Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 35
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! OKTóbeRbÍÓfesT | 26. október - 14. nóvember Sýnd kl. 5.30 B.i. 16 ára "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KónGUrInn OG FÍFLIÐ / X-FM   EMPIrE MaGaZInE. UK Sýnd kl. 10.20 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá á www.icelandfilmfestival.is hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16 ára Crónicas • Sýnd kl. 6 Spænskt tal/Enskur texti Kung Fu Hustle • Sýnd kl. 6 Enskur texti Hostel • Sýnd kl. 8 Enskt tal Drawing Restraint 9 • Sýnd kl 8 Enskur texti Separete Lies • Sýnd kl 10.20 Enskt tal Adams Æbler • Sýnd kl 10.20 Danskt tal/Ótextuð 553 2075bara lúxus ☎  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára  Kóngurinn og Fíflið, XFM  VJV Topp5.is  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sími 551 9000 Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 17.00 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum PaulWalker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. DRAWING RESTRAINT 9 TOPP myndin á Íslandi Í 2 ViKUR 400 kR Í bÍÓ* * Gildir á a­lla­r sýn­in­ga­r merkta­r með ra­uðu MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 35 A u g lý si n g as to fa G u ð rú n ar Ö n n u Þín skoðun skiptir máli Nánari upplýsingar á: www.reykjavik.is Borgarstjórinn í Reykjavík Hverfafundir eru kjörið tækifæri til að koma þínum skoðunum á framfæri við borgarstjóra. Þeir eru nauðsynlegur vettvangur samskipta milli borgarstjóra og íbúa. Hverfafundir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi í þínu hverfi. Komdu á hverfafund og segðu hvað þér finnst. Ágæti íbúi Miðborg Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20 Næsti hverfafundur: Hlíðar Miðvikudagur 16. nóvember kl. 20 á Kjarvalsstöðum Borgarstjóri hlustar H V E R F A F U N D I R B O R G A R S T J Ó R A 2 0 0 5 Með bestu kveðju ÚR fjarlægð eru þær eins og mann- söfnuður en þegar nær dregur kem- ur annað í ljós. Þetta er dýrategund sem er engri annarri lík. Þær ganga uppréttar eins og menn, en synda um höfin blá eins og fiskar og renna sér þess á milli á maganum eins og sleð- ar. Þær eru spikaðar eins og selir og fiðraðar eins og uglur. Á landi kjaga þær eins og fótfúnar kerlingar, en í víðáttu hafsins kafa þær á elding- arhraða eins og tundurskeyti. Þær eru seigar eins og uxar, þokkafullar eins og svanir. Þær eru tryggar, samtaka og þolinmóðar. Þær velja sér einn maka og verða ástfangnar upp fyrir haus. Og þær lifa af frost- hörkur og hjúfra sig saman með við- kvæmt ungviðið undir kviðnum með- an hríðarbyljir dynja á þeim vikum saman. Þegar þeim skrikar fótur er okkur skemmt, þegar ein villist af leið nístir einmanaleiki hinnar glöt- uðu mörgæsar um merg og bein, og þegar hungrið sverfur að fyllumst við örvæntingu. Þegar óveðursskýin hrannast upp skynjum við háskann. Það er eitthvað við mörgæsirnar sem er kómískt og heillandi í senn og þessar tvær hliðar þeirra dregur leikstjórinn Luc Jacquet fram af mikilli list í hinni huglægu heimild- armynd sinni um lífsbaráttu keis- aramörgæsaflokks í Suðurheim- skautsálfu. Þótt Ferðalag keisaramörgæsanna flokkist strangt til tekið sem heimildarmynd, eru töfrar hennar ekki síst í fólgnir í því hvernig hún staðsetur sig á mörkum skáldskapar og vísinda, heimild- armyndar og ljóðrænnar túlkunar. Þar er fjallað af nákvæmni um ótrú- lega aðlögunarhæfni mörgæsanna, og lífsmynstur þeirra af þekkingu og athyglisgáfu vísindamannsins, en af- raksturinn er síðan kryddaður skáld- legum hugleiðingum um gleði og sorgir mörgæsalífsins í flutningi mælskra sögumanna. Kvikmynd Jacquet fer með áhorf- andann í ógleymanlegt ferðalag á slóðir sem menn komast aðeins um með erfiðismunum, jafnvel á okkar tæknivæddu tímum. Það er ótrúlegt að fylgjast með ferlinu – frá því að mörgæsirnar þramma af stað upp á land til þess að koma saman á sínum hefðbundna mökunarstað, „þar sem hver ein og einasta þeirra leit fyrst dagsins ljós“. Þar para gæsirnar sig saman af mikilli vandfýsi og halda síðan tryggð við makann í gegnum hið erfiða ferli sem það er að koma upp viðkvæmum unga í frosthörkum og skiptast á að afla matar. Á sumrin halda þær síðan aftur til hafs og hverfa í öruggan faðm þess, þar til hausta tekur. En sjón er sögu ríkari, eins og máltækið segir og á það hvergi betur við en í tilfelli þessarar einstöku heimildarmyndar um ferða- lag keisaramörgæsanna. Ljóðrænan í lífi mörgæsa KVIKMYNDIR Háskólabíó: Októberbíófest Leikstjórn: Luc Jacquet. Frásagn- arraddir: Charles Berling, Romane Bo- hringer, Jules Sitruk. Frakkland, 85 mín. Ferðalag keisaramörgæsanna (La Marche de l’empereur)  Reuters Heiða Jóhannsdóttir LEILA (Smith), fríð og fönguleg , kanadísk yngismær, er með kynlíf á heilanum. Einhver læknismennt- aður myndi sjálfsagt greina hana með brókarsótt. Við þessum tiltekna sjúkdómi þekkjast ekki önnur en fá- ein, keimlík læknisráð sem duga; kvikmyndahúsgestir fá því meira en þeir biðja um af nærmyndum af rök- um vörum, nöktum lærum, linum tippum, berum bossum, kipruðum augum, hálfkæfðum stunum. Þar fyrir utan er lítið sem ekkert að gerast í Lie With Me. Leila veltir að vísu fyrir sér upphátt lífsgátunni og tilverunni, en þar sem hvort tveggja snýst eingöngu um samfarir og pælingaarnar ámóta vitrænar og „Ég kann ekki að elska, en ég kann að ríða“ verður myndin fljótt end- urtekningarsöm, að ekki sé minnst á leiðindin. Smith er kynþokkafull, en hvort hún er leikkona verður ekki skorið úr um af frammistöðu hennar í Lie With Me. Mótleikari henar hef- ur greinilega verið valinn vegna lík- amsbyggingarinnar eingöngu. Ímyndið ykkur klámmynd þar sem samfarasenurnar hafa verið klipptar út og þá hafið þið mynd á borð við þessa. Hér skortir fullkomlega teng- ingar til að vekja einhvern áhuga og samkennd með persónunum og losta í athafnirnar á tjaldinu. Þreytandi bólfarir KVIKMYNDIR Regnboginn: IIFF Leikstjóri: Clement Virgo. Aðalleikendur: Lauren Lee Smith, Eric Balfour, Don Francks, Polly Shannon, Kristen Leh- man. 90 mín. Kanada. 2005. Leggstu hjá mér (Lie With Me)  Sæbjörn Valdimarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.