Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Jóhannes-son fæddist á Söndum í Meðal- landi 2. desember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi að kvöldi 3. nóvember síðast- liðins. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Pálsdóttir, f. 23. júní 1890, og Jóhannes Guð- mundsson bóndi á Söndum, f. 14. maí 1880. Einar var einn tíu systkina sem komust til fullorðinsára og eru þrjú þeirra enn á lífi. Fjölskyldan bjó á Söndum þar til í Kötlugosinu 1918 er þau fluttu að Herjólfs- stöðum í Álftaveri, þar sem Sandar urðu illa úti í gosinu. Einar kvæntist árið 1957 Sig- ríði Bárðardóttur frá Holti í Álftaveri, f. 3. júní 1921. For- eldrar hennar voru Bárður Páls- son, f. 27. júní 1872, og Sigríður Jónsson, f. 24. september 1876. Börn Einars og Sig- ríðar eru: Sigríður Bára, f. 18. janúar 1947, eignaðist þrjú börn og eru tvö á lífi, Þuríður, f. 15. nóvember 1949, eignaðist fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi, Krist- ín, f. 31. maí 1952, á tvö börn, Fanney, f. 17. október 1953, á tvö börn, og Jó- hannes Guðmund- ur, f. 4. mars 1964, á fjögur börn. Einar og Sigríður hófu búskap árið 1944 í Stafholti í Stafholt- stungum í Mýrasýslu, þar sem þau bjuggu til ársins 1948 er þau fluttu að Hamraendum í sömu sveit. Þar bjuggu þau til ársins 1954 en þá fluttu þau að Jarð- langsstöðum í Borgarhreppi, þar sem þau hafa búið síðan. Útför Einars fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Er eitthvert vit í þessu? spurði Einar dóttur sína er hún kynnti mig sem mannsefni sitt. Athuga- semdir sem þessar voru einkenni þess góða drengs sem kvaddur er í dag. Hann kom alltaf beint að efninu og var ekki með vífilengjur eða orðaflaum. Líf hans hafði kennt honum að ganga hreint til verks og standa sig í hvívetna. Ég spurði hann eitt sinn hvort hann myndi okkar fyrstu kynni. Með stóískri ró svaraði hann á þá leið að ég hefði nú ekki verið sérlega upplitsdjarfur svo trúlega hefði hann sagt eitthvað þessu líkt. Ein- ar var ekki fljóttekinn en þeir sem að komust áttu vísan vin. Hann stóð ávallt fastur á sínu fyndist honum að sér vegið. Þeir voru ekki öfundsverðir sem að honum sóttu því hann gaf ekkert eftir og sótti ávallt mál sitt af harðfylgi. Þar skipti engu hver átti í hlut, hann fór ekki í manngreinarálit í þessu fremur en öðru. Einar ólst upp í sveit í stórum systkinahópi og var vanur að vinna hörðum höndum, byrjaði snemma að afla tekna og sækja vertíðar til Vestmannaeyja. Frá- sagnir hans frá þessum árum segja mér að þar hafi kraftar hans og úthald notið sín til fulls og fáir staðið honum á sporði. Einar var bóndi af lífi og sál og var sauðféð honum lífsfylling. Hann var óþreytandi að tala um allt sem að sauðfé laut og í seinni tíð fylgdi slíku gjarnan breitt bros. Hann var glöggur á fé og þekkti það alltaf allt með nafni þó að á sjö- unda hundrað ær væru á húsi þegar flest var. Hann hélt alltaf nákvæmt bókhald um hverja kind og vissi nákvæmlega hverja kosti hún hafði að geyma. Þrátt fyrir harðan skráp á yfirborði hvíldi undir góður drengur sem ekkert mátti aumt sjá og var hann manna fyrstur til að aðstoða ef einhver átti um sárt að binda eða var í vanda staddur. Þá var ekki spurt um tíma eða annað sem sumir láta flækjast fyrir góðverkum. Þetta reyndu bæði menn og málleys- ingjar sem urðu á vegi hans og fór mín fjölskylda ekki varhluta af þeim eiginleikum. Að lokum þakka ég fyrir að hafa notið þess að kynnast Einari og votta fjölskyldunni samúð mína. Hvíl í friði. Friðrik Alexandersson. Hann Einar afi okkar er dáinn. Hann áorkaði heilmiklu á sinni löngu ævi og við efumst ekki um það að hann hvílist núna, stoltur af afrekum sínum. Eftirminnileg- ast fyrir okkur er eflaust kind- urnar hans afa. Að okkar mati voru kindurnar hans afa falleg- ustu kindurnar á Íslandi (ef ekki í heiminum) enda annaðist hann þær afskaplega vel. Í hvert sinn sem við vorum í heimsókn og fór- um með honum útí fjárhús var okkur hlýtt yfir nöfn þeirra allra. Við vorum ekki eins klár og afi í að leggja á minnið nöfn á rúmlega 600 kindum, en við þekktum þó okkar eigin. Einnig var hann dug- legur að hlýða okkur yfir nöfnin á fjöllunum á leiðinni frá Reykjavík í Borgarfjörðinn. Líklega fannst honum mikilvægt að við börnin sem höfðum eytt hálfri ævinni í Danmörku myndum læra allt um land og þjóð. Afi gaf sér líka alltaf tíma til að spila við okkur á spil og minnumst við þess þegar hann kenndi okkur að leggja kapal, og að svindla soldið ef hann gekk ekki upp. Afi var gjafmildur og hjartahlýr og að okkar mati besti afi í heimi. Við munum sakna þess að fá að sjá þig og spjalla við þig elsku afi okkar en þú lifir enn í okkur öll- um og við munum heiðra minn- ingu þína. Kveðja Arnar, Sigríður Eyrún og Viðar. „Sæl stelpa.“ Þannig heilsaði Einar föður- bróðir minn ævinlega og vænt þótti mér um þessa kveðju síðast þegar við sáumst, hann þá farinn að kröftum eftir langa og farsæla ævi. Nú er hann farinn blessaður á æðra svið. Þau voru tíu systkinin sem komust á legg frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, alin upp við oft erfiðar aðstæður þegar ekki var sjálfsagt að hafa til hnífs og skeiðar fyrir stóran barnahóp. En samheldnin var mikil með þeim systkinum alla tíð. Einar og faðir minn völdu sér báðir búsetu í Borgarfirði og Ein- ar, sem var mikill bóndi, hóf sinn búskap að Stafholti en bjó síðan að Hamraendum í Stafholtstung- um. Síðan lá leiðin að Jarðlangs- stöðum og var hann kenndur við þann bæ. Af virðingu var hann oft kallaður „Jarðlangur“ af vinum sínum. Frændgarðurinn varð stór á Jarðlangsstöðum og samband Einars og föður míns náið. Hefð var fyrir því að fara í heimsóknir til fjölskyldunnar m.a. á föstudaginn langa. Í minning- unni voru þessar ferðir hinar mestu áhættuferðir því torfært var heim að bænum, einkum í leysingum. Og þó ekki sé langt á milli Hvanneyrar og Jarðlangs- staða við nútímaaðstæður á veg- um sóttist ferðin oft seint í þá daga en eftirvæntingin eftir sam- vistum við fjölskylduna var mikil og oft glatt á hjalla með frænk- unum fjórum og bróðurnum. Þar sem rafmagn var þá ekki komið til Jarðlangsstaða var toppurinn að fara niður í kjallara með stelp- unum og ræsa ljósavélina þegar skyggja tók. Þannig voru aðstæðurnar fyrst að Jarðlangsstöðum en með tím- anum byggðu Einar og Sigga upp jörðina með þægindum sem þau nutu lengi og hefur án efa verið erfitt fyrir þau hjón að þurfa að bregða búi þegar heilsu Einars tók að hraka. Einar var einn af þeim mönnum sem ekki bar tilfinningar sínar á torg við alla og þótti sumum hann hafa þykka skel. Svo var um fleiri í systkinahópnum og sjálfsagt hef- ur hörð lífsbarátta mótað per- sónuleikann. Undir sló þó hlýtt hjarta Einars sem hugsaði vel um sína og vann góðverk sem ekki fóru alltaf hátt. Í mörg ár bauð hann fjölskyldu minni til veiða í Langá á afmælisdegi föður míns og veiddum við oft í nokkra daga árlega hjá honum. Í þessum veiði- ferðum tókust Einar og Oddur gjarnan vel á um menn og málefni og var það frænda mínum að skapi. Undirrituð naut hlýju Einars í ríkum mæli sem barn og fullorðin og taldi ég hann næstan föður mínum eftir andlát hans. Kæri frændi, fyrir alla um- hyggju þína og ræktarsemi við fjölskylduna þakkar „stelpan“ nú. Jónína Guðmundsdóttir. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hér Einar Jóhann- esson bónda á Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi. Einar var fæddur á Söndum í Meðallandi árið 1915 en eftir Kötlugosið 1918 flutti fjöl- skyldan að Herjólfsstöðum í Álfta- veri og þar ólst Einar upp í stórum systkinahópi. Ungur að árum fór Einar að vinna fyrir sér á vetrum og var þá meðal annars nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum við fiskvinnslu. Stundum er við Einar sátum að spjalli sagði hann mér frá upp- vaxtarárum sínum í Álftaverinu og var honum þá ofarlega í huga smalamennska og göngur enda með afbrigðum glöggur á fé. Einnig kunni hann frá ýmsu að segja af baráttu manna við hin þungu straumvötn sem hann lifði í nábýli við í Álftaverinu. Einar festi ráð sitt og stofnuðu þau Sig- ríður Bárðardóttir frá Holti í Álftaveri til hjúskapar og lifir hún mann sinn. Snemma stóð hugur til búskapar í sveit og settu þau sam- an bú sem leiguliðar í Borgarfirði. Fyrst í Stafholti og síðan á Hamraendum. Snemma á 6. ára- tugnum festu þau kaup á Jarð- langsstöðum í Borgarhreppi og fluttu þangað bú sitt. Heldur mun aðkoman hafa verið kuldaleg og fátt um nútímaþægindi, hvorki sími né rafmagn, vegasamband lé- legt og stundum ekkert. Með for- sjálni og dugnaði blómstraði jörð- in í höndum þeirra og þar uxu úr grasi 5 börn. Kynni mín af Einari bónda hóf- ust ekki fyrr en hann stóð á sjö- tugu og fannst mér hann taka mér heldur fálega enda ekki uppnæm- ur fyrir smámunum, en fljótlega eftir að fundir okkar urðu fleiri fann ég að hann hafði hjartað á réttum stað og honum var annt um fjölskyldu sína og afkomend- ur. Nú þegar Einar er kominn í smalamennsku á nýjum heiðum kveð ég hann og þakka sam- veruna. Lárus Þ. Sigurðsson. EINAR JÓHANNESSON Okkar góði vinur Árni Sighvats- son er látinn. Með Árna er horfinn öðlingur og góður vinur sem sann- aði betur en nokkur annar að ald- urinn býr í huga manns en ekki almanakinu. Þegar Árni var ríflega fimmtugur gerði hann nokkuð sem fáir á þeim aldri hafa kjark til þeg- ar hann lét draum sinn rætast. Fimmtíu ár eru ekki hár aldur en þó eru ekki margir sem þá söðla um á þann hátt sem Árni gerði. Hann seldi fyrirtækið sem var hans lifibrauð og hélt til Ítalíu að láta draum sinn rætast. Þetta þótti djarft tiltæki og undruðust það margir, sérstaklega þeir sem ekki voru eins ungir í anda og Árni. Hann hafði um árabil sungið sér til ánægju m.a. í Þjóðleikhúskórn- um og Pólífónkórnum og auk þess lært söng en hann dreymdi um að gera sönginn að starfi sínu. Við kynntumst Árna í gegnum ÁRNI SIGHVATSSON ✝ Árni Sighvats-son rafvéla- virkjameistari og söngkennari fædd- ist í Ártúnum í Rangárvallahreppi í Rangárvallasýslu 26. maí 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 31. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. nóvember. sönginn, ýmist í námi eða í kórstarfi, en sá kunningsskapur varð að ævilangri vináttu þegar við dvöldumst saman á Ítalíu. Árna leið vel á Ítalíu enda heimsborgari út í fingurgóma, léttur í lundu og ungur í anda. Sá tími sem við áttum þar saman var okkur öllum mikið ævintýri og væri efni í heila bók. Eftir að heim var komið fór Árni fljótlega að kenna einsöng við Tónlistarskólann í Keflavík og hafa margir okkar virt- ustu einsöngvara verið nemendur hans. Árni var listamaður á fleiri sviðum og lærði m.a. að mála hjá ýmsum góðum listamönnum og hélt margar einkasýningar. Einnig hélt hann tónleika, söng sem einsöngv- ari með fjölda kóra og inn á geisla- diska. Kæri Árni, við söknum þín mjög. Það voru ekki ófá skipti er við sungum saman á góðri stund með Árnesingakórnum í Reykjavík og öðrum góðum vinum. Við sendum Guðrúnu og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Bragason, Guðrún Valdimarsdóttir, Valdimar Sigurðsson, Magnús Torfason og Sigrún Sigurðardóttir. Við þökkum þér fyr- ir að hafa gengið í gegnum erfiðleikana við hlið okkur. Við þökkum þér fyrir að halda í höndina á okkur. Við þökkum þér fyrir þolinmæðina og að gefast ekki upp þegar við vildum hafna hjálpinni. Við þökkum þér fyrir að hlusta og gefa þér tíma til að hjálpa okkur við að finna réttu leiðina. Við þökkum þér fyrir að stansa með okk- ur. En mest af öllu þökkum við þér fyrir að vera til staðar fyrir okkur þegar við þurftum mest á þér að halda. Ég tigna kærleiks kraftinn hljóða, Kristur, sem birtist oss í þér. Þú hefur föður hjartað góða, himnanna ríki, opnað mér. Ég tilbið undur elsku þinnar, upphaf og takmark veru minnar. (Sigurbjörn Einarsson.) Við munum sakna þín, elsku pabbi, tengdó og afi. HJÁLMTÝR GUÐMUNDUR HJÁLMTÝSSON ✝ Hjálmtýr Guð-mundur Hjálm- týsson fæddist í Reykjavík 10. maí 1945. Hann lést á heimili sínu hinn 4. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 14. október. Þín dóttir, tengda- sonur, sonur og afas- telpur. Sigrún, Orri, Kristinn Andri, Karen Ósk og Halldóra. Elsku pabbi, þegar Tanya reyndi að hringja í mig þá var ég að tala við Sigrúnu og ég hugsaði að sú sem væri að hringja myndi hringja bara aftur ef hún þyrfti að ná í mig. Tanya hringdi í mömmu og mamma kom strax til mín, hún sagði mér þessar fréttir og ég vildi ekki trúa þeim, að þú værir farinn. Nú ertu farinn, það er mikil söknuður og þú sem varst svo mikill maður í okkar lífi en eftir standa margar fallegar minningar um þig. Þegar þú komst hingað norður um Verslunarmannahelgina 2001 þá sát- um við saman í húsbílnum þínum sem var þitt líf og yndi og við töluðum saman um allt. Þú horfðir á mig og svo táraðistu, ég spurði hvað væri að og þú sagðir að þú hefðir fengið eitt- hvert ryk í augað en ég vissi að það var ekki rétt. Ástæðan var sú að þú misstir svo mikið af mér eftir að ég flutti hingað norður. En ég kom í heimsókn til þín og þú til mín, og heimsóknum fjölgaði eftir að ég og Jón Gunnar fórum að búa og eign- uðumst Einar Hjálmtý. Ég er svo ánægð með að þú fékkst að kynnast Einari Hjálmtý þetta eina ár og ég veit að þú vakir yfir honum núna. Þegar þú fékkst að vita að við syst- urnar værum að fara að gifta okkur og að þú þyrftir að ganga með okkur systrunum upp að altarinu varðst þú svo stressaður en eftir athöfnina gastu flogið af ánægju. Þegar þú spurðir mig hvernig þér hefði gengið í kirkjunni og ég sagði að þetta hefði gengið vel hjá þér, þá sá ég hvað þú ljómaðir og varst svo ánægður að þér hefði tekist þetta. Við vorum svo ánægð öll með þig, þú stóðst þig svo vel en ef við hefðum gert þetta allt ári seinna eða beðið lengur þá hefðum við ekki getað haft þig með okkur, elsku pabbi, þú hefðir ekki getað gengið með okkur syst- urnar upp að altarinu. Ég er svo ánægð með að við gerðum svona mik- ið síðasta árið sem þú gast tekið þátt í þessu með okkur öllum. Helga systir þín lést skömmu á undan þér, elsku pabbi, en þú fylgdir henni eftir og við vitum að hún passar þig fyrir okkur öll þangað til við sjáumst aftur. Elsku pabbi, minningin um þig verður ávallt geymd í hjörtum okkar allra, við kveðjum þig nú með þessum línum. Góður guð, geymdu föður okkar og afa hjá þér og megi minning okkar um hann aldrei frá okkur víkja. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín dóttir, tengdasonur og afa- strákur. Guðrún, Jón Gunnar og Einar Hjálmtýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.