Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.11.2005, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á TÍMUM þenslu og mikilla framkvæmda þá hefur mönnum orð- ið tíðrætt um mjúka lendingu hag- kerfisins til þess að lenda ekki í kreppu og atvinnuleysi eftir blóm- lega tíma framkvæmda og hag- vaxtar. Á síðustu árum hefur ríkt gott ástand í atvinnu- málum á Íslandi, mikil spurn hefur verið eftir fólki í vinnu og svo mikil að ekki hefur tek- ist að manna störfin með fólki innanlands. Fyrirtæki hafa því þurft að leita út fyrir landsteinana eftir starfsmönnum til þess að geta unnið þau verkefni sem þau hafa tekið að sér. Sam- kvæmt tölum frá Vinnumálastofnun nú í september höfðu verið gefin út 4.237 atvinnuleyfi fyrir útlendinga það sem af er árinu miðað við 2.624 á sama tíma í fyrra. Sýnt hefur verið fram á að einstakar starfsgreinar eru háðar því að erlendir ríkisborg- arar fáist til starfa og má nefna sem dæmi að um 15% starfa í mat- vælaiðnaði eru mönnuð erlendum ríkisborgurum. Sama gildir um 10% starfa á hótelum og veitingahúsum og um 5% starfa innan heilbrigð- iskerfisins. Umræðan um mjúku lendinguna kom mér til að hugleiða stöðu þessara erlendu starfsmanna og hvernig þeim er innanbrjósts við komuna til landsins. Tökum dæmi af raunverulegum aðstæðum. Ungur maður frá Pól- landi tekur tilboði um bygging- arvinnu hér á landi. Hann veit lítið um landið, hefur þó fengið loforð um húsnæði og er með starfið tryggt og veit nokkurn veginn um launin. Það er tekið á móti honum við komuna hingað. Honum er komið fyrir í hús- næði þar sem hann fær sérherbergi og aðgang að baðherbergi og eld- húsi. Svo byrjar hann að vinna eld- snemma morguninn eftir, þegar hann er búinn að skrifa undir ráðn- ingarsamning á íslensku. Hann vinn- ur tólf tíma á dag, sex daga vikunnar, en er í fríi á sunnudögum ef hann vill. Hann hefur lítil samskipti við aðra starfsmenn, bara með bendingum, þar sem hann talar hvorki ensku né íslensku. Honum líður vel að því leyti að hann fær ágæt- is laun og sendir pen- inga í hverjum mánuði til foreldra sinna í Pól- landi, en hann er ein- mana og veit lítið um hvað er að gerast í umhverfinu. Á honum brenna margar spurningar, en hann veit ekki hvern á að spyrja og í raun hvers má spyrja. Í sumum tilfellum yrði honum bent á Alþjóða- húsið eða hann kynnist öðrum Pól- verjum sem geta hjálpað honum með svör við spurningum og hvert á að snúa sér í ýmsum málum. Það er hins vegar ekki alltaf þannig og er mjög mikilvægt að við gerum meira meðvitað til að auðvelda innflytj- endum komuna til Íslands. Það sem gera má til úrbóta er til dæmis að útbúa bæklinga með upp- lýsingum um helstu réttindi og skyldur í samfélaginu á tíu til tutt- ugu algengustu tungumálunum og dreifa til þeirra sem flytjast til landsins. Í stað þess að leggja tölu- verðan kostnað á fólk fyrir íslensku- kennslu á kvöldin má bjóða upp á ókeypis íslenskunámskeið í sam- vinnu við fyrirtækin á vinnutíma, þar sem námsefnið tekur mið af að- stæðum á vinnustað og hægt er að flétta samfélagsfræðslu inn í námið. Það má líka tryggja lengra og sam- felldara nám í íslensku og að ríki og starfsmenntasjóðir ábyrgist ókeypis íslenskukennslu t.d. upp að 700 tím- um. Auðvitað eru bollaleggingar um einhver framfararskref af hálfu yf- irvalda, en við þurfum að fá miklu eindregnari afstöðu frá stjórnvöld- um og helstu hagsmunaaðilum, sér- staklega hvað varðar íslensku- kennsluna. Hagkerfi landsins snýst um fólk og við þurfum að tryggja mjúka lendingu fólks ekki síður en hagkerf- isins sjálfs. Með metnaðarfullum áætlunum eins og lýst er hér að of- an, þá yrði fólki tryggð miklu betri aðstaða til þess að taka þátt í sam- félaginu á upplýstan og sjálfstæðan hátt. Vilji innflytjenda sjálfra liggur fyrir, í könnun Fjölmenningarseturs sem kynnt var í upphafi þessa árs kom fram að 90% þeirra vilja læra íslensku. Þá er bara að lækka þrösk- uldinn, auka hvatninguna og auð- velda fólki að láta þann draum ræt- ast. Með því erum við komin áleiðis í að tryggja mjúka lendingu á Íslandi. Mjúk lending Einar Skúlason fjallar um múka lendingu í efnahags- málum á Íslandi ’Hagkerfi landsinssnýst um fólk og við þurfum að tryggja mjúka lendingu fólks ekki síður en hagkerf- isins sjálfs. ‘ Einar Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. TRAUSTA fjárhagsstöðu Kópa- vogsbæjar má sjá í endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins. Rekstr- arafgangur hækkaði úr 1 milljarði í 2,2 eða rúm 100% og er 28% af skatttekjum bæj- arfélagsins. Þessi rekstrarbati skýrist aðallega af hagnaði af úthlutun bygging- arréttar. Rekstr- arafganginum er að- allega ráðstafað til lækkunar á heild- arskuldum bæjarins, en gert er ráð fyrir að þær lækki um 2,1 milljarð á árinu og verði 10,7 milljarðar í árslok. Nokkrar hækkanir voru í rekstri umfram áætl- un einkum vegna aukins launa- kostnaðar í leik- og grunnskólum, auk þess sem framkvæmdum við leikskóla, grunnskóla, íþóttamann- virkið í Sölum auk gatnagerðar í Vatnsenda hefur verið flýtt. Heild- arskuldir á íbúa verða því með því lægsta sem gerist á höfuðborg- arsvæðinu, eða 480 þúsund kr. á íbúa. Kópavogsbær getur státað af hraðri uppbyggingu sem byggist á góðri og skilvísri stjórnsýslu. Það er gleðiefni að sveitarfélagið okkar sé svona öflugt og geti því endur- skoðað ýmsa þætti í álögum sínum fyrir komandi ár svo sem lækkun fasteignagjalda. Fasteignir hafa hækkað í verði og það hefur þau áhrif að mat fasteigna hækkar. Hækkað fasteignamat hefur síðan áhrif til hækkunar fasteigna- gjalda. Árið 2004 var álagningarprósentan 0,345 af fasteignamati íbúðarhúsa ásamt lóð- um. Vegna þess hve vel Kópavogsbær stendur er nú lag að lækka álagning- arprósentuna og væri bærinn þrátt fyrir það ekki að tapa neinum tekjum. Með lækkun fasteigna- gjalda myndi pyngjan léttast hjá þorra Kópavogsbúa, fjölskyldum sem eru mikilvægasta eining bæj- arfélagsins. Í öflugu bæjarfélagi á stefnan að vera sú að fólkið í bænum, fjöl- skyldurnar, börnin, unglingarnir og eldra fólkið sé ætíð í öndvegi. Liður í því er að álögur séu eins lágar og kostur er. Kópavogur á að vera bær fólksins. Góð fjárhags- staða Kópavogs- bæjar – lækkun fasteignagjalda Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur Una María Óskarsdóttir ’Kópavogsbær geturstátað af hraðri upp- byggingu sem byggist á góðri og skilvísri stjórn- sýslu.‘ Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur ALLAR LÍKUR eru á því að Landsbókasafni Íslands – Há- skólabókasafni verði lokað kl. 17 mánudaga til föstudaga og að safnið verði alveg lok- að um helgar það sem eftir er vetrar ef ekk- ert verður að gert. Frá 1999 hefur safnið verið opið til klukkan tíu fjögur kvöld í viku, til klukk- an sjö á föstudögum og samtals þrettán tíma um helgar að vetri til. Ef kemur til ofangreindrar lok- unar styttist af- greiðslutími safnsins um 35 klukkustundir á viku! Háskóli Íslands hefur þennan tíma greitt Landsbókasafni 14 milljónir kr. til að standa straum af lengdum afgreiðslutíma. En í mars 2004 fékk Landsbókasafn bréf frá Háskólanum um sam- þykkt háskólaráðs sem hljóðar svo „Háskólinn hætti, frá og með 1. júlí 2004, að veita fé til Lands- bókasafns Íslands Háskóla- bókasafns til að greiða fyrir lengdan opnunartíma í Þjóð- arbókhlöðu á próftímabilum.“ Þó að þessi samþykkt kveði á um að Háskóli Íslands ætli eingöngu að hætta að greiða fyrir lengingu af- greiðslutímans á próftímabilum hefur Háskólinn kosið að túlka „próftímabil“ sem tímabilið frá ca. 20. ágúst til ca. 20. maí. Samn- ingar tókust þó í fyrra við þáver- andi rektor um tímabundnar greiðslur eftir að afgreiðslutíminn var styttur í nokkra mánuði. En nú er það fé á þrotum. Þegar safnið var opnað 1994 var það opið til klukkan sjö virka daga og á laugardögum. Sá af- greiðslutími byggðist að mestu leyti á af- greiðslutíma gömlu safnanna, Háskóla- bókasafns meðan það var í aðalbyggingu háskólans og Lands- bókasafns meðan það var í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Það varð stúdentum fljótlega mikið kappsmál að fá enn lengri afgreiðslu- tíma og meðal annars vegna þrýstings frá þeim ákvað Alþingi að hækka framlög til safnsins og til Háskóla Íslands á fjárlögum 1999. Voru safninu veittar 4 milljónir en Háskóla Íslands 14 milljónir til þess, eins og segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga það ár, „að koma til móts við óskir stúdenta um bætta lesaðstöðu ... Með fjár- veitingunni er Háskólanum gert kleift að semja við Landsbókasafn Háskólabókasafn um þessa þjón- ustu eða leita annarra leiða“. Ósk- ir stúdenta hafa alltaf verið á þann veg að semja ætti við Lands- bókasafnið. Nú á haustmánuðum hefur á ný verið reynt að semja við Háskól- ann um greiðslu þessara 14 millj- óna en án árangurs. Það skýtur skökku við að í frumvarpi til laga um hækkun á skráningargjaldi úr 32,5 þús. kr. í 45 þús. kr. sem tók gildi 1. janúar 2005 er greiðsla til Landsbókasafns bókfærð í fylgi- skjali sem „kostnaður vegna skrá- setningar og tengdrar þjónustu við stúdenta í Háskóla Íslands“. Undir lið 8 í fylgiskjalinu, um að- gang að bókasafni og lesaðstöðu í Þjóðarbókhlöðu, er einmitt bók- færður kostnaður upp á rúmlega 14 milljónir. Þýðir það ekki að stúdentar séu þegar búnir að borga fyrir þessa lesaðstöðu með skráningargjöldum sínum? Landsbókasafn Íslands Há- skólabókasafn er bókasafn Há- skóla Íslands. En það er einnig stærsta rannsóknarbókasafn landsins. Auk þess er það þjóð- bókasafn sem varðveitir öll útgefin íslensk gögn sem almenningur hefur aðgang að. Ef safninu verð- ur lokað kl. 17 kemur það ekki að- eins stúdentum illa heldur öllum þeim fjölmörgu gestum safnsins sem hafa sótt það heim í því skyni að stunda rannsóknir og fræða- störf. Verður Þjóðarbók- hlöðunni virkilega lokað kl. 17 í vetur? Áslaug Agnarsdóttir fjallar um Landsbókasafn – háskólabókasafn ’Landsbókasafn Ís-lands – Háskólabóka- safn er bókasafn Há- skóla Íslands. En það er einnig stærsta rann- sóknarbókasafn lands- ins. ‘ Áslaug Agnarsdóttir Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns. Í FRUMVARPI til fjárlaga fyrir árið 2006, er fjármálaráðherra veitt heimild til að selja varðskipið Óðin og ráðstafa andvirð- inu til að kaupa eða leigja sérhannað varðskip til að sinna gæslustörfum. Ekki kemur fram í fjár- lagafrumvarpinu hvaða verðmæti er verið að tala um. Þessi heimild fjár- málaráðherra kemur til vegna þess að stjórnvöld hafa ákveðið að Landhelg- isgæslan fái nýtt varðskip. Reyndar ber að þakka Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra fyrir að hafa tryggt Land- helgisgæslunni fjármagn sem fékkst úr símasölunni til að end- urnýja varðskipaflota sinn, enda löngu kominn tími til að fram- kvæma nauðsynlega endurnýjun á varðskipakosti ríkisins. Ég get hins vegar ekki trúað því að sala Óðins gefi ríkissjóði mikið í aðra hönd. Skipið er gamalt, smíðað kringum 1960 og þarfnast það töluverðra endurbóta. Ég ætla líka að neita að trúa því að til standi að selja skipið í brotajárn. Fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafa nú ein- stakt tækifæri til að friða varð- skipið Óðin og gera þetta fallega varðskip að safni. Á nýloknum landsfundi Sjálfstæðisflokks var samþykkt ályktunartillaga frá Guð- mundi Hallvarðssyni alþingismanni um að gera Óðin að safni og tengja það safn við sjómannasafn Reykajvíkur. Þessa til- lögu Guðmundar styð ég heilshugar. Ég tel verðmæti Óðins liggja í sjálfu skipinu, sögu þess og þeirrar stofn- unar sem skipið hefur þjónað, Landhelg- isgæslunni. Landhelg- isgæslan fagnar á næsta ári 80 ára af- mæli og það ár fékk stofnunin sitt fyrsta sérsmíðaða varðskip, Óðinn hinn fyrsta. Núverandi Óð- inn er þriðja varðskipið sem ber það nafn. Varðskipið Óðinn kom nýtt til landsins árið 1960 og þótti á þeim tíma eitt best útbúna björgunar- og aðstoðarskip sem til var á þeim tíma. Strax við komu Óðins til landsins tók skipið þátt í fyrsta þorskastríði hins unga sjálfstæða ríkis. Óðinn tók þátt í hinum tveim þorskastríðunum og átti skipið sinn þátt í að Íslandi tókst að tryggja yfirráð yfir efnahags- lögsögu sinni. Óðinn er fyrst og fremst öflugt varðskip og björgunarskip með Verndum varð- skipið Óðin Gunnar Alexander Ólafsson skrifar um varðveislu varð- skipsins Óðins Gunnar Alexander Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.