Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 7 FRÉTTIR TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Hvers vegna var Höddi ekki settur í markið? Innbúskaskó TM Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir: // Tjón á verðmætum sem teljast hluti af almennu innbúi fólks, s.s. fartölvu, myndavél, gleraugum og öðrum dýrummunum, færðu bætt. Hámarksupphæð tjóns er 250.000 kr. // Tjón af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atburða er bætt, s.s. ef hlutur á heimilinu fellur í gólf eða það hellist yfir hann. Dæmi um hvað Innbúskaskó TM bætir ekki: // Ef þú týnir, gleymir eða skilur verðmæti eftir á almannafæri færðu þau ekki bætt. // Ef tjónið er af völdum eðlilegs slits, ófullnægjandi viðhalds eða framleiðslugalla fæst það ekki bætt. // Tjón sem verður af völdum þjófnaðar úr ólæstum híbýlum, bílum, tjöldum eða fellihýsum fæst ekki bætt. Við sumum spurningum fást bara engin svör. Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera. En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Ef gleraugun þín brotna í hita leiksins er gott að vera vel tryggður. Innbúskaskó TM bætir tjón á hlutum sem ekki fást bættir með Fjölskyldutryggingu. Vertu við öllu búinn og bættu Innbúskaskóinu við Fjölskyldutryggingu TM. Það tekur enga stund að ganga frá því. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu áwww.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S TM I 28 60 5 11 /2 00 5 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan karl- mann í 18 mánaða fangelsi fyrir al- varlegar hótanir í garð barnsmóður sinnar og fjölskyldu hennar, fyrir að leggja til lögreglumanna með flug- beittum hnífi og fyrir skemmdar- verk. Í dómnum segir m.a. að atlag- an að öðrum lögreglumanninum hafi verið sérstaklega hættuleg og tilvilj- un hafi ráðið því að ekki hlytist mikið líkamstjón af. Stórhættuleg atlaga að mati héraðsdóms Maðurinn á tvö börn með barns- móður sinni. Í dómnum kemur fram að þau slitu samvistum árið 1993 og hefur konan og fjölskylda hennar síðan orðið fyrir miklu ónæði af völd- um mannsins. Einnig kemur fram í dómnum að maðurinn er með geð- hvarfasýki, drekkur stundum ótæpi- lega þrátt fyrir fyrirmæli lækna um hið gagnstæða og ofnotar kvíðastill- andi lyf. Hann hefur greinst með persónuleikaröskun og geldur fyrir þungt höfuðhögg sem hann hlaut í bílslysi árið 1980, þá á 14 aldursári, og fleiri áverka sem hann hefur hlot- ið síðan. Hann var engu að síður tal- inn sakhæfur og í bréfi frá geðlækni segir m.a. að hann hafi brotið af sér í skjóli þess að vera með geðhvörf en andfélagslegur persónuleiki, höfuð- áverki og áfengis- og fíkniefnaneysla spiluðu meira inn í. Lögreglumennirnir sem maðurinn réðst að voru að handtaka hann fyrir að kasta stórum hnullungi inn um eldhúsglugga á íbúð bróður barns- móður sinnar og fyrir að rispa bíl hans. Maðurinn hafði komist inn í íbúð sína og neitaði að hleypa lög- reglu inn þegar hún knúði dyra. Hót- aði hann lögreglumönnum lífláti reyndu þeir inngöngu. Þegar lög- reglumennirnir voru komnir inn réðst hann að tveimur þeirra með hnífi og náði að stinga annan þeirra tvívegis í nárastað. Hnífurinn gekk í gegnum hlífðarfatnað lögreglu- mannsins og gerði gat á nærbuxur en ekki kom skráma á húð. Í dómn- um segir að atlagan hafi verið stór- háskaleg enda hafi hún beinst að svæði þar sem stórar slagæðar liggja undir húð. Maðurinn var ennfremur dæmdur fyrir að hóta barnsmóður sinni lífláti með því að senda sms- skilaboð í síma hennar og fyrir að hóta foreldrum hennar og bróður barsmíðum. Einnig fyrir að hóta bróður hennar lífláti. Símon Sigvaldason kvað upp dóm- inn. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið og Kristján Stefánsson hrl. var til varnar. 18 mánaða fangelsi fyrir árás á lögreglu- menn og hótanir VEGFARANDI á Raufarhöfn til- kynnti lögreglu um helgina að reyk legði úr lúkar mb. Ásdísar SH 300 sem bundin var við bryggju. Slökkvilið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn. Reykkafari var send- ur niður og báturinn síðar reykræst- ur. Einhverjar skemmdir urðu af eldi, vatni og reyk, en hægt var að forða stórtjóni. Mb. Ásdís er í eigu Magnúsar Sig- urðssonar útgerðarmanns sem keypti bátinn í september sl. En þess er að geta að hann var eigandi mb. Hildar, sem sökk í Þistilfirði 18. maí sl. Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Eldur kviknaði í bát sem lá við bryggju Neskaupstaður | Rjúpnaskyttur á ferð um Víkurheiði milli Reyðar- fjarðar og Vöðlavíkur gengu á dög- unum fram á hreindýrstarf sem var illa flæktur, með horn sín og annan afturfótinn í vír af gamalli símalínu sem þar liggur. Til að byrja með voru skytturnar heldur ragar við að nálgast dýrið til að reyna að leysa það úr prísund sinni, enda tarfarnir voldugar skepnur með sín stóru horn. Í róleg- heitum nálguðust þær tarfinn sem reyndist hinn spakasti og leyfði þeim að losa fótinn án nokkurrar mótspyrnu. Ekki þótti vænlegt að losa hornin með sömu aðferðum og var því brugðið á það ráð að draga vírana með lagni úr hornunum. Aldrei verður of oft brýnt fyrir fólki að láta ekki spotta, víra og net liggja á víðavangi á hreindýrasvæð- um, en nokkuð er um að dýrin festi horn sín í slíkum flækjum og drep- ist. Að sögn skyttnanna liggja víða ónýtar gamlar símalínur á þessu svæði þar sem hreindýrin ganga tíð- um. Rjúpnaskyttur bjarga hreindýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.