslu
verkefna til félaga,
samtaka og ein-
staklinga með til-
svarandi ábyrgð á
móti.
– Stórsókn í uppbygg-
ingu á miðborg-
arsvæðum og sam-
svarandi markaðs-
og menningarátak
fyrir borgina, sam-
tímis því að við tök-
um forystu um þróun borgarsam-
félags á öllu s-vestur horninu þar
sem 90% þjóðarinnar búa innan
fárra ára.
– Fjölbreytt framboð lóða og
íbúðakosta sem svara allri eft-
irspurn á næstu árum og gott
betur.
– 10 ára stefna og framtíðarsýn þar
sem félagsleg markmið, efna-
hagslegar þarfir og umhverf-
issjónarmið eru þrjár stoðir sjálf-
bærs velfarnaðar.
Tækifærið er hér og nú
Opið prófkjör Samfylkingarinnar í
febrúar skapar öllum stuðnings-
mönnum Reykjavíkurlistans færi á
að velja borgarstjóraefni sem er boð-
berri nýrra tíma og sigurstranglegan
framboðslista. Sú frábæra borg sem
við byggjum er að stórum hluta sköp-
unarverk Reykjavíkurlistans, og þau
miklu sóknarfæri sem borgin á eiga
að nýtast áfram með afli þeirra sem
bjuggu þau til. Reykjavíkurlistinn
hefur í þrígang hlotið vel yfir 50% at-
kvæða, og í könnun í sumar leið kom í
ljós meirihlutafylgi borgarbúa við
Reykjavíkurlistann, þó hann hefði þá
þegar lagt sig niður! Samfylkingin ein
var stærsti flokkurinn í öðru Reykja-
víkurkjördæminu í síðustu alþing-
iskosningum og litlu neðar en D-listi í
hinu. Þetta sýnir að hjörtu borgarbúa
slá í takt við ábyrgt afl sem býður
fram í nafni félagshyggju og jöfn-
uðar.
Ef vel tekst til með vali á borg-
arstjóraefni og lista getum við höfðað
sterkt til allra þeirra sem stutt hafa
Reykjavíkurlistann, og ekkert síður
til þeirra sem tóku þátt í prófkjöri D-
lista um helgina og spyrja nú í for-
undran: Aftur til fortíðar?
Reykjavíkur-
listafólk,
komið heim!
Stefán Jón Hafstein skrifar
um borgarstjórnarmál
Stefán Jón Hafstein
’Ef vel tekst tilmeð vali á borg-
arstjóraefni og
lista jafnaðar-
manna getum
við höfðað
sterkt til allra
þeirra sem stutt
hafa Reykjavík-
urlistann, og
ekkert síður til
þeirra sem tóku
þátt í prófkjöri
D-lista …‘
Höfundur er oddviti
Samfylkingarinnar í Reykjavík.