Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 37 KEFLAVÍKÁLFABAKKI KRINGLAN Óskarsverðlaunhafinn Al Pacino er í essinu sínu og hefur aldrei verið betri. Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins.En auk hans fara þau Matthew McConaughey („Sahara“) og Rene Russo („The Thomas Crown Affair“) á kostum í kraftmikilli mynd M.M.J. / Kvikmyndir.comRoger Ebert Kvikmyndir.is  S.V. / MBL  DOOM kl. 8 PERFECT CATCH kl. 8 TWO FOR THE.. kl.8 - 10 B.i.12 FLIGHT PLAN kl. 10 MUST LOVE DOGS kl. 8 AKUREYRI CHICKEN LITTLE Ensku tali kl.6 - 8 -10.10 LITLI KJÚLLIN Ísl. tal kl. 6 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 KISS KISS BANG BANG kl. 8 - 10.10 B.i. 16 WALLACE & GROMIT Ísl. tal kl. 6 Val Kilmer KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Ó.Ö.H / DV   L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. Robert Downey Jr. Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. ELIZABETH TOWN kl. 5.30 - 8 - 10.30 ELIZABETH TOWN VIP kl. 8 - 10.30 Litli Kjúllin Ísl. tal kl. 4 - 6 Litli Kjúllin Ísl. tal VIP kl. 4 - 6 CHICKEN LITTLE Ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára. CORPSE BRIDE kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 KISS KISS BANG BANG kl. 10.30 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT Ísl. tal kl. 4 THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 6 B.i. 14 ára. DV   topp5.is  S.V. / MBL Ný kvikmyNd frá leikstjóra “jerry maguire” og “almost famous” með þeim heitu stjörNum orlaNdo Bloom (“lord of the riNgs”) og kirsteN duNst (“spider-maN”). ÁRLEGIR Frostrósatónleikar verða haldn- ir hinn 10. desember í Laugardalshöll. Reiknað er með að tónleikarnir verði þeir stærstu í sögu jólatónleika hér á landi en rúmlega 150 manna kór, saman settur af Karlakór Fóstbræðra, Léttsveit Reykjavík- ur, Kammer- og Stúlknakór Bústaðakirkju ásamt tuttugu manna stórhljómsveit, mun leika undir söng íslensku Frostrósanna, þeirra Ragnhildar Gísladóttur, Margrétar Eirar, Guðrúnar Árnýjar, Védísar Her- varar, Regínu Óskar, Völu Guðna og Jó- hönnu Vigdísar. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé í síðasta sinn sem Frostrósatónleikar með ís- lensku dívunum verða haldnir og því hafi sérstaklega verið vandað til verksins í ár og nýuppgerð Laugardalshöllin meðal ann- ars færð í stórglæsilegan jólabúning Uppselt hefur verið á alla Frostrósa- tónleika undanfarin ár. Miðasala hefst með lokaðri forsölu föstu- daginn 18. nóvember en almenn miðasala hefst laugardaginn 19. nóvember. Hluti þeirra söngkvenna sem skipa Frostrós- ir: Regína Ósk, Margrét Eir, Jóhanna Vigdís, Védís Hervör og Guðrún Árný. Tónlist | Frostrósatónleikar í Laugardalshöll Dívurnar sjö RAGNAR Bjarnason gerir það ekki enda- sleppt í söngbransanum, enda í toppformi sem marka má af umsvifum við útgáfu á hljómplötum að undanförnu, sem hlotið hafa góðar undirtektir. Í tilefni af sjötugsafmæli hans í fyrrahaust kom út platan Vertu ekki að horfa, og nú í vor gaf Ragnar út plötuna Með hangandi hendi, en báðar hafa þessar hljómplötur náð góðri útbreiðslu og selst vel. Fyrir það voru Ragnari afhentar platínu- og gullplötur í gyllta salnum á Hótel Borg síð- astliðið föstudagskvöld. Í tilefni dagsins ákvað Ragnar að efna til tónleika á Borginni og var húsfyllir og góð stemning svo sem vænta mátti. Valið á Hótel Borg var ekki tilviljun því Raggi ólst upp í næsta húsi, faðir hans Bjarni Böðvarsson stjórnaði hljómsveit á Borginni í mörg ár og sjálfur söng Raggi þar með hljómsveit Björns R. Einarssonar á sínum tíma. Það var því ljóst að Raggi var á heimavelli þetta kvöld. Hljómsveitina skipuðu gamlir félagar Ragga úr KK sextettinum, þeir Árni Schev- ing á bassa, Jón Páll Bjarnason gítar og Guð- mundur Steingrímsson á trommur. Auk þeirra var Þorgeir Ástvaldsson við flygilinn, en hann var jafnframt kynnir. Guðrún Gunn- arsdóttir söngkona og Bergþór Pálsson óperusöngvari stigu einnig á svið og lífgaði það mjög upp á stemninguna í salnum, sem óhætt er að segja að hafi verið afar góð. Tón- leikagestir sungu með í flestum laganna enda lagavalið kunnuglegt og spannaði feril Ragn- ars frá upphafi til þessa dags. Í lok tónleikanna afhentu Þorgeir Ást- valdsson og Ómar Ragnarsson söngvaranum platínu- og gullplöturnar, en Ómar hafði samið íslenskan texta við lagið Wéll meet again, undir heitinu Hittumst á ný og tók sal- urinn hressilega undir í laginu. Það skemmtu sér allir vel í salnum og mikil stemning myndaðist. Ragnar Bjarnason kom fram ásamt fríðu föruneyti í til- efni þess að honum voru veittar gull- og platínuplötur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Helga Guðjónsdóttir, Hilmar Jónsson, Guðrún Bergmann og Andreas Bergmann. Glatt á hjalla hjá Ragga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.