Morgunblaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Sími 568 6625
STARTARAR
FYRIR BÁTA OG BÍLA
UM 100 listamenn, aðallega Ís-
lendingar, taka þátt í einni um-
fangsmestu íslensku menningar-
og listahátíð sem efnt hefur verið
til í Þýskalandi fram til þessa í
Köln síðar í þessum mánuði. Há-
tíðin er haldin í tilefni 50 ára af-
mælis Þýsk-íslenska vináttu-
félagsins í Köln. Hátíðin, sem ber
yfirskriftina „Íslandsmyndir“ nær
til myndlistar, ljósmyndunar,
kvikmynda, bókmennta, tónlistar
og hönnunar.
Þýsk-íslenska vináttufélagið í
Köln hefur um langt skeið staðið
að kynningu á landi og þjóð í
Þýskalandi. Ljósmyndasafnið
Alfred-Ehrhard-Stiftung í Köln er
meðal frumkvöðla og aðalskipu-
leggjenda hátíðarinnar en Alfred
Ehrhard var ljósmyndari sem
starfaði á Íslandi á fjórða áratugn-
um og varð mikill Íslandsvinur.
Geir H. Haarde utanríkisráð-
herra og Jürgen Rüttgers, for-
sætisráðherra sambandslandsins
Nordrhein Westfalen, eru vernd-
arar hátíðarinnar og mun utanrík-
isráðherra opna „Íslandsmyndir“
18. nóvember. Hann ávarpar
hátíðarsamkomu Þýsk-íslenska
vináttufélagsins degi síðar.
Fjölmenn íslensk
menningarhátíð í Köln
Um eitt hundrað | 17
FJÖLDI fólks lagði leið sína á Sólvang í
Hafnarfirði á Sólvangsdeginum svonefnda
sem haldinn var á laugardaginn, 5. nóvember.
Var ýmislegt sér til gamans gert á deginum.
ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara svo nokkuð sé
nefnt.
Á myndinni spilar Þórður Marteinsson á
harmonikkuna fyrir gesti Sólvangsdagsins.
Myndlistarsýning á verkum Sigurbjörns Krist-
inssonar var á 1. hæð og sölumarkaður á mun-
um sem heimilisfólkið hafði unnið. Þá var boð-
ið upp á vöfflukaffi, blóðþrýstingsmælingar og
Morgunblaðið/Kristinn
Gerðu sér glaðan dag á Sólvangsdeginum
„PRÓFKJÖRIÐ er fyrsti áfangi
okkar á leið til sigurs í vor,“ segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Vilhjálmur var í fyrsta sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um
helgina.
Vilhjálmur hlaut 6.424 atkvæði í
fyrsta sætið, eða 53,9% greiddra
atkvæða, en Gísli Marteinn
Baldursson hlaut 5.193 atkvæði,
eða 43,6%.
12.453 tóku þátt eða rúm 59%
þeirra sem voru á kjörskrá
Hanna Birna Kristjánsdóttir
fékk góða kosningu í annað sæti
listans og hlaut flest atkvæði allra í
prófkjörinu. Gísli Marteinn hafnaði
í þriðja sæti, Kjartan Magnússon í
því fjórða og Júlíus Vífill Ingvars-
son í fimmta sæti.
Þær fimm konur sem gáfu kost á
sér komust allar í efstu tíu sætin.
Alls tóku 12.453 þátt í prófkjör-
inu eða 59,4% þeirra sem voru á
kjörskrá og að sögn Kjartans
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, er um að ræða
stærsta prófkjör sinnar tegundar
sem haldið hefur verið hér á landi.
Miðopna
„Fyrsti áfangi okkar
á leið til sigurs í vor“
Morgunblaðið/Eggert
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson mætir glaður í bragði á kosningavöku sína sem
haldin var á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík á laugardagskvöldið.
HÚSNÆÐI í vesturbæ Kópavogs
hækkaði um allt að 49% á þriðja árs-
fjórðungi 2005 miðað við sama tíma í
fyrra. Um er að ræða mestu hækkun
húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á
þessum tíma.
Þetta kemur fram í samantekt
Fasteignamats ríkisins um þróun
íbúðaverðs í fjölbýli eftir borgarhlut-
um frá fyrsta ársfjórðungi 2004 til
þriðja ársfjórðungs 2005.
Hækkunin á húsnæði í Garðabæ
frá þriðja ársfjórðungi á árinu 2004
til þriðja ársfjórðungs 2005 er um
45%.
Íbúðir á öðrum svæðum sem
hækka ótvírætt umfram almennar
hækkanir á höfuðborgarsvæðinu eru
Hafnarfjörður, Laugarnes og Kópa-
vogur sunnan Lækjar.
Allt að 49% hækkun í
vesturbæ Kópavogs
Fasteignir/40
ALLS hefur 52% aukning átt sér
stað í fjölda tollafgreiðslu skipa á
Austurlandi frá sama tíma og í fyrra
og vegna vaxandi umsvifa og íbúa-
fjölgunar á svæðinu hafa spurningar
vaknað um skilvirkni tollgæslu í
höfnum þar.
Nú starfa tveir tollverðir á svæð-
inu, einn hjá Sýslumannsembættinu
á Eskifirði og annar á Seyðisfirði.
Fram kemur í fréttaskýringu í
blaðinu í dag að áhyggjur eru uppi af
ónógri tollgæslu á svæðinu og hefur
ítrekað verið reynt að fá annan toll-
vörð til embættisins á Eskifirði því
tvö stöðugildi tollvarða eru fyrir
hendi. Ekki hefur tekist að manna
stöðugildið þó auglýst hafi verið
tvisvar eftir umsóknum. Allur helsti
innflutningur er varðar álverið fyrir
austan og byggingu Kárahnjúka-
virkjunar fer um Reyðarfjarðarhöfn.
Þá er ekki gert ráð fyrir fleiri toll-
vörðum á Seyðisfirði en á tímabili
voru þeir tveir.
Áhyggjur eru af ónógri
tollgæslu á Austurlandi
Tollgæslan | 8
ALLS varð 21% fækkun á samþykktum
undanþágum fyrir leiðbeinendur í grunn-
skólum milli síðustu skólaára. Kemur þetta
fram í nýútkominni ársskýrslu undanþágu-
nefndar grunnskóla fyrir skólaárið 2004–
2005 en nefndin metur umsóknir skóla-
stjóra um heimild til að lausráða starfs-
menn, sem ekki hafa leyfi mennta-
málaráðherra til að nota starfsheitið grunn-
skólakennari. Samkvæmt skýrslunni voru
527 undanþágur samþykktar skólaárið
2004–2005 en skólaárið 2003–2004 voru þær
667 sem er 21% fækkun milli ára.
Menntunarstig leiðbeinenda fer hækk-
andi ár frá ári. Fjölgaði undanþágum til
leiðbeinendum sem hafa BA, BS, Fil kand,
MA, Cand mag, Cand phil, Cand psyk og dr.
án fullnægjandi menntunar í uppeldis- og
kennslufræðum. Skólaárið 2003-2004 voru
þessar undanþágur 19,8% allra samþykktra
undanþága en skólaárið 2004-2005 voru þær
29,8%. Í þessum hópi eru einnig leikskóla-
kennarar, þroskaþjálfar og iðjuþjálfar. Þó
stendur nánast í stað sá fjöldi undanþága til
leiðbeinenda sem hafa lokið námi til
kennsluréttinda en mega ekki nota starfs-
heitið grunnskólakennari.
Færri undan-
þágur fyrir
leiðbeinendur
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
EIGENDUR að hænum af stofni
landnámshænsna hafa áhyggjur af
stofninum komi til þess að fuglaflensa
berist hingað til lands og á aðalfundi
félags þeirra sem haldinn var á laug-
ardag var skorað á landbúnaðarráðu-
neytið að ganga þegar til samstarfs
við félagið til að verja stofninn.
„Aðalfundur eigenda og ræktenda-
félags landnámshænsna haldinn 5.
nóv. 2005 hefur áhyggjur af gömlu
erfðaefni landnámshænunnar sem
gæti farið forgörðum ef H5N1 (fugla-
flensa) smit berst til landsins.
Aðalfundur ERL skorar á land-
búnaðarráðuneytið og embætti yfir-
dýralæknis að ganga strax til sam-
starfs við stjórn félagsins til varnar
stofninum“, segir í ályktun félagsins
sem samþykkt var á aðalfundinum.
Hafa áhyggjur af
landnámshænunni