Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Metsölubók um allan heim Allan og Barbara Pease hafa selt yfir 19 milljón eintaka af bókum sínum Bókin sem varpar ljósi á samskipti kynjanna. Stórkostleg bók, er samdóma álit lesenda. Og ekki að ástæðulausu! Vikan 19. okt. 2005 BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Gildir til 30. nóvember 2005 30% afsláttur „ÞAÐ þarf að kenna börnum sem fyrst að það sé allt í lagi að vera sam- kynhneigður,“ segir Ingi Þór Jóns- son, en um helgina héldu Samtökin ’78, félag lesbía og homma á Íslandi, opinn fund á Kaffi Reykjavík undir yfirskriftinni Samkynhneigðir og íþróttir. Til þess að fjalla um þessi mál bauð félagið Inga Þór til lands- ins, en hann hefur um árabil unnið að málefnum samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar í Bretlandi. Hann keppti á sínum tíma í sundi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum, en hrökklaðist úr íþróttum 21 árs vegna fordóma. Ingi starfar sjálfstætt og gerir sjálfur grín að því hvað hann sé með mörg járn í eldinum. Hann er evr- ópskur sendiherra fyrir heimsleika samkynhneigðra íþróttamanna sem haldnir verða í Montreal á næsta ári. „Svo er ég forseti nýrra samtaka sem heita Proud Out Olympiens, sem eru samtök samkynhneigðra íþróttamanna sem hafa keppt á Ól- ympíuleikum,“ segir Ingi. „Við berj- umst gegn fordómum, störfum sem hjálparlína fyrir ungt fólk sem er að koma út úr skápnum og svo erum við að halda upp á að hafa tekið þátt í Ól- ympíuleikum, sem við gátum aldrei gert á sínum tíma vegna fordóma. Ég vinn líka mikið fyrir Manchester- borg og er að fara að gera nýja samninga við þá um hvernig ég get breitt út starf mitt. Ég er á kafi í öllu.“ Mikilvægt að læra sem fyrst að samkynhneigð sé í lagi Ingi segir að húsfyllir hafi verið á fundinum á laugardaginn og líflegar umræður hafi spunnist um þessi heitu mál. Ingi segir að fólk undri sig oft á því að það sé eitt- hvert vandamál að vera samkyn- hneigður í íþrótt- um en þegar það hugsi sig um átti það sig á að það þekki fáa eða enga samkynhneigða íþróttamenn. „Íþróttasamband Íslands sendi fulltrúa á fundinn og þarna voru þjálfarar og íþróttamenn, bæði sam- kynhneigðir og gagnkynhneigðir,“ segir Ingi. „Meðal annars komu íþróttamenn sem voru með mér á Ól- ympíuleikunum á sínum tíma og mér þótti voðalega vænt um það.“ Ingi er líka aðalframkvæmdastjóri Pride Games, en það er íþróttahátíð sem haldin var í Manchester í sumar. „Það var keppt í ellefu íþrótta- greinum og þangað komu samkyn- hneigðir keppendur alls staðar að úr heiminum. Þetta gekk mjög vel og opnaði margar dyr,“ segir Ingi sem einnig vinnur að verkefni fyrir bresku ríkisstjórnina sem nefnist Proud Britain. „Þá fer ég og held fyrirlestra í skólum sem íþróttamað- ur og segi til dæmis það sem ég upp- lifði sem krakki. Það þarf að kenna börnum sem fyrst að það sé allt í lagi að vera samkynhneigður.“ Þegar Ingi er spurður að því hvort sérstakir viðburðir eins og heims- leikar samkynhneigðra íþrótta- manna geti ekki haft neikvæð áhrif og jafnvel markað samkynhneigðum íþróttamönnum sérstakan bás, stendur ekki á svörum. „Gay games eru bara fyrir sam- kynhneigða en þetta eru nýir leikar sem heita World Out Games,“ segir hann. „Samkynhneigðir halda þessa hátíð en bjóða gagnkynhneigðum íþróttamönnum sérstaklega að koma svo við erum að vinna á öndverðum meiði við Gay games. Við bjóðum öll- um að vera með og opnum þannig nýjar dyr.“ Jákvæðir tímar framundan Ingi hefur ekki búið á Íslandi í átján ár og vissi ekkert um stöðuna hérlendis áður en hann kom í þessa heimsókn. „Hér eru sömu erfiðleikar í gangi og annars staðar en mér finnst til dæmis mjög jákvætt hvað fram- kvæmdastjóri ÍSÍ kom sterkt fram á fundinum með hvernig ÍSÍ ætlar að taka á þessum málum,“ segir Ingi. „Svo kom þarna fram að mikilvægt væri að breyta til dæmis þjálfara- og íþróttakennarahandbókum til að hjálpa þessum aðilum að taka á mál- unum.“ Ingi bendir á að um tíu prósent manna séu samkynhneigðir og því hljóti margir sem stunda íþróttir að vera í felum með kynhneigð sína. „Inn í þetta spilar þó hversu snemma missum við þetta fólk út úr íþróttunum,“ segir Ingi. „Það eru jákvæðir tímar framund- an og það væri mér mikill heiður að geta unnið bæði með Samtökunum ’78 og íþróttahreyfingunni að þess- um málum í framtíðinni. Vonandi get ég gert sem mest.“ Ef einhver vill hafa samband við Inga og tala við hann um eitthvað í sambandi við fordóma í íþróttum er það velkomið. Fordómar í garð samkynhneigðra íþróttamanna Sömu erfiðleikar hér á landi og annars staðar Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TENGLAR .............................................. ingithor14@hotmail.com Ingi Þór Jónsson Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Fram- sóknarflokksins á föstudag sagði Hall- dór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, að Framsóknar- flokkurinn væri og hefði alltaf verið miðjuflokkur. Framundan væri kosn- ingavetur og heilmikil barátta myndi þá fara fram. Að hans mati myndi bar- áttan, eins og oft áður, snúast um miðjuna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði á flokksstjórnarfundi flokksins að hún vildi verja miðjuna. Samfylkingin þyrfti að sækja inn á hana nú þegar frjálshyggjan í Sjálfstæðisflokknum væri á undanhaldi. „Það hafa verið miklar umræður í okkar þjóðfélagi undanfarið um eitt- hvað sem heita tveir pólar. Margir hafa viljað stilla því þannig upp að annar póllinn sé Sjálfstæðisflokkurinn og hinn póllinn Samfylkingin,“ sagði Halldór. Það mætti vel vera, sjálfur hefði hann aldrei haft áhuga á því að vera annað hvort til vinstri eða hægri í pólítik. Hann hefði eins og aðrir fram- sóknarmenn viljað vera á miðjunni. „Ég tel að sigrar ís- lensks samfélags hafi unnist á miðj- unni, og það sé miðj- unni að þakka að við höfum sótt fram með þeim hætti sem við höfum gert. Og það vill svo til að flokkarnir í kring- um okkur hafa sótt inn á miðjuna. Því það er nú þannig að þegar að vel geng- ur þá sækir allt inn á miðjuna, sækir inn á þær slóðir sem Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf unnið á. Það er stundum sagt að við séum að elta aðra til vinstri eða elta aðra til hægri. Við erum ekkert að því. Við höfum haldið okkar striki í íslenskri pólitík síðan Framsóknarflokkurinn var stofnaður, á miðjunni, og þar eigum við að vera,“ sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins á föstudag, dag- inn fyrir flokksstjórnarfund Samfylk- ingarinnar. Formaður Framsóknarflokksins Alltaf verið miðjuflokkur Halldór Ásgrímsson LIÐ Smáraskóla í Kópavogi, Land- krabbarnir, vann í legókubbakeppn- inni sem haldin var í húsakynnum Marels í Garðabæ um helgina. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra afhenti verðlaunin. Tuttugu lið tóku þátt á Íslandi en sigurveg- ararnir fengu keppnisrétt á Norð- urlandamótinu, sem haldið verður í Noregi í byrjun desember. Alls tóku um 400 lið þátt í legókubbamótum á öllum Norðurlöndunum um helgina. Sigurliðið skipuðu Ásthildur B. Jensdóttir, Guðmundur Þor- steinsson, Jón Gísli Björgvinsson, Kristján Kristjánsson, Ólafur U. Torfason, Sindri Þór Sigurðsson, Victor J. Gressier og Vilborg Á. Árnadóttir. Auk Smáraskóla fengu lið frá Salaskóla Kópavogi, Akurskóla Reykjanesbæ, Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar og Flúðaskóla verð- laun. Keppnir á móti í Noregi Keppnin er hluti af alþjóðlegri keppni sem ber heitið „First Lego League“ sem haldin er á vegum samtakanna FLL á Íslandi. Sam- tökin voru stofnuð fyrr á þessu ári og hafa það að markmiði að gera raunvísindi áhugaverð og skemmti- leg fyrir börn og unglinga með sterkum tengslum við atvinnulífið. Miða þau að því að FLL-keppnin verði árlegur viðburður og ef miða má við þátttökuna í ár ætti það að reynast leikur einn. Á undanförnum tveimur mán- uðum hafa krakkarnir, sem eru á aldrinum 10 til 16 ára, sett saman og forritað vélmenni úr Legokubbum sem leysa eiga ýmsar þrautir sem settar eru fyrir þau á þar til gerðum þrautabrautum. Einnig var þeim fal- ið að útbúa viðamikið rannsókn- arverkefni sem þau kynna fyrir dómnefnd. Þetta er í fyrsta skipti sem keppn- in er haldin hér á landi. Úrslita- keppni Skandinavíuflokksins fer svo fram 3. desember nk. í Þrándheimi í Noregi og þangað fer sigurlið Smáraskóla sem sigraði í keppninni um helgina. Evrópumót FLL fer svo fram næsta vor. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landkrabbarnir, lið Smáraskóla, bar sigur úr býtum í Legokubbakeppninni. Á myndinni eru liðsmennirnir að æfa. Smáraskóli sigraði í legókubbakeppninni Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÍKUR á langlífi karla eru mestar á Íslandi 2003 sé tekið mið af OECD- ríkjunum, eða 79,0 ár. Lífslíkur ís- lenskra kvenna voru þá 82,4 ár og voru íslenskar konur í 7.-8, sæti með- al kvenna í OECD-ríkjum. Þá voru lífslíkur Íslendinga við fæðingu 80,7 ár, það er meðaltal af lífslíkum karla og kvenna. Líkur á langlífi voru hvergi meiri í heiminum, nema í Jap- an þar sem þær voru 81,8 ár árið 2003. Þetta er meðal þess sem kemur fram í riti OECD, Heilbrigðismál í hnotskurn 2005, um árangur á ýms- um sviðum heilbrigðismála. Íslenskir karlar lík- legastir til langlífis JAPANINN Hideshi Tamenori varð heimsmeistari í karlaflokki í sjötta sinn og Hisako Hoshi, einnig frá Japan, vann í kvennaflokki á heims- meistaramótinu í Óþelló sem fram fór á Hótel Loftleiðum um helgina. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótinu en alls voru 62 keppendur frá 25 löndum á mótinu. Hálfdán Örlygsson, annar skipu- leggjanda mótsins, segir að vel hafi til tekist og til standi að halda fyrsta Íslandsmótið í spilinu eftir áramót. Þrír keppendur munu fara fyrir Ís- lands hönd á heimsmeistaramótið á næsta ári, sem fram fer í Japan. Óþelló er borðspil sem á ýmislegt sameiginlegt með skák og er mjög algengt að fólk spili leikinn á Netinu. Japanir heims- meistarar í Óþelló Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá úrslitaleik Hisako Hoshi og Mami Yamanaka í Óþelló á Hótel Loftleiðum á laugardaginn. TENGLAR .............................................. worldothellochampions- hips.com/2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.