Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 27 MINNINGAR ✝ Bjarni ÞórirGuðmundsson rafvirki fæddist á Efri Völlum í Gaul- verjabæjarhreppi í Árnessýslu 11. jan- úar 1929. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jó- hannesson, bóndi á Arnarhóli í Gaul- verjarbæjarhreppi, f. í Skaftholti í Gaul- verjabæjarhreppi 9. september 1900, d. 20. febrúar 1968 og Ingi- björg Árnadóttir húsfreyja á Arn- arhóli, f. í Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi 6. júní 1895, d. 22. des 1971. Bræður Bjarna eru Árni og Jóhannes, f. 13. mars 1926. Bjarni kvæntist 11. janúar 1969 Jónu Sigríði Tómasdóttur, f. Tómas Valur Hlíðberg, f. 3. apríl 1958, kona hans Marianne Beck, f. 12. júní 1963, börn þeirra Davíð, Sara og Jakob Jón. b) Rafnar Hlíð- berg, f. 29. maí 1960, kona hans Saida Rumapea, f. 30. ágúst 1978, sonur þeirra Eric Mac. c) Jórunn Dóra Hlíðberg, f. 12. apríl 1962, maður hennar Agnar Sigurbjörns- son, f. 19. ágúst 1959, börn þeirra Guðrún Valdís, sambýlismaður Stefán Már Ársælsson, Kolbrún og Bjarni Valur. Bjarni ólst upp í Gaulverjabæj- arhreppi, lærði rafvirkjun í Iðn- skólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1952, síðar meistara- prófi. Hann vann alla starfsævina við iðnina, fyrst hjá Segli hf víða um land á meðan landið var að raf- væðast, hjá Íslenskum aðalverk- tökum og síðustu 2 áratugina á tækjaverkstæði Loftleiða (síðar Flugleiða) í Keflavík. Bjarni var einn stofnfélaga Árnesingakórsins í Reykjavík og var ásamt konu sinni mjög virkur í félagsstarfi kórsins. Útför Bjarna fer fram frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 23.október 1930, frá Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Tómas Tómas- son bóndi og oddviti á Fljótshólum, f. í Efri-Gegnishólum í Gaulverjabæjar- hreppi 24. febrúar 1895, d. 18. júní 1973 og Guðríður Jóns- dóttir, húsfreyja á Fljótshólum, f. þar 1. janúar 1903, d. 4. jan- úar 1985. Sonur þeirra er Guðmundur Ingi, f. 17. júlí 1969, maki Kolfinna Guð- mundsdóttir, f. 1. desember 1965. Börn þeirra eru Ásþór Bjarni og Freyja Kristín. Sonur Kolfinnu er Guðmundur Ragnar. Fósturbörn Bjarna og börn Jónu Sigríðar og Vals Hlíðberg, f. 24. febrúar 1929, d. 28. september 1964, eru: a) Frændurnir Bjarni Guðmundsson og Árni Sighvatsson hafa kvatt með fárra daga millibili. Báðir voru þeir félagar í Árnesingakórnum í Reykja- vík og var Bjarni einn af stofnfélög- um. Frá upphafi var hann ein styrk- asta stoð kórsins bæði í söng og félagslífi og er fallega bassaröddin hans okkur ógleymanleg. Bjarni var ætíð glaður, jákvæður og traustur fé- lagi. Hann vildi hvers manns vanda leysa og bar ávallt hag annarra fyrir brjósti. Það sama má segja um eig- inkonuna því svo samhent voru þau hjón Sísí og Bjarni að nefndi maður nafn annars þeirra var nafn hins kom- ið fram á varirnar. Gestrisni þeirra var annáluð og stóð heimili þeirra öll- um opið ef eitthvað stóð til hjá kórn- um. Í minningunni ber hæst laufa- brauðsbakstur þar sem allur kórinn kom saman hjá þeim og skar út laufa- brauð til fjáröflunar. Bjarni var góður harmonikkuleik- ari og var nikkan jafnan meðferðis ef farið var í ferðalög eða hist á manna- mótum. Stundum voru söngæfingar haldnar á heimili þeirra hjóna og sat Bjarni þá við orgelið og stjórnaði söng. Bjarni starfaði með kórnum á með- an heilsan leyfði og var alla tíð einn dyggasti stuðningsmaður okkar. Á þrjátíu ára afmæli kórsins var hann gerður að heiðursfélaga. Að leiðarlokum viljum við þakka góðum vini og félaga samfylgdina. Sísí og fjölskyldunni allri viljum við votta dýpstu samúð. Nú hnígur sól að sævar barmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástar örmum, allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Félagar í Árnesingakórnum í Reykjavík. Oft er umtalað hve margir Íslend- ingar taka þátt í söng- og kórastarfi og margir bindast vinarböndum í þeim félagsskap. Í Árnesingakórnum í Reykjavík kynntumst við öðlingnum Bjarna frá Arnahóli og Sísí konu hans. Jákvætt viðmót Bjarna, fé- lagslyndi og lagvísi gerði hann að úr- vals kórmanni, hann greip í nikku sem oft gat komið sér vel og ekki er hægt að gleyma kaffibrúsunum sem hann hafði meðferðis þegar lengri ferðalög voru framundan svo hægt var að halda söngfélögunum kaffiboð í aftursæti rútunnar. Uppruni hans og uppeldi í söngglöðum Flóanum fylgdi honum alla ævi. Innilegar samúðar- kveðjur til Sísíar og aðstandenda. Harpa og Ingi Heiðmar. Vinur minn og starfsfélagi, Bjarni Guðmundsson, er látinn eftir langvar- andi og erfið veikindi. Við Bjarni raf- virki, eins og hann var ávallt nefndur, vorum starfsfélagar á tækjaverk- stæði Loftleiða og síðan Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Margar góðar minningar á ég um þennan ljúfa og trygglynda dreng, fyrir þær vil ég þakka þér kæri vinur. Eitt var sem auðkenndi þig öðrum fremur, það var hvað þú varst hjálp- samur og greiðvikinn og skipti ekki máli hver átti í hlut. Reyndar áttir þú marga vini á hinum ýmsu vinnustöð- um sem komu að flugrekstrinum. Þú trúðir ávallt á það góða í öllu fólki, ég er ekki frá því að það hafi stundum þvælst fyrir þér þegar þú kynntist einhverju öðru í fari fólks. Aldrei sá ég þig reiðast við nokkurn mann, en þó vissi ég að þú værir ekki skaplaus maður, en þú gast orðið sár, það sá ég stundum, en þú erfðir það ekki lengi, það var ekki þinn stíll. Þú varst fljótur að ná til barna sem komu við á verk- stæðinu, það sýnir best hvaða mann þú hafðir að geyma. Matmaður var Bjarni. Eitt sinn er við félagarnir vorum í mat þá var ein- hver að fjasa yfir gæðum matarins, þá sagði Bjarni, „strákar, látið ekki svona, það er enginn matur vondur, hann er bara misjafnlega góður.“ Ég kveð þig með þökk og söknuði. Ef til er æðra stig sem okkur er ætl- að, þá vona ég að við eigum eftir að hittast þar, kæri vinur. Sísí, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð blessa ykkur. Ólafur Ingvi Kristjánsson. Kær vinur Bjarni Guðmundsson er kvaddur í dag. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bjarna og hans góðu konu Sísí, eins og hún er alltaf kölluð, fyrir hartnær 30 árum. Ég og við fjölskyld- an höfum átt margar gleði- og ánægjustundir með þeim hjónum á þessum árum og stend ég í mikilli þakkarskuld við þau. Bjarni var mikill mannvinur og gleðigjafi sem vildi öll- um vel.Var alltaf boðinn og búinn, einstaklega hjálpsamur í garð allra hvernig sem á stóð og á þetta sann- arlega líka við um Sísí konu hans, enda mjög samhent hjón. Öllum leið einkar vel í návist þeirra. Mjög músíkalskur var hann og hafði yndi af allri fallegri tónlist. Söng í kór til margra ára meðan heilsan leyfði og spilaði dável á harmoniku, orgel og jafnvel fleira. Bjarni og nikkan voru alltaf ómiss- andi ef eitthvað stóð til. Það var ákaflega sárt þegar Bjarni fékk áfall og missti heilsu sína fyrir 13 árum. Þessi duglegi, sterki maður sem alltaf var að. En þá og allar götur síðan hefur Sísí okkar sýnt styrk sinn og kærleika. Hún hefur stutt og hjálpað Bjarna öll árin og varla vikið frá honum. En nú hefur hann kvatt. Innileg samúð, elsku Sísí, til þín og þinna frá okkur fjölskyldunni. Bless- uð sé minning Bjarna. Fríða. BJARNI ÞÓRIR GUÐMUNDSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON fv. ráðuneytisstjóri, Einimel 6, andaðist laugardaginn 12. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Lilly Ásgeirsson, Sverrir Þórhallsson, Inga Helgadóttir, Dóra Þórhallsdóttir, Magnús B. Einarson, Ragna Þórhallsdóttir, Flosi Kristjánsson, Sólveig Þórhallsdóttir, Gunnar Jóakimsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÞÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést föstudaginn 11. nóvember á Landakotsspítala. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður K. Guðjónsson, Katrín Guðjónsdóttir, Jónas Ragnarsson, Helgi Már Guðjónsson, Ingveldur Kristófersdóttir, Þóra Þ. Guðjónsdóttir, Sturla Erlendsson, Arna Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og langömmubörn. Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, DAGBJÖRT ELÍASDÓTTIR Vogatungu 61, sem lést að heimili sínu þann 8. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Ágúst Bjarnason, Margrét Sigmundsdóttir, Sigrún Jónína Sigmundsdóttir, Einar Sveinsson, Sigmundur Örn Sigmundsson, Dagbjört Erna Sigmundsdóttir, Jóhann Grétarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Það tekur oft lang- an tíma að átta sig á staðreyndum lífs og dauða og það er ástæðan fyr- ir því að ég rita þessi fátæklegu orð fyrst nú um hinn ágæta mann Gunn- ar. Gunnar lést í miðju fjölmiðlafári þegar blöðin voru yfirfull af yfir- borðsmennsku um dómsmál og ásakanir og ákærur og alls kyns yf- irborðshjali, sem skipta nákvæm- lega engu máli, en drepa aðeins nið- ur frumkvæði og fegurð mann- lífsins. Fyrir mig var á þeim tíma eina fréttin sem snerti mig, fréttin um andlát Gunnars vinar míns Guð- mundssonar. Ég átti því láni að fagna að ferðast með honum þó nokkur skipti í gegnum árin bæði í lengri og styttri ferðum. Gunnar var bíl- stjórnn og ég var leiðsögumaðurinn. Þó var ansi oft sem Gunnar af sinni einlægu hógværð og kímni varpaði fram skemmtilegum viðbót- um og athugasemdum um svæði þau sem við fórum um og menn og mál- efni, enda Gunnar búinn að fara hringferðir um Ísland ótal sinum ÞORSTEINN GUNN- AR GUÐMUNDSSON ✝ Þorsteinn Gunn-ar Guðmunds- son fæddist í Ytri- Njarðvík 17. októ- ber 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu Fífu- sundi 5 á Hvamms- tanga 17. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvammstanga- kirkju 26. septem- ber. með erlenda ferða- menn og fylgdist vel með á öllum sviðum. Gunnar var hvers manns hugljúfi og með sínu milda fasi ávann hann sér ávallt traust allra. Hann var réttsýnn en hafði eins og gengur sínar föstu skemmtilegu skoðan- ir á ýmsum málum. Mér verður oft hugsað til þeirrar löngu útiveru sem hann stundaði fjarri heimili sínu. Gunnar tók margar ferðir að sumri til og var þá stað- settur á Hópferðamiðstöðinni í Reykjavík og kom stundum ekki heim á Hvammstanga svo að vikum og jafnvel mánuðum skipti. Það eru ekki allir í þjóðfélaginu sem kunna, geta eða vilja spila með í fjármálabraski og daglegu verð- sprengjusprelli. Þeir eru margir sem vinna við ýmis afar hefðbundin venjuleg störf og þiggja venjulegt kaup og skila heim eftir langan vinnudag. Þetta eru hetjur og burð- arbitar þjóðfélagsins og fer oft hjótt um, en heyrist meir í hinum. Ég vil þakka Gunnari góða við- kynningu og það var sérstaklega ánægjulegur dagur þegar við sátum öll fjölskyldan ásamt Gunnari á Austurvelli í sumar í sólskininu. Þetta er góð minning sem ég varðveiti vel og um leið sendi ég kveðjur og stuðningsyfirlýsingu til allra aðstandenda og annarra sem hann þekktu. Blessuð sé minning Þorsteins Gunnars Guðmundssonar. Friðrik Á. Brekkan. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.