Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 23
UMRÆÐAN
GRÆNNI skógar er verkefni,
sem Landbúnaðarháskóli Íslands
stýrir í samvinnu við Skógrækt rík-
isins, Landgræðslu
ríkisins, lands-
hlutabundnu skóg-
ræktarverkefnin og
Félög skógarbænda
víða um land. Nú er
verkefnið í gangi í fjór-
um landsfjórðungum,
þ.e. á Austurlandi,
Suðurlandi, Vest-
urlandi og Vestfjörðum
en hópur af Norður-
landi lauk sínu námi í
vor og hópur af Suður-
landi vorið 2004.
Grænni skógar er
heildstæð skógræktar-
og landgræðslufræðsla fyrir skóg-
ræktarbændur í allt að þrjú ár (sex
annir).
Mikill áhugi um allt land
Í dag eru um 100 bændur í
Grænni skógum á Austurlandi, Suð-
urlandi og Vestfjörðum en skráning
stendur yfir fyrir hópinn á Vest-
urlandi. Það er gaman að vera vitni
að þessum mikla áhuga hjá bændum
fyrir náminu enda mikill metnaður á
meðal skógarbænda til að stunda
metnaðarfulla skógrækt á jörðum
sínum. Markmið Grænni skóga er að
gera þátttakendur betur í stakk
búna til að taka virkan þátt í mótun
og framkvæmd skógræktar og land-
græðslu á bújörðum með það að
markmiði að auka land- og bú-
setugæði, verðgildi og fjölþætt nota-
gildi jarða í umsjón skógarbænda.
Náminu er ætlað að nýtast þeim sem
stunda eða hyggjast stunda skóg-
rækt og landgræðslu, einkum skóg-
arbændum og þeim sem þjónusta
landshlutabundin skógræktarverk-
efni. Landbúnaðarháskólinn sér um
framkvæmd námskeiðanna og rekst-
ur í samvinnu við fimm manna verk-
efnisstjórn sem skipuð er einum full-
trúa frá hverjum samstarfsaðila.
Grænni skógar á
Vesturlandi
Það ánægjulega
gerðist í haust að Vest-
urlandsskógar komu
inn í Grænni skóga en
það er eina lands-
hlutabundna skóg-
ræktarverkefnið sem
hefur staðið utan verk-
efnisins. Mikill áhugi er
á meðal bænda á Vest-
urlandi fyrir náminu en
námskeiðin þar byrja
nú í haust. Vest-
urlandsskógar voru
stofnsettir í ársbyrjun
2000, á grundvelli laga um lands-
hlutabundin skógræktarverkefni.
Áður hafði Skógrækt ríkisins stutt
bændur til skógræktar í landshlut-
anum. Það var þó eingöngu gert á
svæðum, sem talin voru bjóða upp á
hvað best skógræktarskilyrði, þ.e. í
innanverðum Hvalfirði og Borg-
arfjarðardölum til og með Reyk-
holtsdals. Með stofnsetningu Vest-
urlandsskóga stækkaði svæði, sem
talið er henta til skógræktar og nær
nú til alls láglendis í landshlutanum,
frá og með hinni fornu Kjósarsýslu
og að Gilsfjarðarbotni.
Skógarbók Grænni skóga
Nú er unnið að skógarbók fyrir
Grænni skóga sem kemur vonandi
út í byrjun desember. Bókin verður
aðlöguð námskeiðaröð Grænni
skóga og verður byggð á reynslu
þátttakenda, leiðbeinenda og að-
standenda að námskeiðunum síðustu
ár. Bókin á einnig að henta öllum
þeim sem stunda skógrækt og
gagnast sem námsbók í grunn-
atriðum skógræktar. Sérstök rit-
nefnd er að störfum, sem skipuð er
fulltrúa frá Landbúnaðarháskól-
anum, Skógræktinni, Landgræðsl-
unni og tveimur fulltrúum lands-
hlutabundnu
skógræktarverkefnanna. Einnig
starfar sérstakur ritstjóri við bók-
ina.
Grænni skógar II
Nú er unnið að því að koma upp
framhaldsnámi, Grænni skógum II,
en stefnt er að því að byrja með þá
námskeiðaröð á Austurlandi. Starfs-
menn Héraðsskóga hafa sýnt verk-
efninu mikinn áhuga og unnið drög
að námskrá í samvinnu við verkefn-
isstjórn Grænni skóga. Náminu er
ætlað að gefa þeim sem stundað hafa
skógrækt um einhvern tíma eða lok-
ið námskeiðaröðinni Grænni skógar
I, einkum skógarbændum og þeim
sem þjónusta landshlutabundin
skógræktarverkefni, góðan og hag-
nýtan undirbúning fyrir áframhald-
andi skógrækt. Námið tekur á öllum
helstu atriðum sem huga þarf að á
seinni stigum nýskógræktar og lýtur
að umhirðu skógarins og þeim
möguleikum sem hún gefur.
Mikill áhugi á Grænni
skógum um allt land
Magnús Hlynur Hreiðarsson
fjallar um verkefnið
Grænni skóga ’Markmið Grænniskóga er að gera þátt-
takendur betur í stakk
búna til að taka virkan
þátt í mótun og fram-
kvæmd skógræktar og
landgræðslu á bújörð-
um …‘
Magnús Hlynur
Hreiðarsson
Höfundur er verkefnisstjóri
Grænni skóga hjá Landbúnaðar-
háskóla Íslands.
HVAÐ er það sem foreldrar telja
mikilvægast í skólagöngu barna
sinna? Sumir telja það eflaust vera
líðan barnanna, aðrir
að börnin læri sjálf-
stæð vinnubrögð og
sjálfsþekkingu, enn
aðrir að börnin fái
verkefni við hæfi og
svo mætti áfram telja.
Áherslur foreldra eru
mismunandi en flestir
foreldrar vilja eflaust
góða og framsækna
skóla sem huga að
heildarþörfum nem-
enda þannig að hver og
einn einstaklingur
njóti sín sem best. Þeir
foreldrar í Garðabæ
sem hafa áhuga á að
hafa áhrif á það hvern-
ig skóla börnin þeirra
ganga í fá nú tækifæri
til að hafa áhrif á
stefnu bæjarins í
skólamálum. Hafin er
endurskoðun á skóla-
stefnu Garðabæjar og
í tilefni af því verður
haldið málþing þann
10. nóvember þar sem
foreldrar geta komið
og tekið virkan þátt í
að móta skólastefnu
bæjarins til næstu ára.
Foreldrar kynnið ykkur núverandi
skólastefnu á vef bæjarins sem og
skólastefnur annarra bæjarfélaga.
Látið síðan í ljós skoðun ykkar um
það hvernig þið viljið að samfélagið
okkar hlúi að og mæti þörfum
barnanna okkar.
Virkni foreldra skiptir máli
Í nýlegri könnun kom fram mikil
ánægja foreldra í Garðabæ með
skóla bæjarins. Foreldrar mega
samt ekki sofna á verðinum þótt
skólastarfið gangi vel. Það er alltaf
hægt að gera betur og mikilvægt er
að standa vörð um það sem þegar
hefur áunnist. Við búum í sí-
breytilegu samfélagi og skólinn þarf
að laga sig að þessum öru breyt-
ingum. Það gerir hann best með því
að hvetja til virkrar þátttöku allra í
samfélaginu. Til þess að skólastarf
verði öflugt og í takt við samfélagið
er virkni fjölskyldna
mikilvæg sem og að
leitað sé til þeirra varð-
andi hugmyndir um
skólastarf. Það er sam-
starfsverkefni heimila
og skóla að koma börn-
unum til manns og til
þess þarf að stilla sam-
an strengi. Ef heimili
og skóli spila vel sam-
an, vita hvaða áherslur
hvor aðili leggur og eru
jákvæðir í garð hvor
annars þá verða börnin
ánægðari einstaklingar
og líklegri til að standa
sig vel í námi.
Stuðlum að ham-
ingju barna okkar
Öll viljum við eiga
hamingjusöm og ánægð
börn. Það er ekki sjálf-
gefið og við sem for-
eldrar þurfum að
leggja okkar af mörk-
um til þess. Rannsóknir
sýna að foreldrar sem
láta sig varða samstarf
við skóla, foreldrar sem
taka þátt í lífi barna
sinna með því að ræða
við þau um námið, tómstundirnar og
vinina, foreldrar sem þekkja vini
barna sinna og foreldra þeirra og
foreldrar sem vita hvar börnin eru
hverju sinni eiga hamingjusamari
og heilbrigðari börn.
Uppeldishlutverkið er margþætt,
hluti af því er að fylgjast með því
sem gerist í lífi barnanna og þar
með talið því umhverfi sem þeim er
boðið að dveljast í stóran hluta
dagsins. Höfum skoðanir á því
hvernig skóla við viljum hafa og
stuðlum að aukinni hamingju barna
okkar.
Foreldrar í
Garðabæ, nú
er tækifæri
Elín Thorarensen fjallar
um skólastarf í Garðabæ
Elín Thorarensen
’Þeir foreldrar íGarðabæ sem
vilja hafa áhrif á
það hvernig
skóla börnin
þeirra ganga í fá
nú tækifæri til
að hafa áhrif á
stefnu bæjarins
í skólamálum. ‘
Höfundur er foreldri í Garðabæ.
TÓNLIST hefur lengi fylgt
mannkyninu. Í evrópskri menntun
og menningu hefur hún skipað
stóran sess um aldaraðir. Hið
sama gildir á Íslandi.
Íslendingar eiga
merkan tónlistararf,
þó að hann standi í
skugga bókmennta-
arfsins. Í Egils sögu
segir: „Og er kon-
ungur hafði þetta
mælt þá gekk Egill
fyrir hann og hóf
upp kvæðið og kvað
hátt og fékk þegar
hljóð.“ Úr þessari
setningu má lesa
samspil listamanns
og áheyrenda. Lista-
maðurinn flytur kvæðið en áheyr-
endur eru hljóðir, þeir hlusta.
Íslenskir foreldrar meta tónlist-
arnám mikils eins og sést á því
hve margir tónlistarskólar eru á
landinu. Ekki eiga þó allir kost á
að veita börnum sínum þessa
menntun. Á undanförnum árum
hefur Kópavogsbær staðið fyrir
tónleikaröðinni „Tónlist fyrir alla“.
Þar er lögð áhersla á að kynna
margvíslega tónlist fyrir skóla-
börnum í grunnskólum Kópavogs.
Ég átti því láni að fagna nú í
haust að fá að syngja fyrir ung-
lingana í Kópavogi. Skemmst er
frá því að segja að þeir voru mjög
góðir hlustendur, enda hafa þeir
frá sex ára aldri farið reglulega á
tónleika á vegum Kópavogsbæjar.
Mörg barnanna voru mjög áhuga-
söm og hlustuðu með athygli. Ekki
ber þó að skilja þetta svo að öll
börn í Kópavogi séu nú forfallnir
áhugamenn um „klassíska“ tónlist.
En þau börn sem ekki kunnu að
meta tónlistina sýndu þá kurteisi
við flytjendur og aðra áheyrendur
að gefa hljóð, þau kunna að hlusta.
Ég hef víða tekið þátt í verkefnum
sem ætlað er að glæða
áhuga ungs fólks á
tónlist, t.d. í Manchest-
er í Englandi og
Wiesbaden í Þýska-
landi, og get ég fullyrt
að Kópavogsbær
stendur feti framar. Í
ævisögu Charles
Darwins segir: „… ef
ég ætti að lifa lífi mínu
á ný, myndi ég hafa þá
reglu að lesa ljóð og
hlusta á tónlist að
minnsta kosti einu
sinni í hverri viku; ef
til vill myndi þá sá hluti heila míns
sem nú er visinn vera lifandi
vegna stöðugrar notkunar. Þessi
hrörnun hefur svipt mig hamingju
og er ef til vill skaðleg skilnings-
gáfunni og enn fremur siðferðisvit-
undinni,…“ „Tónlist fyrir alla“
gefur öllum börnum í Kópavogi
sama tækifæri til að hlýða á vand-
aðan tónlistarflutning.
Gott tónlistaruppeldi er fólgið í
því að kenna börnum að njóta tón-
listar. Ekki eingöngu með því að
kenna hljóðfæraslátt eða tónfræði
heldur einnig leyfa þeim að upplifa
þá ánægju sem felst í því að hlusta
á tónlist. Tónlistin er hluti af lífinu
og hún getur hjálpað fólki að tjá
tilfinningar sínar. Hún er tengilið-
ur anda og efnis líkt og tungu-
málið. Ég tel að tónlist sé mann-
bætandi og hún ætti að vera snar
þáttur í lífi hvers Íslendings. Tón-
listaruppeldi auðgar líf barna og
lýkur upp undraveröld tónlistar-
innar. Í umræðum um óperuhús
og tónlistarhallir er þarft að
minna á það að einhverjir munu
verða áheyrendur. Sterk tónlistar-
menning leggur grunn að slíkum
stofnunum, ekki síst í fámennum
samfélögum eins og á Íslandi.
Framtak Kópavogsbæjar við að
kynna börnum lifandi tónlist er til
fyrirmyndar. Mættu önnur sveit-
arfélög taka sér það til eft-
irbreytni.
Um tónlistaruppeldi
Þóra Einarsdóttir fjallar
um tónlistaruppeldi
Þóra Einarsdóttir
’Íslenskir foreldrarmeta tónlistarnám mik-
ils eins og sést á því hve
margir tónlistarskólar
eru á landinu.‘
Höfundur er óperusöngvari.