Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HEILBRIGÐISEFTIRLIT Kjósarsvæðis, sem hefur m.a. eft- irlit með Seltjarn- arnesi, hefur tekið sýni og látið mæla gerla- fjölda við ströndina í Mosfellsbæ og á Sel- tjarnarnesi frá árinu 2004. Markmið með rannsókninni var að bera mengun við ströndina saman við viðmiðunarmörk í reglugerð um fráveitur og skólp, nr. 798/1999. Niðurstöður úr sýna- töku við Seltjarnarnes benda til að gerla- mengun sé á þremur af fimm sýnatökustöðum og þá sér- staklega yfir dimmustu vetrarmán- uði ársins. Skólpmengun á norður- strönd Seltjarnarness bendir til að mengun sé annaðhvort að berast þangað frá dælustöðinni í Reykja- vík eða að það flæði um neyð- arútrásir í holræsakerfinu t.d. vegna bilana í dælubúnaði. Mengun á Suðurströndinni skýrist af skól- pútrásum þar, en um helmingur skólps á Seltjarnarnesi berst þar í sjóinn. Nær fullbyggð fráveita Fráveitukerfi Seltjarnarness er fullbyggt, ef frá er talin dælustöðin við Tjarnarstíg sem tafist hefur að byggja vegna samninga við ná- granna og lóðaeigendur. Fráveita Seltjarnarness hefur verið byggð upp hratt síðustu ár og mun veitu- stjórn ljúka verkinu innan þess frests, sem Umhverfisráðuneytið hefur veitt Seltjarnarnesbæ. Bær- inn hefði getað hraðað verkinu með því að taka umrædda spildu undir stöðina eignarnámi, en ekki hefur verið vilji til þess af hálfu bæjaryf- irvalda. Unnið er að samningum við lóðaeigendur og er ég þess fullviss að samningar takist á næstu vikum. Hönnun og aðrar áætlanir liggja fyrir um framkvæmdina og um 2–4 mánuði tekur að vinna verkið þegar framkvæmdaleyfi er fengið. Fjárveiting til verksins er á með- al tillagna á fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 2006. Á meðan stöð- in er óbyggð hlýst hins vegar af mengun og því verður lagt kapp á byggingu dælustöðv- arinnar. Þess má geta að drjúgur meirihluti sveitarfélaga í landinu hefur ekki lokið við gerð fráveitna og fá sveitarfélög eru jafn nærri verklokum og við Seltirningar. Höf- uðborgin sjálf náði þessum áfanga á þessu ári sem er auð- vitað gleðiefni fyrir okkur Seltirninga. Af ofansögðu er ljóst að áform um úrbætur liggja fyrir, en ný dælustöð við Tjarnarstíg lokar frá- veitukerfinu. Hrein Seltjörn Það var hins vegar ánægjulegt að sjá í þessari sömu skýrslu, hve sjór- inn er hreinn í og við Seltjörn. Þar eru vatnsgæðin jafnvel innan þeirra marka sem sett eru í Bláfánanum, sem er tákn um hreinar strandir og ómengað haf á baðstöðum og smá- bátahöfnum. Saurkólígerlar voru yfir umhverfismörkum einu sinni og enterókokkar voru vart mælanlegir. Það er því stundum stutt milli „hláturs og gráts“. Vandinn einangraður Við Norðurströnd mældist hins vegar mengun yfir viðmið- unarmörkum. Af skýrslunni má lesa að mengunin þar hefur verið innan eðlilegra marka en rís hins vegar á mælitímanum, sem er allnokkur og er við eða yfir viðmiðunarmörkum. Nokkrar skýringar eru mögulegar á þessu: a) Að bilun hafi orðið í kerfinu hjá okkur þannig að dælur hafi ekki annað frárennsli, öryggislokar hafi opnast og veitt yfirfalli í sjó. Skyndileg breyting úr eðlilegu ástandi í óeðlilegt rennir stoðum undir þetta. b) Að sams konar bilun hafi orðið í fráveitukerfi Reykjavíkurborgar, en skolpi frá Reykjavík er veitt í sjó undan ströndum Seltjarnarness. c) Að skolpdælurör í Reykjavík sé of stutt til að afstýra mengun í sjó við Norðurströnd. d) Að mengaður sjór berist um lengri veg upp að ströndum Sel- tjarnarness. Hér koma því til nokkrar mögu- legar skýringar og hafa starfsmenn Seltjarnarnesbæjar nú þegar hafist handa við að yfirfara fráveitukerfin til að einangra vandann í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði. Í öllu falli virðist einhlítt að um bilun eða tímabundið mál sé að ræða sem unnt verður að ráða bót á. Enginn holsræsaskattur á Seltjarnarnesi Framkvæmdaáætlun hefur legið fyrir lengi um uppbyggingu frá- veitukerfis Seltjarnarnesbæjar og unnið hefur verið skv. henni um nokkurra ára skeið. Sem íbúi á Sel- tjarnarnesi er ég nokkuð stoltur yf- ir því að Seltjarnarnes er eina bæj- arfélagið í landinu sem hefur tekist að byggja upp fráveitukerfi sitt án þess að íþyngja fasteignaeigendum með holræsagjaldi. Þannig hefur tekist að skila ávinningi af góðum rekstri bæjarins til íbúa samtímis því sem unnið er að þessu mikil- væga verkefni. Stefna bæjarins að þessu leyti er einnig skýr, þ.e. að fullbyggja frá- veitukerfi bæjarins, ljúka því verki vel innan tilskilins frests sem veitt- ur hefur verið af Umhverfisráðu- neyti og fyrirbyggja þannig meng- un af völdum skolps við strendur okkar. Hreint Seltjarnarnes 2006! Ingimar Sigurðsson fjallar um fráveitukerfi á Seltjarnarnesi Ingimar Sigurðsson ’Þannig hefur tekist að skila ávinningi af góðum rekstri bæjarins til íbúa samtímis því sem unnið er að þessu mikilvæga verkefni.‘ Höfundur er formaður umhverfisnefndar Seltjarnarness. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, steig mikilvægt skref á aðalfundi LÍÚ þegar hún talaði fyrir sátt þjóð- arinnar við sjávarútveginn. Það var tími til kominn. Vonandi að nú séu hatrammar deilur stjórnmálamanna við þessa atvinnugrein að baki. Það er eitt að gagnrýna kvótakerfið og koma fram með til- lögur um úrbætur en það er annað að ala á illindum út í forsvars- menn heillar atvinnu- greinar eins og margir stjórnmálamenn og flokkar hafa staðið fyrir á annan áratug. Slíkur málflutningur á ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna. En Ingibjörg Sólrún sagði fleira. Í grein í Morgunblaðinu í kjölfar fundarins sagði hún að allir stjórn- málaflokkar væru nú orðnir sam- mála um að binda eignarréttinn á auðlindinni í stjórnarskrá. Gerði hún ráð fyrir að stuðst yrði við til- lögur auðlindanefndar frá árinu 2000 í því efni þar sem segir að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð einkaeignarrétti, séu þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Að löggjafar- og framkvæmdavald fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í um- boði þjóðarinnar. Með öðrum orð- um að ríkið öðlist á þeim eignar- rétt. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar eru orðnir sammála um þetta tel ég mikilvægt að spyrja. Hvaða hagsmuni og hverra hagsmuni er verið að verja með slíkum hugmyndum? Megum við eiga von á að í kjölfarið muni ríkið heimta auðlinda- gjald af eigendum hlunnindajarða til dæmis – eins og ýjað hefur verið að af rit- stjóra Morgunblaðs- ins? Eru aukatekjur bænda vegna hlunn- inda á jörðum þeirra vandamál sem brýnt er að taka á og skatt- leggja sérstaklega? Er sambærilegt ákvæði að finna í stjórnarskrám einhverra þeirra vestrænu ríkja sem við viljum bera okkur saman við? Á eignaupptakan af hálfu ríkisins í kjölfar þjóð- lendulaga sér hliðstæðu í ein- hverjum löndum í kringum okkur nú á 21. öldinni? Getur verið að hliðstætt ákvæði sé kannski helst að finna í Sovétríkjunum gömlu eða jafnvel hjá Mugabe í Sim- babve? Ég viðurkenni fúslega þekking- arleysi mitt á þessu sviði um leið og ég tel mjög mikilvægt að stjórn- málamennirnir, sem eru orðnir svo sammála, upplýsi þjóðina um þessi atriði svo við verðum þess bær að mynda okkur skoðun áður en við tökum afstöðu til þessa hugtaks um þjóðareign í stjórnarskrá. Hafði sigur í þorskastríðunum og 17. júní 1944 ekkert gildi? Liggur ekki ljóst fyrir og hefur það ekki legið ljóst fyrir allar götur síðan að íslenska ríkið fer með forsjá lands og landhelgi? Hvað varð til þess að svo nauðsynlegt er orðið að ís- lenska ríkið eignist nú skilgreindan eignarrétt að þessu öllu saman? Hvert er vandamálið sem gerir það svo áríðandi að íslenska ríkið slái eign sinni á allt, land, haf og loft sem umlykur okkur? Erum við ís- lenska þjóðin sammála um að með því að ríkið eignist allt sem ekki er skilgreindur eignarréttur á nú þeg- ar tryggjum við best réttlæti til framtíðar? Hverra réttlæti er það? Sammála um hvað og fyrir hverja? Signý Sigurðardóttir fjallar um eignarrétt ’Erum við íslenskaþjóðin sammála um að með því að ríkið eignist allt sem ekki er skilgreindur eign- arréttur á nú þegar tryggjum við best réttlæti til framtíðar?‘ Signý Sigurðardóttir Höfundur starfar við flutninga. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjámsson er vel að sigri í prófkjöri sjálfstæð- ismanna komin. En það kom mér spánskt fyrir sjónir er ég heyrði í viðtölum við hann eftir prófkjörið að hann vildi „… höfða til sem flestra og ekki síst til þeirra sem eiga bágt og þurfa á aðstoð okkar að halda“. Þá sagði Vilhjálmur: „Sjálf- stæðisflokkurinn hef- ur byggt upp þetta velferðarkerfi í borg- inni. Ég vil að fólk geti treyst því að borgaryfirvöld komi þeim sem eiga bágt og eiga í erfiðleikum til aðstoðar eins og kostur er.“ Mér hefur fundist Sjálfstæð- isflokkurinn ekki vilja almenna velferð þar sem réttur fólks er tryggður – en sjálf- stæðismenn vilja gera vel við sína vini. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hefur verið í borgarstjórn frá árinu 1984 og veit því hvernig félagsmála- þjónustan virkaði fyr- ir 1994 og hann veit hvernig velferð- arþjónustan er í dag. Þegar Sjálfstæð- isflokkurinn og Vil- hjálmur Þ. voru hér við völd voru lagðir lámarks- fjármunir í velferðarmál og hér nefni ég bara tvö örstutt dæmi. Það var mikið mál að fá fjárhags- aðstoð þó svo tekjur væru engar enda réttur fólks til lágmarks- framfærslu ekki tryggður. Íbúðir í eigu borgarinnar voru um 1.000 en eru í dag 1.740. Gæðin voru af allt of skornum skammti og því tíðk- aðist að stjórnmálamenn hefðu áhrif á úthlutanir íbúða og fengu þeir forgang sem lofuðu stuðningi við flokkinn. Í dag ræður faglegt mat hverjir fá úthlutað og eru um- sóknir metnar til stiga til að koma á réttlátri forgangsröðun. Enn er nauðsynlegt að forgangsraða því úrræðin eru of fá þrátt fyrir mikla fjölgun íbúða og að tæplega 400 heimili fái sérstakar húsa- leigubætur vegna íbúða á almenn- um markaði. Velferð ríkisstjórnarinnar Hver og einn ætti að láta hug- ann reika um velferðartilhneig- ingar ríkisvaldsins undanfarinn áratug þegar sjálfstæðismenn lofa velferð. Ég sé fyrir mér rýrnandi kjör öryrkja, stóraukin útgjöld sjúklinga vegna lyfja og þjálfunar, aldraða sem búa saman í her- bergjum eða eru útskrifaðir heim af bráðadeildum spítalanna nánast bjargarlausir. Þá hefur ríkið staðið gegn uppbyggingu hjúkrunarheim- ila í borginni þar sem borgin getur ekki byggt hjúkrunarheimili nema ríkið samþykki rekstur þeirra, þótt fjármagn hafi verið til reiðu. Velferð „sjálfstæðis“- sveitarfélaganna Útgjöld til velferðarmála eru af- skaplega ólík milli sveitarfélaga og má meta stefnu þeirra út frá þeim fjármunum sem þau leggja í vel- ferðarmál. Það er eftirtektarvert að þau sveitarfélög sem stýrt er af sjálfstæðismönnum eru með a.m.k. helmingi lægri útgjöld til velferð- armála en Reykjavíkurborg. Segja tölurnar úr árbók Sambands ísl. sveitarfélaga 2005 meira en fagrar yfirlýsingar. – Garðabær veitir til fé- lagsþjónustu 18.142 kr. á hvern íbúa. – Seltjarnarnes veitir til fé- lagsþjónustu 21.537 kr. á hvern íbúa. – Kópavogur veitir til félagsþjónustu 25.631 kr. á hvern íbúa. – Reykjavík veitir til félagsþjónustu 64.513 kr. á hvern íbúa. Ástæðan fyrir þess- um mikla mun er m.a. sú að sveitarfélögin bjóða upp á mismikla þjónustu og félagsleg samsetning íbúanna er mismunandi. Aldraðir, öryrkjar, fátækir og aðrir sem nota velferð- arþjónustu hafa flust til Reykjavíkur þar sem þjónustuna er að finna og þar sem þeir eru boðnir velkomnir. Efnaminna fólk er ekki alls staðar boðið vel- komið, því sum „sjálf- stæðissveitarfélög“ úti- loka það með að bjóða einungis lóðir undir sérbýli og dýrar fjöl- býlisíbúðir og hafa alls ekki félagslegar leigu- íbúðir í boði. Í sumum nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur er gengið svo langt í að velja „réttu“ íbúana að lóðir eru boðnar vinum, vandamönnum, ríkum og frægum. Velferð Villa Vilhjálmur Þ. vill sjálfsagt vel, en hann er fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins sem hefur sýnt það að hann er flokkur sérhagsmuna og þeirra sem eru efnaðir. Sjálfstæð- ismenn vilja þeim vel sem þeir þekkja, en þeim finnst dýrt að bjóða öllum sem búa við sambæri- legar aðstæður sambærileg úrræði. Vilhjálmur Þ. vill kannski afsaka félagsþjónustuna sem veitt var fyr- ir árið 1994 með því að þjónustan hafi verið barns síns tíma. Það er ekki réttmæt afsökun því um leið og Reykjavíkurlistinn tók við gjör- breyttist félagsþjónustan og fór að vinna út frá jafnræðissjónarmiðum. Velferð félagshyggjunnar Í dag er rekin heildstæð velferð- arþjónusta fyrir þá sem þurfa og reynt er að tryggja rétt allra til samfélagsþátttöku. Það er langt mál að segja frá því hvernig við hjá Reykjavíkurborg náum mark- miðum okkar og því vil ég vísa í starfsáætlanir og ársskýrslur vel- ferðarsviðs, áður félagsþjónust- unnar. Sérstök áhersla er nú lögð á að jafna aðstöðumun barna með sértækum úrræðum fyrir börn fá- tækra foreldra, auka þjónustu heim til fólks, bjóða upp á end- urhæfingu fyrir þá sem búa við minnstu lífsgæðin og tryggja fólki húsnæði. Það er að byrja kosningabarátta þar sem barist er um að þjóna borgarbúum og fara með skattfé þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu hverjir veljast til þess að sinna velferðarmálum allra borg- arbúa. Ég bið kjósendur að spyrja frambjóðendur, flokkana og sig sjálfa gagnrýninna spurninga þannig að afstaða verði tekin út frá staðreyndum og stefnu en ekki fagurgala sem heyrist á hátíð- arstundum. Vinavelferð Sjálfstæðis- flokksins Björk Vilhelmsdóttir fjallar um velferð ríkis og sveitarfélaga Björk Vilhelmsdóttir ’Hefur ríkiðstaðið gegn upp- byggingu hjúkr- unarheimila í borginni þar sem borgin get- ur ekki byggt hjúkrunarheim- ili nema ríkið samþykki rekst- ur þeirra, þótt fjármagn hafi verið til reiðu.‘ Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.