Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 19 MENNING eldri verkum Geirlaugs,“ segir Benedikt sem mun kynna skáldskap Geirlaugs og lesa nokkur ljóð úr nýju bókinni. Þá munu skáldin Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafsson, Óskar Árni Ósk- arsson og Einar Ólafsson lesa úr ljóðum Geirlaugs. LJÓÐSKÁLDSINS Geirlaugs Magn- ússonar verður minnst með því að nokkur góðskáld munu lesa úr verk- um Geirlaugs á Skáldaspírukvöldi í Iðu annað kvöld, þriðjudag, kl. 20. Það er Benedikt Lafleur, rithöf- undur og útgefandi, sem stendur að Skáldaspírukvöldinu en þetta er í 45. sinn sem Skáldaspírukvöld er haldið. „Geirlaugur andaðist í september sl. 61 árs að aldri en skildi eftir sig tvö fullkláruð handrit. Annað er komið út á vegum Lafleur- útgáfunnar, Andljóð, og verður les- ið úr þeirri bók sem og úr öðrum Ljóðlist | Skáldaspírukvöld í Iðu Geirlaugur Magnússon Góðskáld minnast Geirlaugs Kvikmynd Matthews Barney, Drawing Restraint 9, er unnin í samvinnu við unnustu hans Björk Guðmundsdóttur sem á heiðurinn af tónlistinni í myndinni ásamt því að leika á móti honum í ástarsögu myndarinnar. Verkið er tekið upp í Japan og um borð í hvalveiðiverk- smiðjuskipi sem verður vettvangur samfunda elskendanna sem koma hvort í sínu lagi í skipið. Þrátt fyrir að ytri rammi verksins sé kvikmynd, þá er verkið ekki síð- ur myndlistarverk þar sem risastór iðnaðarlífrænn skúlptúr er það leið- arstef sem kallast á við aðra þætti myndarinnar um leið og form hans, einskonar myndlistarlógó Barneys vísar til fyrri verka hans. Skúlptúr, tónverk, ljósmynd, leikhús, fantasía, heimildarmynd, náttúrufræði, fé- lagsfræði, líffræði, pólitík, ástarsaga og goðsaga. Hinar fjölmörgu menn- ingarlegu vísanir eru flóknar og margræðar og samþætting þeirra í verkinu leitast við að finna einhvern sannleika, samhljóm eða samruna milli listforma, milli manns og nátt- úru, mismunandi menningarheima en ekki síst milli hins karllega og kvenlega. Hinn kynferðislegi undir- tónn er slegin strax í byrjun mynd- arinnar þar sem hvít hrein plastaf- steypa af kynfærum karlmanns annarsvegar og óreglulegu lífrænu mótinu sem það var steypt í er pakkað inn sínu í hvorn pakkann eftir kúnstarinnar reglum. Pakkn- ingarnar minna á brúðkaupsklæðn- aðinn sem parið er seinna klætt í og dregur fram goðsögulegar tákn- myndir af eðli kynjanna og hvernig siðmenningin leikur það hlutverk að aðskilja kynin og hefta samruna þeirra um leið og ritúalið eins og brúðkaupið snýst um að sameina. Í fyrri hluta myndarinnar er hið sjón- ræna myndmál í fyrirrúmi sem kerfisbundið formrænt vélgengi náttúru og manns með fall- usartáknið í fyrirrúmi þar sem hið ógurlega flæði fljótandi vaselíns er látið renna úr tanki olíubíls í kerið, formið, gegn um stóra slöngu sem þarf minnst þrjá karlmenn til að stjórna. Vaselínið storknar í form- inu um borð í skipinu, hluti þess er skorinn frá með tækni og verklagi hvalskurðarmannanna. Parið sem hefur verið, eftir táknrænt hreins- unarferli, uppábúið á gróteskan hátt í mynd japanskra brúðkaupsklæða, sem gerð eru úr dýraskinnum, tek- ur þátt í teathöfn, einskonar hjóna- vígsluritúali þar sem þau drekka grænt seyði sem búið er til úr dufti sem sótt er í ígulker. Hrogn ígul- kerja eru þekkt kynörvandi meðal í Japan en lífveran sjálf í kerinu er tvíkynja og samanstendur einungis af munni, þarmi eða anal ásamt kynkirtlinum. Formið er fjarlægt af skúlptúrnum á dekkinu sem brotnar niður á sama tíma og stormur skek- ur skipið svo sjórinn og vaselínið flæðir um rými þess. Í þessu atriði verður leikhúsið og propsið og gró- teskan yfirgnæfandi þar sem sam- runi þeirra er sýndur í fljótandi inn- rými skipsins þar sem blóðlaus aflimun á sér stað í mynd hval- skurðar og söguhetjurnar umbreyt- ast í veiðidýrið, verða að hvölum og sameinast náttúrunni. Myndin býð- ur upp á ákaflega sterka fag- urfræðilega sjónræna reynslu, þar sem samruni manns og náttúru fer fram á köldu skurðarborði vélmenn- ingar og iðnaðar, sem væri óbæri- legt í sjálfu sér ef ekki kæmi til sú lífgun sem tónlist Bjarkar leggur til verksins, sá ósýnilegi lífsandi og frjóvgandi sköpunarkraftur sem gegnsýrir alla myndina. Þegar upp er staðið er það samvinna Barneys og Bjarkar sem nær að samþætta andstæður á skemmtilegan hátt, þar sem höfundarverk hennar stendur sjálfstætt gagnvart hans og öfugt, um leið og þau upphefja hvort annað og mörkin milli þeirra mást út á köflum í listrænum sam- runa. Þótt myndin sé bæði veisla fyrir augað, eyrun og hugsunina, þá gengur hún nærri þolinmæði áhorf- andans sem getur lent í þeirri stöðu samtímis, að njóta verksins um leið og að þola það ekki. Að hrífast af fegurð þess, hreinleika og goðsögu- legum boðskap samhliða því að þreytast á uppskrúfaðri listrænunni og vélrænni gróteskunni. Blóðlaus samruni manns og náttúru KVIKMYNDIR Regnboginn Matthew Barney. Tónlist: Björk. Fram- leiðendur: Matthew og Barbara Glad- stone. Regnboginn Síðasta sýning mánudag kl 22. DRAWING RESTRAINT 9 © 2005 Matthew Barney „Áhorfandinn getur lent í þeirri stöðu samtímis, að njóta verksins um leið og að þola það ekki,“ segir Þóra Þórisdóttir. Þóra Þórisdóttir ÞAÐ ER einkennileg árátta skóla- leikfélaga að vilja setja bíómyndir á svið. Stundum heppnast það vel en oftar ekki. Til þess að úr verði lifandi leiksýning með sinn eigin sjálfstæða kraft og frumsköpun þarf mjög ein- beitta og frumlega sýn leikstjóra þar sem persónusköpunin verður til í flæði innan hópsins. Ef um tónlist- arbíómyndir er að ræða þarf áhrifa- mikinn tónlistarflutning í öndvegi. Stúdentaleikhúsið setur hér upp bíómyndina Magnolia sem er þekkt- asta mynd Bandaríkjamannsins Paul Thomas Anderson. Ef áhorfendur þekkja myndina er ekkert nýtt eða spennandi á leiksviði Loftkastalans. Ef þeir hafa ekki séð bíómyndina hafa þeir áreiðanlega gaman af því að sjá sögur fólksins og samskipti á ein- um degi en samskiptin eru ýmist til- viljunum háð eða afleiðingar af breytni mannanna. Myndin er góð af því að hún fjallar á einstakan hátt um það hvenær maðurinn er ábyrgur gerða sinna og hvort hann getur bætt fyrir þær. Í henni er líka fjallað um hvort tilviljanir séu tilviljanir þegar allt kemur til alls eða hvort allt sé skrifað fyrirfram. Og leikararnir hjá Anderson eru í heimsklassa með áberandi fína leikstjórnarvinnu teikn- aða í allt sem þeir gera. Agnar Jón fer þá leið að setja sam- skiptin í forgrunn og það er fallega sýnt hjá honum hvernig maður er manns gaman; hvernig við getum ekki verið án annarra og hvernig sannleikurinn sækir okkur heim þeg- ar dómsdagur nálgast í einni eða ann- arri mynd. Einnig eru vandasamar skiptingar milli atriða liprar og lýs- ingin oft falleg þó að á frumsýningu hafi sýnt sig að hún var óþarflega flókin. Gítartónlistin sem flutt var undir atriðunum hefur eflaust átt að minna á kvikmyndatónlist og var fal- leg sem slík en heldur einhæf. Lagið sem hópurinn söng saman undir lokin var reglulega fallegt og vel flutt. Stór leikarahópurinn var misjafn, sumir byrjendur, aðrir vanir og mis- jafnlega var unnið með persónusköp- un.Yfirbragð alls leiksins bar þess merki að verið var að leika leikarana í bíómyndinni, leika persónurnar. Undantekning frá þessu var Hinrik Þór Svavarsson í hlutverki Daníels í fyrri hlutanum en hann missti því miður innri kraftinn þegar persónan var orðin drukkin. Tryggvi Gunn- arsson var einnig góður í hlutverki Jóns lögregluþjóns þó að hann hafi ekki komist með tærnar þar sem John C. Reilly hefur hælana en hlut- verkið er gífurlega vandasamt þar sem hér er um hreina og tæra krists- gervingu að ræða. Framburðarvandi leikara í stóru hlutverki eins og Franks Magnúsar er nokkuð sem ekki ætti að heyrast í Stúdentaleik- húsinu. Það er nokkuð öruggt að úr því að farin er sú viðkvæma leið að leikgera bíómynd yrði þakklátara að búa til nýjar, séríslenskar aðstæður úr grunni myndarinnar í stað þess að endurgera. Þá fengju leikarar að búa til sínar eigin persónur auk þess sem frjálslegar væri hægt að fara með efnið. Svo er hitt, að skrifa bara nýtt leikrit með hópnum. Ef Stúdentaleik- húsið ræður ekki við slíkt, hver þá? Bíó á leiksviði Hrund Ólafsdóttir LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Þýðing, leikgerð og leikstjórn: Agnar Jón Egilsson. Lýsing: Jón Þorgeir Kristjáns- son. Tónlist: Ágúst Guðmundsson og Baldur Ragnarsson. Loftkastalinn, 5. nóvember 2005. Blóðberg MÉR finnst að Tónlistarfélagið á Akureyri hafi ratað á góða leið með því að bjóða gestum sínum að borði tón- og málsverðar í tónleikaröð sinni í hádegi suma föstudaga vetr- arins í Ketilhúsinu. Þarna kemur Einar veitingamaður á Karólímu til samstarfs við Tónlistarfélagið og sér um passandi rétti. Á fyrstu tón- leikunum var val réttanna bundið Suður-Ameríku. Því miður missti ég af tónleikum nr. 2, en þeir þriðju sem hér verður fjallað um voru undir merki fransk-íslensks im- pressjónisma og sér í lagi frönsku flautustefnunnar (skólans) og báru yfirskriftina „Litlar freistingar“. Freistingarnar voru í reynd mikl- ar og ekki hægt annað en að falla fyrir þeim er þær birtust sem bragðgott konfekt eyrna og tungu. Franska flautulínan var fallega dregin af Petreu Ósk. Petrea er ljómandi góður flautuleikari og túlkaði verkin af stakri prýði, næmi og öryggi. Þegar ég nefni franska flautu- skólann þá er ég m.a. að vísa til Taffenal, sem var mikilhæfasti flautuleikari og tónskáld frönsku síðrómantíkurinnar, en Fauré til- einkaði honum m.a. verk sitt, Fantasíu, árið 1901. Taffenal var svo kennari og aðal- áhrifavaldur Philippe Gaubert. En Madrigal Philippe Gaubert er ljúft lag sem hljómaði einkar fallega í flutningi Petreu og Þórarins. Philippe Gaubert var svo aðal- kennari franska flautuleikarans Marcel Moyse, sem var mesti áhrifavaldurinn í að festa frönsku flautustefnuna(skólann) í sessi. Trúlega hafa fá lög laðað fleiri að franskri tónlist en Sikileyjardans Fauré og hafði tónskáldið þetta lag í hávegum í nokkrum verkum m.a. Pelleas og Melesande. Þetta verk er brothætt sem postulín og útheimtir fullkomna al- úð í flutningi og mér fannst að Pet- rea og Þórarinn næðu því lagi. Atli Heimir sagði einhvers staðar að gott tónskáld þyrfti að geta skrifað í öllum stíltegundum eftir því sem krafist er og ég get svarið að hans gullfallega Intermezzo hefði verið hægt að selja mér sem franskt flautuverk, ef ég vissi ekki betur. En fyrir vikið er verkið að vissu leyti tímalaust og lifir sem sjálf- stætt undurfagurt tónfyrirbæri. Nafni hans Ingólfsson átti þarna bráðskemmtilegt verk í þremur stuttum þáttum, með skemmti- legum andstæðum. Flutningi á því verki var vel til skila haldið. Tæknilega erfiðasta verkefnið er trúlega Morceau de Concours eftir Fauré, sem einnig var vel flutt. Þau Petrea og Þórarinn voru ein- læg og ljúf í túlkun sinni og náðu að hrífa áheyrendur, sem virtust eins og ég kunna að meta góða stund. Fransk-íslenskt í hádegi TÓNLIST Ketilhúsið á Akureyri Tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar. Nr. 3 í röð hádegistónleika á föstudögum. Flytjendur: Petrea Óskarsdóttir á flautu og Þórarinn Stefánsson á píanó. Efnisskrá: Sicilíenne op.78 og Morceau de Concours eftir Gabriel Fauré (1879– 1941), Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson (f. 1938). Þrjár andrár (I Áður en hann flýgur. II. Svangur aftur, III Áður en þau falla) eftir Atla Ing- ólfsson (f. 1962) og Madrigal eftir Phil- ippe Gaubert (1835–1921). Föstudaginn 4. 11 2005 kl. 12.15. Flauta og píanó Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.