Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Opið laugard. 11-16 Sunnudaga 13-16 Vandaðar hillusamstæður verð frá kr. 166.500.- Hillusamstæða verð kr. 189.000.- Bolli Bjarnason, húðsjúk-dómalæknir hjá Útlits-lækningu, segir að aloevera vörur þurfi ekki að vera ekta bara vegna þess að það standi á pakkningunni: „Mesti lækningamátturinn er sagður vera í vörum með milli 10.000–20.000 fjöl- sykrur á lítra. Sé IASC viðurkenn- ingarmerki á pakkningunni segir það að varan hafi verið metin og samþykkt af alþjóðlegri aloa vera vísindanefnd (International Aloe Science Council) í Bandaríkjunum. Þangað geta allir framleiðendur sent vörur sínar til gæðamats.“ Bolli segir að þó að jurtin hafi verið notuð til lækninga í aldaraðir sé verkun hennar enn rannsókn- arefni: „Í dag er hlaup jurtarinnar meðal annars notað í lækninga- og snyrtivörur. Það hefur verið notað til að minnka bólgur og græða ým- iss konar sár eins og brunasár, sár í munnholi, fótasár og jafnvel magasár. Menn hafa gengið svo langt að reyna það til meðferðar á alnæmi og hafa þar velt fyrir sér mögulegum áhrifum á mótstöðu við veirunni. Einnig hafa menn beitt því gegn krabbameini. Með því að borða það er því haldið fram að það geti læknað margt svo sem þvagsýrugigt, hægðatregðu og liðbólgur. Aloe vera hlaupi hefur verið beitt í tannlækningum til að minnka verk og flýta græðslu sára eftir að- gerðir. Dýrin hafa einnig fengið að kynnast því en þar hefur það verið notað við ofnæmi, sýkingum, bólgu og kláða. Í snyrtivörugeiranum er notkun hlaupsins mikil aðallega vegna rakagjafar en það hefur einnig verið notað í rakstursvörur til að græða skurði. Nú virðist vera í tísku að nota það í matvörur eins og jógúrt, te og ýmsa heilsu- drykki.“ Er ekki meðferðarúrræði Bolli segir að enginn einn þáttur sé hinn eini sanni í aloe vera hlaup- inu og því velti menn vöngum yfir hvort lækningamáttur plöntunnar sé til kominn vegna samverkunar eins eða fleiri þátta og þá sérlega milli fjölsykra og þátta sem miðli hinni lífrænu virkni hlaupsins. Hann segir einnig að enn í dag til dæmis að það sé D-vítamín í því en aðrir ekki. „Fyrir græðslu vefja byggist ein tilgátan á því að það sé hið háa vatnshlutfall eða 96% eða hærra sem hjálpi græðslunni með því að gera vatn aðgengi- legt fyrir vefina án þess að loka fyrir súrefn- isflæði til þeirra. Þessi kenning gæti skýrt út fljótleg kælandi áhrif sem hlaupið hefur á bruna en ekki lang- tímaáhrif á græðslu vefja. Sumir hafa sagt græðsluna vera tilkomna vegna sútunarsýru og fjölsykrulíks efnis. Margir líta á aloe vera ein- göngu sem rakagjafa sem nýtist þannig vel í snyrtivörur en margir hafa velt fyrir sér bólgueyðandi áhrifum, aðallega af fjölsykrum og sykurpróteini. Einnig hafa menn látið í veðri vaka að jurtin geti haft verkjastill- andi áhrif og hafa menn velt þar fyrir sér áhrifum salisýlats, mjólk- ursýru og málminum magnesíum. Salisylöt eru þekkt að því að vera verkjastillandi en margir hafa ekki viljað sleppa þeirri hugmynd að magnesíum geti einnig verkað verkjastillandi með eða án sal- isýlatsins,“ segir Bolli og tekur fram að aloe vera hlaupið sé aldrei meðferðarúrræði sem megi seinka viðeigandi meðferð læknis.  HEILSA | Ágreiningur um hvað sé nákvæmlega í aloe vera hlaupi Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Úrvalið af vörum með aloe vera hefur aukist gríð- arlega og má nefna krem og hlaup, pillur, drykki, jógúrt, skyr, sjampó, salernispappír og sængur. Bolli Bjarnason húðsjúkdómalæknir sagði Ing- veldi Geirsdóttur að þótt jurtin hefði verið notuð í aldaraðir væri hún enn rannsóknarefni. Ekki alltaf ekta aloe vera Morgunblaðið/Ásdís Aloa vera er notað í ýmsar matvörur, m.a. í jógúrt. greini menn á hvað nákvæmlega sé í aloe vera hlaupinu, að sumir trúi Morgunblaðið/Brynjar Gauti ERFITT getur reynst að koma lík- amsrækt fyrir í önn dagsins. Á heilsuvef MSNBC eru gefin ráð um hvernig hægt er að halda sér í formi þrátt fyrir langan vinnudag. Í fyrsta lagi þarf maður að passa upp á að borða og drekka hollt og vel yfir daginn, að sögn næringarfræðingsins Molly Kim- ball sem vitnað er í. Vökvaskortur og orkuleysi getur látið mann finna fyrir þreytu og lítilli löngun til að fara út að hlaupa eða í ræktina. Kimball mælir með að borða á þriggja tíma fresti, og passa að máltíðin innihaldi eitthvert pró- tein og heilkorn. Síðdegishressing fyrir æfingu er sérstaklega mikilvæg. Þá er hægt að fá sér heilhveitihrökk- brauð með osti, ferskan ávöxt og kotasælu, epli eða blöndu af hnet- um og þurrkuðum ávöxtum. Sjö til níu tíma svefn Svefn er einnig mikilvægur og til að forðast síðdegissyfju verður maður að fá 7-9 tíma svefn á nóttu. Sófinn getur freistað þegar komið er heim úr vinnunni en gott ráð við því er að fara beint í ræktina úr vinnunni en stoppa ekki heima á leiðinni. Kimball mælir jafnvel með að skipta um föt í vinnunni áður en lagt er af stað svo að maður freistist ekki til að fara bara heim. Gott er að hafa félaga í hreyf- ingunni, t.d. vinnufélaga, sem hjálpar manni að standa við þjálf- unaráætlun. Einnig er æskilegt að stefna að einhverju, þ.e. að styrkja líkamann fyrir eitthvert tilefni eða að lækka blóðþrýsting- inn.Morgunblaðið/Kristján Síðdegishressing fyrir leikfimina  HREYFING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.